Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1994, Page 24
24
LAUGARDAGUR 16. JÚLÍ 1994
Sunddrottningin unga af Suðumesjum 1 eldlínunni um helgina:
Læt alla hj átrú
lönd og leið
„Þetta er lokaverkefni sumarsins
og aö því búnu tekur sumarfríið viö.
Þaö verður sannarlega gott að kom-
ast í frí,“ segir Eydís Konráðsdóttir,
sunddrottningin unga af Suðumesj-
um, sem er að gera garðinn frægan
um þessar mundir. Hún er í eldlín-
unni um helgina því hún er stödd
með íslenska landsliðinu í Þýska-
landi þar sem hún keppir á alþjóð-
legu sundmóti. Eftir það er hún kom-
in í sumarfrí. Hún er þó ekki sest í
helgan stein í sumar því í ágúst fer
hún til Finnlands með foreldrum sín-
um og systur. „Það er gott að fara
einu sinni út með pabba og mömmu.
Ég hef ferðast svo mikið með sundfé-
lögunum að mig er farið að langa til
að fara eitthvað með fjölskyldu
minni,“ segir hún og tilhlökkunin
leynir sér ekki.
Eydís er aðeins 16 ára. Hún hefur
staðið sig frábærlega vei í sundinu
og metin hafa fallið hvert af öðru.
Nú síðast um helgina setti hún tvö
íslandsmet á Sundmeistaramóti ís-
lands. Um þessa helgi hefði hún
keppt á landsmóti UMFÍ á Laugar-
vatni þar sem henni hafði raunar
verið spáð mjög góðu gengi. En
landsliösnefndin í sundi vildi nýta
krafta hennar á öðrum vettvangi. Því
keppir hún nú ásamt öðru lands-
liðsfólki fyrir íslands hönd á alþjóð-
legu sundmóti í Darmstadt í Þýska-
landi eins og áður sagði.
Eydís fæddist í Svíþjóð. Þar var
faðir hennar við nám í kvensjúk-
dómalækningum. Hún ólst því upp í
Örerbro til 6 ára aldurs en þá flutti
fjölskyldan heim. Hún segist eiga
góðar minningar frá Svíþjóð.
„Við bjuggum á eins konar stúd-
entagarði og þar var hellingur af
krökkum. Það var alveg frábært að
vera þar. Við lékum okkur í skógin-
um allan daginn og liföum hálfgerðu
ævintýralífi."
Síðan lá leiðin til Keflavíkur, þar
sem fjölskyldan hefur búið síðan.
„Það voru auðvitað viðbrigði að
flytja en þetta vandist allt. Ég hef
unað mér mjög vel í Keflavík og eytt
mestöllum tíma mínum þar. Eg fór
til dæmis aldrei í sveit eins og svo
margir aðrir krakkar."
Eydís fór snemma að hafa áhuga á
sundinu. „Það byijaði þannig að
Magnús bróðir minn var aö æfa
sund. Ég leit mikið upp til hans og
hermdi helst allt eftir honum. Þess
vegna ákvað ég að gera eins og hann,
fara að æfa sund og sjá hvað kæmi
út úr því. Á þessum tíma var ég hka
í fimleikum en leiddust þeir óskap-
lega svo ég valdi sundið. Ég hafði
verið með Fimleikafélagi Keflavíkur
en hætti þar þegar ég var sjö ára.
Ég hef unaö mér vel í sundinu og sé
aldrei eftir að hafa skipt.“
Metin ekki til
En það var ekki eins og sjö ára
hnáta klifraði upp á verðlaunapall-
inn um leið og hún setti stefnuna á
sundið enda þurfti hún „eiginlega að
byija á því að læra að synda,“ eins
og Eydís orðar það. En fljótlega fóru
hæfileikarnir að koma í ljós og hún
setti nokkur aldursflokkamet þegar
í hnátuflokki.
„En þau eru víst ekki til lengur,"
segir hún með svolítilli eftirsjá. „Það
- segir Eydís Konráðsdóttir íslandsmethafi
Eydís (í miðjunni) á einu af fyrstu sundmótunum í Njarðvík, 9 ára gömul.
Eydís og Berglind Daðadóttir hafa fylgst að í sundinu frá því að þær byrjuðu.
