Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1994, Qupperneq 20
20
LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 1994
VerðurForestGumb
vinsælastamynd ársins?
Um síðustu helgi náði Forest Gumb
að komast í hóp þeirra tíu kvikmynda
sem mesta aðsókn hafa fengið frá upp-
hafi. Nokkru áður hafði The Lion King
komist í þennan hóp. Hinar óvæntu vin-
sældir Forest Gump gera þaö að verkum
að þeir sem sögðu aö The Lion King yrði
vinsælasta kvikmynd ársins eru famír
að draga í land. Um síöustu helgi komu
7 milljónir dollarar í aðgangseyri á For-
est Gump og var hun í 1. sæti, en i 9.
sæti með 1,9 milljónir dollara var The
Lion King. Ef svona heldur áfram stend-
ur Forest Gump Uppi sem vinsælasta
mynd ársins. Staðan er nú að 248 millj-
ónir dollarar eru aö baki Forest Gump,
en 264 milljónir að baki The Láon King.
Lítil samstaða meðal
dómara í Fenevjum
Kvikmyndahátíðinni i Feneyjum lauk
um síðustu helgi og er varla hægt að
tala um einn sigurvegara vegna þess hve
margar myndir voru verðlaunaðar.
Gullljónið fengu Before the Rain (Maka-
dónia), leikstjóri Milcho Manchevski og
Aiqing wansui (Taiwan), leikstjóri Tsaí
Ming-liang. Kvikmynd Olivers Stones,
Natural Born Kíllers, sem margir voru
búnir aö spá að fengi Gullljónið fékk
sérstök verðlaun dómnefndar. Það voru
síðan þrjár kvikmyndir sem fengu Silf-
urljónið, Heavenly Creatures (Bretland),
leikstjóri Peter Jackson, Little Odessa
(Bandaríkin), leikstjóri James Gray og
The Bull (ítalia), leikstjóri Carlo Mazzac-
urati. Má segja að dómnefndin, sem
David Lynch veitti forstöðu, hafi ekki
komið sér saman um gæðin og ágrein-
ingur verið jafnaður með þessari aðferð
sem ílestir virtust sætta sig við.
Hughes-bræður í
startholunum
Hinir ungu tviburabræður Allen og
Albert Hughes, sem leikstýrðu Menace
II Society, eru að byrja á nýrri kvikmynd
og munu þeir báðir leikstýra henni eins
og í fyrstu kvikmynd þeirra. Heiti mynd-
arinnar er Dead Presidents og er áætlað
að tökur byrji síðla i október. Dead
Presidents er lauslega byggð á ævisögu
Hayward T. Kirkland og fjallar um ung-
an mann sem lendir á glæpabraut eftir
að hafa þrisvar sinnum verið sendur til
Víetnams meöan á stríðinu stóð. Þegar
haim losnar úr herþjónustunni hefur
hann samflot við aðra Vietnamhermenn.
Nafnið Dead Presidents þýðir á slangur-
rnáli peningar.
FreddyKreugerer
alls ekki dauður
Þeir sem íylgst hafa með Nightmare
on Elra Street myndunum vita að í þeirri
síðustu var gengið þannig frá málum að
sá mikli óskapnaður Freddy Kreuger
myndi aldrei rísa upp aftur en kvik-
myndir eru kvikmyndir og i Wes Cra-.
ven’s New Nigbtmare, sem frumsýnd
var á kvikmyndahátíðinni í Toronto,
birtist hann aftur sprelllifandi og sem
fyrr er það Robert Englund sem leikur
Freddy, en Englund leikur einnig sjálfan
sig. Málið er nefnilega að í byijun mynd-
arinnar er Wes Craven, sem leikstýrði
aðeins fyrstu myndinni, aö byrja tökur
á þeirri siðustu og fær tii liðs við sig leik-
ara sem voru í fyrstu myndinni og má
segja að Wes Craven’s New Nightmare
sé mynd ,1 mynd. Það er skemmst frá því
að segja að myndin hefur vakið nokkra
athygli og þykir Craven takast vel í að
krossa á miili „raunveruleikans" og
hryliingsmyndarixmar sem er í bígerð.
JeíFBridgesIeikur
WUdBillHickock
Þrátt fyrir að síðustu vestramir hafi
ektó gengið jafn vel og menn vonuðust
eftir eru þeir i Hollywood ekki á þeim
buxunum að gefa þá upp á bátinn og í
bígerð er allavega einn vestri af stærri
geröinni. Nefhist myndin Wild Bill og
er byggð á ævi þeirrar ff ægu þjóðsagna-
persónu Wild Biil Hickock. Það er Jeff
Bridges sem mun leika titilhlutverkið.
