Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.1994, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.1994, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 6. ÁGÚST 1994 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EVJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÖNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JONSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÖLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00 FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir:' (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1400 kr. m/vsk. Verð í lausasölu virka daga 140 kr. m/vsk. - Helgarblað 180 kr. m/vsk. Fólkið og bankarnir Bankar landsins hafa legið undir miklu ámæli hin síð- ari ár vegna ógætilegra útlána. Töpuð útlán banka og sjóða, og þar með glatað fé þjóðarinnar, nema samtals mörgum tugum milljarða króna. Slíkar Qárhæðir eru svo risavaxnar að almenningur á erfitt með að gera sér í hugarlund hvílík sóun á verðmætum er hér á ferðinni. Þessir miklu fjármunir hafa einkum glatast vegna lána og fyrirgreiðslu til fyrirtækja í ýmsum atvinnugreinum eða til einstakhnga sem staðið hafa, og standa margir hverjir enn, í atvinnurekstri þrátt fyrir langa sögu tap- rekstrar og gjaldþrota. Virðist oft með miklum ólíkindum hversu langt bankar og sjóðir hafa stundum gengið í að moka lánsfé 1 fyrirtæki og einstaklinga sem áttu ekkert slíkt traust skilið og enduðu í gjaldþrotum upp á tugi eða hundruð milljóna króna. Bankamir hafa ekki síður verið í sviðsljósinu að und- anfórnu vegna viðskipta sinna við almenning. En þar er svo sannarlega ekki sömu gjafmildinni fyrir að fara. Sú regla er fyrir löngu orðin almenn að vinnuveitend- ur leggi laun starfsmanna sinna inn á svokallaða launa- reikninga. Yfirleitt er um að ræða ávísanareikning eða almenna sparibók sem launamaðurinn hefur hjá við- skiptabanka sínum. Bankamir hafa nú tekið sig saman um að gera það fokdýrt fyrir launafólk að nota slíka reikninga. Þannig kostar 745 krónur að nota hvert einasta tékkhefti. Nokkm ódýrara er að nota nýju debetkortin en fjölmargir aðilar í verslun og þjónustu taka ekki við þeim. Launareikningum í bönkum fylgir yfirleitt heimild til reglulegs yfirdráttar. Þar em vextir mjög háir. Sam- kvæmt ritinu Hagtölur mánaðarins, sem gefið er út af Seðlabankanum, er raunávöxtun á yíirdráttarlánum miðað við 90% nýtingu um 14%. Fyrr í sumar birtust í DV útreikningar á því hvað það kosti tékkareikningshafa að nýta ávísanareikninga sína núna með sama hætti og áður. Kostnaður við tékkhefti, færslu tékkanna í bönkum og 50 þúsund króna yfirdrátt- arheimild var talinn um 15 þúsund krónur á mann á ári. Þar sem tékkareikningshafar em um 100 þúsund yrðu heildartekjur bankanna því um hálfur annar millj- arður. Með þessa stórfelldu gjaldtöku í huga mætti ætla að bankamir hefðu efni á því að greiða einhverja raunvexti til þeirra launþega sem láta peninga sína hggja í styttri eða lengri tíma á launareikningum sínum. En samkvæmt áðumefndu riti Seðlabankans er því ekki að heilsa. Þvert á móti þarf launafólk í reynd líka að borga bankastofnun- um fyrir að fá að „ávaxta“ spariféð sitt á almennum spari- bókum eða ávísanareikningum. Ástæðan er sú að svonefnd