Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1994, Qupperneq 6
6
LAUGARDAGUR 16. JÚLÍ 1994
Stuttar fréttir
Utlönd
Útvarpa áródri
Stjórn Norður-Kóreu er aftur
farin að útvarpa áróðri gegn for-
seta Suður-Kóreu.
Engarþvingaitir
Ekki er hægt aö þvinga norskan
blaðamann til að gefa upp heim-
ildarmenn sína í sambandi við
stuldinn á Ópi Munchs..
ElísabettilBorísar
Elisabet Eng-
landsdrottning
iteimsækir
Jeltsín Rúss-
landsforsota
upp úr miöjum
október í haust
og veröur hún
fyrst úr bresku
konungsfjölskyldunni til að gera
slikt frá því bolsévíkar drápu
keisarafjölskylduna 1918.
Máliðáhlöðuveggí
Formaður í samtökum norskra
smábænda vill að menn máli víg-
orö gegn ESB á hiööuveggina
sína.
Strand viðSvalbarða
Sænskt farþegaskip fékk 'aöstoð
norsku strandgæslunnar eftir að
þaö strandaði viö Svalbarða.
Forsetafrúíaðgerð
DanieUe Mitterrand, forsetafrú
í Frakklandi, gekkst undir hjarta-
aðgerð í gær og gekk vel.
HÓtarafsögn
ítalska ríkisstjómin hótar af-
sögn ef þingið samþykkir ekki
tilskipun sem takmarkar völd
rannsóknardómara í spillingar-
málum.
Hermennfeildir
Skæruliöar marxista i Kólumb-
íu felldu tugi hermanna í fyrirsát.
Jeltsínkvefaður
Borís Jeltsín
Rússlandsfor-
setierkvefaður
og komst af
þeim sökum
ekki á ríkis-
stjómarfund í
gær. Aðstoðar-
menn hans
kenna loftræstikerfum um
krankleikann.
Kynfræðsluskylda
Svo kann aö fara aö skólar á
írlandi verði skyldaðir til að veita
nemendum kynfræöslu.
Áöruggusvæði
Forseti Ruanda og þrír ráðherr-
ar á flótta undan uppreisnar-
mönnum eru komnir á griöa-
svæöi Frakka. Keutur, ntb
Erlendar kauphallir:
Hlutabréfa-
verðhækkar
Síðustu daga hefur hlutabréfaverð
í helstu kauphöllum heims verið að
hækka. Þannig hafa vísitölurnar
FT-SE 100 og Dow Jones farið upp á
við í kjölfar frétta af jákvæðum hag-
tölum frá Bandaríkjunum. Fundur
sjö helstu iðnríkja heims í Napólí á
Ítalíu hefur lítil áhrif haft á heims-
viðskipti.
Kaffi á erlendum mörkuðum held-
ur áfram aö hækka og sykurverð
hefur lækkað örlítið.
Verkfall olíuverkamanna í Nígeríu
stendur enn yfir og veldur því m.a.
að hráolíuverð hækkar jafnt og þétt.
Þegar viðskiptum lauk í London á
fimmtudag var tunnan seld á 18,64
dollara, sem er 8% hærra verð en
fyrir viku. Bensínverð í Rotterdam
hefur sömuleiðis hækkað.
Norska stjómin breytti lögum:
Refsivert nú að
truf la hvalveiði
Norska strandgæslan getur nú
beitt sér enn markvissar en áður í
baráttunni gegn hvalveiðiandstæð-
ingum á borð við Greenpeace og Paul
Watson eftir lagabreytingar sem
norska stjórnin stóð fyrir í gær.
Lögin eiga við um veiðar sjávar-
fiska og ná þau hér eftir einnig yfir
hval- og selveiðar. Þeir sem trufla
slíkar veiðar geta því átt yfir höfði
sér sektir eða varðhald í allt að sex
mánuði.
„Nýju reglurnar munu auðvelda
okkur að stöðva aðgerðir gegn hval-
veiðum úti á miðunum," segir Rolf
Pettersen, yfirmaður hjá strandgæsl-
unni. Grænfriðungar segja hins veg-
ar að lagabreytingarnar skipti engu
Jan Henry T. Olsen, sjávarútvegs-
ráðherra Noregs. Sfmamynd Reuter
máli fyrir aðgerðir þeirra.
Jan Henry T. Olsen, sjávarútvegs-
ráöherra Noregs, segir ástæðuna fyr-
ir lagabreytingunni vera aðgerðir
grænfriðunga og skips þeirra, Síríus-
ar, gegn hvalveiöibátnum Senet í
Norðursjónum undanfarna daga.
Lögfræðingurinn Steingrim Wol-
land sem hefur veitt grænfriðungum
aðstoð eftir aðgerðir þeirra segir að
það sem grænfriðungar hafi gert til
þessa og hafi veriö löglegt verði nú
ólöglegt.