Meðal annarra leikara má nefna EUen
Barkin, John Hurt og Bruce Dem. Leik-
stjóri myndarinnar er Walter Hili.
Kvikmyndir
Kvikmyndir sem tengjast manméttíndum
í gær hófst í Regnboganum kvik-
myndahátíð sem er á vegum ís-
landsdeildar Amnesty Intemation-
al, en tuttugu ár era frá stofnun
hennar. Verða á næstu dögum
sýndar sjö kvikmyndir, fimm
leiknar og tvær heimildarmyndir,
sem allar tengjast á einn eða annan
hátt málefnum sem tengjast mann-
réttindum og hafa sumar þessara
kvikmynda vakið athygli og verið
verlaunaðar.
Heimildarmyndimar tvær eru
era bandarískar. Defending Our
Lives, sem gerö er af Margaret
Lazaras fjallar um konur sem fang-
elsaðar hafa verið fyrir að bana
karlmönnum sem misþyrmdu
þeim. Mynd þessi hefur hlotið
fjölda viðurkenninga. Fire Eyes er
eftir Soraya Mire. Fjallar myndin
um þá útbreiddu venju að umskera
stúlkubörn á unga aldri, en Soraya
Mire er fædd í Sómalíu 1961 og var
umskorin þegar hún var þrettán
ára gömul. í myndinni tekur hún
til meðferðar alla þætti þessarar
aldagömlu siðvenju og varpar rýrð
á rætur hennar.
Leiknu kvikmyndimar fimm era
evrópskar og suður-amerískar.
Tango Feroz (Argentína 1993) eftir
Marcelo Pineyro, segir sögu nok-
kurra ungra hugsjónamanna í Bu-
enos Aires í lok sjöunda áratugar-
ins.
Reporting on Death (Perú, 1993)
er byggð á mannskæðri uppreisn
sem gerð var í fangelsi í Perú 1894
og er aðalpersónan sjónvarpskona
sem send er til að fylgjast með
óeirðunum. Leikstjóri er Danny
Gavida.
Testament (Bretland 1988) segir
sögu Abenu frá Ghana, sem er
handtekin eftir að Nkrumah var
steypt af stóli 1966. Hún flyst til
Englands en fer síðar ásamt fá-
mennum hópi sjónvarpsmanna á
heimaslóðir. Leikstjóri er John
Akomfrah.
Trahir (Frakkland/Rúmenía
1993) er verðlaunamynd sem fjallar
um kjör rithöfunda og mennta-
manna undir stjóm kommúnista í
Rúmeníu. Einn sterkasti þáttur
þessarar myndar er óljós mörk á
milii góðs og Uls í einræðisríkjum.
Leikstjóri er Radu Mihaileanu.
Varsjá (Pólland/Frakkland 1992)
gerist í samnefndri borg 1944 og
segir frá ungu pari sem flýr fjölda-
morðin í gyöingahverfmu. Á flótt-
anum eru þau ektó eingöngu að
bjarga lífi sínu, heldur filmum sem
era heimildir um grimmdarverk
nasista. Kvikmyndhátíð Amnesty
Intemational mun ijúka í 21. sept-
ember.
90 kvikmyndir á heimildar- og stuttmyndahátíðinni Nordisk Panorama í Reykjavík:
Það besta írá Norðurlöndum
- 250 erlendir gestir koma á hátíðina
Það verður mitóð um að vera í
Háskólabíói dagana 21.-24. sept-
ember en þar verður kvikmynda-
hátíðin Nordisk Panorama, sem er
norræn heimiidar- og stuttmynda-
hátíð, haldin. í allt verða 90 kvik-
myndir sýndar en í sjálfri keppn-
inni era 57 myndir og eru fjórar
íslenskar kvikmyndir þar á meðal.
Yfirleitt verður um pakkasýningar
að ræða fyrir áhorfendur og í lotón
mun svo norræn dómnefnd velja
bestu stuttmyndina og bestu heim-
ildarmyndina. Það yrði of langt mál
að telja upp allar þær myndir sem
keppa til verðlauna og þvi verður
stiklað á stóra. En þess má geta að
margar athyglisverðar myndir
verða sýndar utan.hátíðarinnar og
má þar sérstaklega nefna opnunar-
mynd Ató Kaurismató, Total Bal-
alaika Show, en sem fyrr vildi
Kaurismató ektó taka þátt í keppn-
inni. Mynd hans er heimildarmynd
um þá óborganlegu Leningrad
Cowboys en þeirri hljómsveit
bregður reglulega fyrir í myndum
hans.
