Dagur - 02.12.1995, Blaðsíða 8

Dagur - 02.12.1995, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Laugardagur 2. desember 1995 I VINNUNNI HIÁ BRYNJARI PÁLSSYNI, BÓKSALA Brynjar Pálsson hefur rekið Bókabúð Brynjars á Sauðár- króki frá árinu 1982 og er hann eini bóksalinn á Sauðárkróki um þessar mundir. Áður vann hann hjá Kaupfélaginu á staðnum, byrjaði að vinna þar sem ungl- ingur, og rak m.a. bifreiða- og vélaverkstæði Kaupfélagsins í aldarfjórðung. Hann hefur búið á Sauðárkróki frá því hann var tveggja vikna gamall og segir að hvergi sé betra að vera. „Það er mikill munur á því að vera sjálfstæður atvinnurekandi og því þegar ég var að þjóna öðr- um en sjálfum mér,“ segir Brynjar í samtali við Dag. Hann sér þó ekki eftir að hafa opnað bókabúð- ina og segir reksturinn bæði fjöl- breyttan og skemmtilegan. „Ég er ekki bara bóksali heldur er ég líka með framköllunarþjónustu fyrir Kodak Express, umboð fyrir Tryggingamiðstöðina hf. og bíla- sölu fyrir nýja Toyota bíla og því margt sem kemur þarna inn í.“ Fæstum dettur sennilega trygg- ingaumboð og bílasala í hug í tengslum við rekstur bókabúðar en Brynjar segir að þetta fari allt vel saman. „Eg er með starfsfólk sem sinnir fyrir mig því sem þarf í búðinni en ég tek aftur á móti við pöntunum af því sem kemur inn t.d. í sambandi við bíla og trygg- ingar.“ Auk rekstursins starfar Brynjar líka töluvert að félagsmálum og er m.a. formaður hafnarnefndar. „Mér fínnst sjálfsagt að vinna fyr- ir bæjarfélagið eins og hægt er,“ segir hann. Fjórðungur veltunnar í desember Brynjar er ekki í vafa hvað honum þyki skemmtilegast í vinnunni. „Samkiptin við fólkið sem ég hitti daglega, ekki spuming.“ Hann viðurkennir hins vegar að rekstur bókabúðar geti verið erfiður, ekki síst þar sem að minnsta kosti fjórðungur veltunnar sé í desem- ber. Þetta sé gjörólíkt því að reka t.d. matvöruverslun þar sem salan sé stöðug allan ársins hring. „Mat- varan er nauðsynjavara en bókin virðist vera orðin Iúxusvara," seg- ir hann og er ekki alveg sáttur við að svona sé komið fyrir bókaþjóð- inni. Brynjar segir viðskiptavini sína aðallega vera frá Sauðárkróki en eitthvað er þó um að fólk úr sveit- unum í kring versli hjá honum. Bókabúð Brynjars er eina bóka- búðin á Sauðárkróki en Kaupfé- lagið rekur þrjár bókabúðir í Skagafirði; í Varmahlíð, á Hofsósi og á Ketilási. Hann telur þó Kaup- félagið ekki sinn harðasta keppi- naut heldur miklu fremur síma- sölumennina. „Þessi eilífa síma- sala er að tröllríða landinu. Síma- salar eru hringjandi á hverju ein- asta kvöldi, stundum tvö eða þrjú símtöl í hvert hús, og þeir eru kannski farnir að veita mesta sam- keppni." Jólatraffíkin byrjar seinna Vinnutími Brynjars er langur og má segja að hann sé á vakt allan sólarhringinn. „Ég byrja klukkan sjö til átta að morgni og þó ég sé kominn heim klukkan sjö er dagur ekki að kveldi kominn því margt þarf að hugsa og í mörgu þarf að snúast." - Er jólatraffíkin byrjúð? „Þetta hefur breyst gífurlega síðustu árin. Áður hófst bókasala um miðjan nóvember en nú má segja að bækur byrji ekki að selj- ast fyrr en í byrjun desember,“ segir hann. „Fólk er farið að nota sömu aðferðina og þegar það kaupir í jólamatinn; það kemur bara á síðustu dögunum og kaupir til jólanna." Brynjar vill engu spá um hvaða bækur verið jólabækumar í ár og segir ómögulegt að sjá það fyrir. „Enn eru ekki allar bækur komnar á markað," segir hann og bendir á að fyrir bóksala sé það mjög baga- legt þegar bækur komi ekki á markað fyrr en um miðjan desem- ber og jafnvel ekki fyrr en 18. eða 19. desember eins og dæmi eru um og sé þar útgefendum einum um að kenna. „Helst þyrftu allar bækur að vera komnar út í sölu í byrjun desember,“ segir Brynjar. AI Brynjar Pálsson hcfur rekið bókabúð á Sauðárkróki frá árinu 1982. Mynd: Deborah MATARKRÓKUR Fljótlegt, auðvelt og ódýrt Sigurlína Jónsdóttir, tónlistarkenn- ari á Akureyri, er í Matarkróknum í dag. Sigurlína er gift Michael Clark, sem einnig kennir við Tónlistarskól- ann á Akureyri. Dœturnar eru þrjár, Audrey Freyja 7 ára, Helga