Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1994, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1994, Side 15
LAUGARDAGUR 16. JÚLÍ 1994 15 IIIIIIII illlr ■ :: ■' y*< s ■ v :: J *' f s’ ■ Á síðasta snúningi Barniö bað um eitthvað að borða. Ég kíkti inn í kæliskápinn og fann opna mjólkurfernu. Síðasti sölu- dagur var löngu liðinn. Ég treysti á það að bamunginn gerði ekki athugasemdir enda ekki læs. Því næst fann ég brauð í poka og kíkti ofan í. Það var grænt af myglu. Það fékk hraðferð í ruslið. Sömu með- ferð fékk annar brauðpoki með sama ht. Ég leitaði að kexi til að bjarga málunum en fann ekki. Loks rakst ég á þrjú pylsubrauð og taldi mig hólpinn. Lifrarkæfu tók ég úr skápnum en sá ekki betur en hún væri orðin eitthvað loðin. Hún fékk því sömu meðferð og brauðið græna. Ég bjargaði mér með því að setja smérkhpu á pylsu- brauðið og bauð dóttur minni, fimm ára. Hún borðar yfirleitt ekki mikið og raunar getur verið erfitt að koma mestu kræsingum ofan í hana. Henni til hróss verð ég að segja það að pyslubrauðið með smérinu hvarf allt ofan í hana. Mæðutónn „Hvenær kemur mamma heim?“ í rödd barnsins mátti greina mæðutón ef ekki byijun örvænt- ingar. „Bráðum," svaraði ég og heyrði sömu mæðuna í sjálfum mér. Svona var komið fyrir okkur feðginum þegar nokkuð var liðið á grasekkilsstand mitt nú í vikunni. Móðirin á heimilinu brá undir sig betri fætinum og hitti vinkonu sína í stórborg á meginlandi Evrópu. Ef ég á að vera alveg hreinskihnn fannst mér það mesta ábyrgðar- leysi svona um hábjargræðistím- ann. Raunar byrjaði þessi hörmungar- búskapur minn alls ekki iha. Ég hélt heimilið með dætrum mínum tveimur. Daginn eftir að undir- staöa heimilisins fór í reisuna fór- um við í ferðalag. Þar var séð um mat og drykk og fyrirhöfn mín því engin. Næsta dag, sem raunar var sunnudagur, ákvað ég að hafa „til- breytingu" í matnum og reddaði mér á hamborgunum og frönskum. Ég tók píurnar með mér í bæinn og splæsti á þær ís. Ég fann ekki annað en ég stæði mig vel í hlut- verkinu. Dömurnar kvörtuðu ekki. „Sama fjölbreytnin" Þá tók vinnuvikan við og þá fór máhð að vandast. Fyrsta virka dag- inn sá ég að við svo búið mátti ekki standa og fór í hverfisverslunina. Ég heyrði stunur í dætrum mínum þegar ég dró upp úrvaliö. Það voru pylsur í matinn. „Ahtaf sama fjöl- breytnin hjá þér,“ sagði eldri stelp- an. Ég gat ekki betur heyrt en hún vogaði sér að gera grín að grasekkl- inum, föður sínum. Vera kann að hún muni eftir svipuðu ástandi fyrr á lífsleiðinni. Þá náði matseld íöð- urins, í fjarvist móðurinnar, áður ókunnum toppi er hann bauð böm- um sínum upp á kornflex og franskar. Sá réttur mun hvorki fyrr né síðar hafa sést á matsölu- stöðum. Á fjórða degi þessarar einsemdar okkar verð ég að viðurkenna að ég gerði lítið í matseldinni. Dæturnar voru einar heima við og höfðu klár- að það sem eftir var af kókópuffsi og seríósi. Ég bætti úr því með því að gefa þeim þykkmjólk með jarð- arbeijabragði. Ég átti nokkrar dós- ir af þessari ágætu afurð. Stelpurn- ar létu sér þetta þokkalega hka en hefðu eflaust kosið aðra bragðteg- und með til tilbreytingar. Ömmurhlaupa undirbagga Ekki veit ég hvort ástandið á þessu litla heimhi hefur spurst út. Hitt veit ég að daginn eftir hringdi móðir mín í mig og bauð mér í mat með ómegðina. Ég lét drýgindalega og sagði að allt væri með felldu á Laugardagspistill Jónas Haraldsson fréttastjóri heimihnu en þáði að sjálfsögðu hið góða boð. Þar var raðað í okkur kræsingum þannig að vítamín- kúrfa okkar fór upp á ný. Börnin sofnuðu því södd það kvöldið. Strax næsta dag hringdi tengdamóðir min