„Eg er yfirleitt glaðlynd þótt ég geti sveiflast svolítið til og sé yfirleitt björtu hliðarnar á lífinu."
■
■
w
er búið að strika öll hnátumetin út
af metaskrá. Þetta er gert tfl þess að
það sé ekki eins mikil keppni í yngstu
flokkunum og verið hefur. Sundið á
aö vera meiri skemmtun heldur en
keppni fyrir þau. Mér finnst þetta
alveg rétt stefna. Hins vegar finnst
mér líka f lagi aö krakkamir fái
tímana sína staðfesta, þannig að þeir
standi. En á aldursflokkameistara-
mótinu í sumar voru yngstu krakk-
amir látnir synda stílsund og það
fengu allir jafnmörg stig, sama hvað
þeir vom fljótir að synda. Mér fannst
það óréttlátt gagnvart þeim sem
höfðu kannski æft lengur og náð
betri árangri. Þeir hefðu alveg átt það
skilið að fá tíma.“
Það er greinilegt að Eydísi finnst
nokkurt réttlætismál vera þarna á
ferðinni og hún talar með meiri
áherslum en ella þegar það ber á
góma. Henni finnst ekki að öllu leyti
rétt að farið gagnvart yngsta sund-
fólkinu.
Sjálf var hún níu ára þegar hún
setti fyrsta metið. „En alvörumetin
fóm ekki að koma fyrr en í fyrra, á
innanhússmeistaramótinu. Þá setti
ég íslandsmet í 100 og 200 metra bak-
sundi. Baksundið er mín aðalgrein."
Svo hrandu metin hvert af öðru og
í einstaklingssundi hefur Eydís nú
sett átta íslandsmet. Hún hefur einn-
ig keppt í 50 m flugsundi og setti
raunar íslandsmet í þeirri grein. Hún
segist ekki vita hvort það standi enn
en hins vegar eigi hún aldursflokka-
met í flugsundi.
Góður félagsskapur
Eydís segist hafa verið heppin með
sundþjálfara allt frá því að hún byij-
aði að æfa. Hjá Þórunni Magnúsdótt-
ur fékk hún mjög góða leiðsögn og
einnig hælir hún núverandi þjálfar-
anum sínum, hinum þýska Martin
Rademacher, mjög mikið. Hún segir
að hann hafði gert mikið fyrir sund-
liðið og hafi góð áhrif á mannskap-
inn. Hún gleymir heldur ekki félags-
skapnum.
„Það er frábær félagsskapur í
sundinu," segir hún, „besti félags-
skapur sem maður getur fundið.
Þetta em allt hressir krakkar sem
lifa hollu og heilbrigði lífi. Það er
mjög gott að eiga þetta fólk aö vinum.
Ég held að margir líti upp til þessa
hóps vegna þess lffernis sem hann
hefur tamið sér. Við hlítum miklum
aga og verðum til dæmis að mæta á
allar æfingar. Við þurfum að vakna
klukkan hálfsex á morgnana svona
þrisvar í viku til þess aö taka morg-
Systkinin spila stundum samar
heima. Hér eru Eydís og Magnú!
bróðir hennar sest við hljóðfærin.
Kát sundkona eftir að hafa sett fyrsta
íslandsmetið i 200 m baksundi.
LAUGARDAGUR 16. JÚLÍ 1994
unæfingar. Það þarf töluverðan
sjálfsaga til þess að breiða ekki upp
fyrir haus og halda áfram að sofa.
Eg held að margir krakkar vildu geta
haft svona mikinn áhuga á einhverju
og stundað það af kappi.“
Eydís segist hafa orðið vör viö
sinnaskipti hjá unghngum á hennar
reki, eiginlega „í báðar áttir".
„Iðkun almenningsíþrótta hefur
aukist mjög mikið. Iðkun keppnis-
íþrótta hefur einnig farið vaxandi
þótt það sé kannski eitthvað minna.
Varðandi almenningsíþróttirnar get
ég nefnt sem dæmi Lýðveldishlaup
UMFÍ. Það er gríðarlega mikih fjöldi
sem ég sé að mætir á hveijum degi
til þess að skrá sig. Þetta er gott
mál, fmnst mér.
