Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1994, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1994, Blaðsíða 22
I 22 LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 1994 Sérstæð sakamál Sálarkvilli í þýskum fangaklefa situr miðaldra maður sem hristir höfuðið á hverj- um sunnudagsmorgni þegar hann heyrir kirkjuklukkurnar hringja. Hann heitir Harry Brandle og er fimmtíu og tveggja ára. Honum er nú ljóst að allt síöan hann komst á fullorðinsár hefur hann verið á rangri hillú en það leiddi aftur til þess að hann situr nú í fangelsi. Bestan árangur hefði líklega boriö meðferð hjá sálfræðingi en vafalít- ið er einnig að hefði hann gerst munkur hefði klausturlífið bjargað honum frá því að lenda í þeim erfið- leikum sem hann lenti í og tengjast aUir kvenfólki. Brandle er nefnilega einn af þeim mönnum sem sálfræöingar og geð- læknar segja að verði alltaf undir í hjónabandi. Það sýndi hann líka svo ekki varð um villst meö því að kvænast fimm sinnum á þremur áratugum en síðasta hjónabandinu lauk í Ludwigshafen með miklum sorgarleik. Röð hjónabanda Fyrst gekk Harry í hjónaband fyrir þrjátíu árum. Konan var rétt rúmlega tvítug eins og hann sjálf- ur. Sambúðin entist í fjögur ár. Þau eignuðust son sem afneitaði síðar föður sínum og tók sér ættarnafn móðurinnar. Það má ef til vill segja að sjá hefði mátt fyrir frá fyrsta degi að hjóna- bandið yrði skammlíft því Harry hallaði sér mikið að flöskunni og það gerði að sjálfsögðu alla erfið- leika í hjónabandinu vandleystari. Þegar skUnaðurinn var um garð genginn báðu vinir Harrys hann um að reyna að styrkja stöðu sína í Uflnu konulaus, enda voru þá mikUr uppgángstímar í þýskum byggingariðnaði, en Harry hafði lífsviðurværi sitt af húsasmíðum. Hann fór hins vegar nær strax að umgangast konur og skyndilega til- kynnti hann að hann hefði fundið þá konu sem myndi létta honum sporin á lífsleiðinni. Hún væri nógu lífsreynd og þroskuð til þess. Kon- an var mun eldri en hann og reynd- ar það gömul að hún gat verið móðir hans. Þetta hjónaband stóð heldur ekki lengi því eiginkonan umgekkst mann sinn eins og van- gefinn son. Sjö árum síöar gengu þau frá skUnaði. Þriðja hjónabandið stóð aðeins í tvö ár og það fjórða í fimm. Fimmta eiginkonan Fimmta og síðasta konan, Eve Marie, komst fljótt að því að henni höfðu orðið á hrapalleg mistök með því að giftast Harry. Aðeins nokkr- um klukkustundum eftir að þau komu heim úr kirkjunni þar sem þau höfðu verið gefin saman drakk hann frá sér ráð og rænu. Eve Marie hótaði strax að fara frá hon- um ef hann hætti ekki að drekka. Því hét hann hátíðlega en settist að drykkju við morgunverðarborð- ið næsta dag. Eiginkonan tók sam- an föggur sínar, yfirgaf heimilið og fluttist til vina sem ráku veitinga- hús á bakka Rínarfljóts. Hálfum mánuði síðar, er Uðið var að jólum, komst Harry að því hvar hún bjó. Síðla kvölds kom hann í veitingahúsið. Þá var starfsliðið að skreyta jólatré og hengja upp skraut. „GleðUeg jól!“ kallaði Harry en rétti síðan fram skjálfandi höndina eftir áfengi. „Hvers vegna kemurðu ekki heim svo við getum byrjað nýtt líf?“ sagði hann við Eve Marie. „Það geri ég ekki meðan þú held- ur þig við flöskuna," svaraði hún reiðUega. „Þegar jóUn og áramótin eru Uðin hjá,“ bætti hún svo við, „fer ég til lögfræðingsins míns og krefst skilnaðar." Fyrsta eiginkonan, Ernestine. Önnur eiginkonan, Erna. Fjórða eiginkonan, Beata. Harry Brandle kemur í réttinn. Nýjar áhyggjur SkUnaður kostar alltaf sitt og þegar hér var komið nægðu tekjur Harrys af húsasmíðum í raun ekki til að standa undir nauðsynlegum útgjöldum og greiðslum tU fjögurra fyrrverandi eiginkvenna. Og ætti Harry einhverja peninga sem hann þurfti ekki að láta af hendi þegar í stað eyddi hann þeim í áfengi. Ástandið á honum var því orðið slUct að af og tU kom hann fyrir sakadómara í Ludwigsnafen fyrir ölvunarakstur, árásir á nágrann- ana, greiðslufall á lífeyri eigin- kvennanna, slagsmál á götum úti og skemmdarverk, bæði á opinber- um eignum og eignum einstakl- inga. Eitt furðulegasta málið var þó brottnám þrjátíu og fjögurra ára gamallar konu sem gegndi hlut- verki gestgjafa í næturklúbbi. Þeg- ar lögreglan hafði hendur í hári hans í það sinn, sem og reyndar ýmis önnur, var hann látinn dúsa í fangaklefa næturlangt. Aðeiíis rúmlega tvítug Þannig var staða Harrys þegar hann kynntist Eve Marie Spitzber- ger sem varð fimmta konan hans. Hún var þá aðeins tuttugu og tveggja ára en hann