Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.1994, Side 17

Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.1994, Side 17
LAUGARDAGUR 6. ÁGÚST 1994 17 Skák Jan Timman hyggst hætta þátttöku i heimsmeistarakeppninni ef hann bíður lægri hlut fyrir Valery Salov í einvígi þeirra sem nú stendur yfir á Indlandi. FIDE-einvígin á Indlandi: Síðasta skákin ræður úrslitum Mikið jafnræði er með keppend- um í áskorendakeppni FIDE sem nú stendur yfir í Sanghi Nagar á Indlandi. Anand náði góðu forskoti á Kamsky en er nú að glutra því niöur. Sjöunda skák þeirra fór í bið í vænlegri stöðu fyrir Kamsky og takist homun að vinna standa þeir jafnir að vígi fyrir áttundu og síð- ustu skák einvígisins. Jafnt er að loknum sjö skákum í einvígi Gelf- ands og Kramniks og sömuleiðis í glímu Timmans við Salov að lokn- um íimm skákum. Sigurvegarar einvígjanna munu ásamt Karpov tefla um heims- meistaratitil FIDE en Kasparov PCA-meistari er sem kunnugt er fjarri góðu gamni. Eflaust hafa heimamenn verið famir að hrósa sigri er Anand vann þriðju og fjórðu skákina af Kam- sky. En Kamsky er staðfastur ung- ur maður. Hann bjargaði fimmtu skákinni í jafntefli eftir að hafa lengstum staðið höllum fæti, sneri Anand niður í þeirri sjöttu í enda- tafli með hrókum og mislitum bisk- upum og í sjöundu skákinni, sem fór í bið, hafði hann afar álitlega stöðu. Timman og Salov hófu einvígi sitt nokkrum dögum síðar en félag- ar þeirra, þar sem Timman kom beint frá skákmótinu í Dortmund. Engin þreytumerki voru þó á Tim- man í fyrstu skákinni en þá kom þessi staða fram. Timman hafði svart og átti leik: 8 7 ■ * 1 A 6 w Á 5 lllll Á A £ 4 H w||i 3 + A A A 2 ■ A A? A 1 1111 A B C D E F G H Timman lék 43. - c4!! og eftir 44. Dxg6+ Kxg6 45. dxc4 Kxh5 hafði hann unnið mann og þrátt fyrir hatramma vörn tókst Salov ekki að bjarga taflinu. Svarið við 44. bxc4 yrði 44. - Rc5 45. Dxg6+ Kxg6 46. Hxf7 Kxf7 Og nú er b-peðið laust og liðugt og skríður upp í borð án þess hvítur fái rönd við reist. Timman lýsti því yfir í viðtali við hollenskt dagblað að færi svo aö hann biði lægri hlut í einvíginu við Salov mundi hann ekki reyna fyrir sér aftur í heimsmeistarakeppn- inni og svo gæti farið að hann drægi sig algjörlega í hié frá tafl- mennsku. Krónprinsinn Kramnik, sem margir hafa lýst líklegan heims- meistara, hefur ekki sýnt neina yfirburði gegn Hvít-Rússanum Gelfand. Kramnik var reyndar Skák Jón L. Árnason fyrri til að vinna en Gelfand náði strax að jafna í næstu skák. Þeir hvíldu sig fyrir lokaskákina með jafntefli í 23 leikjum í þeirri sjöundu. Einvígið hófu þeir með enn styttra jafntefli - aðeins 13 leik- ir - en meiri baráttugleði hefur mátt sjá í hinum einvígjunum. Engu að síður tefla Kramnik og Gelfand býsna skemmtilega ef sá gállinn er á þeim. Lítum á fjórðu skák þeirra þar sem Gelfand tekst að spinna sér færi úr litlum efnivið. Hvítt: Boris Gelfand Svart: Vladimir Kramnik Tarrasch-vörn. 1. c4 c5 2. Rfi Rc6 3. Rc3 RfB 4. e3 e6 5. d4 d5 6. a3 a6 7. b3 cxd4 Strax 7. - Be7 er einnig gott og gilt. 8. exd4 Be7 9. c5!? b6 10. cxb6 Rd7 11. Bd3 a5 12. Rb5 Dxb6 13. Bf4 0-0 14. 0-0 Ra7 Svartur vfll gjarnan hrekja ridd- ara hvíts af höndum sér. Ekki geng- ur 14. - Ba6 vegna 15. Rc7 Bxd3 16. Rxa8 og vinnur lið. 15. Rc7! Þessi riddari hefur ótrúlega trufl- andi áhrif á samgang svörtu mann- anna og það er ekki hlaupið að því að fanga hann. 15. - Hb8 16. b4! Bb7 Opnar línur á drottningarvæng nýtast hvítum vel eftir 16. - axb4 17. axb4 Bxb418. Da4 og Hfbl liggur í loftinu. 17. bxa5 Dxa5 18. De2 e5?! Tilraun Kramniks til þess að jafna taflið fljótt og vel tekst ekki sem skyldi. Betra er 18. - Hbc8. 19. Bxe5 Rxe5 20. Dxe5 Rc6 21. Df4 Hbc8 22. Rb5 Ba6 23. a4 Rb4 24. Bf5! E.t.v. tók Kramnik þennan leik ekki með í reikninginn er hann lék 18. leik sinn. 24. - Hcd8 25. Hfel Bf6 26. Re5 Bxe5 Svartur kýs að losna við riddar- ann áður en hann endurheimtir peðið. Eftir 26. - Bxb5 27. axb5 Dxb5 hefur hann líklega óttast 28. Rg4 Db6 29. Habl og nú 29. - Hd6? 