Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1994, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1994, Qupperneq 4
LAUGARDAGUR 16. JÚLÍ 1994 Fréttir Miklar flárfestingar sveitarfélaga á Vestflörðum: Skuldir yf irleitt langt yf ir viðmiðunarmörkum - staðan miklu betri á Austfjörðum þar sem menn sýndu fyrirhyggju í flárfestingum Skuldir nokkurra sveitarfélaga 1992 ■ í hlutfalli af landsmeðaltali 500%- Skuldir á íbúa T þús. króna Heimild: Árbök sveitarfélaga ÍDV „Það er ekkert launungarmál að þessi sveitarfélög eru stórskuldug. Fari svo að þau sameinist verða að koma til peningar frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga og ríkinu. Það breytir litlu hvort skuldir eru færðar saman, eftir stendur að þaö þarf aö standa undir þeim,“ segir Kristján J. Jó- hannesson, sveitarstjóri á Flateyri. Við athugun á ársreikningum sveitarfélaga kemur í ljós að vest- firsk sveitarfélög bera höfuð og herð- ar yfir önnur sveitarfélög í landinu sé litiö til skuldsetningar. Sé miðað við skuldsetningu á íbúa miðað viö meðalskuldir allra sveitarfélaga 1992 kemur í ijós. að Hofsós, sem er eina sveitarfélagiö sem verið hefur í „gjörgæslu" félagsmálaráðuneytis, er með skuldir sem eru 72% af því meðaltali sem meðal-íslendingurinn ber. Súgfirðingar eru aftur á móti með skuldsetningu upp á hvorki meira né minna en 480% eða 380% yfir meðallagi sem er jafnframt ís- landsmet í skuldsetningu á íbúa. Skuldir Súgfirðinga eru í árslok 1992 420 þúsund á mann á meðan hver íbúi á Hofsósi skuidar tæp 43 þúsund. Það sem þessi byggðarlög eiga sameiginlegt er að bæði hafa fengið styrki vegna greiðsluerfið- leika úr Jöfnunarsjóði. Mannijöldi er svipaður og lifibrauð íbúanna það sama; sjávarfang. Jafnvægi á Austfjörðum Meðalskuldir á einstakling í aust- firskum sveitarfélögum eru lang- hæstar í Breiðdalshreppi, eða krónur 177 þúsund á mann, lægstu skuldir á austfirskum útgerðarstöðum eru í Djúpavogshreppi næsta byggðarlagi eða 60 þúsund á mann. Sé litið til Vestfjarða kemur í ljós að minnst skuldsetta sveitarfélagið er Tálkna- fjörður sem er með 122 þúsund á mann, eða helmingi meira en á Djúpavogi. Atvinnuástand á Austfjörðum hef- ur verið gott undanfarin ár. Allflestir útgerðarstaðanna hafa haldið togur- um sínum og bátum gagnstætt við það sem gerist á Vestfjörðum þar sem margir togarar hafa verið seldir vegna erfiðleika fyrirtækjanna. Það er erfitt aö skýra þessa þróun, eink- um meö tilliti til þess að meðalafli Fréttaljós togara frá Vestfjörðum hefur lengst af verið miklu hærri en Austfjarða- togaranna. Það er mat margra að þar sem uppgripsafli sá sem Vestfjarða- togarar voru með í kringum 1980 hafi ekki náð til hinna austfirsku hafi austfirsk fyrirtæki ekki lagt út í þá miklu fjárfestingu sem hin vest- firsku lögðu út í þegar bjartsýnin réð ríkjum. Þegar samdráttur í þorsk- kvóta fór aö segja til sín hafi vest- firsku fyrirtækin verið í miklum fjár- festingum sem grundvölluðust á svipuðum aflabrögðum. Vestfiröing- ar hafi einfaldlega ekki þolaö sam- dráttinn og erfiðleikar dunið á fyrir- tækjunum og færst yfir á sveitarfé- lögin. Það virðist almennt ríkja jafnvægi á Austfjörðum í rekstri sjávarútvegs- fyrirtækja, sem og hjá sveitarfélög- unum, á meðan ástandi vestfirskra sveitarfélaga og fyrirtækja er þveröf- ugt farið. Alvarleg vandræði eru ýmist þegar orðin að veruleika eða í sjónmáli. Vantar regiur um yfirtöku Þegar erfiðleikar sveitarfélaga komast á ákveðið stig tekur félags- málaráðuneytið yfir fjármálastjórn- ina í viðkomandi sveitarfélagi. Ekki eru fastmótaðar reglur um það hve- nær slíkt gerist og viröist slíkt byggj- ast á mati ráðuneytisins hveiju sinni. Samkvæmt þeim viðmiðunar- reglum, sem nefnd á vegum ráðu- neytisins lagði til að unnið yrði eftir, er þó ljóst að skuldir vestfirsku sveit- arfélaganna eru langt yfir hættu- mörkum í þeim efnum. Nefndin lagöi til aö sveitarfélag með skuldastöðu þar sem nettóskuldir væru komnar yfir 50% af skatttekjum teldust kom- in of langt í skuldasöfnun og þau sem komin væru með nettóskuldir á bil- inu 80 til 90% væru komin á hættu- mörk. Samkvæmt þessu mati eru nú sex af níu sveitarfélögum á Vestfjöröum langt yfir hættumörkum. ísafjörður, Hólmavík og Tálknafjörður eru réttu megin við strikið en önnur eru