Dagur - 02.12.1995, Blaðsíða 11
Laugardagur 2. desember 1995 - DAGUR - 11
Á fallegum stað vestanvert í
Svarfaðardal stendur glæsilegt
nýuppgert hús. Eftir að hafa
ekið framhjá því einu sinni er
snúið við því einhvern veginn
virðist það við hæfí að listafólk
búi í svo fallegu húsi. Hjónin
Kristján E. Hjartarson og Krist-
jana Arngrímsdóttir, annar
helmingurinn af Tjarnarkvart-
ettinum, taka á móti gesti. Hinn
helmingurinn, þau Rósa Kristín
Baldursdóttir og Hjörleifur
Hjartarson, búa á næsta bæ við
Tjörn. Á borðum eru kaffi og
kleinur og þau eru tilbúin að
segja frá hvernig samstarfíð
hófst.
Sönggleði í Svarfaðardal
Þau Rósa og Hjörleifur giftu
sig um árið í lundinum fyrir fram-
an bæinn Tjöm og var þá mynd-
aður sönghópur til að syngja fyrir
brúðkaupsgesti. Hann hljómaði
strax svo vel saman að upp úr því
var Tjamarkvartettinn stofnaður.
Öll starfa þau við annað og
hafa nóg að gera í hinu daglega
amstri en gefa sér þó alltaf tíma til
að æfa sig þegar eitthvað sérstakt
er að gerast. Eftir að fyrsti hljóm-
diskur þeirra kom út í fyrra hafa
þau fengið stærri tilboð og halda
tónleika vítt og breitt um landið. í
sumar var þeim boðið til Finn-
lands á alþjóðlega leiklistarhátíð
alþýðunnar. Þau settu bömin og
búfé í pössun, skunduðu til Finn-
lands og kynntu fyrir hátíðargest-
um tónlistarþróunina í sönghefð á
Islandi með samsettri söngdag-
skrá.
Þau velja tónlistina saman enda
samstilltur hópur en reyna að hafa
sem mest af útsettu og nú er svö
komið að tónlistarfólk er farið að
hafa samband við þau að fyrra
bragði til að bjóða útsett lög fyrir
þau, sem segir meira en mörg orð.
Það er gott að sitja hjá þeim
hjónum og þægilegt andrúmsloft,
enda listafólk á ferð. Þau vilja
sem minnst ræða um frægðina,
líta bara út um gluggann á lundinn
góða þar sem þetta hófst allt sam-
an. Það er samt ekki hjá því kom-
ist að ræða um frægðina.
Kristjana segist verða feimin
þegar hún hugsi um frægð en hafi
„Ájólanótt“
Á hinurn nýja diski Tjamar-
kvartettsins sent ber heitið „Á
jólanótt“ eru eftirfarandi átján
lög:
1. Á jólanóti - Jón ÁsgeirssonlGitnnar
Dal.
2. Englakór frá himnahðll ■ ensktlfranskt
jólalag.
3. Þaó aldin er útsprungiS - lag frá 15.
öld.
4. Nú kemur heimsins hjálparráS - Islenskt
þjóölag og þjóöarkmði.
5. Oss harn erfatt I Betlehem - íslenskt
þjóÖlag og þjóökmöi.
6. Vér lyftum lutg í hteöir - J.S. Bach.
7. Hin fyrstu jól - Ingihjörg Þor-
hergslKristján frá Djúpahek.
8. Hátíöfer aö höndum ein - íslenskt þjóÖ-
lag og þjóðkvœði.
9. Gttðs kristni i heimi - J.F. Wade.
10. Ó Jesúham hlítt ■ S. Sclieidt.
11. Opin standa hímins tiliÖ - franskt jóla-
lag.
12. Nóttin var sú ágtet ein - Sigvaldi Kalda-
lónslEinar SigurÖsson frá Heydölum.
13. Eimt sinni í icttborg Davtös - HJ.
GauntlettlC..F. Ale.xander.
14. Skreytitm luis - jólalagfrá Wales.
15. María syngitr viö JesúbarniÖ - pólskt
jólalag.
16. A jólumtm er gleöi og gaman - jólalag
frá Katalóníu.
