Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1994, Síða 22
22
LAUGARDAGUR 16. JÚLÍ 1994
Sérstæð sakamál
Hefndin
Karen Lawrie.
Jimmy Sacho með konu og börnum þegar ailt gekk vel í hjónabandinu.
Líkið af Karen Lawrie, þrjátíu og
þriggja ára, fannst í skógi í Hern-
ando-sýslu í Flórída í Bandaríkjun-
um þann 18. júní 1982. Fregnin um
morðið komst þegar á síður frétta-
blaðanna og einn þeirra sem lásu
hana var David Cusak. Hann sann-
færðist þegar um að einungis einn
maður gæti hafa ráðið Karen af
dögum, maður hennar, Wilson
Lawrie, þrjátíu ogfjögurra ára bíla-
viðgerðarmaður. David Cusak
hafði allnokkra ástæða til að gruna
Wilson um morðið. David haíði
verið elskhugi Karenar og því ekki
ólíklegt að afbrýðisemi heíöi gripið
WOson. Þá hafði Wilson tvívegis
verið ákærður og komið fyrir rétt
eftir að hafa lagt hendur á Karen.
í bæði skiptin sem hann hafði leik-
ið hana svo grátt hafði hann kom-
ist að því að hún átti sér elskhuga.
Barsmíðarnar og málareksturinn
höfðu þó ekki þau áhrif á Karen
að hún hætti að vera manni sínum
ótrú og David Cusak var einmitt
sá sem hún hélt við þegar hún var
myrt.
Reiði og hatur
Þegar David hafði lagt frá sér
blaðið með fréttinni um morðið á
Karen hafði slík heift gripið hann
að hann hét því að hann skyldi
hefna konunnar sem hann hafði
elskað pg átt hafði að verða konan
hans. í framhaldi af þessu tók
David þá ákvörðun að ráöa Wilson
af dögum.
Eftir fyrstu fréttina af morðinu
birtust aðrar. Var þar meðal ann-
ars greint frá því að Karen hefði
verið barin til dauða aðfaranótt 15.
júní. Þetta varð til þess að styrkja
David enn frekar í þeirri trú sinni
að Wilson væri sá seki. Reyndar
fannst honum nú sem hann hefði
fengið endanlega sönnun fyrir því
hver ódæðismaðurinn væri.
Lögreglan lét það verða eitt sinna
fyrstu verka að taka Wilson tii yfir-
heyrslu. Var hann spurður hvar
hann hefði verið umrædda nótt.
Sagðist hann þá hafa verið hjá vin-
konu sinni, Mandy Selsden, en hún
bjó langt frá skóginum þar sem lik-
ið af Karen fannst. Mandy var yfir-
heyrð og staðfesti hún að Wilson
hefði verið hjá sér þessa nótt. Jafn-
framt lýstu nágrannar hennar yfir
því að þeir hefðu séð Wilson þegar
hann kom og fór. Hann reyndist
þannig hafa óhagganlega fjarvist-
arsönnun og varð lögreglunni því
ljóst að morðinginn væri einhver
annar.
Skotinn í hnakkann
Sá eini sem lagði ekki trúnað á
að Wilson hefði verið hjá Mandy
Selsden umrædda nótt var David
Cusak. Blindaður af reiði og hatri
út í manninn sem hann taldi hafa
svipt sig þeirri hamingju að kvæn-
ast Karen bjó hann sig undir að
koma fram hefnd. Til þess valdi
hann kvöld eitt í júlí, eftir afar heit-
an dag.
David þekkti vel til á heimili Wil-
sons eftir heimsóknir sínar til Kar-
enar. Hann faldi sig á bak við runna
í garðimim og þegar hann sá Wil-
son setjast fyrir framan sjónvarpið
fór hann inn í húsið, gekk aftan að
Wilson og skaut hann þremur skot-
um í hnakkann. Wilson lést sam-
stundis.
