Dagur - 02.12.1995, Blaðsíða 20

Dagur - 02.12.1995, Blaðsíða 20
20 - DAGUR - Laugardagur 2. desember 1995 í jólaskapi á aðventu „Tuttugu og tveir dagar til jóla.“ Bömin segja þessa setn- ingu með eftirvæntingu og vildu fátt frekar en að tíminn liði ofurlítið hraðar. Úr munni margra fullorðinna hljóma sömu orð hins vegar mæðulega og þeir hugsa til þess með hryllingi hvað margt eigi eftir að gera. Jólagleðin og tilhlökkunin vill oft týnast í taugatitringi og kapphlaupi við að kaupa jóla- gjafír, baka smákökur, skrifa á jólakort, þrífa alla króka og kima, fata fjölskylduna upp og allt hitt sem þykir svo nauðsyn- legt að gera fyrir jólin. En þarf endilega svona margt að gera? Er ekki möguleiki að hægt sé að upplifa hina einu sönnu jólastemmningu þó klósettið á efri hæðinni sé ekki alveg tand- urhreint, Gunna litla sé í sömu skóm og hún var í á síðustu jól- um, smákökusortimar séu bara þrjár en ekki sjö og gleymst hafi að senda jólakortið ‘-“66“ “fe Palla, sem enginn annað á aðventunni eins og fara á tónleika, aðventukvöld eða annað í svipuðum dúr,“ segir hús- móðirin. hefur séð í mörg ár og enn síður talað við? Með smálagni væri jafnvel hægt að koma því þannig fyrir að ekki aðeins jól- in væru ánægjuleg heldur gætu þessir tuttugu og tveir dagar fram að jólum líka orðið nokk- uð skemmtilegir. „Mér finnst þessi tími yfir- leitt mjög skemmtilegur en ég ætla ekki að neita því að stund- um finnst mér hann erfiður,“ segir húsmóðir ein á Akureyri. Hún bendir á að það geti verið vel þess virði fyrir hvem og einn að skoða hvað hann hafí mikinn tíma, orku og fjárráð og haga síðan undirbúningnum í samræmi við það. „Ég spyr sjálfa mig t.d. hvort ég vilji eyða miklum tíma í bakstur og skraut ýmiskonar eða hvort ég vilji frekar hafa tíma til að gera Þeg- ar hugað er að undirbún- ingi jólanna er auðvitað margt sem skiptir máli. Þeir sem eiga lítil börn upplifa jólin t.d. öðruvísi en þeir sem eiga stálpuð eða fullorðin böm og því er mikil- vægt að hver finni hvað henti sér. Mörgum þykir það auð- velda jólaundirbúninginn og gera hann skemmtilegri ef byrj- að er snemma og eins getur hjálpað að skrifa niður hvað þarf að gera. Hægt er að flokka niður hvað þarf að gera fyrst, hvað er ómissandi og hverju mætti sleppa eða láta mæta af- gangi. Á sumum heimilum eru fjölskyldufundir þar sem ákveðið er í sameiningu hvaða smákökur á að baka, hvað á að vera í jólamatinn og fleira sem þarf að gera fyrir jólin. Að skapa síneiginjól „Eitt held ég að sé hættulegt, og fór illa með mig sem unga húsmóður, en það er að vera að bera sig mikið saman við aðra. Ég gat fengið alveg dúndrandi samviskubit ef konan í næsta húsi var kannski búin að prjóna allar jólagjafirnar, búa til fullt af jólakonfekti eða eitthvað annað. En ég held að það sé mikið atriði að finna sér sinn eigin stíl og skapa sín jól. Ekki taka t.d. blaðagreinar í dönsk- um jólablöðum of hátíðlega. Margt væri ósköp gaman að geta gert en hver verður að vinsa úr hvað hentar honum,“ segir húsmóðirin okkar. Sjálf leggur hún mikla áherslu á jólakortin, sérstaklega hin seinni ár, og segir þau kær- komið tækifæri til að halda sambandi við fólk sem hún hefur átt samskipti við á lífs- leiðinni en hefur ekki tök á að fylgjast með í hinu daglega lífi. „Margir hafa horn í síðu jóla- kortanna en fyrir mig er þetta góð leið til að láta fólk vita hvort ég er flutt, búin að skipta um vinnu eða hvort einhverjar breytingar hafa orðið á högunum.“ Jólakortin skipta þessa konu máli en hjá öðrum getur eitt- hvað allt annað verið mikil- vægt. Mestu skiptir að jólaund- irbúningurinn verði ekki kvöl og pína heldur ánægjulegur tími og vonandi að sem flestir njóti aðventunnar sem nú fer í hönd. AI Jólakort: Skemmtileg hefð eða leíðinleg skylda? Ekki er lcmgt liðið á desem- ber þegar jólakortin byrja að streyma inn um bréfalúg- una. Stór liður í jólaundir- búningnum er að senda jóla- kort til vina og ættingja. A aðventunni safnastfólk saman, kveikir á kertum, hlustar á jólalög og skemmt- ir sér við að skrifa á jóla- kort. Dagur gerði sér til gamans að spyrjafólk um þeirra jólakortasiði. Flestir urðu mjög undrandi og spurðu hissa „ Jólakort!“ En allir sem við spjölluðum við senda jólakort á hverju ári. Patrekur Jóhann- esson, handbolta- maður og starfs- maður í Bókval „Ég sendi u.þ.b. 15-20 jóla- kort, til fjölskyldu, vina og ættingja. Ég sendi nokkur jólakort erlendis, til Dan- merkur og Þýskalands. Ég get ekki sagt að ég hafi gaman af þessu en þetta er frekar skylda. Ég bý kortin ekki til sjálfur heldur kaupi þau að sjálfsögðu í Bók- val.“ Gísli Eyland stöðv- arstjóri Pósts og síma á Akureyri „Ég sendi milli 40-50 jóla- kort. Kortin kaupi ég af ýmsum líknarfélögum, t.d. Félagi hjartasjúklinga og styrki góðan málstað í leið- inni. Ég sendi vinum og ættingjum utanbæjar en lít- ið sem ekkert innan bæjar- ins. Svo sendi ég svona u.þ.b. 10 kort til útlanda. Ég er mjög duglegur að skrifa sjálfur á kortin.“ Rósa Guðný Þórsdóttir leikari „Ég er nú engin sérstök jóla- kortamanneskja. Það er mjög misjafnt hvað ég sendi mörg kort, það fer eftir því hvernig jólaskapið fer í mig. Við hjón- in búum stundum til kortin sjálf handa sérstökum vinum. Oft er gaman að setjast niður fyrir jól, kveikja á kertum eina kvöldstund og skrifa á jóla- kort, það kemur manni í jóla- skap. Ég sendi kort til ættingja og vina erlendis. Það er gam- an að senda jólakort.“ Elín Kjartansdóttir húsfreyja í Norður- hlíðí Aðaldal „Ég sendi um 60 jólakort, 3- 4 til útlanda. Ég bý kortin alltaf til sjálf úr öllu mögu- legu sem mér dettur í hug, mér finnst gaman að gera eitthvað nýtt og frumlegt en þó fallegt. Það tekur svo langan tíma að búa þau til að ég hef ekki tíma til að skrifa mikið á þau, yfirleitt bara jóla- og nýárskveðjur. Ég hef mjög gaman af því að búa til jólakort.“ HG/NM

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.