Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1994, Page 26
26
LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 1994
Sviðsljós
Tom Hanks slær enn í gegn:
Besta hlutverk
mitt til þessa
- segir stjaman um Forrest Gump
í myndinni Forrest Gump er rakin saga ungs manns en hann kemur við
sögu í flestum meiriháttar viðburðum sögunnar undanfarin þrjátiu ár - sem
fólk kannast við.
„Það getur verið erfitt að búa til góða
bíórnynd," segir stórstjarnan Tom
Hanks er hann reynir að svara því
hvernig standi á að nýjasta mynd
hans, Forrest Gump, sé svo vinsæl
sem raun ber vitni en hún hefur sleg-
iö öll aðsóknarmet í Bandaríkjunum
í sumar. Síðastliðið vor fékk Tom
Hanks óskarsverðlaun fyrir leik sinn
í kvikmyndinni Philadelphia en
hann sló eftirminnilega í gegn í þeirri
kvikmynd.
Tom Hanks hefur verið heppinn í
síðustu myndum sínum en hér áður
var hann oft óheppinn með hlutverk.
Hann lék t.d. í kvikmyndinni Under
the Volcano árið 1984 en sú mynd
hlaut ömurlega gagnrýni á sínum
tíma og hafði nær eyðilagt feril hans.
Þess vegna er sagt að Hanks taki
mikla áhættu þegar hann velur hlut-
verk. „Það getur enginn verið á
Kvikmyndir sem Tom
Hanks hefur leikið í
He Knows You’re Alone (1981)
Mazes and Monsters (1982)
Bachelor Party (1984)
Splash (1984)
The Man with One Red Shoe (1985)
Volunteers 1985
Every Time We Say Goodbye (1986)
The Money Pit (1986) .
Nothing in Common (1986)
Dragnet (1987)
Big (1988)
Punchline (1988)
The Burbs (1989)
Turner and Hooch (1989)
Joe Versus the Volcanor (1990)
Bonfire of the Vanities (1990)
Radio Flyer (1992)
A League of Their Own (1992)
Sleepless in Seattle (1993)
Philadelphia (1993)
Forrest Gump (1994)
toppnum um alla eilífð," segir leikar-
inn. Tom Hanks þykir hafa sannað
að hann getur leikið jafnt í gaman-
myndum sem þeim alvarlegri. Hann
sýndi t.d. mjög góðan leik í kvik-
myndinni Splash. Það var þó ekki
fyrr en hann lék í kvikmyndinni Big
sem hann sýndi virkilegan stjörnu-
leik enda var hann þá tilnefndur til
óskarsverðlauna. Frábærar myndir
komu á eftir eins og A League of
Their Own, Sleepless in Seattle og
Philadelphia.
Með kvikmyndinni Forrest Gump
hefur Tom Hanks sýnt og sannað að
hann er einn besti kvikmyndaleikari
Bandaríkjanna í dag.
Forrest Gump er nafn á manni sem
í bíómyndinni rifjar upp lífshlaup
sitt í gegnum sögulega viðburði.
Forrest hefur aðeins greindarvísi-
tölu upp á 75 en er einlægur og
hjartahlýr. Tom Hanks segir að þetta
sé eitthvert skemmtilegasta hlutverk
sem hann hefur leikið. „Ég hef þénað
svo mikið að ég þarf ekki að vinna.
Að minnsta kosti get ég valið og hafn-
að. Hlutverkið Forrest Gump hreif
mig hins vegar og mér fannst hand-
ritið eitthvert það skemmtilegast
sem ég hef lesið,“ segir leikarinn.
Forrest Gump upplifir Vietnam-
stríðið, hann hrífst af Elvis Presley,
hann gerist hippi á því tímabili og
Bítlarnir verða í uppáhaldi hjá hon-
um. Framleiðendur myndarinnar
nota raunveruleg atriði í bíómynd-
inni og setja Tom Hanks inn í þau
með hjálp tölvu. Þannig ná þeir að
búa til áhrifamiklar senur, t.d. talar
Forrest Gump við John Lennon og
John F. Kennedy. „Flestallir sem eru
komnir til vits og ára finna sjálfa sig
í þessari mynd þar sem þeir geta
auðveldlega sett sig í spor Forrest
Gump,“ segir Tom Hanks. „í þessari
mynd kemur bara raunveruleikinn
fram,“ segir leikarinn ennfremur.
Forrest Gump verður bráðlega
sýnd hér á landi ogþá munu væntan-
lega miðaldra íslendingar kannast
við margt á hvita tjaldinu en það er
ekki síst þessi raunveruleiki sem
gert hefur myndina jafn vinsæla og
raun ber vitni.
Tom Hanks leikur einlægan og
hjartahlýjan mann, Forrest Gump, í
nýjustu mynd sinni sem er að slá i
gegn vestanhafs um þessar mundir.
