Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.1994, Side 18

Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.1994, Side 18
18 LAUGARDAGUR 6. ÁGÚST 1994 Dagur í lífi Tinnu Gunnlaugsdóttur leikara: Skrapað og sparslað í vinnugallanum Þaö er þriðjudagsmorgunn og fyrsta hljóöiö sem heyrist er dyr sem opnast og síðan tipl, tipl, tipl yflr gólfiö. Ég er um þaö bil að losa svefn- inn þegar hún er komin aö rúm- stokknum og dembir sér upp í. Þaö er svo gott aö kúra svolítið og knúsa í morgunsárið. „Veistu hvað mig dreymdi?“ spyr Ellen Erla, dóttir mín, og ég umla: „Nei, hvaö dreymdi þig?“ Og nú kemur löng og flókin frásögn, ég næ ekki alveg þræöi, en aðalmálið er leðurblökur, aö hana hafi dreymt leðurblökur og hvort þær búi nokkuð á íslandi. Gluggarnir málaðir eftir morgunkaffið Það er morgunkaffi og svo vinnu- gallinn. Við hjónin erum í viðhalds- töm þessa dagana. Tókum á leigu níu metra langan stiga til að skrapa, sparsla, kítta, pússa og mála glugg- ana utan frá. Þetta átti að taka nokkra daga en hefur dregist á lang- inn. Þaö er einhvern veginn eins og hann geti ekki hangið þurr. Það er nóg að birtast með pensil utan dyra, þá fer að rigna. í dag er veðurútlitið ekki alveg vonlaust svo stefna er tek- in á efri gluggana sunnanmegin. Hver veit nema okkur takist að skila stiganum fyrir haustið, þrátt fyrir allt. En það eru fleiri í sumarfríi þessa dagana og upp úr hádegi er komið að sundferð. Ellen Erla lætur ekki snuða sig um þaö - og svo er ís á eftir. Fundað með þjóðleikhússtjóra Klukkan fimm er ég boðuð á fund. Einn og einn fundur meðan leikhúsið er í sumarfríi. Það styttist í að starf- semin hefjist aftur og þjóðleikhús- stjóri vill bera nokkur atriði undir þjóðleikhúsráð. Ég mála ekki á með- an, enda kannski ágætt, mér hættir til að fara offari þegar ég er komin í vinnugallann, taka ýmislegt annað í leiðinni af því það hefur þurft að gera það lengi, vera allt í einu komin með allt of mikiö af hálfkláruðum verkum úti um allt og drasliö sem því fylgir. Það er þetta með að vera svo andskoti rösk. Eldri sonur minn segir að ég sé ofvirk, ég ætti að fá mér skaðlaust hobbí í staðinn fyrir að vera að eyðileggja húsið, eins og hann kallar það. Þetta er nú jæyndar ómaklegt, yfirleitt batnar ástand hlutanna eftir að ég hef farið höndum um þá, en það eru líka til undantekn- ingar... Mér verður hugsað til þess að nú sé Egill einn um að flytja til stigann, en það gengur, ég veit það. Svo eru líka strákamir, synir okkar. Gulh er hættur í .unglingavinnunni þetta sumarið svo hann er á svæðinu. í leikhúsið ásamt eiginmanninum Fundurinn dregst á langinn svo þaö má ekki tæpara standa að við náum í leikhúsið. Þaö er sumarleik- húsiö með „Vélgengt glóaldin", Clockwork Orange." Okkur er máhð skylt, sonur okkar Ólafur er einn af aðstandendum sýningarinnar - en ekki þar fyrir, við hefðum farið samt. Verkið er grimmt og ófyrirleitið en veltir upp mörgum spurningum. Of- beldi er ekki eitthvað sem þú ert annaðhvort með eða á móti. Ofbeldi er alltaf sprottið upp úr aðstæðum og umhverfi og er þess vegna aldrei einfalt. Hópurinn stendur sig mjög vel, stærsti hlutinn er unglingar sem aldrei hafa komið nálægt leikhúsi, en það geislar frá þeim orka og áhugi. Það er þetta hamsleysi ungl- ingsáranna sem er svo einstakt og hópnum tekst að skapa fina og kraftmikla sýningu. Meira varð ekki úr þessum degi, örlítiö spjall yfir tebolla og svo í svefninn. Tinna Gunnlaugsdóttir ásamt Ellen Erlu, dóttur sinni, á fullu að mála glugg- ana hjá sér. DV-mynd JAK Finnur þú fimm breytingar? 269 En sú heppni að það skuli vera öryggisbelti í bilnum. Nafn:....................................... Heimili: Vinningshafar fyrir tvö hundruð sextugustu og sjöundu getraun reyndust vera: 1. Stefán örn Guðmundsson, 2. Sigmar Frimannsson, Garðabraut 20, Hamrahlíð 24 300 Akranesi. 690 Vopnafirði. Myndirnar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð ketnur í ljós aö á myndinni til hægri hefur fimm atrið- um verið breytt. Finnir þú þessi fimm atr- iði skaltu merkja við þau með krossi á myndinni tii hægri og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimilisfangi. Að tveimur vikum hðnum birturn við nöfn sigurvegaranna. 1. verðlaun: krónur frá Sjónvarpsmiðstöðinni hf. 2. verðlaun: Fimm Úrvalsbækur. Bækurnar, sem eru í verðlaun, heita: Þú ert spæjarinn, Stm- inn, Á ystu nöf, í helgreipum haturs og Lygi þagnarinnar. Bækurnar eru gefnar út af Fijálsri fjölmiðlun. Merkið umslagið meö lausninni: Finnur þú funrn breytingar? 269 c/o DV, pósthólf 5380 125 Reykjavík J>

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.