Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.1994, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.1994, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 6. ÁGÚST 1994 Fréttir DV Ákæra 1 táragasmálinu á ísaflrði: Einn ákærður fyrir stórfellda líkamsárás - tíu heimamenn og aðkomumenn tóku þátt í slagsmálunum Ákæra hefur veriö gefin út á hendur 33 ára Reykvíkingi fyrir aö hafa kinnbeinsbrotiö mann og veitt honum aðra áverka í hópáflogum sem brutust út á ísafirði í mars á seinasta ári. Átökin voru milli hóps heimamanna og hljómsveitarmeö- hma í hljómsveitinni Jet Black Joe. Lítur ákæruvaldiö svo á aö Reyk- víkingurinn hafi framið stórfellda líkamsárás eöa brotið gegn fyrstu málsgrein 218. greinar hegningar- laga. Um er að ræða mann sem er í hljómsveitinni og sat í haldi lög- reglu á ísafirði ásamt öörum manni vegna árásarinnar. í frétt DV af átökunum á sínum tíma kemur fram aö lögreglan á ísafirði hafi þurft að beita táragasi þegar til hatrammra átaka hafi komið á milli meðlima í hljómsveitinni Jet Black Joe og heimamanna. í átök- unum skarst einn piltur á höfði og kinnbeinsbrotnaði. Hljómsveitin hafði verið að skemmta í Sjallanum og gisti á efri hæð hússins. Þrir ölvaðir heima- menn voru með ólæti fyrir utan húsið um nóttina, spörkuðu í hurð- ir, köstuðu grjóti í glugga svo að rúða brotnaði og voru með hníf á lofti. Hljómsveitarmeölimirnir þustu þá út úr húsinu með stóla sem þeir mölvuðu og notuðu sem barefli. Lögreglumaður reyndi að stilla til friðar en þegar það tókst ekki úðaði hann táragasi á bardagasegg- ina og datt þá allt í dúnalogn. Einn heimamanna var sár og var fluttur á sjúkrahús. Málið verður þingfest fyrir Hér- aðsdómi Vestfjarða 26. ágúst næst- komandi. ir- og Akrane: i Tekjur lyfjafræðinga — mánaðartekjur í þúsundum króna á árinu 1993 1.842 Benedikt Sigurðsson, Keflavíkurapóteki I I ! I I I I I 1.614 Andrés Guömundsson, Háaleitisapótekí I i ! i ! I 1.557 ívar Daníelsson, Borgarapóteki i I ! III 1.290 Stefán Sigurkarlsson, Breiöholtsapóteki I I I I I 1.164 Kristján P. Guömundsson, Vesturbaijarapáteki I I i I t 1.149 Magnea R. Tómasdóttir, Nesapótek . I. I I I 810 Vigfús Guömundsson, Húsavíkurapójteki “ r< 579 Baldur ingimarsson, Stjörnuabóteki Ingóifí apótel 572 Werner I. Rasmusson i i 556 Kjartan Gunnarsson, it i I 439 Gylfi Garöarsson 411 Böövar Jónsson, Aku I i 398 Halldór Magnús: 264 Jóhannes f. Ska Nýhr gestgjafar íHöfða Borgarstjórahjónin í Bonn, dr. Daniels og frú, eru hér á landi í opin- berri heimsókn og var þeim boðið til kvöidverðar i Höfða sl. fimmtudags- kvöld. Fyrir hönd borgarstjórnar Reykjavikur tóku á móti þeim Sigrún Magnúsdóttir borgarfulltrúi og eiginmaður hennar Páll Pétursson alþing- ismaður. Hefði það einhvern tíma þótt saga ti! næsta bæjar að bóndinn á Höllustöðum yrði eitt af hinum opinberu andlitum Reykjavíkurborgar. DV-mynd JAK Uttekt á tekjum apótekara: Vasar Kef Ivíkinga besta tekjulindin lyfsalinn með rúmlega 1,8 milljómr í mánaðartekjur Vasar Keflvíkinga eru besta tekju- Und apótekara landsins samkvæmt úttekt sem DV hefur gert á tekjum 14 þeirra. Tekjuhæstur reyndist Benedikt Sigurðsson, apótekari í Keílavík, sem hafði að jafnaði 1.842 þúsund krónur á mánuði allt síðast- liðið ár. Næstir í röðinni reyndust þeir Andrés Guömundsson í Háaleit- isapóteki með 1.614 þúsund á mánuði og ívar Daníelsson í Borgarapóteki meö 1.557 þúsund á mánuði. Að meðaltaU höfðu apótekararnir rúmlega 900 þúsund krónur í tekjur á mánuði í fyrra. Tekjulægstur í út- tektinni reyndist Jóhannes F. Skafta- son, framkvæmdastjóri Reykjavík- urapóteks, með 264 þúsund krónur á mánuði. Nokkru tekjuhærri var Halldór Magnússon, framkvæmda- stjóri Selfossapóteks, með 398 þús- und krónur á mánuði. í þessu sambandi er rétt að taka fram að hvorki Jóhannes né Halldór eru apótekarar í eiginlegum skiln- ingi þar sem þeir eiga ekki þau apó- tek sem þeir starfa hjá. Reykjavík- urapótek er í eigu Háskólans og