Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.1994, Side 20

Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.1994, Side 20
20 LAUGARDAGUR 6. ÁGÚST 1994 Kvikmyndir City Slickers II: Af mölinni í sveitina City Slickers, sem fjallaði um þrjá borgarbúa sem fóru á kúrekaslóðir í ævintýrleit, varð mjög vinsæl enda frumleg og skemmtileg gamanmynd. Þaö þótti því sjálfsagt að gera fram- hald. Það sem háði handritshöfund- um í byrjun var að skemmtilegasta persónan í City Slickers, Curly, lést í lok myndarinnar. Jack Palance lék þennan gamla kúreka það vel að hann hlaut óskarsverðlaun fyrir. En í svona stöðu eru þeir í Hollywood sérfræðingar í að bjarga málum og þeir voru ekki í vandræðum með að troða inn í söguna tvíburabróöur Curly sem Jack Palance leikur að sjálfsögðu. Undirtítili City Shckers II er The Legend of Curly’s Gold og þessi ijár- sjóður er einmitt ástæða þess að Mitch Robbinbs (Billy Crystal) og félagar fara aftur á fomar slóðir en undir höndum hafa þeir kort sem sýnir fjársjóð sem faðir Curlys áttí að hafa eignast og fahð. Þeir rekast fljótlega á Duke. Ein önnur ný per- sóna er kynnt til sögunnar, litli bróð- ir Mitch sem ávaht hefur verið svartí sauðurinn í fjölskyldunni og fær hann að fljóta með í fjársjóðsleitína. Leikstjóri myndarinnar er Paul Weihand. Er þetta fyrsta kvikmynd- in sem hann leikstýrir en hann þykir fremstur meðal jafningja í Englandi þegar taldir eru upp leikstjórar sem fást við auglýsingamyndir. Hefur hann unnið við gerö auglýsinga- mynda frá árinu 1973. Fljótlega stofn- aði Weilland sitt eigið fyrirtæki, Paul Weilland Film Company, og starfa nú margir leikstjórar við fyrirtækið sem hefur bækistöðvar bæði í Banda- ríkjunum og í Englandi. Mörg verð- laun hefur Weilland hlotíð fyrir aug- lýsingar sínar og er skemmst að minnast þess að við afhendingu BTA í fyrra fékk hann sérstök verðlaun fyrir auglýsingamyndagerð. Þykir honum hafa tekist vel upp í City Shc- kers II og hefur mnyndin ahs staðar fengið góða dóma og góða aðsókn. Eins og fyrri myndin byggir mynd- in mikið á Billy Crystal sem leikur langstærsta hlutverkiö. Hann segir sjálfur að mestu viðbrigðin hafi verið að nú gat hann setið hest eins og vanur maöur en ekki eins og byrj- andi. En þess má geta að Crystal varð mikill áhugamaður um hesta eftir að hann lék í City Shckers og hefur komiö sér upp myndarlegu stóði. City Shckers H verður tekin til sýninga í Stjörnubíói síðar í mánuð- inum. Duke (Jack Palance) og Mitch (Billy Crystal) ræða málin á hestbaki. Meryl Streep leikur þrælvanan siglara í straumhörðum ám sem þarf á allri sinni snilld að halda til að bjarga fjölskyldu sinni úr klónum á tveim- ur glæpamönnum. Jim Carrey er hér í hlutverki Ace Ventura, hlutverkinu sem gerði hann að stjörnu. Jim Carrey slæraitur ígegn Jim Carrey, sem skaust upp á stjörnuliimininn þegar Ace Vent- ura: Pet Detective varð öllum á óvart ein vinsælasta kvikmyndin í Bandaríkjunum fyrr á þessu ári, er heldur betur að slá í gegn aftur og eru það ekki margir sem hafa leikið það eftir honum að eiga tvær myndir í efsta sætí að- sóknarlistans á sama ári. Nýjasta kvikmynd kappans, The Mask, var frumsýnd um síðustu helgi og fór beint í efsta sæti listans. Tók inn 23,5 milljónir dollara yflr helgina. Forest Gump, sem fáir héldu að myndi fá mlla aðsókn, heldur áfram aö koma öllum á óvart og er í öðru sætí