Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1994, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1994, Side 8
8 Vísnaþáttur Mús undir fjalaketti Margt hefur moldviðriö þyrlast Fyrir þá var eitt sinn lögð þessi upp þessi síðustu misseri og ekki spuming.Hvererhugmyndþínum sist meðal okkar alþýðuflokks- manna. Miðað við stöðu flokksins og horfur í landbúnaðarmálum má kannski segja að viö séum eins og mús undir ijalaketti. Vísa þessi, sem Egill Jónasson og Friðrik Jónsson, póstur á Kraunastöðum, ortu í sameiningu lýsir kannski ástandi flokksins í upphafi siðvæð- ingar: Upp er skorið, engu sáð allt er í varga ginum. Þeir sem aldrei þekktu ráð þeir eiga aö bjarga hinum. Einar Kristjánsson frá Hermund- arfelli kvað þessa vísu er tveir vin- ir hans gengu í stúku: Allt sem gleði áður jók óöum fer aö dvína’ Drottinn gaf og drottinn tók drykkjubræður mína. Baldur nokkur Baldvinsson, kenndur við Ófeigsstaði og bóndi þar, fór eitt sinn til Þýskalands. í reisu sinni gekk Baldur fram hjá glugga nokkrum þar sem mynda- stytta af konu var til sýnis. Þegar kappinn hafði horft um stund á myndastyttuna veitti hann því at- hygli að stóratáin hreyfðist. Þegar Egill Jónasson frétti um þessa upp- lifun Baldurs orti hann: Baldur vék burt með hægð blómrós er lyfd tá. „Svona er feöranna frægð falhn í gleymsku og dá.“ Á fundi sem haldinn var á Ófeigs- stöðum var margt um manninn og var kaffi drukkið í tveim hópum. Meðal gesta var Egill Jónasson og lenti hann í seinni hópnum. Vék hann sér að vini sínum, Baldri bónda og oddvita, og kvað: Vistarsveltu vesæls manns vitnar beltisstaður. Er í keltu oddvitans utanveltumaður. Baldur svaraði: Illa föngin endast þeim oft er svöngum býður, þar sem löngum hópast heim hungurgöngu lýður. Milli þeirra Egils og Karls Sig- tryggssonar á Húsavík gengu kunningjaglettur. Úthlutunar- nefnd skálda og listamannalauna veitti Agli eitt sinn nokkra viöur- kenningu án þess aö hann hefði gefiö út bók. Kvað þá Karl: Mörg hafa skáldin vaðalsvirk vonir manna svikið. Egill þáði þagnar styrk og þótti batna mikið. Gamall bóndi og hestamaður var krafinn sagna um heilsufar sitt. Kvaðst karl vera orðinn fremur fótasár og forna þrekið brostið, en sér þætti enn þá gaman að koma á hestbak. Um þetta kvað Egill: Næstrnn virðist bóndinn búinn, blómaskeiðið á enda liðið sýnist orðinn fótafúinn, en fmnst hann enn þá geta riðið. Þeir kappar Baldur, Egill, Karl og Steingrímur í Nesi voru oft fengnir til að skemmta mönnum með vísnamálum á samkomum og nutu víða hylli fyrir skemmtan þessa. hina fullkomnu eiginkonu? Steingrímur kvaö: í tah skýr og.tryggðum fóst með tígulegan og hreinan svip, stöðug í hfsins ströngu röst sterkt og glæsilegt móðurskip. Egill kvað: Konur eru erfið gáta okkur mönnum hér og þar Vísnaþáttur Valdimar Tómasson og ekki batnar ef þær láta eins og þær væru fullkomnar. Karl kvaö: Ungi herra í hjónabandi heyrðu nú mitt svar. Konur eru ómissandi en aldrei fullkomnar. Baldur kvað: Hún sé bæði lagleg, ljúf og kát, ég lýsi henni bara svona í flýti, að hún sé mér einum eftirlát en Egil, Karl og Baldur fyrirlíti. Steingrímur spyr Baldur. Hvað er atómljóð? Hann svarar: Atómljóðin eru í dag öfugmælaflokkar, sungin eins og hksöngslag ljóðagyðju okkar. Baldur spyr Karl: Hvað viltu helst starfa í öðru lífi? Karl kvað: Hugsi ég um himinveg, helst væri bú og konu að reyna, og verði náðin vinsamleg vildi ég heldur meira en eina. í þessum vísnaþönkum veltu þeir fyrir sér hinum ólíklegustu málum en oft voru það spurningar sem brunnið hafa á mönnum gegnum tíðina og gera enn í dag. Ein spurn- ingin sem Baldur beindi að Karli var hvernig stjónmálamenn ættu að vera. Svaraði Karl því svo: Til auðs og metorða er gatan greið, ef guðstrúnni er kastað á reiti, því stjónmálasiðferðið sýnir þér leiö frá Saurbæ að þjófaleiti. Þaö er gömul saga en ekki ný að við alþýðuflokksmenn verðum fyr- ir árásum eins og þessi vísa sýnir en ekki þekki ég höfund hennar: Fylgið hrynur, fölnar ljós fólkið missir trúna. Höndin sem að hélt á rós heldur á flösku núna. LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 1994- Matgædingur vikuimar Sítrónusteikt lambalæri - og danskar kjötbollur Sævar Pétursson, verkfræðingur og byggingafulltrúi í Sandgerði, ætlar að verða við áskorun síðasta matgæðings og bjóða upp á danska rétti. Sævar bjó í sjö ár í Danmörku og hafði því góðan tíma til að kynn- ast matargerðarhst Dana. „Maturinn er í raun