Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1994, Blaðsíða 15
LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 1994
15
Bókaskiptaaeði
Skólastarf er hafið svo sem vera ber
í haustbyijun. Ekki verður annað
séð en ungdómurinn taki því með
jafnaðargeði. Tiifinningarnar eru
að sjálfsögðu blendnar. Eftir frelsi
sumarsins tekur festan við í skólan-
um með tilheyrandi vinnu. Að vísu
er það svo að stálpaðir imglingar
og ungt fólk er flest í vinnu yfir
sumarmánuðina þannig að vart er
hægt að tala um sumarfrí.
En það er líka tilhlökkun samfara
því aö byija í skólanum, takast á
við eitthvað nýtt og ekki síst að
hitta félagana. Félagsskapurinn er
mikilvægur og vinátta sem byijar
í skóla endist oft ævilangt. Síðar á
lífsleiðinni minnast flestir skólaár-
anna sem góðs tíma. Vandinn er
kannski sá að maður kann ekki að
meta þetta tímabil fyrr en síðar.
Auðvitað koma erfið tímabil hjá
hverjum og einum í skóla. Það
gengur illa með ákveðnar náms-
greinar og próflestur og próftamir
geta tæpast tahst skemmtilegir
tímar. En þeir erfileikar gleymast
að mestu um leið og staðið er upp
frá síðasta prófi. Síðar á lífsleiðinni
muna menn frekar eftir góðum fé-
lögum og það verða sannir fagnað-
arfundir þegar hópamir hittast
eins og margir gera með reglulegu
milhbih.
Mikilvægi skólans
Pistilskrifari, líkt og flestir, á sér
miimingar úr skóla og flestar góðar.
Nú orðið sé ég þó skólastarf nánast
eingöngu með augum bama minna.
Það þarf engan að undra þótt skól-
ann beri oft á góma á heimilinu og
umræðan sé fjölbreytileg. Fjögur
böm okkar hjóna em í tröppugangi
skólakerfisins, leikskóla, grunn-
skóla, framhaldsskóla og háskóla.
Skólinn er vinnustaður þeirra,
kennarinn sá aðih fuhorðinn sem
mest hefur með bömin að gera að
foreldrum frátöldum og í skólanum
em félagamir og vinimir. Þar er
að auki talsverður hluti tómstunda-
starfs þeirra.
Flestum þykir vænt um skólann
sinn og ghdir það jafnt um þá sem
nú eru í skóla og þá sem hugsa til
hðins tíma. Stúdentar kenna sig við
skóla sinn og árgang og gera það
með stolti. Ég tók einnig eftir því í
sumar að eldri dóttir okkar, sem
er komin áleiðis í grunnskóla,
fylgdist með viðbyggingu sem reis
við skólann og átti sér þá ósk að fá
að vera í nýja húsinu. Sú yngri sem
nú er að byija sitt síðasta ár í leik-
skólanum htur á hann sem sína
eign. Hún hefur skoöanir á flestu
og hggur ekkert á þeim. Þannig
gladdist hún yfir því að leikskóla-
húsið var málað ljósgrænt en var
ekki jafn hrifin af dökkgrænu hhði
sem maétti okkur þegar skólagang-
an hófst að nýju eftir sumarfrí. Við
fáum líka að heyra af góðum kon-
um í leikskólanum, vinkonum sem
leika sér prúðmannlega og um leið
af stöku hrekkjusvíni í hópi strák-
anna. Við þekkjum með nafni ýmsa
skemmthega gutta sem við höfum
þó aldrei séð. Allt skipar þetta stór-
an sess í bamssáhnni.
Óþörfum
útgjöldum mótmælt
Skólastarfið er ein af undirstöð-
um samfélagsins. Þessi undirstaða
kostar að sjálfsögðu mikla peninga.
Ég sá það í fréttum í vikunni, haft
eftir háttsettum embættismanni í
fjármálaráðuneytinu, að ég sé með
skattpíndustu mönnum í heimi.
Það kom mér að vísu ekki á óvart.
Ég horfi á summumar sem Friðrik
fær mánaöarlega. Ég hef þó sætt
mig bærhega við þetta þótt órétt-
lætið í skattamálum hérlendis blasi
við hverjum manni. Ég hef htið svo
á að með skattgreiðslunum sé ég
m.a. að borga menntun bama
minna. Ég mótmæh því ekki álög-
unum.
En það eru önnur útgjöld sem
tengjast skólastarfinu sem sjálfsagt
er að mótmæla. Það era útgjöld
vegna bókakaupa á hverju hausti.
Það er óhætt að fuhyrða að þau
útgjöld skipta hveija barnafjöl-
skyldu verulegu máh.
DV hefur tekið þetta mál fyrir í
liðinni viku og vakið sérstaka at-
hygh á því hve ört námsbókum er
skipt út. Nýlegar námsbækur eru
úreltar fljótt og ungdómnum gert
Laugardagspistill
Jónas Haraldsson
fréttastjóri
að kaupa nýjar þótt þær gömlu séu
th á heimihnu. Menn verða alger-
lega að fylgja duttlungum kennar-
ans í þessum efnum og því hvort
honum leiðist námsbókin. Hags-
munir fjöldans verða að víkja,
þeirra sem borga reikninginn.