fimmtíu og tveggja. Vinir hennar undruðust mjög að hún skyldi fara að vera með honum og enn meira undrandi urðu þeir þegar hún tilkynnti að hún hygðist giftast honum. Hann var nógu gamall til að vera faðir liennar og átti að baki fjögur mis- heppnuð hjónabönd. Þegar Harry kom til hennar í veitingahúsiö umrætt kvöld rétt fyrir jólin var hann þannig á sig kominn að hann gat ekki tekið svari hennar þegar hann bað hana að flytjast aftur heim til sín. Hann greip því næstu áfengisflösku sem hann sá, braut hana á afgreiðslu- borðinu og hljóp út í myrkrið. Eve varpaði öndinni léttar yfir því að hann skyldi ekki leggja á hana hendur. Hún bað vini sína afsökunar á framferði hans og sagðist myndu borga flöskuna. Óvænturgestur í um klukkutíma aðstoðaði Eve Marie við að koma jólaskreyting- unum upp en á meðan talaði hún um jólamatseðilinn sem mat- sveinninn var þá nýbúinn að setja saman. Tíminn leið hratt við skreytingarnar og spjalhð og brátt var liðið að miönætti. Þá var tekið til við að taka af borðum og slökkt á sterkustu ljósunum. Fyrir utan heyrðist í nokkrum góðglöðum mönnum sem voru að syngja söngva á leiðinni heim af krá. Einn þeirra hafði líklega fengið sér ein- um of mikið því skyndilega heyrð- ist flösku kastað í húsvegg. Eve Marie var að ljúka verkum sínum og var í þann veginn að fara upp á loft að hátta. Eigandi veit- ingahússins og kona hans voru þegar farin upp á efri hæðina. En skyndilega var útihurðinni, sem enn var ólæst, hrundið upp með látum og inn kom máður sem leit heldur ógnvænlega út þar sem hann bar við birtuna af götuljósun- um. Blikandi hnífur í nokkur augnablik stóð maður- inn í dyrunum en síðan kom hann æðandi inn í veitingasalinn, hrinti um borðum og stefndi beint á Eve Marie sem stóð sem lömuð við hlið- ina á símanum. Hún gat því ekki nýtt þau augnablik sem gáfust til að hringja á lögregluna og líklega hefur hún verið svo hrædd að hún kom ekki upp einu einasta orði því hún kallaði ekki á hjálp hjónanna á efri hæðinni eða barþjónanna sem voru enn að störfum í bakher- bergi. Skyndilega blikaði á hníf og augnabliki síðar stóð hann djúpt í líkama Eve Marie. Hún féll mikið særð á gólfið. Tilræðismaðurinn flúði. Barþjónarnir heyrðu ópið í Eve Marie og komu en of seint til að sjá ódæðismanninn. Hann var flúinn þegar þeir komu fram í salinn. Þeir hringdu þegar í átað á sjúkrabíl. Gerð var áköf en árangurslaus til- raun til að bjarga lífi Eve Marie á sjúkrahúsi og hálftíma eftir árás- ina var hún öll. Harry handtekinn Lögreglumenn sem komu á vett- vang fengu að heyra um heimsókn Harrys fyrr um kvöldið. Þeir héldu þegar heim til hans þar sem hann sat og beið eftir þeim. Á borðinu fyrir framan sig hafði hann hálf- tóma flösku og hnífinn sem hann hafði banað konu sinni með. „Hún hótaði að fara frá mér,“ sagði hann „og það hefði ég ekki þolað.“ Harry var þegar handtekinn og færður í varðhald en yfirheyrslur hófust svo yfir honum þegar hann þótti viðræðuhæfur. Brátt þótti ljóst aö hann ætti við erfið sálfræði- leg vandamál að stríða og þegar geðrannsókn hafði farið fram á honum fóru sálfræðingar og geð- læknar að rannsaka fortíð hans. Harry reyndist sakhæfur en líkleg- ast þótti að skýringarinnar á því hvemig lífshlaup hans hafði verið væri að leita í atburðum löngu liö- inna ára. Niðurstaðan og dómurinn í skýrslu sálfræðinga og geð- lækna sem lögð var fram þegar réttarhöldin yfir Harry Brandle hófust var greint frá erfiðri æsku. Tekist hafði að upplýsa að móðir hans hafði afneitað honum í móð- urkviði, þar er sagt að hann yrði óvelkomið barn sem hún vildi sem minnst hafa með að gera. Og við það stóð hún því hann var ekki gamall þegar hún kom honum á uppeldisheimili. „í reyndinni," sagði einn sér- fræðinganna, „var hann alla ævi að reyna að finna konu sem gæti komið í stað móöurinnar sem hann hafði aldrei kynnst." Líklega var skýrslan það sem mestu réð um að Harry Brandle var ekki dæmdur til langvarandi fangelsisvistar. Þess í stað fékk hann fjögurra ára fangelsisdóm fyrir manndráp en að auki var hon- um gert að gangast undir meðferð á hæli vegna sálarkvillans sem þjáði hann. Þannig lauk réttarhöldunum en móðir Eve Marie, Elfriede Spitz- berger, sem var sextíu og tveggja ára, stóð upp í réttinum þegar d<ím- urinn hafði verið kveðinn upp. Hún hélt á my nd af dóttur sinni og hróp: aði: „Fjögurra ára fangelsi fyrir morð! Var líf dóttur minna ekki meira virði?“ J.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.