Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.1994, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.1994, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 6. ÁGÚST 1994 Erlendbóksjá Metsölukiljur Bretland Skáldsögur: 1. Joanna Trollopu: A Spanish Uover. 2. Patricia D. Cornwell: Cruel and Unusual. 3. John Grisham: The Client. 4. Roddy Doyle: Paddy Clarke Ha Ha Ha. 5. Tom Clancy: Without Remorse. 6. Wilbur Smíth: River God. 7. Sebastian Faulks: Birdsong. 8. Ken Follett: A Dangerous Fortune. 9. Sue Townsend: Adrian Mole: The Wilder- ness Years. 10. Jilly Cooper: The Man Who Made Hus- bands Jealous. Rit almenns eðlis: 1. Jung Chang: Wild Swans. 2. Alan Clark: Diaries. 3. J. McCarthy 8i J. Morrell: Some Other Rainbow. 4. W.H. Auden: Tell MetheTruthabout Love. 5. Bill Bryson: Neither here nor there. 6. Brian Keenan: An Evil Cradling. 7. Robert Calasso: The Marriage of Cadmus and Harmony. 8- Russell Davis: The Kenneth Williams DÍaries. 9. Bob Monkhouse: Crying with Laughter. 10. Brian Johnston: More Views from the Boundary. (Byggt á The Sunday Times) Danmörk Skáldsöaur: 1. Peter Héeg: Froken Smillas fornemmelse for sne. 2. Dorothy L. Sayers: Peter Wimsey i Oxford. 3. AliceWalker: Andetemplet. 4. Troels Klovedal: Oerne under vinden. 5. Dan Turéll: Vrangede billeder. 6. Peter Hoeg: Fortaellinger om natten. 7. Bret Easton Ellis: American Psycho. (Byggt á Politiken Sondag) 9.694.000 orð um Churchill Fyrir rúmum þrjátíu árum hóf enski sagnfræðingurinn Martin Gil- bert að aðstoða Randolph Churchill við ritun ævisögu Winstons S. Churchills, forsætisráðherra Breta í síðari heimsstyrjöld. Áður en Ran- dolph lést tókst þeim aö ljúka viö tvö fyrstu bindi ævisögunnar, en þeim fylgdu íjögur bindi af margháttuðum skjölum sem tengdust efninu. Síðan hélt Gilbert verkinu áfram - og er enn að. Á þeim tíma sem Gilbert hefur einn séð um ritun ævisögunnar hafa sex bindi séð dagsins ljós. Þeim fylgdu níu bindi af skjölum og gögnum. Það tíunda er væntanlegt í nóvember. Þá veröur ævisaga þessi orðin samtals 22.643 blaðsíður eða 9.694.000 orð. Og Gilbert er ekki búinn. Eftir er að gefa út sex bindi til viðbótar næstu þrjú til íjögur árin. Svo hefur hann líka nýverið sent frá sér sérstaka bók um þessa áratuga löngu leit sína að Churchill. Sú heitir: In Search of Churchill. Dreymir ekki Churchill Segja má að Martin hafi varið mest- um hluta starfsævi sinnar í að fara 1 gegnum skjöl og önnur gögn um þennan eina mann. í nýlegu viðtali við breska blaðið Financial Times segist hann samt ekki dreyma kapp- ann á nóttunni: „Nei, það geri ég ekki. Ég tel mig ekki haldinn neinni þráhyggju að því er Churchill varðar. En ég verð veru- lega æstur þegar ég les eitthvað um Martin Gilbert. Umsjón Elías Snæland Jónsson hann sem ég veit að er ósatt, og stundum fáránlega ósatt, eða eitt- hvað ipjög neikvætt sem ég veit að er út í hött.“ Dæmi um slíkt segir hann fullyrðingar um að Churchill hafi verið stríðsóður kynþáttahatari. Hann nefnir ýmis dæmi um vísvit- andi rangfærslur í nýlegum ritum þar sem Churchill sé ranglega borinn sökum. En tekur fram að það sé ekki hans verk að svara slíku: „Ég er ekki verjandi hans. Mér er alls ekki skylt að verja hann eða lýsa skoðunum mínum þegar sumar þessara um- deildu bóka um hann koma út.