Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1994, Qupperneq 20

Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1994, Qupperneq 20
20 LAUGARDAGUR 16. JÚLÍ 1994 Kvikmyndir Englar og annað fólk Þýski kvikmyndagerðarmaðurinn Wim Wenders hefur alltaf skipað sérstakan sess í huga íslenskra kvik- myndaáhugamanna. Hann kom hingað sem heiðursgestur á fyrstu kvikmyndahátíð Listahátiðar og var hátíðin opnuð með Der Amerikanisc- he Freund (1977) sem hafði vakiö mikla og verðskuldaða eftirtekt. Það var raunar þessi mynd sem dró at- hygli heimsins að Wim Wenders. Meðan á íslandsdvölinni stóð hitti Wenders fjölmarga íslenska kvik- myndagerðarmenn og virkaði eins og vítamínsprauta á íslenska kvik- myndagerð. Hann sýndi einnig áhuga á að gera einhveija mynd sína á íslandi en það hefur nú ekki orðið af því enn aö minnsta kosti. Fjalakötturinn, kvikmyndaklúbb- ur framhaldsskólanna, tók sig til og sýndi einnig nokkrar eldri myndir Umsjón Baldur Hjaltason Wenders. Þar má nefna myndirnar Falsche Bewegung (1975), Im Lauf der Zeit (1976) og svo Hammet (1982). Þess má geta að það var ekki fyrr en árið 1972 að Wim Wenders gerði sína fyrstu mynd í fullri lengd en þaö var Die Angst der Tormanns beim Elf- meter eftir sögu Peter Handke. Mynd um engla En sú mynd sem flestir muna eftir sem Wim Wenders hefur leikstýrt er Paris Texas sem var sýnd á sínum tíma í Háskólabíói. Þegar bandarísk- ir kvikmyndaframleiðendur sáu hve vinsælar myndir Wenders voru í Þýskalandi og raunar fleiri löndum Evrópu buðu þeir honum að koma til Bandaríkjanna til að gera kvik- mynd eftir sínu eigi höfði. Útkoman varð síðan Paris, Texas, þar sem Wenders fór á kostum. Það hefur ekki farið mikið fyrir Wenders að undanfomu. Hann gerði að vísu árið 1987 myndina Der Himmel uber Berl- in sem hlaut verðlaun sama ár í Can- nes fyrir besta handritiö. Myndin fjallaði um tvo engla, þá Damiel og Cassiel, sem hafa það hlutverk að vakta íbúa Berlínarborgar. Þeir hlusta á alla sem þurfa á hjálp að halda. Myndin rekur samskipti þeirra við þijár jarðbundnar mann- eskjur sem eru hjálpar þurfi. Hins vegar kemur upp ákveöið vandamál þegar annar englanna finnst hann vera orðinn mannlegur. Hann verö- ur ástfanginn af loftfimleikastúlku Atriði úr nýjustu mynd Wenders. Leikstjórinn Wim Wenders. og endar sem hver annar Berlínar- búi. Það eru þeir Bruno Ganz og Otto Sanders sem leika englana en auk þeirra koma fram í myndinni m.a. Peter Falk og Curt Bois. Framhaldsmynd Þeir sem hafa séð Der Himmel uber Berlin muna ef til vill að í lok mynd- arinnar kemur texti sem segir að framhald verði á sögunni um engl- ana. Á þessu ári var frumsýnd fram- haldsmyndin sem ber heitið Faraway So Close. Nú fá áhorfendur að kynnast hinum englinum og hvernig hann verður einnig mennsk- ur, í þetta sinn í sameinaðri Berlínar- borg. Þessi mynd er ekki eins róman- tísk og sú fyrri og jarðbundnari. Við fáum að fylgjast með hvemig Cassiel verður að beijast við illmennið Emit Flesti, sem er leikinn af William Dafoe, og hvernig hann kynnist bandarísk-þýskri' íjölskyldu sem haföi tengsl vöð nasista á stríðsárun- um. Wenders virðist fara dálítið úr einu í annað og hefur sett í ýmis minni hlutverk þekkta einstaklinga eins og Lou Reed og sjálfan Mikhail Gorbatsjov. Ástæöan fyrir þessum óljósa söguþræði gæti verið sú að myndin var stytt um klukkutíma vegna þess hve löng hún var. Faraway so Close hefur samt sem áður fengið góða dóma og ætti aö vera góð búbót fyrir hina fjölmörgu aðdáendur Wim Wenders á Islandi. Leikarinn Gorbatsjov Það kom mörgum á óvart að Wend- ers skyldi takast aö fá Gorbatsjov til að leika í myndinni. Þar sem myndin gerist í sameinaðri Berlín völdi Wenders fá Gorbatsjov tíl að leika smáhlutverk, enda er líklega enginn annar maður sem á meiri heiður af þvö að Berlínarmúrinn féll. Hann skrifaði Gorbatsjov til Kremlar. Bréfið lenti í höndum einkaritara Gorbatsjov sem hafði séð Der Him- mel uber Berlin mörgum sinnum og hrifist mjög af myndinni. Hún sann- færði Gorbatsjov um að hann ætti að taka boðinu. Hann sendi síðan Wenders bréf þar sem hann