Á hinn bóginn hafa reykingar auk-
ist alveg ótrúlega mikið meðal ungl-
inga, til dæmis í skólanum mínum.
Mér finnst það mjög sorgleg afturför,
að sjá hvaö þær hafa aukist mikið á
milli ára. Áfengisneyslan virðist mér
aftur vera á svipuðu stigi og hún
hefur alltaf verið.
Ég geri mér ekki grein fyrir af
hverju þessi aukning á reykingum
stafar nú en það er virðist vera í tísku
núna og þykir flott. Það er líka eftir-
tektarvert að það eru þeir sem ekki
stunda líkamsrækt sem reykja. Þessi
hópur hefur stækkað, þótt einnig
hafi íjölgað í hinum hópnum sem
stundar íþróttir. Þetta gengur eigin-
lega ekki upp en er samt svona.
Að öðru leyti skiptast unglingar
nokkuð í hópa eftir því hvort þeir eru
í íþróttum eða ekki. Það þýðir þó
ekki að unglingur sem ekki stundar
íþróttir eigi ahs ekki heima í sama
hópi og þeir sem það gera. Fólk getur
átt fleiri sameiginleg áhugamál en
íþróttirnar."
í landsliðinu
Það er ekki ný reynsla fyrir Ey-
dísi að lenda í landsliði. Hún keppti
m.a. með því í Edinborg í apríl sl. og
setti þá met í 50 metra baksundi. „Það
var ljómandi skemmtileg ferð,“ segir
hún. í fyrra og hittifyrra fór hún
einnig í keppnisferðir til útlanda. Á
þessu ári færðist hún svo upp í full-
orðinsflokkinn og má nú ekki lengur
keppa með unglingaflokknum.
„Nú er ég orðin kelhng," segir hún
hlæjandi. „En svona í alvöru þá
finnst mér svolítið leiðinlegt aö
keppa ekki lengur með unghngun-
um. Þetta er þónokkur breyting en
það venst. Andinn er mjög góður í
báðum liöunum, þ.e. unglingalands-
hðinu og landshöinu, og gott fólk sem
er f báðum liðunum."
Aðspurð um eftirminnhegustu
keppnina segist hún hiklaust nefna
Smáþjóðaleikana á Möltu í fyrra. Þá
veiktust flestir keppenda af heiftar-
legri matareitrun. „Ég var ein af
þeim sem sluppu," segir Eydís, „og
get víst þakkað fyrir það. Þetta var
hræðilegt hvað þessir krakkar
þurftu að ganga í gegnum. Þetta fór
mjög iha með bróður minn og hann
var í rúmt ár að ná sér. En ferðin
var mjög eftirminnheg, hvað þetta
varðaði og margt fleira."
Eydís stefnir á að fara í Fjölbrauta-
skóla Suðurnesja á vetri komanda.
Og það er fleira sem hún sýslar við
en íþróttir og nám. Hún er í Tónhst-
arskóla Reykjavíkur þar sem hún
lærir á selló hjá Gunnari Kvaran.
Hún hyggst taka 6. stig í haust og á
þá einungis 2 stig í að fá að taka
brottfararpróf.
„Mér finnst þetta alveg óskaplega
gaman,“ segir hún og bætir svo við
eins og tíl áherslu: „Það er alveg
yndislegt. Ein besta tónhst sem hægt
er að hlusta á er seUótónlist. Sellóið
hefur svo mikla sál.
Það er vel hægt að tengja tónhstina
og sundið saman. Hvomtveggja
krefst mikihar æfingar og mikils aga.
Æth maður að ná einhverjum ár-
angri í tónhst þarf maður að geta
sest niður og spUað langtímum sam-
an.“
Eydís segist gera Uhð að því að spUa
á tónleikum. Nemendur eigi möguleika
á að spila á æfingartónleikum vikulega
en hún hafi ekki sérstaka ánægju af
því að koma fram.
„Ég er með hálfgerðan sviðsskrekk
og mér finnst óþægUegt að spUa fyrir
margt fólk. Ég læt mig þó hafa það
ef á þarf að halda.
Það er allt öðruvísi að keppa í sundi
þótt fiöldi fólks sé að horfa á mig
þar. Ég er miklu ömggari í sundinu.