Margrét 12 ára og Guðrún Dóra 20 ára, en sú elsta er rétt flogin úr hreiðrinu. Uppskriftirnar segir Sigurlína vera úrýmsum áttum. Túnfiskpasta er ódýr réttur og þvítilvalinn fyrirþá sem eru að spara, t.d.fátœka nem- endur. Að sögn Sigurlínu er líka fljótlegt og auðvelt að búa réttinn til. Brauðkörfurnar gerir hún oft þegar koma gestir og þœr eru þœgilegar ef tíminn er naumurþví hœgt er að gera þœr fyrirfram og bœta fylling- unni í síðar. Hægt er að setja ýmis- legt annað en graflax í brauðkörf- urnar, t.d. silung, rœkjur eða bara hvað sem er segir Sigurlína. „Eiginmaðurinn á þessa uppskrift, “ segir lutn um lambakóteletturnar en ostanaslið er hennar eins og nafnið gefur til kynna. „Þetta eru uppá- haldssmákökurnar fyrir jólin hjá krökkunum. “ Uppskrift af sítrónuosti fékk síðan að fljóta með en Sigurlína segir að svipaður ostur sé rándýr ef hann er keyptur í búð. Sigurlína skorar á mágkonu sína. Hildi Har- aldsdóttur, að koma með uppskriftir í nœsta matarkrók. Túnfiskpasta á 150 krónur fyrir fjóra 250 g pastaskrúfur 6 msk. olía 1 laukur 1 hvítlauksgeiri I dós niðursoðnir tómatar (400 g dós) 1 dós tómatþykkni (minnsta dós, um 20-50 g) salt syartur pipar 1 dós túnfiskur ■ 2 msk. vatn Á meðan pastaskrúfurnar eru að sjóða er brytjaður laukurinn og hvít- lauksgeirinn steiktur í olíunni. Bætið niðursoðnum tómötum og tómat- þykkni út í og látið malla í nokkrar mínútur. Loks er túnfiski, salti, svörtum pipar og vatni bætt út í og látið malla í nokkrar mínútur. Vatni er hellt af pastaskrúfunum og þeim bætt út í áður en rétturinn er borinn fram. Brauðkörfur með graflaxi og sýrðum rjóma forréttur Brauðkörfur: 3 franskbrauðssneiðar 3 heilhveitisneiðar 50 g brœtt smjör 1 hvítlauksgeiri, marinn salt og ferskmalaður svartur pipar Fylling: 110 g graflax.fínsaxaður 3 msk. sýrður rjómi eða hrein jógúrt ceyenne pipar bökunarbakki með holum (mujfins- bakki) Takið brauðsneiðamar og fletjið þær út með brauðkefli eins þunnar og hægt er. Notið glas eða lok til að stinga út hringlaga form. Bræðið smjörið ásamt hvítlauk, salti og svörtum pipar og penslið brauðið báðum megin. Þrýstið brauðkörfun- um í holurnar á bökunarplötunni og bakið við 180°C hita í um 20 mínút- ur. Látið kólna. Hægt er að geyma brauðkörfumar í loftþéttum köku- dunk í allt að tvær vikur. Setjið saxaðan graflax í brauð- körfurnar og ögn af graflaxsósu og síðan smá topp af sýrðum rjóma eða jógúrt ofan á. Stráið ceyenne pipar ofan á. Körfurnar haldast stökkar í um 3 klukkustundir eftir að fyllingin er sett í þær. Súrmjólkurkótelettur 12-16 lambakótelettur 'á I súrmjólk 2 msk. tondorri krydd (sléttfullar) Tandoori kryddinu er hrært sam- an við súrmjólkina í skál og kótelett- umar settar í og látnar marinerast yf- ir nótt. Kóteletturnar eru síðan steikt- ar í ofni við 200°C í 30-40 mínútur. Borið fram með hrísgrjónum eða kartöflum. Gott er að hafa með rifið kínakál sem sett hefur verið á 1 msk. olífuolía og 1 tsk. svartur hvítlauks- pipar. Ostanasl Línu 350 g hveiti 220 g smjör 230 g Gouda ostur sterkur, rifinn 1 tsk. salt 'á tsk. ceyenne-pipar l'A tsk. Worcestershire sósa 70 g Rice Krispies Smjörið er linað og hrært saman við ostinn í hrærivél. Hveiti, salti, Ceyenne pipar og Worcestershire sósu bætt út í. Að síðustu er Rice Krispies bætt varlega út í með sleif. Hnoðað í litlar kúlur og sett á ásmurða bökunarplötu. Þrýst á og flatt út með gaffli. Bakað við 180°C. Sítrónuostur Lemon crud legg rifinn börkur og safi úr þremur sítrónum 100 g smjör 350 gsykur Þeytið egg og sítrónubörk í stórri skál. Setjið sykurinn, smjörið og sítr- ónusafann í eldfasta skál. Hitið í ör- bylgjuofni á fullum styrk í 6 mínútur. Hellið síðan varlega út í eggjahrær- una og þeytið stöðugt. Setjið í ör- bylgjuofn í 14 mínútur og hrærið eft- ir 2 og 4 mínútur og síðan einu sinni á mínútu eftir það til að forðast að hræran missjóði. Hellið síðan í krukkur í gegnum sigti. Sítrónuostur geymist í kæliskáp í 1 mánuð. Gott er að nota hann á rist- að brauð eins og marmelaði. AI

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.