Dagur - 02.12.1995, Blaðsíða 24

Dagur - 02.12.1995, Blaðsíða 24
1M®1E Akureyri, laugardagur 2. desember 1995 Fjórfaldur 1. vinningur Akureyrarprestakall: Kveikt á fyrsta aöventukertinu Aðventan er hafín og á morgun er fyrsti sunnudagur í aðventu. Þessi mynd var tekin í Blómabúðinni Laufás á Akureyri í gær og sýnir Bergdísi Ösp Bjarkadóttur kveikja á fyrsta aðventukertinu. Mynd: BG l * TÍ l l)j) da^ar < € tiljóla Lögreglumenn á ÓL.: Tveir frá Akureyri Tveir lögreglumenn frá Akureyri verða meðal þeirra sem fara frá íslandi til gæslustarfa á Ólympíuleik- unum í Atlanta í Bandaríkj- unum næsta sumar. Þetta eru þeir Hreiðar Eiríksson, rannsóknarlögreglumaður, og Stefán Tryggvason, lög- reglumaður. Eins og fram kom f Degi í gær fer Þór Gunnlaugsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Blönduósi, til starfa á ÓL. en hins vegar er ekki rétt, sem fram kom hjá honum, að hann sé eini lögreglumaðurinn af Norðurlandi. Skýring á þess- um misskilningi mun vera sú að tveir aðilar tóku við um- sóknum frá lögreglumönnum um að komast til starfa á leik- JÓH unum. Jón Helgi Þórarinsson og Svavar AHreð Jónsson sækja um stöðu aðstoðarprests Umsóknarfrestur um tvö prestaköll og eina stöðu að- stoðarprests á Norðurlandi rann út 30. nóvember sl. Baldur Kristjánsson biskupsritari segir að mögulega kunni að reynast fleiri umsóknir í pósti, það liggi ljóst fyrir næsta mánudag. Umsækjendur um stöðu að- stoðarprests í Akureyrarprestakalli eru sr. Jón Helgi Þórarinsson, sóknarprestur á Dalvík og í Svarf- aðardal og sr. Svavar Alfreð Jóns- son, héraðsprestur Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæma. Auk Ak- ureyrarprestakalls þjónar sóknar- prestur og væntanlegur aðstoðar- prestur einnig Miðgarðasókn í Grímsey. Engin umsókn barst um Skinnastað í Öxarfirði, en ein um- sókn barst um stöðu sóknarprests á Raufarhöfn, frá Ólafi Þórissyni guðfræðingi í Reykjavík. Það eru aðal- og varamenn í viðkomandi sóknarnefndum sem greiða at- kvæði um umsækjendur. Þar sem um aðstoðarprest er að ræða fer niðurstaða kosningarinnar til bisk- ups, sem síðan ræður aðstoðar- prest í samráði við sóknarprest. Starf aðstoðarprests við Akureyr- arprestakall er nýtt, en samkvæmt lögum skal aðeins einn sóknar- prestur vera í hverju prestakalli. Starfið var auglýst laust lil um- sóknar eftir fráfall sr. Þórhalls Höskuldssonar fyrr í haust. Á Raufarhöfn hefur verið prestslaust um hríð og hefur sr. Eirikur Jó- hannsson á Skinnastað þjónað Raufarhöfn, en hann hefur fengið veitingu fyrir Hruna í Hruna- mannahreppi í Árnessýslu og tek- ur við því embætti í byrjun næsta árs. Prófastur Eyjafjarðarprófasts- dæmis og sóknarprestur Ákureyr- arkirkju, sr. Birgir Snæbjörnsson, segir að ráðgert sé að kosning fari fram fimmtudaginn 7. desember nk. Það eru aðal- og varamenn í sóknarnefndum sem hafa kosn- ingarétt, 18 á Akureyri og 6 úr Grímsey. Kosning kann að frestast um einhverja daga verði ekki fært úr Grímsey þann dag. Kærufrestur er ein vika. Biskup hefur heimild til að ganga í berhögg við ákvörð- un sóknarnefndanna en telja verð- ur það fjarlægan möguleika. Prófastur Þingeyjarprófasts- dæmis, sr. Örn Friðriksson á Skútustöðum, segir að ekki sé bú- ið að ákveða hvenær sóknarnefnd Raufarhafnarprestakalls kjósi um umsækjandann, það verði gert í samráði við hann, en hann geri fastlega ráð fyrir að það verði fyr- ir miðjan desembermánuð. GG NOTUM ÍSLENSKA VÖRU - SKÖpUM ATVINNU íslensktjSíjá takk Starfsmannafélag Akureyrarbæjar

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.