Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1994, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1994, Side 12
12 LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 1994 Erlend bóksjá Metsölukiljur Bretland Skáldsögur: 1. Joanna Trollope: A Spanish Lover. 2. Danielle Steel: Vanished. 3. Michael Crichton: Disclosure. 4. William Boyd: The Blue Afternoon. 5. Scott Turow: Pleading Guilty. 6. Tom Clancy: Without Remorse. 7. John Grisham: The Client. 8. Patricia D. Cornwell: Cruel and Unusual. 9. Sebastian Faulks: Birdsong. 10. Roddy Doyle: Paddy Clarke Ha Ha Ha. Rit almenns eölis: 1. Andy McNab: Bravo Two Zero. 2. Terry Waite: Taken on Trust. 3. Jung Chang: Wíld Swans. 4. W.H. Auden: Tell Me the Truth about Love. 5. J. McCarthy & J. Morrell: Some Other Rainbow. 6. Alan Clark: Diaries. 7. Bíll Bryson: The Lost Continent. 8. Brían Keenan: An Evil Cradling. 9. Bill Bryson: Neither here nor there. 10. Nick Hornby: Fever Pitch. (Byggt á The Sunday Times) Danmörk Skáldsögur: 1. Peter Eloeg: Froken Smillas fornemmelse for sne. 2. Jan Guillou: 0je for oje. 3. Fay Weldon: Farlíge aspekter. 4. J. Campion 8i K. Pullinger: The Piano. 5. Dan Turéll: Vrangede billeder. 6. Johannes Mollehave: Læsehest med aeselörer. 7. Emma Gad: Takt og Tone. (Byggt á Politiken Sondag) 6 sögur keppa um Bookerinn Eftir tæpan mánuö verður gert heyrumkunnugt í London hvaða skáldsaga hlýtur eftirsóttustu bók- menntaverðlaun Bretlands. Þau eru kennd við Booker-fyrirtækið. Verð- launafjárhæðin er 20 þúsund sterl- ingspund (ríflega 2 miUjónir ís- lenskra króna). í fyrra hlaut írski rithöfUndurinn Roddy Doyle Booker- inn fyrir skáldsöguna „Paddy Clarke Ha Ha Ha“ en hún hefur selst eins og heitar lummur síðan. Dómnefnd hefur nú skilað af sér lista yfir sex skáldsögur sem koma til greina sem sigurvegari þessa árs. Hægt er að tilnefna nýjar skáldsögur sem samdar eru á ensku af höfund- um innan breska samveldisins. Að þessu sinni fékk nefndin 130 skáldsögur til að lesa og velja úr. Sú vinna fór misjafnlega í dómnefndar- menn. Formaöurinn taldi að minnsta kosti ástæðu til að vekja á því at- hygli að lestur skáldsagna nútímans væri „þrekraun" mikil. Af skáldsögunum sex virðast mest- ar væntingar bundnar við „The Fold- ing Star“ eftir Alan Hollinghurst sem starfar við bókmenntablaðið TLS. Hann fæddist árið 1954 og sendi fyrstu skáldsöguna frá sér 1988. Hér segir hann frá Edward Manners, enskukennara sem fer frá Englandi til flæmskrar borgar að kenna þar tveimur drengjum ensku. Hann verður ástfanginn af öðrum þeirra, Luc, sem er 17 ára, og lýsir sagan sambandi þeirra. Tveir Skotar Höfundar tveggja þessara sex skáldsagna koma frá Skotlandi. Annar þeirra er James Kelman Síðasti Bookerverðlaunahafinn: Roddy Doyle. Umsjón af ýmsu tagi. „The Ocean of Time“ er sjötta skáldsaga hans. Hún gerist á Orkneyjum og lýsir dagdraumum Thorfjnns Ragnarson, smábónda- sonar sem fer í huganum aftur til þeirra tima þegar víkingar og önnur hraustmenni létu til sín taka. Og kemst að þeirri niðurstööu að nútím- inn sé að vinna óbætanlegt skemmd- arverk á orkneysku samfélagi. Frá Sri Lanka og Zansibar Elías Snæland Jónsson sem fæddist í Glasgow árið 1946 og hefur unnið til margvíslegra verð- launa fyrir ritstörf. „How Late It Was, Hów Late“ heitir nýja skáldsag- án hans. Þar rekur hann eina viku í lífi Sammys Samuels, róna í Glasgow. Sá vaknar timbraður á víðavangi og lendir í átökum við lögguna sem - stingur honum inn. Þegar hann kemst til rænu á ný í fangaklefanum hefur hann misst sjónina. Hinn Skotinn er George Mackay Brown. Hann