Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.1994, Síða 29
28
LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 1994
Elín Ósk Óskarsdóttir í draumahlutverkinu:
Umraeðan um
launin hafði
auðvitað áhiif
„Þetta er stórkostlegt hlutverk. Ég hoppaói af gleði þegar ég fékk að vita í hlutverki Toscu 1986. Þá var Elín Ósk aðeins 25 ára.
að ég hefði fengið það.“ DV-mynd GVA
„Auðvitað hafði umræðan um laun Kristjáns áhrif á andrúmsloftið. En það
er ágætt að þessi mál hafa verið rifin upp.“ DV-mynd GVA
í kvöld stígur Elín Ósk Óskarsdóttir
á sviö Þjóðleikhússins og syngur
dTaumahlutverk dramatískra sópr-
ansöngkvenna, hlutverk Leonóru í
óperunni Vald örlaganna eftir Verdi.
„Þetta er alveg stórkostlegt hlut-
verk. Ég hoppaði af gleði þegar ég
fékk að vita í apríl að ég hefði orðið
fyrir vahnu,“ segir Elín Ósk. „Þetta
er líka alveg sérstakt fyrir mig því
að þegar ég debuteraði hér heima
söng ég á móti Kristjáni Jóhannssyni
í Toscu og það var líka í Þjóðleikhús-
inu. Þá var líka sami stjórnandi og
nú, Maurizio Barbacini."
Samstaríið við Kristján segir Elín
Ósk hafa verið mjög gott. „Hann er
ósköp indæll, kátur og skemmtileg-
ur. Það þurfa auövitað allir að halda
á sínu, vita af sér og láta vita af sér.
Þetta gengur út á það.“
Með vasapeninga
miöað vió Kristján
Jóhannsson
Hún neitar því ekki að umræðan
um há laun Kristjáns hafi haft áhrif
á andrúmsloftið í Þjóðleikhúsinu
meðan á æfingum stóö. „Auðvitað
hafði þetta áhrif. Aö óskoðuðu máli
hugsar maður með sér: Ég fæ vasa-
peninga á meðan mótsöngvari minn
fær svona oíhoðslega fjárhæð. En
þegar maður fer að skoða dæmið
verður að gá að því að íslenskir
söngvarar eru hreinlega illa launað-
ir. Maður eins og Kristján, sem er
kominn út í hinn stóra heim, er á
allt öðrum launum. Ég er ekkert viss
um að hann sé tilbúinn að lækka
launin sín og láta það spyrjast út.
Ég held aö það væri ekki gott fyrir
hans stöðu erlendis. Ég er því alls
ekkert reið vegna þessa.
íslenskir söngvarar þurfa hins veg-
ar að berjast fyrir hærri launum. Og
ef vel ætti að vera þyrftum við aö
vera fastráðin við leikhúsin til að
tryggja okkur góða alkomu. Það þarf
samstöðu meðal söngvara. Það er
ágætt aö þessi mál hafa verið rifin
upp,“ leggur Elín Ósk áherslu á.
Hún kveðst ekki þora að segja frá
því að svo stöddu hvaö hún fær sjálf
fyrir kvöldið en tekur það frám að
það sé ekki í námunda við það sem
Kristján fær fjrir að syngja hlutverk
Alvaros.
Dramatísk ópera
með léttu ívafi
í óperunni Vald örlaganna er Al-
VcU'o vonbiðill markgreifadótturinn-
ar Leonóru. Fööur Leonóru þykir
Alvaro slæmur kostur þar sem hann
sé sonur meints föðurlandssvikara
og trúvillings. Alvaro verður fyrir
því að skot hleypur úr byssu hans
þegar hann ætlar að hafa Leonóru á
brott með sér og hæfir skotið fóður
Leonóru og lætur hann lífið. Alvaro
verður að flýja.
„Þetta er ákaflega dramatískt
verk,“ greinir Elín Ósk frá. „Leonóra
verður yfirkomin af harmi því að
hún elskar fóður sinn óskaplega mik-
ið. Hún ákveður að reyna að fá af-
lausn synda sinna hjá munkum og
fær skjól hjá þeim sem einsetukona
í helli. Á meðan þetta gerist fer Al-
varo, sem alltaf var í huga Leonóru,
í stríðið. Carlo, bróðir Leonóru, er
að leita að henni og Alvaro til aö
hefna föður síns. Carlo fer einnig í
stríðið og hann og Alvaro sveriast í
fóstbræðralag án þess að vita hvor
um annan. Það kemst þó upp um síð-
rirhver hvor er. Alvaro leitar í klaust-
ur en Carlo hefur upp á honum'. í
einvígi særir Alvaro Carlo illa. Al-
varo fer til að leita hjálpar í helli ein-
setumannsins, sem hann heldur að í
dvelji munkur, en þá kemur Leonóra
út. Hún hleypur til bróöur síns sem
neytir síðustu kraftanna til að stinga
hana með rýtingi. Leonóra lætur lífið
i örmum unnusta síns. En þó að óp-
eran sé óskaplega dramatísk þá eru
léttir kaflar inn á milli og það er
ákaflega gaman að vera með í þess-
ari uppfærslu."
