Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1994, Síða 23
LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 1994
23
Grískur guð
Brasilíumaöurinn Sergio de
Mello þykir vera með likama eins
og grískur guð og tískukóngurinn
Yves St. Laurent hefur ákveðið
aö nota hann í ilmvatnsauglýs-
ingu sinni nœstu þrjú áiin. Kvik-
myndaleikstjórinn Roman Pol-
anski er einnig sagður hafa áhuga
á þessum fagra sveini og vill fá
hann til að leika í kvikmynd hjá
sér.
r
pp
Það voru miklir fagnaðarfundir þegar systkinin niu hittust öll i fyrsta sinn.
Myrtley Helena er fyrir miðju í fremri röð.
Níu systkini
hittast öll
í fyrsta sinn
Um miðjan ágúst voru níu systkini
öll saman komin í fyrsta sinn. Það
var í tilefni sjötugsafmælis eins
þeirra, Myrtley Helenu Helgason,
sem er færeysk en hefur verið búsett
á íslandi í nær hálfa öld.
Haldið var upp á afmælið á Fjóni í
Danmörku þar sem fjögur systkin-
anna búa. „Þetta var óskaplega gam-
an og sérstaklega fyrir bróður minn
sem býr hér á íslandi því hann hefur
ekki séð yngstu systur okkar, sem
verður sextug á næsta ári, síðan hún
var þrettán ára,“ segir Myrtley Hel-
ena.
Systkinin eru frá Vogi á Suðurey í
Færeyjum. Þegar það yngsta fæddist
var það elsta orðið sautján ára og
farið að heiman. Sjálf ólst Myrtley
Helena, sem er fjórða í röðinni, upp
hjá fóðursystur sinni. „Hún og mað-
ur hennar vildu endilega taka mig
til sín þegar yngri systir mín fæddist
og létta þannig undir með foreldrum
mínum. Ég fór reyndar heim aftur
en föðursystir mín sótti mig svo til
sín um jólin og ég var svo áfram hjá
henni.“
Til íslands kom Myrtley Helena
árið 1947. Bróðir hennar hafði komið
hingað áður í kjölfar auglýsingar í
Færeyjum þar sem óskað var eftir
starfsfólki í byggingar- og fiskvinnu
á íslandi. Helena fór að vinna við
framreiðslustörf og byrjaði á Hressó.
Hún var einnig við verslunarstörf.
Myrtley Helena giftist hér á íslandi
Þorsteini Helgasyni sem var sjómað-
ur. Þau eignuðust eina dóttur sem
nú er búsett í Danmörku. „Hún dreif
mig einu sinni út til Danmerkur þeg-
ar ég var nýkomin af sjúkrahúsi til
aö heimsækja systur mína sem átti
silfurbrúðkaup. Dóttur minni og
hennar manni leist svo vel á sig í
Danmörku að þau fluttust þangað og
hafa það mjög gott þar. íslendingar
eru duglegir að drífa sig til annarra
landa og það eru reyndar Færeying-
ar líka.“
Núna eru tveir bræður Myrtley
Helenu eftir í Færeyjum. Til skamms
tíma voru þrír bræðranna búsettir
þar en einn er nýfluttur til Danmerk-
ur. Þar búa einnig þrjár systur henn-
ar en á íslandi eru tveir af bræðrun-
um búsettir. Það voru því miklir
fagnaðarfundir þegar systkinin níu
hittust öll.
„Það var haldin stór veisla. Við
vorum þarna í um það bil þrjár vikur
og reyndum að hittast sem oftast.
Þetta var alveg yndislegt," segir
Myrtley Helena.
A MITSUBISHI
Leggðu metnað
í val tækjanna
-og þú nýtur þess betur að horfa og hlusta
Nýja Mitsubishi myndbandstækið M68U kemur þér skemmtilega á óvart.
• NICAM Hi Fi Sterió, fullkomin hljómgæði.
• 6 hausar - 4 fyrir mynd og 2 fyrir hljóð.
• Sjálfvirkur hreinsibúnaður á myndhaus.
• „Jog/shuttle Control" Stýrihjól í fjarstýringu
þ.e. stiglaus hæg og hraðspólun, sem auðveldar
þér að skoða mynd ramma fyrir ramma.
• NYJUNG - leitarmöguleikar á spólunni,
tíma- og eða punktakerfi, og flýtir íyrir þér
að finna það efni sem þú leitar að.
Verð frá
• Ný útfærsla á þræðingu myndbands.
Flækir síður. Tækið er 0,3 sek úr stopp í start.
• Hraðspólun: 1,48 min að spóla 180 mín.
spólu.
• Sýnir allar aðgerðir á skjánum.
• Myndleiðréttingarbúnaður, -myndir af
gömlum spólum verða betri.
• NTSC -þú getur spilað spólu frá USA í þessu
tæki.
54.900,-
Mitsubishi sjónvarpstæki ■ Fullt af nýjungum
Aöfiins nokkur taiki
Verð stgr.
119.900,-
Alltaf sömu myndgæðin;
á tækinu er auga sem skynjar dagsbirtu
frá náttmyrkri og skerpir því myndina
ef mikil birta er og mýkir hana þegar
náttmyrkrið skellur á.
• Sjálfvirkur snúningur á fæti;
með fjarstýringunni getur þú snúið
tækinu um 15" gráður í báðar áttir.
Þú þarft ekki að færa þig -þú færir tækið,
þægilegt ekki satt.
• Hljómur í þrívídd; á tækjum Mitsubishi
eru þrír hátalarar, á hvorri hlið eru hom
sem gefa hátíðnitóna, en í bakinu 6r
bassahátalari „Woofer"-þetta skilar
Nicam sterióhljómnum beint í æð.
I • Flatur skjár m/90° horni;
; flatur skjár skilar eðlilegri mynd,
j það verður engin bjögun og tilfinningin
| verður eins og í kvikmyndahúsi.
Umboðsmenn um land allt
Kringlan 8-12
MITSUBISHI
-þú átt skilið það besta
Sími681000
Fákafeni llSími 688005