fæddist á Orkneyjum, stundaði nám í Edinborg og hóf rit- höfundaferil sinn árið 1954. Síðan hefur hann samið fjölmargar bækur Höfundar tveggja tilnefndra bóka eru langt að komnir. Romesh Gunesekera fæddist árið 1954 í Sri Lanka og ólst upp þar og á Filippseyjum en býr nú í London. „Reef ‘ er fyrsta skáldsaga hans. Hún gerist í Colombo fyrir þremur ára- tugum eða svo og lýsir samskiptum auðugs manns, Salgado, og ungs þjóns. Sumir segja söguna minna nokkuð á „Dreggjar dagsins" eftir Kazuo Ishiguro. Abdulraxak Gurnah fæddist á Zansibar árið 1948 en kennir nú bók- menntir í Kent. „Paradise" er fjórða skáldsaga hans og fjallar um þræl- dóm. Yusuf er seldur barn að aldri til arabísks kaupmanns. Þegar hann vex úr grasi gerir hann sér grein fyr- ir því að Afríka hefur glataö frelsi sínu engu síður en hann sjálfur. Loks er ónefnd Jill Paton Walsh sem er 57 ára. Hún borgaði væna upphæð fyrir að fá „Knowledge of Angels" gefna út í Bretlandi - eftir að 14 forlög höfðu hafnað sögunni sem gerist á spænskri eyju á miðöld- um og er öðru fremur saga hug- mynda. Metsölukiljur Bandaríkin Skáldsögur: 1. Winston Groom: Forrest Gump. 2. Tom Clancy: Without Remorse. 3. Stephen King: Nightmares & Dreamscapes. 4. Laura Esquivel: Like Water for Chocolate. 5. Peter Hoeg: Smilla's Sense of Snow. 6. E. Annie Proulx: The Shipping News. 7. John Grisham: The Client. 8. Phillip Margolin: Gone, but not Forgotten. 9. Tom Clancy: Clear and Present Danger. 10. Michael Crichton: A Case of Need. 11. Catherine Coulter: The Wyndham Legacy. 12. Jack Higgins: Thunder Point. 13. Judith Michael: Pot of Gold. 14. Scott Smith: A Simple Plan. 15. Cormac McCarthy: All the Pretty Horses. Rit almenns eðlis: 1. Thomas Moore: Care of the Soul. 2. M. Scott Peck: The Road Less Travelled. 3. Ann Rule: You Belong to Me. 4. Bailey White: Mama Makes up Her Mind. 5. Maya Angelou: I Know why the Caged Bird Sings. 6. Joan W. Anderson: Where Angels Wálk. 7. Susanna Kaysen: Girl, Interrupted. 8 Peter D. Kramer: Listening to Prozac. 9. Sophy Burnham: A Book of Angels. 10. M. Hammer & J. Champy: Reengineeríng thB Corporation. 11. Benjamin Hoff: The Tao of Pooh. 12. Karen Armstrqng: A History of God. 13. Gail Sheehy: The Silent Passage. 14. Peter Mayle: A Year in Provence. 15. Cornel West: Race Matters. (Byggt á New York Tímes Bpok Review) Vísindi MS er víkingasjúkdómur - nýjar rannsóknir mýliskaða benda til norræns uppruna Nýjustu rannsóknir benda til aö sjúkdómurinn MS eða mýliskaði sé upprunn- inn á Norðurlöndum og hafi fyrst borist um heiminn með víkingum. Fljúgandi furðuhlutur afhjúpaður Bandariski flugherinn hefur nú upplýst að hann hafi átt „fljúg- andi furðuhlut" sem féii til jarðar í Roswell í New Maryland í Bandaríkjunum áriö 1947. Um var að ræða sérstakan loftbelg sem nota átti til njósna um vig- búnað Sovétmanna. Roswell-furðuhluturinn hefur lengi verið talinn helsta sönnun- in fyrir tilvist lífs úti í geimnum. í nærri hólfa öld hafa gengiö tröllasögur um aö í Roswell hafi fundist lík íjögurra geimvera en aö flugherinn haíl eyðilagt öll sönnunargögn. Nú eftir fall Sovétríkjanna þyk- ir yíirvöldum hins vegar ekki lengur ástæða til að þræta fyrir það sem kom til jarðar í Roswell fyrir 46 árum. Fagrar konur eru í öllum aðai- atriðum eins hvar sem er í heim- inum. Eða í þaö minnsta er smekkur manna á fegurð eins hvort sem þeir búa í Evrópu, Asíu eða Afríku. Með þvi að láta tölvu bera sam- an andlit fegurstu kvenna af ýms- um kynþáttum hefur komið í ijós að þær eru mjög líkar. Augun eru stór, kinnbeinin há og varir þykkar. Þessi