30. Dd2 Hb8 31. Hxb4! Dxb4 32. Dxb4 Hxb4 33. He8 mát, eða 29. - Hfe8 30. Dd2 Hxel + 31. Dxel Hb8 32. RxfB+ gxf6 33. De3 og svartur á í miklum vanda vegna tættrar kóngsstöð- unnar. 27. dxe5 Bxb5 28. axb5 Dxb5 29. Ha3! Dc4 Ef 29. - h6 30. Hg3 Kh8 31. Hh3 og fórn á h6 er óviðráðanleg. 30. Bxh7 +! Kxh7 31. Df5+ Kg8 32. Hh3 Hfe8 33. Dh7+ Kf8 34. Dh8+ Ke7 35. Dg7 Meö biskupsfórninni hefur hvít- um tekist að hrekja svarta kónginn fram á borðið og erfitt er að ráða við sóknina. 35. - d4 36. e6! Kd6 37. e7! Hd7 Ekki 37. - Hxe7 38. Df6 + og hrók- ur fellur. 38. De5+ Kc6 39. Hh6+ Kb7 40. Da5 Hdxe7 41. Hxe7 Hxe7 42. Db6+ - Og Kramnik gafst upp. __________________________Bridge Níunda EPSON-alheimsparakeppnin: Ruddell og Bou- ewer frá Nýja- Sjálandi unnu Níunda Epson-alheimspara- keppnin var haldin dagana 10. og 11. júní og að venju voru spiluð sömu spfl alls staðar í heiminum á sama tíma. Tveir „sveitamenn", ef svo mætti að orði komast, frá litlu þorpi á Nýja-Sjálandi sigruðu með nokkr- um yfirburðum. Þeir náðu 80,5% skor, eða 1932 stigum, sem er með ólíkindum. Þeir heita John Rud- dell, smásali að atvinnu, og Albert Bouewer, fyrr-verandi kennari. Kerfi þeirra er mjög einfalt - þeir spfla Acol, Stayman-svör viö grandi, engar yfirfærslur og Gerber-ásaspurningar. Ruddell kemst svo að orði um makker sinn: „Albert spilar vel úr spilunum en sagnimar era dálítið villtar hjá honum.“ „Þess vegna komst ég í þrjú grönd á eftirfarandi spil,“ hélt hann áfram. N/Allir * ÁDG6 V 9876 ♦ D1095 4. 7 * 5 V G1053 ♦ ÁKG2 + DG64 * K108 V ÁD42 ♦ 84 + Á1095 Opnun noröurs kom í veg fyrir að við spiluðum tvö hjörtu á spilin, eins og mælt er með í spilaskýring- um Omars Shariffs. Suður spflaði hins vegar út laufi gegn þremur gröndum okkar, norður setti gos- ann og ég gaf. Þá kom laufadrottn- ing sem ég drap og kastaði tígli úr blindum. Síðan fór ég inn á spaða í bhndum og spflaði hjarta. Norður setti tíuna og ég svínaði drottning- Umsjón Stefán Guðjohnsen unni. Suður drap á kónginn og spfl- ið stefndi hraðbyri í tvo niður. Vondu fréttirnar voru að suður átti hjartakónginn einspil og þegar suður tók laufakóng varð ég að henda öðrum tígli úr blindum. Góðu fréttirnar voru hins vegar að suður hélt að norður ætti laufatíu og spflaði fiórða laufinu. Þar með var spihð unnið með því að taka spaðaslagina og hina sönnuðu hjartasvíningu. * 97432 * K * 763 * K832 Norður Austur Suður Vestur lhjarta pass lspaði 2tíglar! 31auf 3grönd pass pass pass pass Annað og þriðja laufið settu bhndan í kastþröng í þremur htum, en auðvitað átti noröur að spila tíg- ulkóng áður en hann hélt áfram með laufið. Þá er vörnin ekkert vandamál og Frakkarnir Foumier og Hedoux hefðu sigrað. Kennarar Kennara vantar við grunnskólann á Raufarhöfn. íþróttir, mynd- og handmennt og almenn kennsla. Niðurgreidd húsaleiga, greiddur flutningsstyrkur. Upplýsingar veitir skólastjóri í síma 96-51225 og formaður skólanefndar i síma 96-51339 Tannlæknastofa flytur Tannlæknastofa Gunnars Rósarssonar hefur flutt að Vegmúla 2, efstu hæð, á horni Vegmúla og Suðurlandsbrautar, milli Suður- landsbrautar 16 og 18. Nýtt símanúmer er 883113. Sjúkrahúsið á Húsavík sf. Hjúkrunarfræðingar Óskum að ráða í eftirtalin störf: Stöður hjúkrunarfræðinga á legudeildum Stöðu hjúkrunarfræðings á skurð- og skiptistofu, 80%. Viðbótarstarf á deildum ef óskað er. í sjúkrahúsinu er rúm fyrir 62 sjúklinga. Á Húsavík eru rúmlega 2.500 íbúar. Þar er grunn- skóli, framhaldsskóli og tónlistarskóli. Góö aðstaða er til útivistar, íþrótta og heilsuraéktar. Góðar sam- göngur við suðvesturhornið. Frá Húsavík er stutt til margra af fegurstu náttúruperlum landsins. Húsnæði og önnur fyrirgreiðsla fyrir hendi. Nánari upplýsingar veitir Aldís Friðriksdóttir hjúkrunarfor- stjóri í síma 96-40500 og 96-40542.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.