Ég neita því þó ekki að ég get átt það
til að stressa mig upp fyrir mót. Ég
er að reyna að venja mig af því af
því að það er ahs ekki gott. Alla hjá-
trú læt ég lönd og leið, nema hvað
ég á mér mína happa sundhettu. Hún
er að sjálfsögðu mikið notuð og það
er ótrúlegt hvað hún endist.
Mig langar mjög mikið að halda
áfram með sehónámið eins langt og
ég kemst. Ég á þá alltaf sellóiö að.
Mig dreymir um að spha í hljóm-
sveit í framtíðinni. Ég get spUað á
selló aha ævi en ég get ekki stundað
sundið sem keppnisíþrótt nema í tak-
markaðan tíma.“
Ætlar að
verða svo margt
Það stendur ekki á svörum þegar
Eydís er spurð um framtíðaráætlanir
„Það er svo óskaplega margt sem
mig langar tíl að verða. Ég hef svo
mikinn áhuga á svo mörgu. Mig lang-
ar til dæmis að læra líffræði. Ég fór
á námskynningu í Háskólanum og
þá heUlaði líffræðiskorin mig mest.
Svo langar mig í læknisfræði, tU
dæmis f skurölækningar. Þegar ég
var htU dreymdi mig um að vera
fornleifafræðingur. Það er því úr
ýmsu að velja eins og sést á þessari
upptalningu. Ég er í öllu falh staðráð-
in í að fara á náttúrufræðibraut á
næsta ári. “
Eins og nærri má geta þarf góða
skipulagningu tíl að sinna öUu því
sem Eydís hefur tekið sér fyrir hend-
ur. Hún segir það þó ekkert mál,
henni gangi vel í skóla og hún eigi
auðvelt með að læra. Hún segist
gjaman bregða sér á skíði yfir vetr-
artímann og njóti þess að vera úti.
Svo grípi hún í útsaum eða fari á
böll eða bíó ef svo beri undir.
„Ég er yfirleitt glaðlynd þótt ég
geti sveiflast svolítið til,“ segir hún
þegar tahð berst að skapgerð henn-
ar. „Ég sé yfirleitt björtu hhðarnar á
lífinu."
Og hún segir að þaö sé bjart fram-
undan, líka í sundinu. Upp sé að
koma ný kynslóð sundfólks sem eigi
eftir að vekja mikla athygh á næstu
árum. Gömlu kempurnar séu nú óð-
um „að shta skýlunum" og yngra
fólkið að taka við.
„Það er misjafnt hvað fólk endist í
þessari fþróttagrein. Sumir halda
endalaust áfram af þvi að þeim finnst
svo gaman og þeir hafa ekki annað
tíl þess að snúa sér að. En algengt
er að fólk hætti 20-25 ára. Hvað sjálfa
mig varðar hef ég ekki leitt hugann
að því hvenær ég muni hætta. Þegar
manni gengur vel kemur slíkt ekki
upp í hugann. Manni finnst maður
aUtaf geta gert betur. Metin em tak-
mark í sjálfu sér og þau skipta mig
máh því í þeim felst aukinn árang-
ur.“
Eydís á orðið dágott safn bikara og
verðlaunapeninga. Hún segir að pen-
ingamir séu raunar niðri í kassa,
þetta sé þvílíkur fiöldi að ekki sé
hlaupið að þvi að setja þá upp. Það
verk standi þó fyrir dyrum.
Hún er ekki ein um að hala inn
sundverðlaun á heimUinu í Keflavík
því systkin hennar, Magnús og
Hanna Björg, em bæði í sundinu.
Foreldramir, Konráð Lúðvíksson og
Ragnheiður Ásta Magnúsdóttir, geta
sannarlega verið stolt af hópnum sín-
um.
„Það er ómetanlegur stuðningur
sem ég fæ frá flölskyldunni," segir
Eydís. „Hún stendur vel við bakið á
mér. Og þó við systkinin séum öll í
sundinu þá ber ýmislegt fleira á
góma við matarborðið. Systkin mín
em til dæmis líka í tónhstarskóla,
þannig að fjölskyldan á mikið af sam-
eiginlegum áhugamálum. Það er
mjög mikUs virði.“