Myndin verður sýnd hér á landi inn-
an skamms.
Úr myndinni Sleepless in Seattle
þar sem Tom Hanks sýndi mikinn
stjörnuleik.
Tom Hanks fékk óskarsverðlaun fyr-
ir leik sinn í Philadelphia.
Allir unglingar eru eins
Unglingar um heim allan hafa sama smekk og sömu þarfir.
hvar sem þeir búa
Táningaherbergi er svo til eins um
allan heim. Myndbandaupptökur frá
herbergjum stélpna og stráka í 25
löndum sýna að unglingarnir hafa
sama smekk, hvort sem þeir búa í
Afríku, Suður-Ameríku, Bandaríkj-
unum, Asíu eða Evrópu.
í herbergjunum er að sjá sams kon-
ar plaköt og unglingarnir eru hrifnir
af sömu hijómsveitunum, ganga í
sams konar fatnaði og nota eins
snyrtivörur. Þoir drekka ákveðnar
tegundir af gosdrykkjum og leika sér
méð eins tölvuleiki.
Og hvað er það þá sem heillar ungl-
inga um allan heim? Samkvæmt
könnun bandarísku auglýsingastof-
unnar BSB Worldwide, sem greint
er frá í danska blaðinu Politiken, er
það meðal annars þetta: Levi’s og
Diesel buxur. NBA-jakkar. Hip Hop-
kassettur. MTV-sjónvarpsútsending-
ar. Timbarland og Dr. Martens stíg-
vél. Red Hot Chili Peppers og Ice
Cube (þetta eru hljómsveitir en ekki
krydd eða drykkir). Sega og Nin-
tendo tölvuleikir. Coca Cola og Pepsi.
Cover Girl smink. Spider-Man
teiknimyndaseríur. Bandarískar
körfuboltahetjur. McDonald’s matur
og pitsur.
Táningar eru eftirsóknarverðir
viðskiptavinir. Ef hægt er að vekja
áhuga þeirra á einhverri vöru geta
menn reiknað með að þéna dágóðan
skilding. Það er oftast í Bandaríkjun-
um sem tískan myndast og skömmu
síðar breiöist hún út meðal táninga
um allan heim. í Bandaríkjunum eru
mörg fyrirtæki sem sérhæfa sig í
markaðsrannsóknum sem tengjast
vamingi sem reyna á að selja táning-
um landsins sem eru sagðir vera 28
milljónir.
Fyrirtækið Simmons Market Rese-
arch Bureau of New York City upp-
lýsir í alþjóðlega viðskiptablaðinu
Fortune að í fyrra hafi bandarískir
táningar gert innkaup fyrir 57 billj-
ónir dollara. Og þá er eingöngu um
þeirra eigin vasapeninga að ræða.
Árið 1992 voru það táningar sem
keyptu um 25 prósent af öllum seld-
um bíómiðum í Bandaríkjunum og
þeir keyptu 27 prósent af öllum
myndböndum.
Sá aðili sem hefur einna mest áhrif
á smekk unglinga í Evrópu er banda-
ríska sjónvarpsstöðin MTV sem sýn-
ir tónlistarmyndbönd alla daga. Þar
eru stór bandarísk og ensk nöfn
mest áberandi en litlar evrópskar
hljómsveitir fá þó að láta ljós sitt
skína inni á milli.
... að Mandy Smith vildi skilja
við Pat van den Hauwe eftir bara
eins árs hjónaband vegna af-
brýðisemi hans. Hjónaband
Mandy og Bills Wymans varaði
i eitt og hálft ár en þau voru
bara eina víku undir sama þaki.
... að Arnold Schwarzenegger
ætlaði að kenna umheiminum
að dansa tangó. Schwarzeneg-
ger hyggst gefa út dansmynd-
band eftir kvikmyndinni True Li-
es sem nú er víða verið að sýna
fyrir fullum húsum.
... Paul McCartney væri ríkari
en Bretadrottning og öll börn
hennar. Eru eignir Bitilsins
metnar á yfir fjörutiu milljarða
en drottningin er sögð eiga um
15 milljarða.
... að Elvis Presley hefði orðlð
sextugur 8. janúar nk. og í tilefni
af því munu verða haldnir miklir
tónleikar i heimabæ hans,
Memphis, 8. október nk. Þar
munu meóal margra frægra
verða hjónakornin Lisa Marie
Presley og Michael Jackson og
syngja dúett.
... að nýlega hófust að nýju sýn-
ingar á þáttunum Beverly Hills
90210 í Bandaríkjunum og er
þetta fimmta serian sem gerð
hefur verið. Þættir þessir hafa
notið mikilla vinsælda um allan
heim en nú munu hafa orðið ein-
hverjar mannabreytingar i þátt-
unum.