Karsten Monsen lögreglustjóri seg-
ir í viðtali við norska ríkisútvarpið
að héðan í frá geti það vel komið til
greina að leggja hald á bæði gúmbáta
og skip grænfriðunga. NTB
Urvinda fjölskylda frá Ruanda hvílir lúin bein eftir flótta til nágrannarikisins Saír undan hörmungunum í heima-
landinu. Hálf milljón manna hefst nú vió i bænum Goma. Simamynd Reuter
Jacques Santer tekur við af Delors:
ESB fær síbrosandi f orseta
Jacques
Santer, forsæt-
isráðherra
Lúxemborgar,
þáði í gær emb-
ætti forseta
framkvæmda-
stjómar Evr-
ópusambands-
ins og bað um að verða dæmdur af
verkum sínum.
Aðdáendur hins 57 ára gamla Sant-
ers í stórhertogadæminu Lúxemborg
kalla hann „brosandi Jacques" og
ástæðan er einfaldlega sú að hann
er síbrosandi, hress og kátur.
Santer er hæfileikaríkur og reynd-
ur samningamaður sem stjórnmála-
skýrendur segja að kjósi heldur að
starfa í kyrrþey á bak við tjöldin en
aö vera í sviösljósinu. Hann hefur
heldur ekki þann pólitíska hugsjóna-
eld sem þykir einkenna Jacques De-
lors, manninn sem hann tekur við af.
Allir reikna með að Santer verði
ekki jafn sterkur leiötogi og Delors.
Stuöningsmenn hans benda þó á aö
hann hafi töluverða reynslu í að
standast þrýsting af hálfu voldugra
nágranna sinna.
Santer fæddist í smábænum Wass-
erbillig og hóf stjómmálaferil sinn í
ungliðahreyfmgu kaþólikka. Hann
las lögfræði við háskóla í Strassborg
og París og starfaði sem lögmaöur í
nokkur ár áður en stjómmálin náðu
að gleypa hann með húð og hári.
Hinn nýi forseti framkvæmda-
stjórnar ESB á franska eiginkonu og
tvö börn og helstu áhugamál hans
em knattspyrna og sund.
Reuter, NTB
Simbabvestjóm
íhugarþotukaup
fyrirforsetann
Robert
Mugabe, forseti
Simbabve, og
ríkisstjóm
hans íhuga nú
að kaupa far-
þegaþotu upp á
tvo milijaröa
íslenskra
króna fyrir forsetaembættið, að
því er norska ríkisútvarpið
skýrði frá í gær.
Norðmenn veita Simbabve-
stjóm árlega um 1200 milljónir
islenskra króna í aöstoð en Kari
Nordheim-Larsen, ráðherra þró-
unaraðstoðar í norsku stjórninni,
segir aö aöstoðin verði þó ekki
afturkölluð að sinni.
Fyrir tveimur árum drógu
Norðmenn úr aöstoð við Namibíu
eftir flugvélakaup stjórnvalda.
Norðmenn setja
nýfisksölumet
til útlanda
Útflutningsverðmæti norskra
sjávarafurða fara sífellt vaxandi
og fyrstu sex mánuði þessa árs
var seldur fiskur til útlanda fyrir
sem svarar tæpum níutíu millj-
örðum íslenskra króna.
Útflutningurinn fyrstu sex
mánuðina er um tólf milljörðum
króna verömætari en á sama
tíma í fyrra. Verðmætaaukningin
er sextán prósent en magnaukn-
ing sjö prósent. Búist er við að
útflutningurinn verði jafn góöur
það sem eftir er ársins.
Það er einkum aukinn útflutn-
ingur á saltfiski og eldislaxi sem
skýrir þessa miklu velgengni.
Stjörnufræðing-
arbúasigundir
risaárekstur
Stjarniræðingar hafa flykkst til
Suöur-Afriku að undanfórnu til
að ná eins konar stúkusætum
þegar stærsti áreksturinn sem
hefur orðið í sólkerfinu á þessari
öld verður í kvöld. Þá rekast
fyrstu brotin úr halastjörnunni
Shoemaker-Levy 9 á plánetuna
Júpíter.
Dave Laney stjömufræðingur
sagöi Reuters-frétastofunni að
áreksturinn kynni að verða jafn
hrikalegur og sá sem visinda-
menn segja að hafi útrýmt risa-
eðlunum fyrir 65 milljónum ára.
Svo kann þó að fara hala-
stjörnubrotin sundrist og þá
verður áreksturinn lítiö annað en
eins og loftsteinadrífa að sjá.
Leiðtogar Isra-
els og Jórdaníu
ætlaaðfunda
Bill Clinton
Bandaríkjafor-
seti skýrði frá
því í gær að
þeir Yitzhak
Rabin, forsæt-
isráðherra y
ísraels, og Hus-
sein Jórdaníu-
konungur myndu hittast í Was-
hington þann 25. júlí næstkom-
andi.
Þetta verður fyrsti opinberi
fundur leiðtoganna tveggja sem
jafnframt munu ávarpa fund í
sameinuöu Bandaríkjaþingi og
snæða kvöldverð í Hvíta húsinu.
„Miðausturlönd eru á leiö inn í
nýtt tímaskeið. Ég mun gera allt
sem i mínu valdi stendur tii að
tryggja að þjóöir þessa heims-
hluta átti sig á þeirri guðs blessun
sem fnöurinn er og sem þær hafa
ekki fengið aö njóta of lengi,“
sagði Clinton. NTB, Reuter