Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1994, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1994, Page 12
12 LAUGARDAGUR 16. JÚLÍ 1994 Erlend bóksjá Metsölukiljur Bretland Skáldsögur: 1. Joanna Troliope: A Spanish Lover. 2. Patricia D. Cornwell: Cruel and Unusual. 3. Tom Clancy: Without Remorse. 4. Roddy Doyle: Paddy Clarke Ha Ha Ha. 6. John Grisham: The Client. 6. Wilbur Smith: River God. 7. Jilly Cooper: The Man Who Made Hus- bands Jealous. 8. John le Carré: The Night Manager. 9. Kathy Lette: Foetal Attraction. 10. Barbara Taylor Bradford: Angel. Rit almenns eðlis: 1. Jung Chang: Wild Swans. 2. J. McCarthy & J. Morrell: Some Other Rainbow. 3. Alan Clark: Diaries. 4. W.H. Auden: Tell Me the Truth about Love 5. Brían Keenan: An Evil Cradling. 6. Russell Davis: The Kenneth Williams Diaries. 7. Bill Bryson: Neither here nor there. 8. Howard Rheingold: Stereogram. 9. Stephen Fry: Paperweight. 10. Nick Kent: The Dark Stuff. (Byggt á The Sunday Times) Danmörk Skáldsögur: 1. Peter Hoeg: Froken Smillas fornemmelse for sne. 2. Dorothy L. Sayers: Peter Wimsey i Oxford. 3. Ajice Walker: Ándetempiet. 4. Troels Klovedal: Oerne under vinden. 5. Dan Turéll: Vrangede billeder. 6. Peter Hoeg: Fortællinger om natten. 7. Bret Easton Ellis: American Psycho. (Byggt s Politiken Sendag) Shakespeare í heild sinni Ný heildarútgáfa á leikritum og ljóöum leikskáldsins mikla frá Strat- ford, William Shakesepare, er komin út í pappírskUju á vegum háskóla- útgáfunnar í Oxford. Frumútgáfa þessa mikla rits, sem hér er 1274 blaðsíður, kom á markað fyrir sex árum, 1988, og hlaut góðar viðtökur. Ritstjórum slíkrar útgáfu er mikiU vandi á höndum af mörgum ástæð- um. Mestu skiptir kannski hversu lítið er vitað um Shakespeare sjálfan og verk hans frá þeim tíma er hann var á lífi (1564-1616). Hann hafði ekki sömu fyrirhyggju og Ben Jonson að láta prenta heUdarútgáfu verka sinna í Ufanda Ufi. Það féll því í hlut annarra að ganga frá leikritunum til prentunar. Af þeim sökum er oft mikUl munur frá einni prentun til annarrar. Tvö leikrit um Lé konung Ritstjórar þessa mikla verks gera í formála grein fyrir viðfangsefni sínu, vandamálum og vinnubrögðum. Meginreglan virðist sú að velja þá útgáfu hvers verks sem þeir teíja koma næst hinni eiginlegu sviðsgerð höfundarins. Þetta hefur í fór með sér að í sum- um tUvikum fella þeir út úr leikrit- unum texta sem vafalítið er eftir Shakespeare; slíkir kaflar eru þá birtir sérstaklega sem viðauki. í einu tilviki er svo mikill munur á elstu prentunum (frá 1608 og 1623) að ritstjórarnir telja að um sé að )xfarrí ^h'ákéspea THE COMPLHTH WORKS Umsjón Elías Snæland Jónsson ræða tvær mjög ólíkar gerðir verks- ins. Þetta er hið fræga leikrit um Lé konung. Áður fyrr var þessum tveimur útgáfum leikritsins gjarnan steypt saman í eina. Nú er hins vegar talið að fyrri gerðin sé upphaflegt handrit Shakespeares en sú síðari endurskoðuð leikgerð hans. Ritstjór- ar Oxford-útgáfunnar fara því þá leið aö birta bæði leikritin. í samvinnu við önnur skáld Vitað er að Shakespeare samdi nokk- ur leikrit í samvinnu við önnur leik- skáld. Þetta á sérstaklega við um höfund að nafni John Fletcher. Tvö þeirra verka eru enn til og birtast hér. Annað er um Hinrik áttunda og fær hér sitt upphaflega nafn, „All is True“, en hitt nefnist „The Two Noble Kinsmen." Þá liggja fyrir heimildir um að þeir hafi samið þriðja verkið saman, „Cardenio", en fræðimenn telja það glatað. Ritstjórarnir hallast einnig