Dagur - 02.12.1995, Blaðsíða 13
Laugardagur 2. desember 1995 - DAGUR - 13
Ólöf Halblaub er hér við poka sem
hún sauniaði í hjólastói. Þessi poki
var pantaður frá lækni á Blöndósi
fyrir fatlaða stúlku og er sérsniðinn
þannig að hann passi í stólinn
sem stúlkan á
Mynd: BG
Þegar frost bítur kinn og napur
vindur blœs er nauðsynlegt að
eiga eitthvað hlýtt til að bregða
sér í. Kuldagallarnir standa vel
fyrir sínu en henta þó ekki öllum
og því er gott að geta leitað til
hugvitsamra saumakvenna. Olöf
Halblaub rekur Saumastofuna
Þel á Akureyri og eitt afþví sem
hún saumar eru gœrupokar
handa ungbörnum og gœrupokar
í hjólastóla fyrir fatlaða.
Ungbarnapokana hefur hún
saumað og selt í nokkur ár.
Gærupokarnir i lijólastóla eru
hins vegar tiltölulega nýir af
nálinni og segir Ólöf að mikill
áthugi sé fyrir þessum pokum.
Ólöf er fædd og uppalin í Þing-
eyjarsýslu en hefur búið á Akur-
eyri í mörg ár. Eftirnafnið, Hal-
blaub, segir hún komið frá afa sín-
um sem var þýskur. Hún hefur
rekið Saumastofuna Þel í 18 ár, þó
með nokkrum hléum. í febrúar
flutti hún í nýtt húsnæði í Strand-
götunni beint á móti BSO leigu-
bílastöðinni og var það mikil
breyting til batnaðar en í nokkur
Gærupokar fyrir
ungahöm og fatlaða
ár hafði hún verið með saumastof-
una heima hjá sér í bílskúmum
þar sem plássið var lítið.
Grænt ljós frá
Tryggingastofnun
„Ég hef oft séð fólk í hjólastólum
með teppi. Teppin tolla oft illa og
fólki er kalt og ég hugsaði með
mér að það hlyti að vera hægt að
búa til góða poka svo þessu fólki
myndi líða betur,“ segir Ólöf,
þegar hún er spurð hvemig hug-
myndin af gærupokunum í hjóla-
stóla hafi kviknað. Viðbrögðin við
pokunum hafa verið mjög góð.
Margar pantanir liggja fyrir og nú
hefur Tryggingastofnun samþykkt
að taka þátt í kostnaðinum ef fatl-
aðir í hjólastól vilja fá sér svona
poka. Allir pokamir eru úr vönd-
uðum gærum sem Ólöf kaupir frá
Starfsfólk Skeljungs hf. bregður á
leik í jólamánuðinum með lauf-
léttum spurningaleik. A næstu
dögum mun birtast í Morgunblað-
inu og Degi seðlar með spumingu
sem fólki gefst kostur á að svara
og vinna jólatré að eigin vali. Þeir
sem vilja taka þátt í leiknum þurfa
að fylla út seðilinn og fara síðan
með hann á næstu Shellstöð fyrir
11. desember. Dregið verður úr
réttum svörum og munu fimmtán
heppnir vinningshafar fá að gjöf
heimilisjólatré að eigin vali.
Það er ekki tilviljun að Shell-
stöðvarnar minna á sig með þess-
um hætti þegar jólin nálgast. Und-
anfarin þrjú ár hefur Skeljungur
hf. verið í samstarfi við Skógrækt
rrkisins um umfangsmikið skóg-
ræktarátak og hefur þetta samstarf
miðað að því að efla skógrækt í
Skinnaiðnaðinum og þeir eru
klæddir efni að utan sem ver pok-
ana fyrir veðri og vindum.
Verðið á gærupokunum getur
verið misjafn og fer eftir efni og
vinnu. Pokinn sem Ólöf sýnir
blaðamanni er sérsaumaður í sér-
stakan hjólastól og því óvenjudýr,
eða um 38 þúsund. Miðað við
aðra valkosti sem fatlaðir hafa eru
pokarnir þó ekki dýrir. „Ég fór í
hjálpartækjamiðstöðina í Reykja-
vík í haust og sá þar innflutta
poka. Þeir voru mjög litlir, bara úr
ullarefni og vatteraðir en ekki úr
gærum og kostuðu samt 30 þús-
und krónur,“ segir Ólöf.
