Dagur - 02.12.1995, Blaðsíða 6

Dagur - 02.12.1995, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Laugardagur 2. desember 1995 „Liði ekki betur með að kvarta og kveina' - rætt við Sverri Ingólfsson frá Ystafelli, sem veiktist alvarlega og er nú bundinn hjólastól „Mér myndi ekki líða betur þó ég kvartaði og kveinaði. Og þeim sem í kringum mig eru myndi þá jafnframt Iíða ennþá verr en mér nokkru sinni. Eg þarf heldur ekkert að kvarta og geri ævinlega hið besta úr hlut- unum. Auðvitað gekk mér illa að sætta mig við þetta hlut- skipti. Og hvað sem öðru líður þá ætlar maður sér aldrei að vera bundinn hjólastól alla æv- ina, hver sem reyndin verður.“ Það er Sverrir Ingólfsson frá Ystafelli í Köldukinn, nú búsettur á Akureyri, sem hefur orðið. Fyrir nokkrum árum veiktist Sverrir með þeim hætti að æðavefur í hálslið líkama hans rofnaði og blóð tók að renna í gegnum hrygginn og inn í mænugöngin. Með þessu hætti mænan að fá eðlilega næringu og varð óvirk, án þess beinlínis að skaddast. Fyrst í stað var Sverrir lamaður alveg frá hálsi og niður í tær - og átti jafn- vel í vandræðum með öndun. Með árunum hefur fötlunin þó dvínað. I dag er Sverrir alveg lamaður neðan mittis en heldur að mestu leyti virkni ofan þess. Hann er lamaður í vinstri hendi en heldur fullum þrótti í þeirri hægri. „Ég veiktist þann 30. desember 1988, en þann dag var ég úti í skúr heima í Ystafelli að skipta um dekk undir bfl. Skyndilega þyrmdi yfir mig og ég vissi ekki hvað væri að koma yfir mig. Ég komst utan úr skúr og inn í forstofu í íbúðarhúsinu heima. Þar hné ég niður. Bróðir minn flutti mig á sínum bfl áleiðis til Húsavíkur og sjúkrabfll kom áleiðis á móti okk- ur. Læknar á Húsavík aðhöfðust lítið, sáu að málið var alvarlegs eðlis, og ég var sendur beint með sjúkraflugi til Reykjavíkur. Var lagður inn á Borgarspítalann, en læknar þar aðhöfðust líka lítið, enda vissu þeir lítið hvað var að gerast. Það var erfitt að gera neitt,“ segir Sverrir - og hann heldur frásögn sinni áfram: Og múrinn hrundi ,Ég var um þriggja vikna skeið þama í ársbyrjun á Borgarspítal- anum. Síðari hluta janúar var ég sendur til Svíþjóðar í aðgerð. Var sflíkonfylling sett í þennan æðavef í hálsinum til að koma í veg fyrir blæðingar aftur. Ég var aðeins fá- eina daga í Svíþjóð, en þegar ég kom heim aftur lagðist ég inn á Grensásdeildina og var til vors. Um sumarið var ég í tvo mánuði hér fyrir norðan en fór aftur suður síðsumars og var þá um nokkurt skeið dagsjúklingur á Grensás. Sótti þjálfunartíma og annað slíkt. Hins vegar var alltaf í myndinni að flytja hingað norður. 9. nóvem- ber 1989, daginn sem Berlínar- múrinn féll, fluttu ég, konan mín, Guðrún Petrea Gunnarsdóttir og Friðgeir Andri sonur okkar, hing- að til Akureyrar. Höfum við lengst af síðan búið hér að Hlíðar- lundi 2. Þetta er íbúð í eigu Ör- yrkjabandalags íslands, sem við leigjum fyrir tæpar þrjátíu þúsund krónur á mánuði.“ Var pestasækinn og slappur Frá því Sverrir veiktist og lamað- ist hefur hann verið í stífum þjálf- unaræfingum, af ýmsum toga. Hann fer um þessar mundir þrisv- ar í viku í þjálfunarstöð Sjálfs- bjargar að Bjargi á Akureyri. Með þeim æfingum segist Sverrir hafa fundið greinilegan bata fyrstu tvö til þrjú árin eftir áfallið - því lík- aminn hafi allur styrkt og eflst. Síðan hafi batinn orðið hægari. „Ég er þó ekki eins pestasækinn og slappur og ég var. Síðasta árið hef ég verið nokkuð heilsugóður. Þess má líka geta að sumarið 1993 fór ég á heilsuhæli út í Mexíkó og var þar eina tíu daga. Fór ég þar í vítamínmeðferð og varð stórum hressari á eftir,“ segir hann. Sverrir segist alveg frá barn- æsku hafa haft mikinn áhuga á jámsmíðum og bflaviðgerðum. Við slík störf hafi hann alltaf stefnt að því að starfa, þar til ör- lögin breyttu stefnunni. Það breyt- ir þó ekki því að um hverja helgi fara Sverrir og Friðgeir sonur hans austur að Ystafelli. Þar grípur Sverrir í jámsmíðar og annað sem hann getur - enda em slflc störf eftirlæti hans. Hefur meðal annars allnokkum hagnað af því fyrir jól- in að smíða kertastjaka. Guðrún Petrea, eiginkona Sverris, starfar á Hótel KEA og annast þar þrif og tiltektir. Sverrir Ingólfsson ásamt Petreu eiginkonu sinni og syni þeirra, Friðgeiri Andra. „Af því mín fötlun úrskurðast sem veikindi, en ekki slys, fæ ég mun minni bætur en ella væri. Ég væri mun betur settur fjárhagslega ef ég hefði verið fullur á bílnum mínum og keyrt út í skurö,“ segir hann í viðtalinu meðal annars. Mynd: BG. „Fötluðum er hér veitt afar góð þjónusta og allir vilja hjálpa manni. Allir eru boðnir og búnir. En auðvitað vildi maður hafa meiri peninga handa á milli - eins og raunar allir vilja. Af því mín fötlun úrskurðast sem veikindi, en ekki slys, fæ ég mun minni bætur en ella væri. Ég væri mun betur settur fjárhagslega ef ég hefði ver- ið fullur á bflnum mínum og keyrt út í skurð. Þetta finnst mér ósann- gjamt.