“ Churchill var stórmenni Martin Gilbert fellst þó á að hann hafi sterkar taugar til Churchills: „Ég tel að sumt af því sem hann barðist fyrir og nýtti vinnudaga sína til að koma í framkvæmd hafi skipt miklu máli.“ - Að hann hafi verið stórmenni? „Já, að hann hafi verið stórmenni. Þess vegna ergir það mig mjög þegar reynt er að níða niður lífsstarf hans. Enda hef ég notað mikinn hluta ævi minnar til þess að leiða í ljós hvert þetta lífsstarf var.“ - Hvaða galla hafði Churchill? „Hann skorti algjörlega næmi fyrir afstöðu annarra. Sú var reyndin í öllum þeim ráðuneytum sem hann stýrði. Hann beitti öÚum brögðum til að hafa sitt fram.“ Sagnfræðingur, sem hefur samið stórvirki á við ævisögu Churchills, hlýtur að velta sannleikanum fyrir sér: „Já, það er til sagnfræðilegur sann- leikur," segir Gilbert. „En ef sann- leikurinn er bygging þá grefur tvennt undan henni. Annars vegar sjónar- hornið, hins vegar skortur á sönnun- argögnum. Ég trúi því aö til sé eitt- hvað sem kalla mætti hina sönnu sögu, en hún er ekki endilega sérlega spennandi eða afhjúpandi. Hún er ekki saga hins mikla samsæris eða leyndarmáls." Gilbert er óráðinn í hvað tekur við eftir 3-4 ár þegar síöasta bindið um ChurchiU kemur út. Hann er að leita aö verðugu viðfangsefni. Metsölukiljur Bandaríkin Skáldsögur: 1. Tom Clancy: Without Remorse. 2. Michael Crichton: A Case of Need. 3. John Grisham: The Client. 4. E. Annie Proulx. The Shipping News. 5. Scott Turow: Pleading Guilty. 6. Judíth McNaught: Perfect. 7. Jeffrey Archer: Honor among Thieves. 8. John Le Carré: The Night Manager. 9. Mary Higgins Clark: l'll Be Seeing You. 10. Carl Hiaasen: Strip Tease. 11. Winston Groom: Forrest Gump. 12. John Grisham: ATimetoKill. 13. Robert Ludlum: The Scorpio lllusion. 14. Dominick Dunne: A Season in Purgatory. 15. Kevín J. Anderson: Dark Apprentice. Rit almenns eðlis: 1. Thomas Moore: Care of the Soul. 2. M. Scott Peck: The Road Less Travetled. 3. Peter D. Kramer: Listening to Prozac. 4. Bailey White: Mama Makes up Her Mind. 5. Maya Angelou: I Know why the Caged Bird Sings. 6. Joan W. Anderson: Where Angels Walk. 7. Susanna Kaysen: GirL Interrupted. 8. Marc Cerasini: O.J. Simpson: American Hero, American Tragedy. 9. M. Hammer8iJ. Champy: Reengineering the Corporation. 10. Sophy Burnham: A Book of Angels. 11. Wiliiam Shatner 8t C. Kreski: Star Trek Memories. 12. Lewis B. Puller Jr.: Fortunate Son. 13. Cornelius Ryan: The Longest Day. 14. Peter Mayie: A Year in Provence. 15. Beniamin Hoff: The Tao of Pooh. (Byggt á New York Tímes Book Reviow) Vísindi Ný svör við mikilli ráðgátu: Góöur nætursvefn er minnisbætandi Svefninn veitir ekki bara hvild heldur eflir hann líka minnið. Risastór bautasteinn í runna Fomleifafræðingur nokkur geröi merkilega uppgötvun þegar hann fann sex metra háan bauta- stein á hiiöinni í brómberjarunna nærri Colpo á Bretagneskaga í Frakklandi. Bautasteinninn er höggvinn út í mannsmynd. Bautasteinar af þessari gerð eru afar fágætir og telja fomleifa- fræðingar að stehm þessi eigi aö tákna guðlega vem sem var dýrk- uð á steinöid. Steinninn var síðast notaður sem gólfefni í grafhýsi og þytór líklegt aö hann hafi lent þar vegna heilagleika síns. Nýtt gegn geislavirkni í mjólk Fyrir tílstilii nýs efhis er nú hægt aö fjariægja að minnsta kosti 95 prósent geislavirks ses- íums úr mjólk. Það þýðir að íbúar S nágrenni