17. Sofi nú sietan - jólalagfrá Coventry.
18. Fagnið þeim hoöskap - enskt jólalag.
Upptökur á diskinum fóru
fram í Dalvíkurkirkju 5.-8.
október sl. Um upptökur sá
Hreinn Vaidimarsson. List-
rænn ráðunautur var Gerrit
Schuil. Útgefandi er Japis.
þó lúmskt gaman af. Kristján vill
ekki viðurkenna að hann sé
söngvari, „mér finnst bara gaman
að syngja." Nöfn þeirra eru samt
orðin löngu landsþekkt og í kjöl-
far þess var haft samband við þau
frá Japis og þau beðin urn að gera
jólaplötu. Tjamarkvartettinn brást
skjótt við, kom sér í jólaskap, sett-
ist niður eina kvöldstund og valdi
lög sem passa vel fyrir hópinn.
Platan var tekin upp í Dalvíkur-
kirkju og afraksturinn varð falleg-
ur og hátíðlegur jóladiskur, „Á
jólanótt“, sem er að koma í versl-
anir þessa dagana.
Það er liðið á kvöld og tími til
að kveðja, og þegar keyrt er út
dalinn efast maður ekki um að
Tjarnarkvartettinn sé kominn til
að vera, eða eins og Kristján orð-
aði það. „Við höldum áfram á
meðan við höfum gaman af því og
okkur líður vel.“
Höfundur:
Sigurlaug M. Jónasdóttir,
nemi í hagnýtri fjölmiSlun við
Hóskóla Islands.
Útboð
Krossanes h.f. óskar eftir tilboðum í steypingu
hluta gólfs í verksmiðjusal ásamt gerð gólfrenna
og frárennslislagna í Krossanessverksmiðjunni.
Helstu magntölur:
Steypa 87 rúmm.
Yfirborðsfrágangur 650 fm.
Gólfrennur 49 m.
Verktími 15. desember 1995 til 14. janúar 1996.
Útboðsgögn eru afhent á Verkfræðistofu Sigurðar
Thoroddsen h.f. Glerárgötu 30, Akureyri frá 4. desem-
ber 1995.
Tilboð verða opnuð þar mánudaginn 11. desember kl.
14 að viðstöddum þeim bjóðendum, sem þess óska.
KROSSANEShf
Menntasmiðja kvenna
á Akureyri
Nám sem auðgar líf þitt
Skóli fyrir konur sem eru án launaðrar atvinnu.
Vornámskeið hefst 15. janúar
og lýkur 3. maí 1996
Kennt verður á virkum dögum frá kl. 9-15.
Hámarksfjöldi nemenda er 20 konur.
Námið er konum að kostnaðarlausu og konur sem
hafa atvinnuleysisbætur halda bótum sínum
á meðan á náminu stendur.
Nánari upplýsingar í Menntasmiðju kvenna í síma 462 7255,
kl. 9-12 virka daga.
Umsóknarfrestur er til 20. des. nk.
Umsóknum skal skila á sérstökum eyðublöðum sem liggja
frammi í Menntasmiðjunni, Hafnarstræti 95,4. hæð og
á skrifstofu Vinnumiðlunar, Glerárgötu 26.
★ ★ ★
Opið hús verður í Menntasmiðju kvenna
fimmtudaginn 7. des. frá kl. 13-18.
Kynning verður á starfsemi Menntasmiðjunnar og
á verkefnum nemenda.
Veitingar.
Allir velkomnir!
Ragnar í Skaftafelli
Endurminningar Ragnars Stefánssonar bónda og
irðsvarftar. Helga K. Einarsdóttir skráfti.
metanleg heimild um náttúruperluna í Skaftafelli.
Hvíldarlaus ferð inn í drauminn
Ljóftrænar og hnittnar smásögur eftir
Matthías Johannessen.
Skáldkonur fyrri alda
eftir Guftrúnu P. Hclgadóttur.
Fróftleg og skcmmtileg bók.
Furður og feluleikir
Limrur og Ijóft í sama dúr eftir Jónas Árnason.
Lífsgleði
Minningar og frásagnir sex þjóftkunnra íslendinga.
Þórir S. Guftbergsson skráfti.
HÓRPUÚTOÁFAN §
STEKKJ^RHOLT 8-10 - 300 AKRANES
SIÐUMULI 29 - 108 REYKJAVlK