Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1994, Side 18
18
LAUGARDAGUR 16. JÚLÍ 1994
Dagur í lífi Ólafs Arnar Haraldssonar, framkvæmdastjóra 21. landsmóts UMFÍ:
Gengið frá lausum endum
Ólafur Örn Haraldsson, framkvæmdastjóri 21. landsmóts UMFÍ.
Ég vaknaði klukkan 20 mínútur
yfir 7. Undanfama daga hef ég að
jafnaði ekki unnið undir 16 klukku-
tímum á sólarhring, enda margir
lausir endar sem hefur þurft að
hnýta áður en 21. landsmót UMFÍ á
Laugarvatni hæfist.
Þennan umrædda mánudag var
fyrsta verk mitt að hitta útivinnu-
hópinn klukkan 8. Hlutverk hans
hefur m.a. verið að reisa tjöld, girða,
setja upp sjoppur, merkja bíla- og
tjaldstæði og ganga frá ýmsu fyrir
mótið. Hér er komiö upp myndarlegt
tjald á palli, 500 fermetrar að stærð.
Þar fer fram margvísleg skemmti-
dagskrá og dansleikir um helgina.
Meðal annars munu gömlu, góöu
Hljómar leika fyrir dansi á laugar-
dagskvöldiö. Tjaldið er í útjaðri
svæðisins. Hægt verður að opna það
út á svæðið og halda eins konar úti-
tónleika úr því meðan þeir sem viija
dansa geta verið inni.
Að fundinum með útivinnuhópn-
um afloknum kom framkvæmda-
nefnd landsmótsins saman til fundar
en við erum fjögur sem sitjum í
henni. Við fórum yfir stöðu undir-
búningsins á öllum sviðum. Viö höf-
um hist að lágmarki einu sinni á dag
undanfamar vikur til að ráðgera um
framhaldið næsta dag.
Símtöl og útréttingar
Þegar hér var komiö sögu biðu
margvísleg símtöl og útréttingar.
Meðal annars var verið að undirbúa
kvöldvöku og ýmsar uppákomur um
helgina þar sem Magnús Scheving
kemur fram. Hann mun fara um
svæðið og vera með gestum allan
laugardaginn og fram á miðjan
sunnudag. Hann er snjali maður og
viil leika af fmgrum fram eftir því
hvar stemningin er mest á svæðinu
hverju sinni.
Sérstakur maður er hér í flutning-
um og hann sér um aödrætti. Þennan
tiltekna dag kom upp mál sem ekki
hafði gengið eftir þeim nótum sem
við höfðum ætlað. Það kom sumsé í
Ijós að við gátum ekki fengiö allar
þær fánastengur og fánaborgir sem
við ætluðum að fá hjá einum aðila.
Þaö fóru snöggir tveir tímar í að
fmna fánastengur til viðbótar og út-
vega ódýra flutninga á þeim austur.
Þetta mál leystist ekki fyrr en um
hádegi og stengurnar komu síödegis
þennan sama dag.
DV-mynd Jón Þórðarson
Þá þurfti að semja við hjálparsveit
skáta í Kópavogi sem verður með
slysavakt og sjúkraflutninga vegna
minni háttar óhappa á mótinu. Ég
hitti einnig lögreglu og ræddi um-
ferðarmálin rétt einu sinni.
Að þessu loknu þurfti að hafa sam-
band viö Landgræðsluna um hvar
skolpinu yrði dreift á örfoka land en
umhverfismál verða í brennidepli á
mótinu sem er nýjung. UMFÍ mun
vera í samstarfi við ýmsa aðila, svo
sem Olís um landgræðslu, sem alhr
mótsgestir geta tekið þátt í, svo og
skógrækt í samvinnu við íslands-
banka. Sorp og skolp verða leyst með
umhverfisvænum hætti í samvinnu
við umhverfisráðuneytið. Þá er mót-
ið reyklaust og ég átti fund með
skiltamanninum okkar sem var að
útbúa skilti þar sem minnt væri á
reyklaust mótssvæöi.
Fánar staðsettir
Síðdegið notaði ég til þess að fara
yfir svæðið með útiverkstjóranum
og ákveða staðsetningar. Þaö þurfti
til dæmis að staðsetja fánaborgimar
og -stengurnar. Það er ekki einfalt
mál því auk þess sem taka þarf tillit
til flölmargra kostunaraðila þá em
mjög nákvæm fyrirmæli um hvemig
flagga eigi í kringum aðalvöllinn.
Velja þarf nákvæmlega stað Norður-
landafánanna og röð þeirra, einnig
hvítbláins, mótsfánans, fána staðar-
ins, svo og ríkisfánans. Þá var verið
að staðsetja fánaröð við hinar þrjár
innkomur á mótssvæðið.
Þá þurfti að staðsetja 40 salemi sem
Gámaþjónustan hefur séð um og er
þijónusta fyrirtækisins til mikillar
fyrirmyndar. Loks þurfti að útvega
20 unghnga flokk frá Hvolsvelli til
þess að strengja borða á bflastæði á
svæðinu.
Eftir kvöldmatinn hittist öh lands-
mótsnefndin, 7-8 manns, og átti
tveggja tíma fimd. Klukkan tíu um
kvöldið, þegar fundurinn var búinn,
var margvísleg skrifborðsvinna eftir
sem lauk ekki fyrr en klukkan að
ganga eitt um nóttina. Þar með var
mánudagurinn á enda runninn.
Finnur þú fimm breytingai? 266
Nafn:........
Heimilisfang:
Myndimar tvær virðast við
fyrstu sýn eins en þegar betur
er að gáð kemur í Ijós að á
myndinni til hægri hefur
fimm atriðum verið breytt.
Finnir þú þessi fimm atriði
skaltu merkja við þau með
krossi á myndinni til hægri
og senda okkur hana ásamt
nafni þínu og heimilisfangi.
Að tveimur vikum hðnum
birtum við nöfn sigurvegar-
anna.
1. verðlaun: Rummikub-spil-
ið, eitt vinsælasta fjölskyldu-
spil í heimi. Það er þroskandi,
skerpir athyghsgáfu og þjálfar
hugareikning.
2. verðlaun: Fimm Úr-
valsbækur. Bækumar sem eru í
verðlaun heita: Mömmudrengur,
Þrumuhjarta, Blóðrúnir, Hetja og Ban-
væn þrá. Bækumar em gefear út af
Frjálsri Qölmiðlun.
Merkið umslagið með lausninni:
Finnur þú fimm breytingar? 266
c/o DV, pósthólf 5380
125 Reykjavík
Vinningshafar fyrir tvö hundr-
uð sextugustu og fiórðu get-
raun reyndust vera:
1. Berta Ellertsdóttir,
Skarðsbraut 7,
300 Akranesi.
2. Matthildur Óskarsdóttir,
Faxabraut 38d,
230 Keflavík.
Vinningamir verða sendir
heim.