Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.1994, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.1994, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 6. ÁGÚST 1994 Vísnaþáttur Þegar best mér lífið lét Nú trúi ég aö viö höfum jafnað okkur eftir gleðskap liöinnar helg- ar og ný helgi opnar faöm sinn með fógrum fyrirheitum og sollur allur hjá Uöinn. Hvort sem við lékum okkur að greiðslukortum vorum eða ávísanaheftum er eitt víst aö fram undan er einungis yfirbót og hreinlifnaður. Þó kann að læðast að okkur söknuður þegar gáski og glaumur vor er kvaddur. Vel gæti verið að þessi vísa Kolbeins Högna- sonar tendraði minningar í hugum margra: Sárast raun þá síst ég met silfur mitt að þrjóti. Þegar best mér lífið lét, lék ég mér að gijóti. Næsta vísa er eftir Hreiðar E Geirdal og dregur hún upp dökka mynd af skemmtan ungmeyja: Ýmsir gátu ungfrúr séð eftir gleðUeiki, ganga burt frá glaumnum meö gin og klaufaveiki. Um tilstand og snyrtitæki nútím- ans þar sem ótal hlutir eru tU bjarg- ar ef menn eru ekki sáttir við þaö sem náttúran lagði mönnum tU í upphafi kvað Hjálmar frá Hofi: Fölsk eru brjóst og falskar brár, fölsk ert þú í svörum. Falskar tennur, falsað hár, falskur roði á vörum. Un nýja strauma í tísku kveöur hið þingeyska alþýðuskáld Baldvin Jónatansson: Táldragandi tískan er, tildrið má það sanna. Fljóðin ganga furðu ber fyrir sjónum manna. Næsta vísa er eftir Jón Kristófer kadett sem Steinn Steinarr hefur gert ódauðlegan. Orti hann visuna til vinar síns en sagði að hún gæti ekki síður átt um hann sjálfan. Vísan hljóðar svo: Aldrei sést hann einn á ferð, er það mjög að vonum, því að timburmannamergð mikU fylgir honum. Haraldur hét maður og var Hjálmarsson, jafnan kenndur við Kamb. Um skeið var Haraldur verslunarstjóri í Kron á Vestur- götu, stundaði hótelrekstur og var pylsuvagnseigandi á Siglufirði og fleira. Gott þótti Haraldi vín og fjalla margar vísur hans um vin hans Bakkus og samvistir þeirra. Til að mynda þessi: Ég drekk fremur faglega og fer ekki yfir strikið, þótt ég drekki daglega og drekki stundum mikið. Dósóþeus Tímóteusarson var oft í fylgd með Haraldi. Þegar fundum þeirra bar saman í fyrsta sinn haföi Haraldur heyrt sagnir af Dósa. Virti hann Dósa fyrir sér stundar- korn og mælti því næst fram þessa vísu: Hátt og hvelft er á þér enni, ekki er þér um málið tregt, en að þú sért mikilmenni mér finnst það nú ótrúlegt. Halli virti Dósa jafnan fyrir greind hans og gott hjartalag en orti um hann sem aðra vini sina af kerskni. Þann morgun sem Heklugosið 1947 hófst höfðu þeir Hafii, Dósi og Jón Kristófer setið saman á sjoppu og drukkið. Þegar þeir komu út á götu voru blaða- strákarnir að góla hver í kapp við annan um Heklueldana. Þá orti Haraldur: Það er ekkert þjóðartjón, þó að Hekla gjósi, en illt er að vera verri en Jón og vitlausari en Dósi. Næsta vísa er löngu landfleyg og hana orti Jón kadett er hann sá fallega stúlku leiða amerískan dáta fram hjá Hótel Heklu einn morgun: Ó, leyf mér drottinn að deyja dapurt er mannlífið. Fósturlandsins Freyja er farin í ástandið. Um staðfestu stúlku einnar kvað Sveinn