á meðan Schwarzenegger myndin, True Lies, verður að láta sér duga það þriðja. Þótt aðsókn hafl verið góð á True Lies og myndin sé að nálg- ast 100 mihjón dollara markið er ekkert víst að endar nái saman enda myndin talin ein sú dýrasta sem gerð hefur verið. í fjórða sæti er The Client sem gerð er eftir skáldsögu John Grisham og í tímmta sætí er The Lion King en um síðustu helgi komst hún upp fyrir 200 milljón dollara markið og það aðeins 33 dögum eftír að hún var frumsýnd. Aö- eins Jurassic Park hefur verið fUótari að ná þessu marki. Nú er útséð meö það aö The Lion King veröi aðsóknarmesta kvikmynd ársins vestan hafs. Alec Ðaldwin leikur dularfullu hetjuna i The Shadow. The Shadow: Alec Baldwin hefur átt frekar erfitt uppdráttar eftir að framleið- endur Patriot Games höfnuðu hon- um þegar hann settí upp of háar launakröfúr og borguðu Harrison Ford mun hærra en Baldwin fór fram á. Þetta skeði eftir að hann hafði slegið í gegn í hlutverki njósnarans Jacks Ryans í The Hunt for Red October og nú hefur Harri- son Ford eignað sér persónuna. í kjölfariö fylgdu misheppnaöar myndir á borö við Prelude to a Kiss og The Marrying Man. The Shadow er nýjasta kvikmynd Baldwins og þykir hann standa sig ágætlega í hlutverki hetjunnar sem er sögö fyrirrennari James Bond, Indiana Jones, Batmans og fleiri sem hafa gert garðinn frægan á hvita Ijaldinu þótt myndin sjálf hafi ekki fengið góða dóma en að- sókn vestan hafs hefur verið góð. The Shadow var á árdögum kvik- mynda í stuttum framhaldskvik- myndum, auk þess sem gerðir voru útvarpsþættír og gefhar út mynda- sögur og skáldsögur um þennan bjargvætt fátækra. Ástralski leikstjórinn Russel Mulcahy leikstýrir myndinni en ; i'||'|.''..'.'l.'ll‘|li"||||„'|||||'>|iM Viniminiiiii iiiiMiimiMMi Kvikmyndir Hilrnar Karisson auk Baldwins leika margir þekktír leikarar minni háttar hlutverk, má nefna Penelope Ann Miller, sem leikur Margo Lane, félaga Skugg- ans, John Lone, sem leikur afkom- anda Gengis Khan, Peter Boyle, lan McKellen, Jonathan Winters og Tim Curry. The River Wild: Bátsfeirð til bjargar hjónabandinu The River Wild er nýjasta kvik- mynd Meryl Streep og hefur mynd þessi, sem Curtis Hanson leikstýrir, verið lengi í vinnslu. Upprunalega átti að frumsýna hana í fyrra en sú ákvörðun var afturkölluð og nýbúiö að frumsýna myndina og hafa við- tökumar verið ágætar. Meryl Streep leikur Gail Hartman sem hefur alið allan sinn aldur við straumharða á og þekkir því vel þær hættur sem geta stafað frá ánni. Hjónaband hennar með Tom er að gliðna og í síðustu tilraun þeirra til að bjarga hjónabandinu ákveða þau að fara með son sinn í bátsferð niður eftír straumþungri á. Ferðin byrjar óskög venjulega en breytist í martröð þegar þau rekast á tvo skuggalega menn sem eru á flótta og taka þeir bátínn traustataki og haldafjölskyld- unni í gíslingu. Auk Meryl Streep leika í myndinni David Straitharn, sem leikur eigin- mann hennar, Kevin Bacon, sem leikur annan skúrkinn, og Joseph Mazzello sem leikur son þeirra en margir muna sjálfsagt eftir Maszz- ello úr Jurrassic Park. The River Wild er fyrsta kvikmynd Curtis Hansons eftir að hann sló í gegn með The Hands Thats Rock the Cradle og er talsvert öðmvísi en fyrri myndir hans en hann hefur hingað til þótt sækja í smiðju Alfreds Hitc- hcocks með góðum árangri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.