Á Nordisk Panorama eru ávallt
valdar til sýningar myndir af ein-
hverri annarri hátið og varð alþjóð-
lega stuttmyndahátíðin í Óðinsvé-
um nú fyrir valinu. Verða bestu
myndimar, sem þar komu fram,
sýndar. Má benda á kvikmynd
Mike Leigh (Life Is Sweet), A Sense
of History.
Noregur á flestar myndirnar
Eins og fyrr segir taka fiórar ís-
ienskar kvikmyndir þátt í keppn-
inni. Húsey er heimildarmynd eftir
Þorfinn Guðnason þar sem sögu-
staðurinn er bærinn Húsey þar
sem áður vora helstu selveiðisvæði
landsins. Þess má geta að Þorfinn-
ur fékk Menningarverðlaun DV á
þessu ári fyrir mynd sína. Húsey
er 52 mínútur.
Debutanten er sjö mínútna kvik-
mynd eftir Sigurð Hr. Sigurðsson.
FjaUar myndin um hæfiieikaríkt
tónskáld sem lendir í öngstræti
Drengen der gik baglæns er ein margra kvikmynda sem sýndar verða
sem hefur unnið til verðlauna á öörum stuttmyndahátíðum.
Þrjár heimildarmyndir eru sýndar undir yfirskriftinni Directo’s Choice
og er ein þeirra um njósnarann Arne Treholt sem hefur ávallt haldið
fram sakleysi sínu.
Debutanten er ein fjögurra islenskra kvikmynda sem tekur þátt i keppninni. Sigurður Hr. Hreiðarsson gerði
myndina.
þegar ímyndunaraflið hleypur með
hann í gönur. Umhverfi hans og
áhorfendur breytast í gamansama
fantasíu.
Ertu sannur? er eftir Lýð Árna-
son og Jóatóm Reynisson. í mynd
Kvikmyndir
Hilmar Karlsson
þessari, sem er 35 mínútna löng,
segir af ungu pari sem kemur fyrir
tilviljun að einangruðum sveitabæ
og hittir þar fyrir mann sem lifir
einföldu og dularfullu lifi. Unga
fólkinu finnst maðurinn furðuleg-
ur en með því að uppgötva hæfi-
leika hans breytist líf þeirra til
muna.
Fjórða íslenska kvikmyndin er
Matarsýtó eftir Arnar Jónasson og
Reynir Lyngdal. Er um að ræða
leikna heimildarmynd um ofát.
Mynd þessi vann til verðlauna sem
besta íslenska stuttmyndin á Stutt-
myndahátíð í Reykjavík. Matar-
sýtó er 16 mínútna löng.
Noregur á flestar kvikmyndimar
í keppninni eða tuttugu og eina
mynd, ffá Svíþjóð koma þrettán
myndir, tíu frá Finnlandi og níu frá
Danmörku. Eins og nærri má geta
eru myndimar misjafnlega langar.
Stuttmyndimar era allt frá einni
mínútú upp í rúman háiftíma en
heimildarmyndimar era yfirleitt
mun iengri.
Þekktasti ieikstjórinn sem á
kvikmynd í keppninni er tvímæla-
laust Jan Troell en hann sendir í
keppnina tuttugu mínútna heim-
ildarmynd, Dansen. Eins og nafnið
gefur tíl kynna fiallar myndini ein-
göngu um dans af ýmsum gerðum
sem dansaður er við hið þekkta
verk Bolero eftír Ravel.
Nokkrar kvikmyndanna hafa
unnið til verðlauna á öðrum hátíð-
um og ættu því sterklega að koma
til greina sem sigurvegarar. Má þar
néfna dönsku myndina Drengen
der gik balæns eftir Thomas Vint-
erberg, Traveller’s Tale eftír Lars
Johanson, Ingen som du eftir Lisu
Ohlin og teiknimyndina Verdens-
historien del. 1.
í tengslum við kvikmyndahátíð-
ina verða haldin ýmis málþing og
á Sólon íslandus verður starfrækt-
ur Klúbbur Nordisk Panorama, þar
sem kvikmyndagerðarfólk frá
ýmsum löndum hittíst við lifandi
tónhst en geta má þess að um 250
erlendir gestir koma á hátíðina og
er óhætt að segja að Nordisk Panor-
ama ’94 sé umfangsmesta kvik-
myndahátíðin sem haldin hefur
verið hér á landi.