frá Elivogum: Ástalíf ég þekki þitt það er gömul saga, þú hefur mörgum strákum stytt stundir nótt sem daga. Um hina órannsakanlegu vegi ástarinnar orti Jón S. Bergmann: Vísnaþáttur Valdimar Tómasson Astin bhnd er lífsins lind, leiftur skyndivega, hún er mynd af sælu og synd, samræmd yndislega. Um ástandið var margt ort og býsnast yfir léttúð ungmeyjanna. Ekki þekki ég höfund þessarar visu: Áður var ég engum háð, æskurjóö og fögur. Nú er ég orðin Bretabráð, barnshafandi og mögur. Um siðferðisbresti og hrörnun samfélagsins kvað óþekktur hag- yrðingur. (Lbs 4001) Þessi öld er undarlig, aht vih ríða henni á sUg, mun nú sérhver sUkihlín súpa öl og brennivín. Um stuttu tískuna orti EgUl Jón- asson: Stutta tískan steðjar að stafar af henni ljóminn. Forðum dugði fikjublað fyrir helgidóminn. Guðmundur Guðni Guðmunds- son, iðnverkamaður í Reykjavík, yrkir um Heijólfsdal í Vestmanna- eyjum vísu þessa: Sækja Dahnn sveinn og víf; seiöir stundargaman þar sem æska, ljós og líf leggja þræði saman. Ævintýraferðir Áskriftarsíminn er í hverri viku 63#27«00 til heppinna áskrifenda Island DV! Sækjum þaö heim! Matgæðingur vikuimar_____ Ýsa á súru beði - og eggjakaka með fíflablomum Þó svo að Philippe Rocart, matgæðingur vikunnar að þessu sinni, komi frá Frakklandi ætlar hann að bjóða upp á íslenskan mat. Hann segir það vissulega hafa verið viðbrigði að bragða á íslenskum mat þegar hann flutti hingað fyrir fimmtán árum ásamt ís- lenskri eiginkonu sinni en maturinn þótti honum samt góður. „Uppskriftirnar sem ég býð upp á eru með ís- lensku hráefni. Mér þykir gaman að lesa upp- skriftabækur en í þeim er oft hráefni sem ekki fæst. En hins vegar getur maður fengiö góðar hugmyndir úr bókunum og ég nota yfirleitt það sem hendinni er næst,“ segir Philippe sem er heimavistarstjóri í Fjöl- brautaskólanum á Akranesi. Philippe er auk þess handverksmaður og er sérgrein hans spjaldvefnaður. Hann litar meðal annars með jurtum og jurtir gegna einnig miklu hlutverki í uppskriftunum sem hér fara á eftir. Eggjakaka með fíílablómum 5-6 egg 1 dl kaffirjómi smjör salt og pipar fíflablóm, 5-6 dl Fíflablómin eru hreinsuð og smjörið brætt á pönnu. Blómin eru steikt við vægan hita. Eggin hrærð og ijómanum blandað saman við. Kryddað með salti og pipar. Eggjablöndunni er síöan hellt yfir blómin og steikt eins og venjuleg eggjakaka. Boriö fram á fifla- blöðum og með ristuðu brauði. Ýsa á súru beði 700-800 g ýsuflök 150 g rjómapiparostur 300 g af súrublöðum (túnsúra og eða ólafssúra) blóðberg, 10-15 blómstiklar salt Helmingurinn af súrublöðunum er settur á álpappír auk helmings af ostinum. Þar ofan á er settur helming- urinn af ýsuflökunum sem eru söltuð lítillega. Ofan á fiskinn er settur afgangurinn af súrunum og ostinum. Síðan er bætt við afganginum af fiskinum og ofan á hann er stráð blóðbergi. Álpappírnum er lokaö og rétt- urinn bakaður í 180 gráða heitum ofni í 40 mínútur. Borið fram með nýjum, soðnum kartöflum. Philippe Rocart, matgæðingur vikunnar. Fjallagrasabúðingur 1 1 mjólk 4 egg 100 g sykur salt hnefafylli af fjallagrösum Fjallagrösin eru hreinsuð og grófsöxuð. Egg og sykur