raunávöxtun innstæðna á almennum sparibókum og almennum tékkareikningum er neikvæð. Vextimir em mun minni heldur en verðbólg- an, sem þó er í algjöru lágmarki. Samkvæmt Hagtölum mánaðarins em raunvextir á almennum sparibókum neikvæðir um aht að 1,3% og á almennum ávísanareikn- ingum um aht að 1,7% Hér er að sjálfsögðu verið að kjöldraga almennt launa- fólk með ósvífnum hætti. Launþegar em gjörsamlega vamarlausir af þeirri einföldu ástæðu að raunveruleg samkeppni er ekki enn fyrir hendi í bankastarfsemi hér á landi. Þótt Neytendasamtökin hafi reynt að bera hönd fyrir höfuð neytenda í þessum efnum hefur það þvi mið- ur borið htinn árangur th þessa. Ehas Snæland Jónsson Milosevic reynir að fóma Karadzic Fyrir mánuði varð ljóst aö Slobod- an Milosevic Serbíuforseti hefur komist að þeirri niöurstöðu að sér sé fyrir bestu að láta Radovan Karadzic, foringja Bosníu-Serba, og nánustu samstarfsmenn hans sigla sinn sjó. Meira gagn verði ekki af þeim haft og aðrir verði að koma til ef ekki eigi að tefla serbneskum langtímamarkmiðum í hættu. Nokkuð er um liðið síðan Milo- sevic bauð Karadzic birginn með því að taka að skipuleggja deildir úr sínum eigin flokki, Sósíalista- flokki Serbíu, á yfirráðasvæði Serba í Bosníu. Þegar Karadzic kom til Belgrad af síðasta fundi um friðargerð í Bosníu meö Sambands- hópi stórveldanna í Genf neitaði MUosevic að hitta hann og fundi hans með fréttamönnum var aldrei þessu vant ekki sjónvarpað. Samtímis tóku ríkisfjölmiðlar Serbíu, eitt helsta valdatæki Milosevics, að draga upp mynd af Karadzic gerólíka þeirri sem áður hafði verið sýnd. Nú var tekið að skýra frá alræmdri spilafíkn hans og hvemig hann hefur gert sér stríðið að féþúfu. Sjónvarpið sýndi í fréttum myndir af stórhýsunum sem Karadzic hefur keypt í Belgrad fyrir fjölskyldu sína og aðra ætt- menn. Stuldur herforustu Bosníu- Serba á þúsundum Volkswagen- Golf bíla úr verksmiðju nærri Sarajevo varð allt í einu fréttnæm- ur, löngu eftir að hann átti sér stað. Karadzic og nánustu samstarfs- menn hans fengu það óþvegið hjá Pohtika, einu aðalmálgagni Milo- sevics: „Til eru þeir sem vilja halda stríðinu áfram hvað sem það kost- ar, meðal annars vegna þess að þaö er eini útvegur þeirra til að halda áfram að auðgast og safna stríðs- gróða, og máska líka til að breiða yfir stríðsglæpi sem gætu sett þá á sakamannabekk." Mánuðinn síðan þessi afstaða var látin í ljós í- Belgrad hefur þing Bosníu-Serba í Pale þrívegis hafnað friðartillögu Sambandshóps utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna, Bretlands, Frakklands, Rússlands og Þýskalands, nú síðast með yið- auka um að bera málið undir cills- herjaratkvæði á yfirráðasvæði sínu 27. og 28. þessa mánaðar. ÖIl- um er ljóst að við ríkjandi aðstæður ráða Karadzic og menn hans niður- stöðu slíkrar atkvæðagreiðslu, svo þetta er ekkert annað en tilraun til að vinna tíma. Sambandshópurinn hafði líka fyrir síðasta fund í Pale lagt drög að viðbrögðum við endanlegri synj- un af hálfu Karadzics og hans manna. Þar er efst á blaði að herða um allan helming viðskiptabann gagnvart bakhjarh Bosníu-Serba, Radovan Karadzic á þingfundi i Pale, þar sem hann taldi líklegt að lýst yrði yfir striðsástandi, en við það fengi herstjórn hans