Mest að gera í
viðgerðum
Gærupokar í bamaburðarstóla
hafa líka verið vinsælir hjá Ólöfu
landinu og að bæta aðgengi að
þeim skógum sem fyrir eru.
(Úr fréttatilkynningu frá Skeljungi hf.)
og mikil sala í þeim.“ Það er sama
sagan þar eins og með hjólastól-
ana, að fólk hefur verið að vand-
ræðast með teppi fyrir ungaböm-
in,“ segir hún. Poka í bamaburðar-
stóla byrjaði hún að saurna fyrir
sex árum en ungbarnapoka sem
hægt er að nota í vagni eða kerru
hefur hún verið með frá því hún
byrjaði með saumastofuna.
Gærupokar eru langt frá því að
vera það eina sem Saumastofan
Þel framleiðir. „Ég sérsauma líka
eftir pöntunum," segir Ólöf og
eins tekur hún að sér viðgerðir.
„Nefndu það bara og við björgum
því,“ segir einmitt í auglýsingu frá
saumastofunni. Að sögn Ólafar er
langmest að gera í viðgerðum.
„Ég geri við allt sem venjulegar
saumavélar taka ekki eins og
rennilása, úlpur, galla og smellur.
Það kom meira segja einn með
þrúgur og bað okkur að gera við
þannig að ótrúlegustu hlutir koma
til viðgerðar.“
Tíminn fyrir jól er annasamur
tími fyrir mörg fyrirtæki. Ólöf
segir þó að á saumastofnunni finni
hún ekki mikið fyrir árstíðar-
sveiflum. „Á sumrin geri ég við
tjöldin og á vetuma eru það snjó-
galjamir," segir hún og því alltaf
nóg að gera á Saumastofunni Þeli.
AI
Hluthafafundur
Hluthafafundur í Dagsprenti hf. verður
mdnudaginn 11. desember 1995 kl. 18 að
Strandgötu 31.
Efni fundarins er breyting d samþykktum
Dagsprents hf. vegna nýrra laga um
hlutafélög.
uxjsassnnnsin
Skeljungur hf. með
laufléttan jóla-
spurningaleik
Til leigu
90 fm. á II. hæð í Skipagötu 12.
Húsnæðið er innréttað sem hársnyrtistofa.
Upplýsingar í síma 462 6099, Bjarni, og 462 7466,
Pétur.
Nemendtir Borgarhólsskóla og Tónlístarskóla Húsavíkur
flytja söngleíkínn
JÓSEP
eftír Tim Rice og A.L. Webber í þýðíngu
Þórarins Hjartarsonar í Félagsheímíli Húsavíkur.
Laugardagínn 2. desember kl. 20.30.
Sunnudagínn 3. desember kl. 16 og 20.30.
Mánudagínn 4. desember kl. 20.30.
Stjómendur tónlistar: Hólmfríður Benedíktsdóttir
og Valmar Valjatos.
Leikstjórí: María Sigurðardóttír.
Aðgangseyrir: 1000 kr. fyrír fullorðna
og 500 kr. fýrír skólafólk.
Gullbrúðkaup
Hjónin Hulda Sigurbjörnsdóttir ogjóltann Pálssott áttu 50 ára brúð-
kaupsafmœli 1. desember (í gær). Óskum við þeitn hjartanlega til
hamingju með afmælið!
FRÁ
MENNTAMÁLARÁÐUNEYTINU
Menntamálaráðuneytið auglýsir lausa stöðu í fram-
haldsskóla- og fullorðinsfræðsludeild ráðuneytis-
ins:
- vinna að þróun iðn- og starfsmenntunar,
-vinna að námskrárgerð á sviði iðn- og starfs-
menntunar,
- að veita upplýsingar um iðn- og starfsmenntun,
- umsjón með sveinsprófum.
Umsækjendur skulu hafa þekkingu á skólastarfi á
framhaldsskólastigi, einkum á sviði iðn- og starfs-
menntunar. Æskilegt er að viðkomandi hafi lokið há-
skólaprófi. Laun samkvæmt launakerfi ríkisins.
Umsóknir berist menntamálaráðuneytinu fyrir 15. des-
ember næstkomandi.