til- kynnti að næst þegar hann yrði í Þýskalandi væri hann tilbúinn að eftirláta Wenders þrjá tíma til tö- kunnar ef hann gæti sannfært sig um að þetta væri einhvers vörði. Til að undirbúa jarðveginn sendi Wend- ers honum myndband með Der Him- mel uber Berlin. Og vöti menn. Dag einn kom Gorbatsjov ásamt túlki til Wenders og eftir stutt spjall ákvað hann að leika þetta litla hlutverk. Það þurfti að taka upp atriðiö fjórum sinnum og síðan las Gorbastsjov inn texta sem var felldur inn í myndina. Sporgöngumaður Wim Wenders hefur einnig verið í svöðsljósinu vegna framgöngu sinnar fyrir evrópskan kvökmyndaiðnað. Honum finnst evrópsk kvökmynda- gerð standa höllum fæti gegn banda- rískri og hefur gengið svo langt að fullyrða að allir þeir peningar sem eytt var í gerð Jurassic Park væru ekki vörði einnar mínútu í Fellini myndinni 8 1/2. Wenders var einnig mikiU hvatamaður að Felix verð- laununum í kvökmyndagerð sem er svar Evrópubúa vöð óskarsverðlaun- unum. Hann völl veg og viröingu evr- ópskrar kvökmyndagerðar sem mesta og hefur þar reynst ötull tals- maður. Þetta hefur hins vegar gert það að verkum að hann hefur ekki gert eins margar kvökmyndir und- anfarin ár og ætla mætti. Það er hins vegar ekki fjöldinn sem skiptir máli heldur gæðin eins og Faraway so Close endurspeglar. Konungur Ijónanna Enn einu sinni hefur Walt Disn- ey kvöktnyndaverinu tekist að gera teiknimynd sem höfðar til allrar fjölskyldunnar og slær í gegn á einni nóttu. Þaö er ekki langt síðan Aladdín vann hug og hjörtu ungra sem aldinna, en í myndinni Konungur Ijónanna hefur teiknurum sjaldan tekist betur upp að festa á filmu þessa ódauðlegu sögu. Tónlistin er unn- in af Elton John og Tim Rice. Myndin hefst þegar öll dýnn í skóginum hittast í rjóörí til aö ræða um næsta arftaka konungs Ijónanna. Þar fáuin vöð að kynn- ast sjálfum konunginum, Mufasa (James Earl Jones), og drottningu hans, Sarabi (Madge Sinclair), þar sem þau fylgjast með þegar apa- trýnið Rafiki (Robert Guillaume) kynnir afkvæmi þeirra, Simba (Jonathan Taylor Thomas), sem næsta arftaka í embættið. Illdeilur En það eru ekki aUir sáttir við þessa ákvörðun. Scar (Jeremy Jones), bróðir Mufasa, sem er bæði öfundsjúkur og bitur, viU fá titilinn sjálfur. Hann gerir samn- ing vöð þrjár hýenur og ákveður að drepa aUa þá sem gætu keppt vöð hann um tignina. Simba og vinkona hans, Nala (Niketa Cal- ame), komast í hann krappan en Mufasa kemur syni sinum til hjálpar og kennir honum hvað harrn þarf til að bera til að verða verðugur konungur ljónanna. Simba háir í myndinni harðan bardaga um konungstitilinn en auðvitað, eins og í öUum góðum teiknimyndum, endar sagan vel. Það hefur svo sannarlega oröið mikil breyting á Walt Disney fyr- irtækinu síðan það var stofnað 1920 af sjálfum Walt Disney. Hann hafði mikla tilfinningu fyr- ir því hvað höfðaði tU íjölskyld- unnar og því óx og dafhaði fyrir- tækið vel meðan hann stjórnaði því aUt til dauðdags 1966. En þá lenti fyrirtækið í miklum hremmingum þvö vöð lát Walts Disneys myndaðist ákveðið tómarúm sem enginn gat fyllt og því var fyrirtækið ekki nógu fljótt að aðlaga sig þjóðfélagsbreyting- um og á hvað fólk völdi horfa. Gamla formúlan hans Disneys hlyti að ganga upp. Nýirmenn Fyrirtækið framleiddi á þessum tíma myndir eins og Peters Drag- on, Freaky Friday og The Black Hole sem voru af miðlungsgæð- um og þar fyrir neðan. Það var ekki fyrr en 1985 aö fyrirtækíð rétti aftur úr kútnum þegar þeir Michael Eisner og Jeflrey Katz- enberg voru ráðnir yfirmenn kvökmyndaversins og hjólin fóru aftur að snúast. Þeir félagar hafa haldiö tryggö vöð teiknimyndir, einn helsta homstein Walts Disneys en hins vegar aðlagaö þær nútímanum og nýtt sér til hins ýtrasta þá tækni sem er fyrir hendi. Þetta sést best ef síðustu teiknimyndir Walt Di- sney kvikmyndaversins eru skoö- aðar. Fyrir utan Aladdín má nefha Beauty and the Beast og The Little Mermaid. AUt em þetta frábærar teiknimyndir en líklegt er þó að Konungur Ijónanna muni slá þær aUar út í lokin. Atríði úr Konungi Ijónanna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.