“ -sbs. Alþjóðadagur fatlaðra Á morgun, sunnudag, er alþjóðadagur fatlaðra. Málefni fatlaðra eru flókin og þó þöifin á auknum skilningi samfélagsins á málefnum þeirra. I meðfylgjandi erfitt að gera öllum hópum fatlaðra jafnhátt undir höfði í stuttri umfjöllun sem viðtölum er reynt að skyggnast inn í heim nokkurra fatlaðra einstaklinga og þessari. Þroskaheftir, hreyfihamlaðir, heymarlausir, blindir og geðfatiaðir em jafnframt er spjallað við föður þroskahefts drengs um starfsemi foreldrafélags ólíkir hópar með mjög mismundandi þarfir. Sameiginlegt öllum fötluðum er barna með sérþarfir. Viðhorfíð hefur gjörbreyst Foreldrafélag bama með sérþarf- ir á Akureyri var stofnað fyrir tæpum tuttugu árum og var fé- lagið eitt af stofnfélögum Lands- samtakanna Þroskahjálpar. Haukur Þorsteinsson er formað- ur foreldrafélagsins en hann á 18 ára gamlan son sem er þroska- heftur. Hann segir að í málefn- um þroskaheftra hafi orðið mikl- ar framfarir á öllum sviðum á síðustu tveimur áratugum. Margt sé þó enn óunnið og t.d. valdi væntanlegur flutningur á málefnum fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga vissum áhyggjum og vel þurfi að fylgjast með þeim málum. í foreldrafélagi bama með sér- þarfir eru 65 manns sem eru for- eldrar um 40 fatlaðra einstaklinga. Langflestir hinna fötluðu eru þroskaheftir þó nokkrir foreldrar eigi börn með aðrar fatlanir. Hauk- ur segir að fyrir tuttugu ámm hafi verið mikil umræða um málefni þroskaheftra en fram að þeim tíma hafi þessir einstaklingar verið fald- ir í þjóðfélaginu, ýmist á heimilum sínum eða á stofnunum. „Réttindi þeirra vom lítil sem engin,“ segir hann. Töluverðar breytingar hafa orð- ið síðan þá og má segja að lykil- hugtökin síðustu tvo áratugina hafa verið blöndun eða samskipan sem kom í stað stofnanahug- myndafræðinnar. „Þessi blöndun hefur leitt til stórstígra framfara m.a. í húsnæðis- og vistunarmál- um þroskaheftra,“ segir Haukur. „Viðhorlln hafa líka gjörbreyst. Þroskaheftir em komnir út í þjóð- félagið og þykir ekki tiltökumál lengur þó þeir sjáist hvar sem er.“ Meiri ábyrgð á herðum foreldra Samkvæmt lögum um málefni fatlaðra ber að tryggja fötluðum jafnrétti og lífskjör sambærileg við aðra þjóðfélagsþegna. Baráttumál foreldrafélagsins, sem og annarra félaga innan Þroskahjálpar, em því að fötluðum verði sköpuð skilyrði til þess að lifa eðlilegu lífi. Eitt af fyrstu baráttumálunum var að fá vistun fyrir fötluð böm á leikskólum á Akureyri sem Hauk- ur segir að hafi tekist eftir nokkra baráttu. Nýja stefnan hafði í för með sér að fleiri böm eru heima í foreldrahúsum og því hvflir meiri ábyrgð á herðum foreldranna. „Álagið er oft mikið og foreldrar þurfa á hvfld að halda. Því var bmgðið á það ráð að fara fram á að bömin fengju sumardvöl," segir Haukur. Svæðisskrifstofa fatlaðra hefur haft umsjón með sumardvöl bamanna og fyrstu árin var hún í miklu húsnæðishraki. Húsnæðis- vandamálið leystist þegar foreldra- félagið í samvinnu við Styrktarfé- lag vangefinna á Norðurlandi fengu jörð á leigu að Botni í Eyja- fjarðarsveit og þar er nú aðstaða til sumardvalar. Haukur segir málin sem félagið hefur látið sig varða séu miklu fleiri. „Ég get t.d. nefnt þjálfunar- mál, dagvistun, skammtímavistun, skóla- og fræðslumál og trygg- ingamál.“ Margt hægt að kenna þeim Miklar breytingar hafa orðið í menntunarmálum þroskaheftra og nú em þeir nær undantekningar- laust í almennum skólum. Haukur segir að nú sé hafin barátta fyrir veru þeirra í framhaldsskólum og á Akureyri em nokkur þeirra sem best em á sig komin við nám í Verkmenntaskólanum. Markmið námsins er ekki endilega að klára ákveðin próf heldur fyrst og fremst að búa þroskahefta eins vel undir lífið og hægt er og að kenna þeim það nauðsynlegasta sem þarf til að lifa eðlilegu lífi. „Það er bara mis- skilningur að ekki sé hægt að kenna þeim því það er mjög margt hægt að kenna þeim,“ segir Hauk- ur. Eins og áður segir á Haukur

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.