mis- munandi sett. Afgerandi verst er staða Suðureyrar þar sem hlutfallið er neikvætt um 246%. Þá fylgja fast á eftir Þingeyri með 230% og Flateyri með 203% neikvæöa stöðu miðað við skatttekjur. Annars staðar á landinu er hvergi að finna sveitarfélag sem á í fjárhagsvanda sem nær þessari skilgreiningu nefndarinnar. Niður- staðan er sú að Vestfirðir einir eiga við slíkan fiárhagsvanda að stríða. Kemur ekki á óvart Bragi Guöbrandsson, fyrrum að- stoðarmaöur félagsmálaráðherra, segir þessa niöurstöðu ekki koma sér á óvart. „Á þessu svæði verða menn að sameina fyrirtæki og sveitarfélög í enn ríkara mæli en orðiö er. Menn hafa verið að framkvæma hver í sínu horni og samnýting er ekki sem skyldi. Þetta hefur kostað stórfé og felur í sér innbyggt sóunarkerfi. Kerfisbreytingar eru grundvallar- atriði og fiárframlög án þess að ann- að komi til eru ekki til neins," sagði Bragi. Fleiri viðmælendur tóku í sama streng um ástæður þess hvers vegna svo illa er komið. Menn bentu á ein- hæft atvinnulíf sem byggist á veiðum á þorski og steinbít hluta úr árinu. Báðar þessar fisktegundir hafa brugðist sem hefur leitt af sér hnign- un sem ekki hafi tekist að mæta með sókn í aðrar tegundir. „Vestfirðingar veröa að vakna af þymirósarsvefninum og skoða sína stöðu án þess að loka augum fyrir þeim óþægilegu staðreyndum sem við blasa. Það hafa komið upp vanda- mál þar sem ábyrgðir hafa falliö á sveitarsjóði vegna þess að menn sitja báðum megin viö borðið. Stórir at- vinnurekendur hafa jafnframt setið í sveitarsfiórn og þá kemur upp þessi hættaá hagsmunaárekstrum," sagði viðmælandi DV sem þekkir vel til málefna fiórðungsins. Skapar erfiðleika við sameiningu Komi til sameiningar ísafiarðar- kaupstaðar, Suðureyrar, Flateyrar og Þingeyrar, auk sveitahreppanna, er Ijóst að hið nýja 5000 manna sveit- arfélag mun skulda upp undir millj- arð eða 200 þúsund á hvem íbúa. Þetta em nfiög háar skuldir á mann og óvíst að ísfirðingar sætti sig við þá skuldaaukningu þar sem meðaltal þeirra er nú um 120 þúsund á mann. Vandséð er aö nýtt sveitarfélag mundi rísa undir slíkum skuldum. Samgöngur á svæðinu eru erfiðar og skilyrði til samnýtingar þjónustu erfið. Það liggur fyrir aö rekstrar- kostnaöur verður hár vegna fiar- lægða milli staða og erfiðra sifióa á vetrum. Það er því einsýnt að lag- færa verður verulega skuldastöðuna áður en að sameiningu getur orðið. Þá er það ljóst aö erfiöleikar flestra fyrirtækja á svæðinu þýöa það að sameining ein og sér með niðurfell- ingum skulda er skammgóður verm- ir. Ef svæðið á að ná því að vera sjálf- bært verður að koma atvinnulífinu í lag. „Þetta er afleiðing af atvinnustig- inu. Tekjur okkar hafa dregist saman og við höfum þurft að horfa upp mikla á fólksfækkun. í dag tekst okk- ur að reka sveitarfélagið með því að gera ekki neitt. Við erum þegar bún- ir að skera niður eins og hægt er í rekstri," sagði Krisfián J. Jóhannes- son, sveitarsfióri á Flateyri. w ^ Mm >■■ % ý ,<11'* o S//M //M -ÍOO •93,9 150 Hlutfall 200_skulÉ!0Siekna________ sveitarfélagamia 1993 * 1992 .2$®SLí----■— -----—— ■ iii -160 -163,4 B.l -203 -230 Helmild: Árbók sveitarfélaga -246 Lesendur DV spá um úrslit í HM: Aðeins f leiri spá Búlgörum 3ja sæti - Brasilla talin örugg 11. sæti , Þegar ljóst var aö Búlgarar og Svíar myndu keppa um bronsið í HM í knattspymu hafa lesendur DV spáð þeim nokkuð jöfnu gengi. Síðdegis í gær var þó aðeins farið að halla á Svíana. Eftir að 238 höfðu greitt at- kvæði voru 144 á bandi Búlgara en 94 á bandi Svía. Á fimmtudag var staða þeirra hins vegar hnífiöfn. Brasilíumenn yrðu ömggir heims- meistarar í knattspymu árið 1994 ef lesendur DV fengju einhverju um þaö ráöið. Af 331 atkvæði fá Brassar 211 en ítalir aðeins 120. Leikið verður um 3ja sætið í kvöld og ennþá er hægt að leggja Búlgörum eða Svíum lið. Hringja þarf í 99-1750 en mínútan kostar 39,90 krónur. Eftir leikinn í kvöld veröur síma- leiknum breytt og þá geta lesendur haldið áfram að veðja á tilvonandi heimsmeistara. Enn getur allt gerst og ítalir hafa sýnt það og sannað að þeir em seigir. Þrítugasti hver sem hringir fær pitsu frá Hróa hetti og 2 lítra af Tab Extra frá Vífilfelli en nú hafa verið afgreiddar hátt í hundrað pitsur síð- an á mánudag.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.