Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1994, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1994, Blaðsíða 13
LAUGARDAGUR 1. OKTOBER 1994 13 World Press Photo af Bandariski Ijósmyndarinn Christopher Morris tók þessa mynd fyrir Time hlaut fyrir fyrstu verðlaun i flokki almennra fréttamynda. umsátrinu um þinghúsið i Moskvu og Fréttaljósmyndasýningin World Press Photo í Kringlunni: KATTASÝNING KVNJflKflTTfi oðalstyrktoraðili sýningarinnar Verður haldin í RAFHA-húsinu v/ Lækjargötu í Hafnarfirði ó morgun sunnudaginn 2. október Sýningin er opin kl. 09:00- 18:00 Komið og skoðið fallegar og óvenjulegar kisur Verið velkomin LflTTU EKKI OF MIKINN HRABA A VALDA ÞÉR SKADA! IJUWEROAR Fer land úr landi tíu mánuði á ári - umsjónarmaðurinn, Kari Lundelin, býr einn í ferðatösku Amsterdam, Helsinki, Reykjavík, Miinchen, Mílanó, Peking, Seoul, Buenos Aires, Amsterdam, Osló og - ja, hvað næst? Kari Lundelin er hætt- ur að hugsa sérstaklega um hvaða borg hann heimsækir næst. Hann stingur niður færi í allt að 70 borgum á ári og segir að öll ferða- lögin séu ekki eins spennandi og ætla mætti við fyrstu sýn. „Þetta verður á endanum þreytandi," segir hann' og brosir. Þakkar þó fyrir hreina loftið hér á íslandi og birtuna. Hún er hvergi svona skýr nema helst í Norður-Finnlandi. Kari verður dreyminn á svip þegar hann nefnir heimaland sitt. Hann býr nú í þokunni og mistrinu í Amst- erdam þegar hann er ekki í „ferða- töskunni11 á flugi land úr landi. „Einhvem tíma' hætti ég þessu flakki og sest um kyrrt á fallegum stað með konu og bömum,“ segir Kari. „Eins og starfi mínu er háttaö nú kemur það ekki til greina en kannski hitti ég fallega flugfreyju og... Nei ég hef séð svo margar flug- freyjur." Enn hlær Finninn sem saknar birtunnar í Norður-Finnlandi og hatar ferðatöskur. Kari Lundelin. En af hveiju er hann ekki bara heima hjá sér eins og aðrir? Jú, hann er sýningastjóri hjá World Press Photo. Það er umfangsmesta farand- sýning sem fer um heiminn árlega. Á sýningunni eru allar bestu fréttaljósmyndir síðasta árs og að auki verðlaunamyndir úr daglega líf- inu. Fólk í nærri fimm tugum landa fær árlega kost á aö sjá sýniguna og nú er hún komin til íslands á haust- dögum eins og undanfarin ár. Sýnt er á göngum Kringlunnar þar sem þúsundir gesta fara um á degi hverjum. „Það gefur góða raun að sýna myndirnar í verslunarmið- stöðvum," segir Kari. „Það er þó all- ur gangur á hvar myndirnar eru sett- ar upp en við viljum helst að sem flestir sjái þær.“ Óhugnanlegum myndum af stríði og manndrápum er haldiö til hlés til að særa ekki viökvæmar sálir. Sann- leikurinn er ekki alltaf fallegur og það er sannleikurinn sem kemur fram á myndunum. „Við sýnum alltaf allar myndirnar eða enga,“ segir Kari. „Hér líðst eng- in ritskoðun þótt við reynum að taka tillit til að margir sjá myndirnar án þess að hafa gert sér sérstakt erindi til þess.“ Sýningin hér á landi er styrkt af DV, Hans Petersen hf. og Kringl- unni. Hún verður uppi fram til 15. október. Áhugasömum er bent á að þeir geta keypt árbók með öllum myndunum gegn vægu gjaldi hjá Hans Petersen í Kringlunni. * Arshátíð - Mannfagnaðir Nýþjónusta!!! Er árshátíð, ráðstefna eða jólaglögg fram undan hjá ykkur? Við hjá hópferðabílum K. Willatzen bjóðum upp á ódýrar pakka- ferðir, hvort sem um er að ræða dagsferð eða helgarferð á hina ýmsu staði úti á lands- byggðinni. Tilvalið fyrir fyrirtæki, félaga- samtök og einstaklinga. Eftirtaldir staðir eru í boði: Hótel Stykkishólmur Hótel Ólafsfjörður Hótel Geysir, Haukadal Hótel Vík, Mýrdal Veitingahúsið v/Bláa lónið Nesbúð, Nesjavöllum Allar nánari upplýsingar er að finna á skrifstofu Hópferöabíla K. Willatzen, Garöabœ, Sími 658505, fax 658508. Hafíð samband og ræðum málin!!! ©pfflmssfÉmi fflram ttSE jj&ta Hámiidaga til fkmisitiidagia Ma 9 * 18 Féstadaga M. @ - 19 1« . Laiagairdaga M. 9 - 1 <8 Húsgögn húsbúnaður-gjafavörur-Iampar ofl. Verið velkomin í stærstu húsgagnaverslun landsins. Alltaf heitt kaffi á könnunni og næg bílastæði. Húsgagnahöllin - Fyrir falleg heimili

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.