að þeirri skoðun að Shakespeare hafi samið leikritið „Pericles" í samvinnu við George Wilkins sem einnig ritaði skáldsögu um efnið. Tekið er mið af skáldsögunni við „lagfæringu" text- ans sem hér er prentaður. Úr leikritinu um Sir Thomas Moore eru hér eingöngu valdir stutt- ir kaflar sem örugglega eru taldir vera eftir Shakespeare en verkinu að öðru leyti sleppt. Ljóst er að gífurlegt starf liggur að baki þessari heildarútgáfu og það af hinum færustu mönnum í Shakes- peare-fræðum. Að henni er því mik- ill fengur. En auðvitað hljóta breyt- ingar á frægum setningum í verkum meistarans stundum að falla í grýtt- an jarðveg. Mér þykir til dæmis upp- haf leikritsins um Ríkarð þriðja daprast nokkuð í þessari útgáfu því hér breytist „vetur raupa vorra“ ekki lengur í „dýrlegt sumar“ vegna „sólar“ Jórvíkinga heldur „sonar“. WILLIAM SHAKESPEARE: THE COMPLETE WORKS. Aöalritstjórar: Stanley Wells og Gary Taylor. Oxford University Press, 1994. Metsölukiljur Bandaríkin Skáldsögur: 1. Michael Crichton: A Case of Need. 2. Tom Clancy: Without Remorse. 3. John Grisham: The Client. 4. Scott Turow: Pleading Guilty. 5. Judith McNaught: Perfect. 6. Kevin J. Anderson: Dark Apprentice. 7. Robert Ludlum: The Scorpio lllusion. 8. E. Annie Proulx. The Shipping News. 9. Mary Higgins Clark: l'll Be Seeing You. 10. John Le Carré: The Night Manager. 11. Anne Rivers Siddons: Hill Towns. 12. Dominick Dunne: A Season in Purgatory. 13. Jeffrey Archer: Honor Among Thieves. 14. Patricia D. Cornwell: Cruel 8i Unusuat. 15. John Grisham: A Time to Kill. Rit almenns eðlis: 1. Thomas Moore: Care of the Soul. 2. Bailey White: Mama Makes up Her Mind. 3. Peter D. Kramer: Listening to Prozac. 4. M. Scott Peck: The Road Less Travelled. 5. M. Hammer 8i J. Champy: Reengineering the Corporation. 6. Lewis B. Puller Jr.: Fortunate Son. 7. Cornelius Ryan: The Longest Day. 8. Maya Angelou: I Know why the Caged Bird Sings. 9. Joan W. Anderson: Where Angels Walk. 10. Susanna Kaysen: Girl, Interrupted. 11. Cornel West: Race Matters. 12. Benjamin Hoff: The Tao of Pooh. 13. Peter Mayle: A Year in Provence. 14. Robert D. Kaplan: Balkan Ghosts. 15. Gail Sheehy: The Silent Passage. (Syggt á New York Times Book Reviow) Vísindi Halastjama rekst á Júpíter í kvöld: Eldglæringamar lýsa milljónir ldlómetra Þannig ímyndar teiknari sér að árekstur halastjörnunnar og Júpíters í kvöld muni líta út. Miklihvellur- inn staðfestur Stjamvísindamenn í Hollandi hafa komist að því að helium og vetnl em milli sfjörnuþoka í hlm- ingeimnum. Það staðfestir hluta kenningarinnar um að alheimur- inn hafi oröið til við hinn svokall- aöa miklahvell. Samkvæmt kenningunni mynduðust helium og vetni, tvö léttustn frumefntn, viö kjarna- kiofning næstu þrjár mínúturnar eftir sprenginguna sem varð upp- haf alls. Vísmdamennirnír sögðust hafa notað nýjan og endurbættan Hubble stjörnusjónaukann til að skoða ljós frá fjarlægu dulstirni og þannig fundu þeir efnin tvö. Parkinsons og eiturefni Fleiri vísbendingar hafa nú fundist um að samband sé milii parkinsonsveiki og skordýraeit- urs í umhverönu, ef marka má níðurstöður rannsókna á heila- sýnum sem gerðar vom viö há- skólann i Miami á Flórída. Rannsökuð voru sýni úr tutt- ugu parkinsonssjúklingum og þar fundust merki um skordýra- eitriö dieldrin sem var bannað vestanhafs áiið 1972. „Ég tel ekki aö dieldrin valdi parkinsonsveikinni en það er enn einn liöur í ráðgátunni,“ segir Juan Sanchez-Ranros, einn vís- indamannanna.