Var25 ára þegar
hún söng Toscu
Elín Ósk var aðeins 25 ára þegar
hún söng Toscu fyrir átta árum og
þótti það óvenjulegt að svo ung söng-
kona skyldi takast á við hlutverkið.
Það var frumraun hennar. Hún var
að ljúka námi á Ítalíu þegar hún fékk
boð um að syngja fyrir vegna upp-
færslu Toscu í Þjóðleikhúsinu.
Til Ítalíu hafði hún haldið haustiö
1984 ásamt eiginmanni sínum, Kjart-
ani Ólafssyni sem hún haföi kynnst
í Söngskólanum í Reykjavik. Um vor-
ið höföu þau bæði útskrifast. úr Söng-
skólanum, hún með einsöngvarapróf
og hann með söngkennarapróf.
„Við vorum tvö ár í einkanámi hjá
Pier Miranda Ferraro í Mílanó. Eg
söng víða á Norður-Ítalíu því að
kennari okkar var spurður hvort
hann hefði ekki nemendur sem gætu
komið og sungið á skemmtunum og
tónleikum hjá ýmsum tónlistarfélög-
um. Ég söng líka G-dúr messu Schu-
berts á sex konsertum ásamt kór og
hljómsveit Verdi Conservatorio. Mér
fannst ég hafa fengið góðan undir-
búning fyrir Ítalíuferðina hjá Þuríöi
Pálsdóttur og öðrum kennurum mín-
um í Söngskólanum. Ég var búin að
halda einsöngstónleika sem reyndar
voru liður í útskriftarprófinu. Ég var
líka búin að koma fram á ýmsum
söngskemmtunum og hafði ég mjög
gott af því. Meðal annars haföi ég
sungiö Hans í Hans og Grétu en nem-
endur Söngskólans settu þætti úr
óperunni á svið.“
Uppalin í hesta-
mennsku og
mikilli sönggleði
Elín Ósk segir að eiginlega hafi
LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 1994
aldrei annað komið til greina en aö
fara út í söngnám. Hún segúst hafa
alist upp í hestamennsku og mikilli
sönggleði. Hún fæddist á Rauðalæk
í Holtahreppi en flutti eins árs þaðan
og bernskuárunum eyddi hún að
mestu á Hvolsvelli. „Við áttum lítið
hestabýli eins og ég kalla það, fallegt
hús og garð og eignarlóð í kring.
Pabbi starfaöi mikið í kórum og
mamma var mjög söngelsk og þau
létú mig syngja mikið heima, bæði
sálma og annað. Ég fór í Tónlistar-
skóla Rangæinga þegar ég var 11 ára
og stundaði píanónám hjá Friðriki
Guðna Þórleifssyni. Ég hafði reyndar
byrjað að læra á gítar og orgel hjá
Sigríði Sigurðardóttur konu hans
sem jafnframt var skólastjóri Tón-
hstarskóla Rangæinga. Ég var líka í
skólakór tónlistarskólans. Ég hafði
því gott veganesti þegar ég fór frá
þeim.“
í Söngskólann
sautján ára
Hún var 17 ára er fór hún til
Reykjavíkur í Söngskólann. „Mér
fannst ekkert annað koma til greina
en að prófa þetta. Ég hafði snemma
hljómmikla rödd og ég var mikið
hvött til þess að læra aö syngja. Ég
byrjaði hjá Þuríði Pálsdóttur og var
hjá henni í fimm ár þangað til ég
lauk einsöngvaraprófi. Og þá tók ít-
alíudvölin viö.“
Ári eftir að Elín Ósk kom heim frá
Ítalíu og söng Toscu, eða 1987, fékk
hún hlutverk Don Elviru í óperunni
Don Giovanni í íslensku óperunni.
Elín Ósk eignaðist son, Heimi Þór,
1989 og gerði hún þá hlé á söngnum.
Ári seinna söng hún Dido í óperunni
Dido og Aeneas í uppfærslu Islensku
hljómsveitarinnar. Öperan var svið-
sett í Langholtskirkju. Árið 1991 var
hún ein af dömum næturdrottning-
arinnar í Töfraflautunni eftir Mozart
sem var flutt í íslensku óperunni.