Þessa sögu þekkja alhr foreldrar
og ég þarf ekki að leita langt með
þijú ungmenni í skóla. Það var
reiknað út í blaðinu að bókakostn-
aður fyrir hvem nemanda í fram-
haldsskóla væri 34 th 35 þúsund
krónur að hausti th. Það sést því
vel hver kostnaður þetta er fyrir
heimhin, ekki síst ef fleiri en eitt
ungmenni á heimih er á þessu
skólastigi. Mínir stóru strákar em
duglegir að vinna fyrir sér á sumr-
in og taka þátt í þessum bókakostn-
aði að hluta eða öhu leyti. Það
breytir því þó ekki að þarna er um
kostnað heimihsins að ræða.
Kennara leiöist-
nýbók skalkeypt
Það er eðlhegt að námi fylgi bóka-
kaup og það er hka rétt að hver og
einn, sem kominn er upp úr grunn-
skóla, greiði fyrir þær bækur sjálf-
ur. Það er hins vegar óeðlhegt að
stuðla að auknum útgjöldum með
of örri útskiptingu bóka ef skýring-
in er aðeins sú að kennarinn sé
orðinn leiður á henni. „Það eru th
framhaldsskólar hér í bænum þar
sem menn skipta nánast um bækur
á hverjum vetri og það er voðlega
vond lykt af því og erfitt fyrir kenn-
ara að forsvara það,“ sagði fram-
haldsskólakennari í viðtali við DV
í fyrradag. Þessi sami kennari
bætti við:.ég verð nú að segja
alveg eins og er að í tungumálum
eins og t.d. íslensku og í stærðfræði
hafa ekki komið neinar byltingar á
undanfomum ámm. Þess vegna á
ég vont með að átta mig á því af
hveiju menn vhja skipta um bæk-
ur“.
Ráðuneytið þvær
hendur sínar
í sömu grein vísaði menntamála-
ráðuneytið allri ábyrgð þessara
mála á kennara. Kennarar yrðu
fljótt þreyttir á bókum og þeir réðu
því hvaða bækur væru notaðar við
kennsluna. Kennarar skiptu því út
bókum sjálfs sín vegna th að fá th-
breytingu. Ráðuneytisfuhtrúinn
sagði aö frá sjónarmiði nemenda,
sem borga brúsann, væri þetta auð-
vitað ekki sanngjamt.
Menntamálaráðuneytið þvær
sem sagt hendur sínar. Það virðist
því ekki vera samræmi milli fram-
haldsskólanna um notkun
kennslubóka, skóla sem þó em að
búa nemendur sína undir sömu
próf og sama framhaldsnám aö lok-
inni vist í þessum skólum.
„Fáránlegt ástand"
„Ástandið í þessum bókamálum
er fáránlegt," sagði bóksölustjóri í
framhaldsskóla í viðtali við DV í
gær. Hann nefndi dæmi, máh sínu
til stuðnings, þar sem nemendum
í ákveðnum áfanga í fyrra var gert
að kaupa bækur fyrir nær þrjú
þúsund krónur. Bóksölustjórinn
lofaði að taka þær aftur í haust th
endursölu en þá stóðu menn
frammi fyrir nýrri bók og geta htið
annað gert en henda nokkurra
mánaða gömlum bókum.
Skiptibókamarkaðir eru af hinu
góða og spara nemendum fé. Ég
þekki lýsingu bóksölustjórans hins
vegar þar sem hann segir: „Nem-
endur koma hingað með fthla poka
af gömlum bókum sem upp th hópa
em orðnar úreltar. Þeir verða fox-
illir þegar við tökum e.t.v. bara við
helmingnum af þeim.“
Ég kaha það gott ef nemandi get-
ur losnað við helminginn. í skóla-
byrjun í haust safnaði sonur minn
framhaldskólanemandinn öhum
bókum eldri bróður síns og bókum
annars nemanda th og fór með á
skiptimarkaðinn. Hann fékk þijú
þúsund krónur fyrir og kom heim
með stafla sem ekki var hægt að
losna við. Samkvæmt útreikning-
um neytendasíðu DV nást þar inn-
an við tíu prósent af meðalkostnaði
nemanda í framhaldsskóla vegna
bókakaupa þetta haustið.
Gróðahyggja?
í umfjöllun DV í vikunni hefur
komið fram að bókaskiptaæði
kennara er misjafnt eftir skólum.
Menntaskólinn í Reykjavík, sú
gamalgróna stofnun, hreyfir
minnst við bókahstum frá ári th
árs. Ég fuhyrði að nemendur sem
útskrifast frá MR eru ekki lakari
en aðrir nema síður sé. Það er þyí
ekki sjáanlegt samhengi milh örra
bókaskipta og árangurs í námi.
Formaður nemendafélags MH
segist í DV í gær vonast th að gróða-
hyggja þeirra sem gefa út
námsbækur ráði ekki örum bóka-
skiptum þótt óneitanlega leiði
menn hugann að því. Á sama stað
segir framhaldsskólakennari að
eðhlegt sé að skipta út bókum þeg-
ar nýjungar í námsefninu koma
fram. Það sé alvarleg ásökun haldi
menn því fram að kennarar skipti
út námsbókum árlega að nauð-
synjalausu. Það held ég að sé verk-
efni fyrir ráðuneyti menntamála
að skoða.
Fyrir foreldra og nemendur
skiptir nefnilega máh að skorður
séu settar við æði þessu.