Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.1994, Qupperneq 43
LAUGARDAGUR 16. JÚLÍ 1994
51
Afmæli
Sigríður Kristjánsdóttir
Sigríöur Kristjánsdóttir húsmóðir,
Vogatungu 69, Kópavogi, er áttatíu
ogfimmáraídag.
Starfsferill
Sigríður fæddist á Eskifirði og ólst
þar upp til sextán ára aldurs. Þá fór
hún til Reykjavíkur þar sem hún
stundaði vinnukonustörf. Sigríður
flutti síðan til Vestmannaeyja og
átti þar heima fram að gosi 1973,
lengst af að Blómsturvöllum að
Faxastíg 27. Eftir að gosið hófst flutti
hún fyrst til Reykjavíkur en hefur
síðan átt heima í Kópavogi.
í Eyjum stundaði Sigríöur ýmis
störf, sá m.a. um matsölu og versl-
unarrekstur.
Fjölskylda
Sambýlismaður Sigríðar var Guð-
mundur Guðmundsson, f. 22.5.1912,
sjómaður af Snæfellsnesi sem lést
af slysförum 14.12.1935.
Sonur Sigríðar og Guðmundar var
Guðmundur Guðmundsson, f. 4.9.
1935 en hann lést af slysforum 15.5.
1953.
Sigríður giftist 21.9.1940 Guð-
mundi Kristjánssyni frá Hvanneyri
í Vestmannaeyjum, f. 23.6.1915, d.
29.3.1986, bílstjóra og síðar starfs-
manni Flugleiða í Reykjavík. For-
eldrar Guðmundar voru Kristján
Einarsson, formaður á Hvanneyri í
Vestmannaeyjum, og Guðbjörg
Guðmundsdóttir húsmóðir.
Börn Sigríðar og Guðmundar
Kristjánssonar eru Guðbjörg Guð-
mundsdóttir, f. 25.10.1940, húsmóðir
á Hjalteyri, gift Agli Ingva Ragnars-
syni verkamanni; Kristján Sigurður
Guðmundsson, f. 18.3.1943, b. að
Steinum undir Eyjafjöllum, kvænt-
ur Ólöfu Bárðardóttur húsfreyju;
Grétar Guðni Guðmundsson, f. 10.8.
1945, bílstjóri á Seltjarnarnesi,
kvæntur Önnu Guörúnu Hafsteins-
dóttur læknaritara; Rannveig Ólena
Freni, f. 4.7.1946, húsmóðir í Banda-
ríkjunum, gift Joseph Louis Freni
tækniteiknara; GuðnýHelga Guð-
mundsdóttir, f. 16.6.1953, verslunar-
stjóriíReykjavík.
Barnabörn Sigríðar eru nú sextán
talsins en langömmubörnin fjórtán.
Hálfbróðir Sigríðar, sammæðra,
var Kristján Tómasson, f. 21.6.1894,
d. 12.1.1981, bankastarfsmaðurá
Eskifirði.
Alsystkini hennar; Guðjón Eirík-
ur, f. 5.10.1902, d. 15.6.1964, vél-
stjóri á Eskifirði; Hálfdánía Sigríð-
ur, f. í júní 1905, d. 20.10.1907; mey-
bam, f. 12.9.1906, d. 18.10.1906; Pét-
ur, f. 11.9.1907, d. 13.11.1907; Bjarni,
f. 13.2.1911, verkamaður á Eskifirði;
Lovísa, f. 11.2.1912, d. 10.4.1922;
Kristjana Guðbjörg, f. 15.12.1913, d.
8.12.1914; Kristjana Guðbjörg, f. 4.4.
1916, lengi starfsmaður við Sjúkra-
húsið íá Neskaupstað.
Foreldrar Sigríðar voru Kristján
Jónsson, f. 8.6.1878, d. 14.1.1959,
landpóstur á Eskifirði, og Guðbjörg
Þórdís Eiríksdóttir, f. 8.8.1873, d.
6.6.1964, húsmóðir.
Ætt
Kristján var sonur Jóns Péturs-
sonar frá Vétleifsholti á Rangarvöll-
um og Guðríðar Fihppusdóttur.
Guðbjörg var dóttir Eiríks Odds-
sonar sem fæddist á Kollaleiru og
Sigríður Kristjánsdóttir.