ekki svo frá- brugðinn íslenskum mat nema hvaö Danir borða meira af svíná- kjöti en íslendingar. Við vöndumst því reyndar aldrei alveg og héldum okkur frekar við lambakjöt þó það væri dýrt í Danmörku. í fyrstu gát- um við keypt íslenskt en þegar það var ekki lengur á boðstólum keypt- um við nýsjálenskt. Munurinn á því og íslehska kjötinu var sá að þaö vantaði villta bragðið í það nýsjálenska," greinir Sævar frá. Hann og kona hans prófuðu margar danskar uppskriftir með lambakjöti og að sögn Sævars er sítrónusteikt lambalæri með þeim bestu. Sævar býður einnig upp á afar vinsælan og þekktan danskan rétt, danskar kjötbollur eða „frika- deller". Danskar kjötbollur 'A kíló svinahakk 2-3 msk. hveiti 1-2 msk. kartöflumjöl Sævar Pétursson. DV-mynd ÆMK 1-2 laukar 2 egg 1 teningur af kjötkrafti salt og pipar 1 /i bolli af vatni Suðan er látin koma upp í vatn- inu og kjötkrafturinn er leystur upp í því. Laukurinn er saxaður mjög smátt. Öhu er hrært vel sam- an og úr kjötdeiginu eru búnar til litlar bohur sem síðan eru steiktar. Með bollunum er gott að hafa kart- öflusalat. Sítrónusteikt lambalæri 1 lambalæri, ca 2 kíló 1 msk. rósmarín 1 sítróna salt og pipar Skorin eru htil göt í lærið og þau fyllt með rósmarín. Lærið er svo kryddað með salti og pipar. Sítrón- an er skorin í þunnar sneiðar sem festar eru á lærið með trépinnum. Steikingartími er um það bil 2 klukkustundir og 50 mínútur við 150 stiga hita. Gott er að láta kjötið hvíla í 20 mínútur í álpappír eftir steikingartímann. Með lærinu eru bornar fram grat- íneraðar kartöflur. Kartöflurnar eru skornar í sneiöar og settar í eldfast mót. Smátt skornum lauk og hvítlauk er stráö yfir. Síðan er hellt 1-2 pelum af rjóma yfir kart- öflurnar. Yflr allt saman er svo stráð rifnum osti. Þetta er bakað í um þaö bil 1 klukkustund í ofni við 180 stiga hita. Sævar skorar á Hrafnhildi Njáls- dóttur, hárskera og húsmóður í Keflavík, að vera næsti matgæð- ingur. „Hrafnhildur er snilhngur. Hún lumar örugglega á einhverju góðu.“ Hinhlidin Langar mest til að hitta Vadav Havel - segir Dagur Bergþóruson Eggertsson, formaður Stúdentaráðs Dagur Bergþóruson Eggertsson, formaður Stúdentaráðs, sem vakið hefur athygh fyrir ötula baráttu fyrir hagsmunum námsmanna, sýnir á sér hina hliðina að þessu sinni. Dagur varð formaður Stúdenta- ráðs 15. mars síöastliðinn en hóf ekki störf fyrr en í byrjun júní að afloknum prófum og Parísarferö. Vegna formannsstarfanna hefur hann tekiö sér ársfrí frá læknis- fræðinámi. Aðalbaráttumáhn segir Dagur vera að menntamál verði sett á oddinn, réttlátur lánasjóður og sumarmisseri. Fullt nafn: Dagur Bergþóruson Eggertsson. Fæðingardagur og ár: 19.6.’72. Maki: Lára Samira Benjnouh. Börn: Engin. Bifreið: Saumavélin Suzuki Swift sem er fyrsti félagshyggjubíllinn á íslandi því ég á hann með öðrum manni. Starf: Formaður Stúdentaráðs. Laun: 85 þúsund og 40 fastir yfir- vinnutimar. Áhugamál: Bóklestur, íþróttir og þjóðmál. Hvað hefur þú fengið margar réttar tölur í lottóinu? Æth það hafi verið nema þijár en þó það. Dagur Bergþóruson Eggertsson. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Að hvílast eftir góða skorpu. Hvað finnt þér leiðinlegast að gera? Óverðskulduð leti. Uppáhaldsmatur: Mexíkóskur þessa stundina. Uppáhaldsdrykkur: Alvörumjólk. Hvaða íþróttamaður finnst þér standa fremstur í dag? Kasparov. Uppáhaldstímarit: Stúdentablaðið. Hver er fallegasta kona sem þú hefur séð fyrir utan maka? Isabeha Rossellini. Ertu hlynntur eða andvígur ríkis- stjórninni? Ég er ekki í stuði til að segja frá því. Hvaða persónu langar þig mest að hitta? Vaclav Havel. Uppáhaldsleikari: Kenneth Bra- nagh. Uppáhaldsleikkona: Kristbjörg Kjeld. Uppáhaldssöngvari: Leonard Co- hen. Uppáhaldsstjórnmálamaður: Vaclav Havel. Uppáhaldsteiknimyndapersóna: Ástríkur. Uppáhaldssjónvarpsefni: Fréttir. Ertu hlynntur eða andvigur veru varnarliðsins hér á landi? Andvíg- ur. Hver útvarpsrásanna finnst þér best? Rás 2. Uppáhaldsútvarpsmaður: Stefán Jón Hafstein. Hvort horfir þú meira á Sjónvarpið eða Stöð 2? Ég á ekki myndlykil þannig að ég horfi meira á Sjón- varpiö. Uppáhaldssjónvarpsmaður: Hemmi Gunn. Uppáhaldsskemmtistaður: Það stendur enginn upp úr um þessar mundir. Uppáhaldsfélag í íþróttum: Fylkir. Stefnir þú að einhverju sérstöku í framtiðinni? Ég er í læknisfræði. Hvað gerðir þú í sumarfríinu? Ég fór til Parísar til unnustu minnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.