En David hafði ekki heppnina
með sér. Nágrannar Wilsons höfðu
Wilson Lawrie.
séð hann á bak viö runnann og
hringt á lögregluna. Hún var að
koma að húsinu þegar skothvell-
irnir þrír kváðu við og fáum mínút-
um síðar sat David milli lögreglu-
þjóna í bíl á leið í varðhald.
Viðbrögðin
sannfærðu
Eitt það fyrsta sem rannsóknar-
lögreglumönnunum kom til hugar
eftir að David var handtekinn var
aö hann hefði einnig myrt Karen.
Þótti þeim ekki ólíklegt að hann
hefði átt í einhverjum útistöðum
við Lawrie-hjónin og ákveðið að
ráða þau bæði af dögum. En þegar
þar kom í viðtölum rannsóknarlög-
reglumannanna og Davids að hon-
um var gert ljóst að Wilson hefði
alls ekki myrt konu sína brást hann
við með því að lýsa yfir því af mik-
iUi heift að hann skyldi finna hinn
raunverulega morðingja Karenar
og senda hann inn í eilífðina.
Svo heiftarleg voru viðbrögð
Davids að rannsóknarlögreglu-
mennirnir sannfærðust um að
hann væri að segja satt þegar hann
héldi því fram að hann hefði myrt
Wilson til að hefna fyrir morðið á
Karen.
Það leið ekki á löngu þar til fyrsta
vísbendingin fékkst um það að
óþekktur maður hefði ráðið Karen
af dögum.
Ummæli
mótelstjórans
Um sex kílómetra frá þeim stað
þar sem líkið af Karen fannst var
The Blue Lagoon Motel. Eigandinn,
Albert Massey, sneri sér ótilkvadd-
ur til lögreglunnar. Hann skýrði
svo frá að undir kvöld þann 14.
júni hefðu maður og kona komið
og tekið herbergi á leigu. Hefðu þau
sagst vera hjón. Um miðja nótt
hefðu þau hins vegar farið án þess
að borga reikninginn. Kvaðst
Massey hafa séð mynd af Karen
Lawrie í blaði og væri hún konan
sem komið hefði með manninum á
mótelið. Massey gat gefið lýsingu á
honum.
Hófust nú tímafrekar viðræður
við vini og kunningja Karenar
Lawrie. Kom þá í ljós að hún hafði
átt vingott við allmarga menn. Var
gerður listi yfir þá og þegar hann
var fullgerður voru á honum níu
nöfn. Var nú athugað hvemig bíl
hver og einn þessara níu manna
ætti. Maður númer sjö reyndist
eiga sams konar bíl og þann sem
mótelstjórinn, Massey, hafði séð
parið koma í að kvöldi 14. júní.
Handtakan
Eigandi bílsins reyndist vera
Jimmy Sacho, þijátíu og eins árs.
Massey staðfesti síðan að hann
væri sá sem verið hefði í fylgd með
Karen. Var þá aðeins eitt að gera
fyrir Jimmy Sacho. Að játa á sig
morðið á Karen. Og það gerði hann.
Jimmy sagði að hann hefði um
hríð átt vingott viö Karen. Hún
hefði hins vegar orðið óánægð með
samband þeirra og viljað slíta því.
Hann kvaðst árangurslaust hafa
beðið hana um aö gera það ekki,
en hún hefði haldið fast við sitt.
Loks hefði hann spurt hana hvort
hún væri ekki til í að eiga með sér
stund áður en leiöir skildi. Hefði
hún fallist á það.
Þau héldu til The Blue Lagoon
Motel en það fór ekki vel á með
þeim þar og kom til rifrildis. Lauk
því á þann hátt að Jimmy baröi
Karen til dauða. í skjóli myrkurs
kom hann líkinu út í farangurs-
geymslu bíls síns og ók með það út
í skóginn þar sem það fannst.
Lögreglan hafði nú loks fundið
morðingja Karenar Lawrie.