alræðisvald. Símamynd Reuter banni á öllum útflutningi þangað nema á matvælum og lyfjum. Með þessum ráðstöfunum ofan á atlöguna að Karadzic og nánustu samstarfsmönnum hans hefur Milosevic gengið svo langt að ekki verður aftur snúiö. Tengshn við Serbíu, sem eru ástæðan fyrir bar- áttu Bosníu-Serba, eru orðin háð því að þeir losi sig við forustu Karadzics. Hann og herstjóri hans, Ratko Mladic, bregðast vafalaust við með því að magna hernaðaraðgerðir á ný. Það yrði ráð þeirra til að takast á við Mhosevic um hvor aðili fái unnið serbneskan þjóðarmetnað og þjóðemisofstæki á sitt band. Þar að auki er herstjórn Bosníu- Serba akkur í að sýna hernaðar- mátt sinn, sér í lagi gagnvart lítt vopnuðu friðargæsluhði SÞ, meðan ríkin í Sambandshópnum hafa ekki enn gert upp hug sinn um hvernig bregðast skuh við synjuninni á friðargerð. Enn er ágreiningur maðal stórveldanna, bæöi um loft- árásir á árásarstöðvar Serba og afléttingu vopnasölubanns af Bosníustjóm. Fyrir síðustu stjórnmálaatburði höföu Serbar þegar tekið fyrir sam- göngur við Sarajevo og fært sig upp á skaftið í hernaðaraögerðum á friðlýstu svæðunum þar og við Gorazde. Bosníustríðið heldur því áfram, jafnt á vígvelh og stjórn- málasviði. Magnús Torfi Ólafsson Erlend tíðindi Magnús Torfi Ólafsson Serbíu og Svartfjallalandi sem mynda leifamar af gömlu Júgó- slavíu. Mhosevic leitast við af fremsta megni að afstýra því að th slíks komi, enda var afnámi viðskipta- þvingana heitið stig af stigi féllust aðhar í Bosníu á friðartillögumar. Serbíuforseti lýsti því yfir í vikunni að synjun á friðargerð væri glæpur gegn ahri serbnesku þjóðinni. Þeg- ar sjálfskipaða þingiö í Pale hafði þá aðvömn að engu lýsti Serbíu- stjórn yfir slitum á öllum pólitísk- um og efnahagslegum tengslum viö yfirráöasvæði Serba í Bosníu og Skoðanir annarra Einkavæðing „Einkavæðing getur átt vel við ef hún lendir í samkeppnisstöðu eða brýtur upp einokunarstöðu. En einkavæðing lesta og fólksflutningabifreiða hefur þá áhættu í fór með sér að verða einokunarfyrirtæki sem enginn getur stýrt.“ Ur forystugrein Politiken. Þurfa hjálp strax „Hvernig stendur á því að svo langan tíma tekur fyrir iðnríki heims að koma mat, lyfjum og búnaði til nauðstaddra flóttamanna í Rúanda? Um leið og neyð flóttamanna vofði yfir fóru hjálparstarfsmenn að tala um að útvega þyrfti hreint og ómengað vatn. Bandaríkin bragöust skjótt við og sendu fireinsibún- að th að hreinsa mihjónir htra af vatni á hverjum degi. En hjálparstarfsmenn kvarta undan þvi að lítið gagn sé að því ef ekki eru til farartæki th að koma vatninu á réttan stað. Sama máli gegnir um matvæla- sendingar, þær virðast vera nægar, en hvorki mann- afli né farartæki til að dreifa þeim.“ Úr forystugrein New York Times 4. ágúst. Ekki hjálpa Rússum „Sovétríkin „þurftu“ á kjarnorkuvopnum að halda th þess að vega upp á móti áhrifum Bandaríkja- manna; hvers vegna þurfa Rússar nú á þeim að halda? Ef Rússar hafa ekki rétt á því að eiga kjarn- orkuvopn og þurfa ekki á þeim að halda höfum við allan rétt til að segja að við útvegum þeim ekki fjár- magn á meðpn þeir eyða því í að viðhalda kjamorku- vopnabirgðum sínum.“ Úr forystugrein í Hudson Briefing Paper 4. ágúst.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.