niðurstaða bendir til að fegurð sé ekki afstæö og að hvar- vetna i heiminum hafi fólk sama fegurðarskyn. Alþjóðlegur hópur vísindamanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að MS-sjúkdómurinn sé norrænn að uppruna og hafi fyrst borist um heiminn með víkingunum. Á 19. og 20. öld hafi norrænir menn svo í enn ríkari mæli flutt þennan lífshættu- lega sjúkdóm milli heimsálfa. Uppgötvunin var kynnt á MS- ráðstefnu í Ósló nú í vikunni og vakti að vonum athygli. MS hefur ýmist verið kallað heila- og mænusigg eða mýhskaði hér á landi. Þetta er hæg- fara, langvinnur taugasjúkdómur. Hann einkennist af sköddun á svo- kölluöu mýli, fituslíðri sem umlykur taugaþræði í miðtaugakerfinu og veldur truflun á taugaboðum. MS eða mýhskaði leggst oftast á fólk milli tvítugs og fertugs. Fyrstu einkenni eru sjóntruflanir en í kjöl- farið fylgir dofi í útlimum og síðar lömun. Sjúkdómurinn er ólæknandi en vísindamenn deila um orsök hans. Sumir læknar vilja rekja mýh- skaða til veiru en aðrir telja hann arfgengan, í það minnsta á þann hátt að umrædd veira hefur ekki áhrif á þá sem hafa hlotið í vöggugjöf mót- stöðu gegn henni. Víðtækar athuganir á útbreiðslu sjúkdómsins benda til að hann sé nær eingöngu bundinn við fólk sem á ættir aö rekja til Norðurlanda. Einnig er fólki af ættum parþa á Ind- landi hætt við að sýkjast. Parþar eru af indó-evrópskum uppruna líkt og Norðurlandabúar. Upphafs sjúk- dómsins gæti því verið að leita í for- sögu þessara þjóðflokka. Einkum grunar vísindamenn að mýliskaði hafi orðiö til við stökkbreytingu í arfbera endur fyrir löngu. Ekki veóur heldur víkingar Eitt sinn var taliö að sjúkdóminn mætti rekja til veðurfars vegna þess að fólki í tempruðu eða köldu lofts- lagi er hættara við að veikjast en öðrum. Þessi kenning þykir nú af- sönnuð því t.d. Grænlendingar og samar fá ekki mýliskaða en norræn- ir menn búsettir í heitum löndum fá hann, líkt og heima hjá sér. Mýliskaði er þekktur á öllum Norö- urlöndunum. Hann leggst t.d. þungt á Norðmenn og í sumum einangruð- um byggðum í Noregi er hann mjög útbreiddur. Þetta bendir enn frekar til þess að sjúkdómurinn hafi herjað á gömlu víkingana. Á Óslóar-ráðstefnunni var það nið- urstaða vísindamannanna að rétt væri að leggja áherslu á að rannsaka þátt erfðanna í útbreiðslu mýliskaða. Þar kann að leynast lykillinn að lausn gátunnar um orsök sjúkdóms- ins. Fyrst þegar þeim áfanga er náð má búast við að lækning finnist. Þrívítt lyktarskyn Dýrafræðingar hafa fundið ut að eiturslöngur skynja iykt í þrívídd. Þar með er komin skýr- ing á því af hverju slöngur hafa klofna tungu. Slöngurnar nota tungubrodd- ana tvo til að meta fjarlægð og stefnu á næstu lykt rétt eins og tvö augu duga betur en eitt til að átta sig á fjarlægðum. Með þessu er einnig fengin skýring á því af hverju slöngur reka tunguna í sífellu út í loftið þegar þær hreyfa sig. Þær eru að þefa uppi íjarlægðir. Órangútan skarpastur Margt bendir til að órangút- anapar séu gáfaöri en aðrir apar, að manninum frágengnum. Nýj- ar rannsóknir sýna að gáfur ór- angútana eru meiri en lifnaðar- hættir þeirra benda til. Samfélög órangútana eru ein- _ faldari en samfélög margra ann- ' arra apa. Þetta stafar ekki af treg- um gáfum heldur af því að þeir eru meiri einfarar en aðrir apar. Órangútan er t.d. gáfaðari en simpansinn, sem til þessa hefur verið talinn ganga manninum næst í skarplegri hugsun. Þvi er kominn timi til að órangútan fái uppreisn æru og verðugan sess í öðru sæti í félagi apanna. Umsjón Gísli Kristjánsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.