Skýring Jimmys
Jimmy Sacho sagði fúslega sögu
sína. Hann væri fjölskyldumaöur
en hefði misst vinnuna og væri at-
vinnulaus. Sambúð þeirra hjóna
hefði stöðugt versnað og hann
sagði að kona hans hefði sífellt ver-
ið að skamma sig og segja að það
væri ekki hægt að búa með honum.
Þegar þannig hefði gengið um hríð
hefði hann kynnst Karen. Hún
hefði sýnt honum samúð í erfið-
leikum hans og þau farið að hittast
um hríð daglega.
Jimmy fundust umskiptin mikil
því Karen var honum í senn sálufé-
lagi og bólfélagi. En sú hamingja
stóð ekki lengi og þar kom, eins og
fyrr segir, að hún lýsti yfir því við
hann að hún vildi ekki hitta hann
oftar. Fannst honum þá sem hún
væri að svipta sig þeirri litlu lífs-
hamingju sem hann nyti. Sagði
hann það ástæðuna til þess hve
harkaleg viðbrögð hans heföu orð-
ið á mótelinu.
Fundur í fangelsi
Jimmy sat í varðhaldi í mánuð.
En þá gerðu yfirvöldin alvarleg
mistök. Þau lét flytja harin til. Hann
lenti í sama fangelsi og David Cus-
ak. Fregnin um að Jimmy væri
væntanlegur barst til fanganna
nokkrum dögum fyrir komu hans
og því hafði David nægan tíma til
að undirbúa það sem honum fannst
hann enn eiga ógert. Honum tókst
aö ná í óvenjulega langan nagla. Á
verkstæði fangelsisins slípaði hann
oddinn uns hann varð mjög beitt-
ur. Þá var aðeins að bíða eftir rétta
tækifærinu.
Á hverjum degi fengu fangarnir
að fara út í garð til að viðra sig og
ganga um. David fylgdist þar með
ferðum Jimmys og íhugaði á hvern
hátt yrði best að koma ráðagerð-
inni í framkvæmd. Og fljótlega sá
hann það.
Einn daginn nálgaðist David
Jimmy hljóðlega aftan frá og þegar
hann var kominn í návígi lyfti
hann höndinni og rak naglann af
öllu afli í bak Jimmys.
Hefnd að lokum
Naglinn gekk á hol. Hann var um
fimmtán sentímetra langur eða á
við hníf og jafnhættulegur. Jimmy
hné niður. Hann var þegar fluttur
burt á börum og komið undir lækn-
ishendur en sárið var djúpt og hon-
um varð ekki bjargað.
David var þegar sviptur að mestu
því litla frelsi sem hann hafði í
fangelsinu og tekinn til strangrar
yfirheyrslu. Þar skýrði hann frá
því að hann hefði aldrei fallið frá
þeirri fyrirætlan sinni að koma
fram hefnd fyrir morðið á Karen
fengi hann tækifæri til þess. Og það
hefði gefist þegar Jimmy Sacho var
fluttur í fangelsið þar sem hann var
fyrir. Yfirvöldum til afsökunar má
segja að þau hafi ekki talið að David
væri enn í fyrra hugarástandi eftir
að vera búinn að fá langan dóm
fyrir morð.
Aftur var gefin út ákæra á hend-
ur David Cusak. Þrátt fyrir ítarleg-
ar yfirheyrslur gaf hann aldrei
aðra skýringu á athæfi sínu en þá
sem nefnd hefur verið. Honum var
oftar en einu sinni bent á að Karen
hefði átt níu elskhuga og því hefði
hún vart gifst honum frekar en
hinum átta. En David neitaði stöð-
ugt að trúa sögunni um elskhugana
níu og á endanum komust þeir sem
með rannsókn málsins fóru að
þeirri niðurstööu að í raun hefði
David aðeins gengið það til að
hefna konunnar sem hann elskaði.