Tsjemóbýl-kjamorku- versins geta aftur fariö að drekka mjólk án þess að eiga á hættu aö fá krabbamein. Mikiö magn geislavirks ses- íuros fór í jarðveginn við kjarn- orkuslysiö árið 1986 og hefur það borist í kýmar með grasinu sem þær bíta. Efnið sem notaö er til aö fanga sesíumið samanstendur af segul- jámskjama sem umvafinn er efhum sem sesíumeindimar iím- ast við. Önnur efni í mjóltónni sleppa. „Þrátt fyrir allar hugmyndimar sem við höfum gert okkur á undan- fómum árþúsundum skilur enginn hvers vegna við sofum. Það er einn af stóm leyndardómum vísindanna.“ Þetta segir Terrence Sejnowstó, taugavísindamaður við Salk-stofn- unina í San Diego í Kalifomiu. ' En kannski eru svör við þessari merkilegu spurningu á næsta leiti. Að minnsta hafa tveir hópar vísinda- manna komið fram með þá tilgátu að svefninn gegni mikilvægu hlut- verki fyrir minni okkar og getu okk- ar til að læra. Frá þessu er sagt í nýjasta hefti tímaritsins Science. „Þetta er fyrsta Vísbendingin sem getur leitt til nýs skilnings á því hvemig svefninn getur orðið að liði þegar maður endurskipuleggur minni sitt um heiminn," bætir Terr- ence Sejnowski við. Rannsóknir sem vom gerðar á átt- unda áratugnum höfðu sýnt fram á aö ákveðin tegund svefnskerðingar gat valdið * því að einstaklingar mundu verr ákveðna atburði. Vísindamenn við Weizman stofn- unina í ísrael leiða hins vegar að því líkur, í fyrsta sinn, í rannsókn sinni nú að kunnátta eða fæmi, sem menn læröu við endurtekningu, svo sem eins og að spila á hljóðfæri, batnar eftir góðan nætursvefn. í ísraelsku rannsókninni var tveimur hópum kennt sama sjón- ræna verkefnið að kvöldi og fóru þeir síðan strax eftir það að sofa. Sumir þátttakendanna voru vaktir upp með bjöUuhljómi í sextíu skipti á nóttu á því stigi svefnsins sem er draumlaus. Hinir voru truflaðir jafn oft, en á svokölluðu REM-skeiði svefnsins eða draumsvefni. Þeir sem vom truflaðir í draum- lausa svefninum bættu minni sitt yfir nóttina en hinir sem voru trufl- aðir í draumsvefni sýndu engar framfarir. Hin rannsóknin var gerð við Ari- zona háskóla í Tucson og þar vom rottur viðfangsefni vísindamarin- anna. Niðurstöður þeirra vom að starfsemi heilafmmna í sofandi rott- um styrki hugsanlega minni dýr- anna um nýja staði sem þau fá að skoða. Kengúra eins og panda Vísindamenn frá Ástralíu og Indónesíu hafa uppgötvað nýja spendýrstegund, frumstæða tijá- kengúm sem sver sig i ætt við pandabjöm í útliti. Dýrið fannst á afskekkturn stað í Irian Jaya- héraði í Indónesíu. Dýrið er með poka, aiveg eins og kengúaran, og það er svart og hvítt að lit, rétt eins og panda- björninn í Kína. Stór karldýr af hinni nýju teg- und vega um fimmtán tóió og þau eru 1,2 metrar að iengd frá nef- broddi og aftur úr. Umhverfi og fæðingar- gallar Umhverfið leikur stórt hlut- verk þegar hættan á fæöingar- göllum er annars vegar og flutn- ingur í nýjan bæ dregur mjög úr líkunum á að kona eignist tvö börn með sömu fæöingargallana. Þetta em niöurstöður norskrar rannsóknar sem gerð var á lið- lega níu þúsund mæðrum og börnum þeirra. Þaö kom m.a. í Ijós að hættan á að annaö bamið hefði sömu fæð- ingargalla og hið fyrsta var nærri tólf sinnum meiri þegar móðirin bjó á sömu slóöum á meðan á meögöngu beggja barnanna stóð. Umsjón Guðlaugur Bergmundsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.