í mig og bauð okkur í mat. Þar var á sama hátt gert prýðhega við okkur og leit máhð því vel út um hríð. Síld og rúgbrauð í fyrradag var ástandiö hins veg- ar orðið með þeim hætti sem lýst er í upphafi máls, græn brauð og loðin kæfa. Því varð ekki hjá því komist að heimsækja kaupmann- inn á ný. Ég var í vandræðum með vahð sem fyrr en ákvað þó að kaupa síld og seytt rúgbrauð. Ég hugsaði um þjóðhagsstærðir og sá fyrir mér að ófært væri að senda alla síld í gúanó. Shd á auðvitað að vera th manneldis. Ég fór heim með shdina og rúgbrauðið. Ekki vissi ég hvert dætur mínar ætluðu þegar ég bauð þeim upp á þetta lostæti. „Ertu brunninn yfir?“ spurði sú eldri. „Er ekki allt í lagi heima hjá þér?“ bætti hún við. Ég varð að játa það að svo væri ekki. Of mikh ábyrgð hefði verið lögð á herðar mér og það brytist út með þessum hætti. Stelpurnar strækuðu á að eta síldina og því síður seydda rúg- brauðið. „Hvenær kemur mamma heim?“ endurtók sú yngri. „Bráð- um,“ endurtók ég og reyndi að halda sönsum. „Mér er alveg sama þótt forfeður þínir hafi sporðrennt heilu síldarflökunum með lauk og soðnum kartöflum," sagði stóra stelpan og var greinhega uppgefin eftir heha viku með fóður sinn við pottana. „Mér er líka sama þótt þið hafið borðað gijónagraut, sels- hreifa og súrt slátur. Við vhjum eitthvað almennhegt. Kaupum pitsu." Upplausn Stúlkan var orðin ijóð eftir ræð- una. Ég sá ekki betur en hún talaði fyrir þær systur báðar. Ég sat einn að marineraðri shdinni og þrumar- anum. Heimhið litla var í fullkom- inni upplausn. Dæturnar höfðu gefið frat í fóður sinn og matarth- búning hans. „Ég fer th ömmu,“ sagði sú eldri. „Eg fer þá th Ingu frænku," bætti sú dáhtla við. Nú vandaðist máhð. Ekki gat ég látið það spyijast aö börnin strykju að heiman þótt móðirin brygði sér frá í eina viku. Ég sá að máhð var tapaö og lék vamarleik. „AUt í lagi,“ sagði ég. „Förum og kaupum pitsu og kók.“ Það léttist brúnin á stelpunum. Kahinn gat átt sína síld og sitt rúgbrauð. Hann um sína sérvisku. Þær hættu við strokið. Pitsan rann ljúflega niður með kókinu. Ég sá að vísu manneldisráð fyrir mér og hugsaði með mér að seint yrði ég verðlaunaöur fyrir frammistööuna þessa vikuna. En hvað gat ég gert? Ég var settur í þessa stöðu óviðbúinn. Eftirgjöf af hag- kvæmnisástæðum Ég játa að vísu að ég var fljótari en ella að gefa eftir í pitsumálinu af hagkvæmnisástæðum. Nú leið nefnilega að því að móðirin á heim- iUnu kæmi úr útlegðinni og þá átti eftir að taka til. Tímanum var ekki eytt í slíka fhuti þessa vikuna og allra síst meðan spennandi leikir voru sýndir frá heimsmeistara- keppninni í fótbolta. Fátt er nefni- lega svo með öhu iht eða þannig. í grasekkilsstandinu hafði ég alla mína hentisemi meö fótboltann. Það voru ekki gerðar neinar at- hugasemdir við gláp mitt þessa vik- una. En í thtektarmálum heimilis- ins reið á að hafa eldri dóttur mina jákvæða. Hún er snhUngur á ryk- sugu og býr um rúm svo unun er á að horfa. Þá kann hún á upp- þvottavélina og var ekki vanþörf á. Hreinskilið svar Heimilið var því hvítskúrað í gær þegar við fórum til Keflavíkur að sækja mömmu. „Gekk ekki allt vel?“ spurði hún þegar við brunuð- um heim eftir Keflavíkurveginum. „Jú, jú,“ svaraði ég. „Þetta gekk eins og í lygasögu. Engin vanda- mál.“ „Var ekki skemmtilegt með pabba?" spurði mamman dæturn- ar. Sú eldri er komin á það þroska- stig að hún veit hvenær leiða má spumingar hjá sér og komast hjá svari. Hin er bara fimm ára og hreinskilin að hætti barna á þeim aldri. „Það var leiðinlegt," svaraði hún. Ég reyndi ekki varnir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.