Hálfdáníu Jónsdóttur sem fæddist á
Berunesi.
Sigríður tekur á móti gestum í
Gjábakka, félagsheimili aldraðra,
Fannborg 8, Kópavogi, í dag kl.
15.00-18.00.
Eiríkur Guðnason
Eiríkur Guðnason, fyrrv. verka-
maður, Bleiksárhlíð 56, Eskifirði,
verður áttræður á morgun.
Starfsferill
Eiríkur fæddist á Eskifirði og ólst
þar upp. Hann hefur unnið sem
landpóstur, vegavinnumaöur, sjó-
maður og útgerðarmaöur. Einnig
hefur hann unnið við síldarsöltun,
saltfiskverkun og sem hafnar-
verkamaður og verið virkur innan
verkalýðsfélaga.
Fjölskylda
Eiríkur kvæntist 29.12.1954
Kristjönu Þóreyju Ákadóttur, f. 3.2.
1919, d. 9.3.1992, verkakonu og
húsfreyju. Foreldrar hennar voru
Áki Kristjánsson og Áslaug Jóns-
dóttir, þau bjuggu lengst af á
Djúpavogi í Brekku.
Börn Eiríks og Kristjönu: Sveinn
Guðni, f. 6.8.1942, d. 30.4.1979;
Marinó, f. 7.8.1943, d. 20.6.1944;
Hrafnhildur, f. 20.9.1947, maki
Valdemar Thorarensen, þau eru
búsett á Akureyri og eiga 4 börn.
Fósturdóttir Eiríks er Svala Auð-
björnsdóttir, f. 17.12.1939, d. 5.7.
1991, maki Snorri Ólafsson, þau
eignuðust5börn.
Systir Eiríks er Halldóra, f. 29.7.
1909, d. 21.11.1989, maki Guðjón
Einarsson, þau eignuðust 1 bam.
Hálfsystkin Eiríks: Aðalheiður,
f. 10.10.1907, d. 1.7.1984, maki Jó-
hann Hjörleifsson, þau eignuðust 4
börn; Lórens Halldórsson, f. 23.2.
1904, maki var Aðalheiður Antons-
dóttir, þau voru búsett á Akureyri
og áttu7börn.
Foreldrar Eiríks: Guðni Sveins-
son, f. 13.4.1880, d. 8.5.1954, og
Guðrún Sigurðardóttir, f. 7.4.1883,
d. 1.3.1971, þau voru lengst af bú-
settáEskifirði.
Dagmar Karlsdóttir
Dagmar Karlsdóttir til heimihs aö
hjúkrunarheimilinu Eir, Reykjavík,
verður áttræð á morgun.
Starfsferill
Dagmar fæddist á Ljósavatni í
Suöur-Þingeyjarsýslu og ólst þar
upp, en fluttist til Akureyrar 1924.
Hún var kaupakona í Mývatnssveit,
ráðskona hjá fóður sínum og starf-
aði lengi við saumaskap og þá m.a.
hjá Jóhanni Friðrikssyni, Kápunni
hf. og síðar á Gjörgæsludehd Borg-
arspítalans. Dagmar var einnig
lengi í stjórn Sóknar.
Fjölskylda
Börn Dagmarar em: Guðný, f.
10.11.1933, húsfreyja, dóttir Sigurð-
ar P. Sigurðssonar, d. 1943. Maki
Guðnýjar er Björn Þórhahsson, þau
eiga tvo syni og eru búsett í Reykja-
vík; Níels Viðar, f. 25.1.1952, mat-
vælatæknifræðingur, sonur Hjalta
Eymann. Níels er kvæntur Lene
Hjaltason og eiga þau tvö börn.
Systkin Dagmarar: Gústaf, f. 20.6.
1909, vélstjóri á Akureyri, hann er
látinn; Jón Óla, f. 26.8.1910, rafvirki
á Akureyri, hann er látinn; Friðjón
f., 29.3.1918, verkstjóri á Akureyri,
hann er látinn; Ingibjörg, f. 1.5.1920,
fv. kennari, búsett í Reykjavík.
Foreldrar Dagmarar: Davíð Karl
Siguijónsson, f. 26.6.1880, d. 15.3.