þeytt saman. Mjólkin er hituð að suðu og pínulítið af salti sett út í. Þegar suðan kemur upp er potturinn tekinn af hellunni, grösin sett út í og hrært vel. Bland- að saman við eggjahræruna og blöndunni hellt í djúpt mót eða nokkrar litlar skálar. Bakað við 180 gráður í 40 mínútur. Borið fram með þeyttum rjóma og blá- berjasultu eða einhverri annarri sultu, helst heimala- gaðri, tekur Philippe fram. Hann skorar á Magnús H. Ólafsson, arkitekt á Akranesi, aö vera næsti mat- gæðingur en hann er listakokkur að mati Philippe. Hinhlidin Stefni að leikarastarfi - segir Svala Björgvinsdóttir söngkona „Við erum að semja lög núna og bæta við prógrammið hjá okkur fyrir veturinn því við ætlum að reyna að spfia mikið á mennta- skóla- og gagnfræðaskólaböllum. Svo getur verið að við förum á safn- plötu og við erum m.a. að vinna í því,“ segir Svala Björgvinsdóttir, söngkona hljómsveitarinnar Scope, sem sýnir á sér hina hliðina aö þessu sinni, en hljómsveitin hef- ur vakið mikla athygli að undan- fórnu. Svala segist ætla sér að halda áfram að syngja en hún sé samt staðráðin í að klára skólann en hún var að klára fyrsta bekk í Kvenna- skólanum. „Það er alveg ótrúlegt hvað hljómsveitin hefur gengið vel og þetta hefur komið manni mikið á óvart. Mér finnst söngurinn gefa mér mikið og ég fæ aOa mína útrás með honum.“ Fullt nafn: Svala Karitas Björg- vinsdóttir. Fæðingardagur og ár: 8. febrúar 1977. Maki: Einar Egilsson. Börn Engin. Bifreið: Engin. Starf: Söngkona í Scope og mennta- skólanemi. Laun: Misjöfn. Áhugamál: Tónlist, bíómyndir, leiklist, föt og atferlissálfræði. Svala Björgvinsdóttir. DV-mynd JAK Hvað hefur þú fengið margar réttar tölur í lottóinu? Engar. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Það er svo margt. T.d. að djamma og ferðast og vera með kærastanum og vinum. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Að vakna mygluð í röku og köldu tjaldi. Uppáhaldsmatur: ítalskur gourmet matur og pasta. Uppáhaldsdrykkur: Baileys on ice. Hvaða íþróttamaður finnst þér standa fremstur i dag? Ég fylgist ekkert með íþróttum. Uppáhaldstímarit: The Face. Hver er fallegasti karlmaður sem þú hefur séð fyrir utan maka Step- hen Dorff. Ertu hlynnt eða andvíg ríkisstjórn- inni? Hlynnt, auðvitað. Hvaða persónu langar þig mest til að hitta? Jim Carrey. Uppáhaldsleikari: Woody Allen. Uppáhaldsleikkona: Diane Keaton. Uppáhaldssöngvari: Minnie Rip- perton. Uppáhaldsstjórnmálamaður: Eng- inn. Uppáhaldsteiknimyndapersóna: Daffy (Dumas) Duck. Uppáhaldssjónvarpsefni: Bottom á Stöð 2. Ertu hlynnt eða andvíg veru varn- arliðsins hér á landi? 100% hlynnt. Hver útvarpsrásanna finnst þér best? X-ið. Uppáhaldsútvarpsmaður: Robbi. Hvort horfir þú meira á Sjónvarpið eða Stöð 2? Stöð 2. Uppáhaldssjónvarpsmaður? Allir meðhmir í Saturday Night Life. Uppáhaldsskemmtistaður: Rosen- berg var uppáhaldsskemmtistað- urinn áður en honum var breytt. Uppáhaldsfélag í íþróttum: Ekkert. Stefnir þú að einhverju sérstöku í framtíðinni? Að leikarastarfi. Hvað ætlar þú að gera í sumarfrí- inu? Aö spila úti um allar trissur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.