__________ Umsjón Guólaugur Bergmundsson „Eðlisfræðinga dreymir um að tljúga upp til móts við halastjömu og sprengja hana í tætlur. Það má segja að Júpíter muni gera það fyrir okkur og það ókeypis." Þetta segir Iwan Williams, stjarn- vísindamaður við Queen Mary og Westfield College háskólann í Lon- don. Og draumurinn rætis einmitt í kvöld, um það leyti sem íslendingar setjast niður til að horfa á sjónvarps- fréttirnar sínar, þegar halastjarnan Shoemaker-Levy 9 rekst á plánetuna Júpíter. Stjarnfræðingar og eðhsfræðingar hvarvetna munu beina öllum stjömusjónaukum sínum og öðrum tiltækum verkfærum að Júpíter í þeirri von að verða vitni að þessum mikla árekstri. Það eru svo stjarnvís- indamenn í Suður-Afríku sem munu hafa besta sjónarhornið á jörðinni. Fyrstu stykkin úr halastjörnunni, gaddfreðnir snjóboltar sem eru tæp- lega fimm kílómetrar í þvermál með gufustrók aftan úr sér, munu rekast á Júpíter um kl. 20 í kvöld. Árekstr- amir halda svo áfram í tæpa viku, eða til 22. júlí, en sá stærsti verður 20. júlí, á 25 ára afmæh fyrstu tungl- lendingarinnar. Reiknað er með að tuttugu hala- stjörnustykki rekist á Júpíter með 65 kílómetra hraða á sekúndu. Eld- glæringarnar við samstuðið munu sjást milljónir kílómetra leið í himin- hvolfmu. David Hughes, stjörnu- fræðingur við háskólann í ShefField á Englandi, segir að orkan sem leys- ist úr læðingi viö árekstrana sé álíka og eitt hundrað þúsund til ein milljón kjarnasprengjur af þeirri stærð sem sprengd var yfir Hiroshima í heims- styrjöldinni síðari. Því miður munu menn á jörðinni ekki sjá áreksturinn sjálfan þar sem halastjarnan kemur að þeirri hhð Júpíters sem snýr frá okkur. Spreng- ingarnar munu hins vegar að öllum líkindum lýsa upp einhver af tungl- um plánetunnar. Það er hins vegar öruggt að þær munu lýsa upp and- rúmsioft Júpíters. Auk stjörnusjónaukanna á jörðu niðri verða Hubble stjörnusjónauk- inn og geimforin Galileo, Voyager og Ulysses sett í að mynda allt sem hugsanlega mun sjást. Vísindamenn munu aíla sér mikil- vægrar þekkingar við árekstur Shoe- maker-Levy 9 og Júpíters, þekkingar um bæði plánetuna og halastjöm- una, m.a. um hvort Júpíter hefur ein- hvern fastan kjarna. Þá munu þeir einnig fræðast um hvað kynni að gerast ef slík halastjarna lenti í sam- stuði við iörðina. . Otur getur verið hinn mesti ruddi Flestir eru líklega þeirrar skoð- unar að oturinn sé hið mesta gæðablóð, alveg hreint yndislegt dýr. Það er þó ekki alltaf svo því karldýrið, að minnsta kosti, getur verið hinn mesti ruddi. Líffræðingurinn Marianne Ri- edman við sædýrasafnið í Monte- rey Bay hefur rannsakað hóp 60 otra í Kalifomíu frá árinu 1985 og komist að því að karldýrin steli allt að þriðjungi matar síns frá kvenþjóðinni. Karlotrarnir ganga jafnvel svo langt að halda ungviði í gíshngu þangað til kvendýrin leysa það út með lausnargjaldi í formi fæðu. Heilaleikfimi fyrir minnið Tom Budzynski, prófessor í Flórída, og samstarfsmenn hans em um þessar mundir að gera rannsóknir á því hvort „heila- leikfimi“ af ýmsu tagi, svo sem tónlistarhlustun og stærðfræði, geti stuðlað að bættu minni hjá gömlu fólki. Rannsóknin felst m.a. í því að þátttakendur setjast niður tvisv- ar á dag með sérstök gleraugu með blikkandi ljósum. Á sama tíma hlusta þeir á upptökur þar sem þeim er falið að leysa stærð- fræðiþrautir og myndagátur. Minnispróf veröa svo lögö fyrir með reglulegu miUibih til að at- huga hvort þar verður framfor.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.