1936, bóndi og söðlasmiður, og
Guðný Rósa Jónsdóttir, f. 2.3.1880,
d. 23.3.1930, húsmóðir.
Dagmar Karlsdóttir.
Dagmar tekur á móti vinum og
vandamönnum mhli kl. 15.30 og
18.00 áEir.
Jóna Halldóra Ármann
Jóna Halldóra Ármann, húsfreyja
að Skorrastað III í Norðfirði, verður
sjötugámorgun.
Starfsferill
Jóna fæddist að Skorrastað og ólst
þar upp. Að loknu gagnfræðaprófi
var hún við nám einn vetur við
hússtjómarskólann á Laugalandi í
Eyjafirði. Þá var hún ráðskona á
vertíðum fyrir sunnan í mörg ár.
Samhliða búskapnum og húsmóð-
urstörfum á Skorrastað hefur Jóna
verið fiskvinnslukona í Neskaup-
staðí fjörutíuár.
Fjölskylda
Jóna giftist 17.1.1951, Júhusi Ósk-
ari Þórðarsyni, f. 29.4.1921, bónda.
Hann er sonur Þórðar Ólafssonar,
b. á Innri-Múla á Barðaströnd, og
k.h., Steinunnar Bjargar Júlíusdótt-
urhúsfreyju.
Sonur Jónu og Júlíusar Óskars er
Þórður, f. 16.9.1950, b. og kennari á
Skorrastað IV, kvæntur Theódóm
I. Alfreðsdóttur húsmóður og eru
böm þeirra Jóna Ámý, f. 27.5.1977,
nemi, Alfreð Erhng, f. 1.9.1978,
nemi, Sóley, f. 23.9.1984, og Sunna
Júlía, f. 22.3.1993, en stjúpdóttir
Þórðar er Ólöf Linda Ólafsdóttir, f.
27.7.1969.
Systkini Jónu: María Katrín Ár-
mann, f. 25.4.1914, fyrrv. húsfreyja
að Ormsstöðum, gift Aðalsteini
Jónssyni, fyrrv. b. þar; Jón Guð-
jónssonÁrmann, f. 25.11.1916, d.
17.1.1922; Guðrún Valdís Ármann,
f. 11.6.1926, húsmóöir á Eskifirði,
gift Jóni Ólafssyni; Friðný Ármann,
f. 12.12.1928, húsmóðir á Akranesi,
gift Bjarna Aðalsteinssyni; Jóhanna
Guðný Ármann, f. 14.5.1930, hús-
freyja aö Skorrastað II, gift Þorláki
Friðrikssyni.
Fóstursystkini Jónu: Jón Péturs-
son, f. 8.6.1912, fyrrv. bifreiðarstjóri
í Reykjavík, systrabarn við Jónu,
kvæntur Guðrúnu Sigurðardóttur;
Guðveig Sigfmnsdóttir, f. 25.12.1937,
starfar við heimihsþjónustu, búsett
Jóna Halldóra Armann.
í Reykjavík, en sambýlismaður
hennar er Öm Ólafsson.
Foreldrar Jónu voru Guðjón Ár-
mann, f. 21.5.1886, d. 13.11.1977,
bóndi að Skorrastað II, og k.h„ Sól-
veigLovísa Benediktsdóttir, f. 25.12.
1891, d. 25.11.1983, húsfreyja.
Jóna verður að heiman á afmæhs-
daginn.
Til hamingju með
Guðmundur Rósinkarsson,
Laxagöta 7, Akureyri.
Magnea Sjöberg,
Hraunbúðum, Vestmannaeyjum.
75 ára
Slgurður Arnason,
Bólstaðarhlið 29, Reykjavík.
Selbrekku 13, Kópavogi.
Valsteinn Jónsson,
Þórunnarstræti 117, Akureyri.
Sigríður Agnes Eyjólfsdóttir,
Sunnuflöt 29, Garðabæ.
Guðrún Jóhannsdóttir,
Rauðalæk 18, Reykjavík.
Hallgrímur Marinósson,
Dragavegi 6, Reykjavík.
Jón Valdimarsson,
Álfhólsvegi 149, Kópavogi,
Einar Gunnar Sigurðsson,
Hjarðarholti 3, Selfossi.
ara
Guðbjörn Niels Jensson,
Fannafolcl 183. Reykjavík,
Birna Björnsdóttir,
Haganesi, Mývatnssveit.