Á þessum árum söng hún einnig
með Sinfóníuhljómsveit íslands og
Kammersveit Ákureyrar auk þess
sem hún hélt einsöngstónleika í
Reykjavík og úti á landi. Fynr tveim-
ur árum var henni boðið til Rovani-
emi í Finnlandi á listahátíð með
Rangæingakórinn í Reykjavík sem
hún hefur stjórnað á fimmta ár. Elín
Ósk hélt einnig sjálf tónleika og
fengu bæöi hún og kórinn mjög góða
dóma. í vor söng hún í Niflunga-
hringnum eftir Wagner á listahátíð.
„Um leið og ég var að æfa fyrir þá
sýningu þurfti ég að hella mér út í
að æfa hlutverk Leonóru. Þetta var
ansi strembinn tími því jafnframt
var vetrarstarfi Rangæingakórsíns
að ljúka. Svo var ég einnig að út-
skrifa fólk úr Söngskólanum,“ grein-
ir Elín Ósk frá.
Hún hefur kennt við Söngskólann
síðan 1987. Söngkennsluna byrjaði
hún reyndar á Hvolsvelli í einn vetur
og keyrði þangaö einu sinni í viku
en þótti erfitt aö vera á svoleiðis
þvælingi.
Mikið úrval
góðra söngradda
Áhugi íslendinga á söng hefur
löngum verið mikill og Elín Ósk telur
að hann sé jafnvel meiri nú en verið
hefur. „Þeir eru margir sem sækja
um inngöngu í Söngskólann. Það
komast þó ekki allir að sem vilja því
þaö þarf að þreyta inntökupróf. En
ég held ekki að allir þeir sem sækja
um ætli sér að verða atvinnusöngv-
arar. Kórfólk kemur í skólann til aö
fá raddþjálfun og svo held ég aö sum-
ir af þeim eldri séu að láta gamlan
draum rætast. En margt af unga fólk-
inu ætlar sér áreiðanlega eitthvað
meira.“
íslendingar eru gott söngfólk að
mati Elínar Óskar. „Við höfum mikiö
úrval af röddum, allar tegundir. En
það verður að segjast eins og er að
möguléikamir fyrir þá sem ætla sér
eitthvað eru ny ög takmarkaðir. Þetta
er lítið þjóöfélag og við höfum bara
eina starfandi óperu og það komast
ekki allir þar inn. Verkefnin hjá
óperunni eru kannski bara eitt eða
tvö á ári. Núna fá um fimmtán sólist-
ar tækifæri í Valdi örlaganna og svo
auðvitað kórinn en það er ekki gert
ráð fyrir nema sextán sýningum."
Spyr mig óneitan-
lega hvortég
geti ekki meira
Hún segir að auðvitað hafi það
hvarflað að henni sjálfri að reyna
fyrir sér erlendis. „Staöan hefur ver-
iö þannig undanfarið að ég hef ekki
farið út í það ennþá. Mér finnst ég
vera svo bundin öllu hér á íslandi.
Fjölskylduböndin hér heima eru svo
sterk og ég er svo mikill íslandsvinur
að ég vil helst starfa á íslandi.
En auðvitað fer maður að spyrja
sjálfan sig spurninga ef maður fær
ekki nóg að gera. Á maður að leggja
upp laupana og vera eingöngu við
kennslu og kórstjórn sem auðvitað
er bæði gefandi og gaman. Það er ef
til vill líka vegna þess hversu gaman
mér hefur þótt að vinna við þessi
störf að ég hef ekkert gert í hlutunum
enn. Þegar maður fær svona hlut-
verk til að takast á við þá hugsar
maður samt óneitanlega með sér:
Gæti ég ekki gert eitthvað meira og
þá erlendis? Kemst ég að þar og er
þetta ekki einfaldlega lífið sem ég vil
lifa? Það er óneitanlega spurning og
ég verð að fara að vinna úr því dæmi
núna. Það fylgja því vissulega fórnir
en það er þá líka spurning um það
hversu mikið aðrir koma á móti
manni. Það væri allt hægt. Það er
bara spurning um hvað Elín Ósk sjálf
vill gera. Ekki vantar stuðninginn
því það eru ýmsir sem eru aö hvetja
mig til að reyna fyrir mér erlendis.
Það er alveg ómetanlegt að fmna
þessa hvatningu."
Elín Ósk kveðst sérstaklega hafa
fundið fyrir miklum stuðningi við
undirbúninginn fyrir'úppfærsluna á
Valdi örlaganna. „Þetta hefur verið
erilsamt en ákaflega gaman að setja
alla lausa enda saman. Undanfarið
hafa verið sjö tíma æfingar á dag,
þrjár klukkustundir á morgnana og
fjórar á kvöldin. Allra síðusfu daga
hafa aðallega verið kvöldæfingar.
Það er fullt af fólki sem hefur lagt
hönd á plóginn til að gera sýninguna
sem best úr garði. Leikhúslífið er
skemmtilegt líf.“