Sel- fossapótek er í eigu Kaupfélags Ár- nesinga. Hvað apótekarana varðar þá eru þeir samkvæmt gildandi, lögum skyldugir til að reka apótek sín á eig- in nafni og því eru tekjurnar ekki einhlítur mælikvarði á laun þeirra. Alþingi hefur samþykkt breytingu á þessum lögum sem taka gildi í nóv- ember á næsta ári og verður apótek- urum þá heimilt að reka apótek sín eins og hvert annað fyrirtæki. í þessari úttekt er einungis tekið mið af tekjum apótekara en ekki launum. Um er að ræða skattskyldar tekjur í fyrra eins og þær voru gefn- ar upp til skatts eða áætlaðar og út- svar reiknast af. Umboðsaðili bjórs krefst svara fra fjarmálaráðuneyti: Vill bjórinn strax án af skipta ÁTVR - segir fyrirhugaðar breytingar innflutningsmála áfengis engu breyta „Málið er að Island er aðih að Evr- ópska efnahagssvæðinu. Samningur hefur það skýlaust lagagildi að ég á að fá heimild til að leysa út vöru mína þegar í stað. Annað sætti ég mig ekki við,“ segir Þorsteinn Hall- dórsson, umboðsaðili Bitburger bjórs á íslandi. Eins og greintvar frá í DV í síðustu viku tilkynnti fjármálaráðherra á blaðamannafundi í gær að ákveðið hefði verið á ríkisstjórnarfundi breytingar á löggjöf sem snerta inn- flutning og sölu á áfengum drykkj- um. Breytingarnar gera meðal ann- ars ráð fyrir því aö einkaréttur ÁTVR til innflutnings á áfengi verði afnuminn og innflytjendum og fram- leiðendum verði heimilað að dreifa vöru sinni til ÁTVR og veitingastaða. Ennfremur er gert ráö fyrir aö lagt veröi vörugjald á áfengi í stað þess að ATVR hafi álagningarheimild eins og nú er. Stefnt er að því að frum- varp þar að lútandi verði lagt fyrir Alþingi í haust. Sagt var frá þvi í DV á dögunum að Þorsteinn hefði skrifaö tollstjór- anum bréf þar sem hann fór fram á að fá að leysa til sín vöru umbjóð- anda síns án afskipta ÁTVR. Það væri einungis á færi fjármálaráðu- neytis að leggja gjöld á áfengi sam- kvæmt gildandi tollskrá og í sam- ræmi við EES-samninginn. Tollstjórinn í Reykjavík sendi fjár- málaráðherra erindi Þorsteins til „þóknanlegrar athugunar" og hefur Þorsteinn ekki enn fengið svar við erindi sínu frá fjármálaráöherra. „Ég býð ennþá svara frá ráðuneyt- inu. Ég spyr hvort fjármálaráðuneyt- ið ætli, með Friðrik Sophusson í broddi fylkingar, að gerast lögbijót- ur. Frumvarpið verður kannski lagt fram í haust. I dag virðist reyndar enginn vita hvenær þing kemur sam- an en þegar það verður lagt fram á það eftir að fara fyrir nefndir og fleira. Það tekur hugsanlega gildi annaö haust ef allt gengur að óskum Varan mín bíður hins vegar í toll- vörugeymslu eftir að ég geti leyst hana út og hún er meö dagstimpli. Eg vil bara fá að njóta réttar míns sem fullgildur þegn að Evrópska efnahagssvæðinu," segir Þorsteinn. Hann segir að hkja megi þessu máli við deilu fiskútflytjenda og franskra sjómanna í vor þegar þeir síðarnefndu hindruðu innflutning á fiski til Frakklands. Þá veifuðu ráða- menn sama plaggi og hann er að vitna í og hótuðu alls kyns aðgerðum með vísan til þess að menn skyldu halda samninga. Hrafnseyrarmáliö: Ráðherra bíður svara nef ndarinnar Menntamálaráöherra hefur skrifað Hrafnseyramefnd bréf í kjölfar þess að hann fékk í hendur skýrslu Krist- ins Magnússonar forleifafræðings. í bréfinu fer hann fram á að nefndin skýri út hvaða framkvæmdir hún hyggi á á Hrafnseyri en nefndin hefur látiö vinna að endurgerð æskuheimil- is Jóns Sigurðssonar forseta. „Framhald aðgerða þarna fer eftir því hvernig Hrafnseyramefnd hugs- ar sér að ganga endanlega frá húsinu og til hvers á að nýta það,“ segir Ólaf- ur G. Einarsson menntamálaráö- herra. Hann segir ekki sama hvernig hús- iö verði nýtt. Hvort þarna eigi bær- inn að rísa í sinni upprunalegu mynd eða hvort grafa þurfi fyrir rafmagni vatns- og skolpleiðslum í húsið’ Akvörðun sín um hvort framhald framkvæmda verði leyft eða ekki komi til með að grundvallast á svari og ætlan Hrafnseyramefndar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.