Auður Bencdiktsdóitir,
írabakka 30, Reykjavík.
Valdimar Bcrgstað,
Kleifarási 13, Reykjavík.
Valdis Ármann,
Miðvangi 25, Hafnarfirði. ::
Brynjar Bragason,
Álfaskeiði 100, Hafharflrði.
Erla Friðgeirsdóttir,
Pétur Ingi Schweitz Ágústsson,
Deildarási 9. Reykjavík.
Sigríður Jóna Jónsdóttir,
Dalhúsum 35, Reykjavík.
Stefán Kristinn Garðarsson,
Vallholti 4, Ólafsvík.
Ragna Steindórsdóttir,
Hlíðartúni 29, Höfn í Hornafirði.
Guðbjörg Ingóifsdóttir,
Böðvarsgötu 6, Borgarnesi.
Júlia Halldóra Gunnarsdóttir,
Vogageröi 17, Vogum.
Ragnar Blöndal Birgisson,
iAngholtsvegi 108B, Reykjavík.
Jóhanna Ðagbjört Tómasdóttir,
Hliðarvegi 42, Olafsfirði.
Kristján E. Kjartansson,
Tobbakoti I, Djúpárhreppi.
Stefán Guðmundur Vigfússon,
Stóra-Ási, Seltjarnamesi.
Þorsteinn O. Armannsson.
Lundarbrekku 12, Kópavogi.
xr
Sigurgeir Ingvarsson
-a?L
Sigurgeir Ingvarsson kaupmaður,
Eyrarvegi 9, Selfossi, verður áttræð-
urámánudaginn.
Starfsferill
Sigurgeir fæddist að Minna-Hofi á
Rangárvöhum og ólst þar upp.
Eftir að hann gifti sig vom þau
hjónin í Beijanesi undir Eyjafjöllum
í eitt ár en stunduðu síðan búskap
1 átta ár í Móeiðarhvolshjáleigu. Þau
fluttu síðan til Selfoss 1946 þar sem
Sigurgeir starfaði við Kaupfélag
Árnesinga í íjórtán ár.
Þau hjónin keyptu síðan starfandi
verslun á Selfossi árið 1960 sem þau
starfrækja enn undir nafninu Múli.
Fyrstu árin versluðu þau í leiguhús-
næði en 1972 keyptu þau eldra hús-
næöi þar sem þau komu upp verslun
ogíbúðáefrihæð.
Fjölskylda
Sigurgeir kvæntist 4.6.1938 Guð-
ríði Guðmundsdóttur, f. 14.11.1918,
kaupkonu og húsmóður frá Háa-
múla í Fljótshhð. Hún er dóttir Guð-
mundar Jónssonar, b. í Háamúla í
Fljótshhð, og Guðrúnar Jónsdóttur
húsfreyju.
Böm Sigurgeirs og Guðríöar em
Sigrún Inga, f. 2.10.1941, ræstinga-
kona og húsmóðir á Selfossi, og á
hún þrjá syni, Þorvald Sigurðsson,
Sigurgeir Reynisson og Valgeir
Reynisson; Guðmundur Birnir, f.
31.7.1944, mjólkurfræðingur og
Sigurgeir Ingvarsson.
verkstjóri hjá MBF, búsettur á Sel-
fossi, kvæntur Ágústu Traustadótt-
ur, aðstoðarverkstjóra og húsmóð-
ur, og eiga þau þrjú böm, Guðríði,
Trausta og Sigurgeir; Pálmar Sölvi,
f. 29.1.1952, skrifstofustjóri í Reykja-
vik, kvæntur Valgerði Sigurðardótt-
ur, húsmóður og kennara, og eiga
þau þrjú börn, Sigurð, Sigríði og
Ingvar.
Sigurgeir átti níu bræður en á nú
einn bróður á lííi. Sá er Magnús, f.
4.5.1908, b. Minna-Hofi.
Foreldrar Sigurgeirs voru Ingvar
Ólafsson, bóndi á Minna-Hofi, og
k.h., Sigríður Steinsdóttir, ljósmóðir
oghúsfreyja.
Sigurgeir og Guðríður taka á móti
gestum í Sjálfstæöishúsinu við
Austurveg 38 í dag kl. 16.00-19.00.