Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1994, Blaðsíða 24
24
LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 1994
Táningar á Tálknafirði stofnuðu til útgerðar fyrir sjö árum:
Hafa bjargað fjórum
sjómönnum úr háska
- síðast einum manni úr brennandi báti í vikunni
Þorpið sefur enn þegar fyrsta
skíma dagsins gægist yfir fjallstopp-
ana. Tveir menn ganga hröðum
skrefum niður smábátabryggjuna og
síðan heyrist vélarhljóð rjúfa morg-
unkyrrðina. Bræðurnir á krókabátn-
um Garra frá Tálknafirði eru að gera
sig'klára í róður, eins og reyndar
starfsbræður þeirra í sjávarplássum
allt í kringum landið. Það sem þó
skilur bræðurna frá Tálknafirði frá
félögum þeirra á sambærilegum bát-
um er það að daginn áður björguðu
þeir félaga sínum af brennandi báti
út af Tálknafirði. Það sem gerir þó
máliö enn athyglisverðara er það að
þetta er þriðja björgunin sem bræð-
urnir standa að á rúmum tveimur
árum. Alls hafa þeir fiutt í land íjóra
sjómenn úr þessum skipsköðum.
Stærstur hluti sjómanna kemur
aldrei að skipskaða eða björgun
mannslífa þótt auðvitað séu til und-
antekningar frá því. Dæmi eru um
sjómenn með langan starfsaldur að
baki sem oftar en einu sinni hafa
orðið þeir gæfumenn að bjarga félög-
um sínum úr sjávarháska. Það er þó
nokkuð ljóst að ekki eru til seinni-
tíma dæmi um að sömu mennirnir á
sama bátnum hafi á jafnskömmum
tíma komið að svo mörgum skip-
sköðum og tekist að bjarga öllum
bátsverjum.
Neyðarkall og
svo þögn
„Ég heyrði á neyðarbylgju að það
lcom einhver inn og sagðist vera að
sökkva. Ég kallaði og spurði hver
væri að biðja um hjálp. Það kom
ekkert svar og bersýnilegt að það
hafði eitthvað alvarlegt gerst. Ég
hafði samband við Tilkynninga-
skylduna og við fórum yflr þaö hvaða
bátar kæmu til greina. Eftir það sam-
tal fór mig að gruna að þetta væri
vinur minn á Ingþóri Helga BA sem
ég vissi að var með línuna ekki langt
undan,“ segir Jón Ingi Jónsson, skip-
stjóri og útgerðarmaður á Garra BA.
„Ég keyrði með allt í botni í þann
punkt sem ég vissi að hann hafði lagt
línuna. Það var leiðindahjakk á móti
og við þessa keyrslu ætlaði allt um
koll að keyra. Ég vissi auðvitað ekki
á þeirri stundu hvort það væri félagi
minn sem væri í háska, það var eng-
inn tími til að hugsa um það. Ég varð
bara að ganga úr skugga um hvort
svo væri. Ég keyröi þangaö sem ég
vissi að hann hafði lokið við að draga
línuna og setti svo út hvaða leið hann
hefði keyrt til að fara heim í Tálkna-
fjörð. Þegar ég var búinn að keyra
þessa leið í um hálftíma kom ég að
gúmbáti og þar um borð voru tveir
menn, félagi minn og sá sem var á
bátnum með honum. Ég náði þeim
um borð en þeir voru orðnir mjög
kaldir og hraktir," segir Jón Ingi.
Þarna lýsir hann því þegar hann
varð í fyrsta sinn þeirrar gæfu að-
njótandi að bjarga mönnum úr sjáv-
arháska.
„Hjálparsveitin" á
Garra BA
Þetta var þó ekki í síðasta sinn sem
bræðumir á Garra, 5 tonna Sóma-
báti frá Tálknafirði, komu að og
björguðu mönnum úr sjávarháska.
Núna, rúmum tveimur árum eftir að
Garri kom að gúmbátnum út af Pat-
reksfjarðarflóa, eru þeir bræður
búnir að bjarga mönnum úr tveimur
bátssköðum í viðbót. í vikunni björg-
uðu þeir manni af brennandi báti út
af Tálknafirði en í millitíðinni hafði
„hjálparsveitin" á Garra BA bjargað
manni úr sökkvandi báti út af Látra-
bjargi. Þar var um að ræða bátinn
Hönnu Kristínu BA en yngri bræð-
urnir, Bjarni og Hugi, komu þar viö
sögu.
„Þetta var góður vinur minn og
hann hringdi í mig og sagði að það
væri kominn mikill leki að bátnum.
Ég var skammt undan og fór um
borð til hans. Þá var kominn mikill
sjór í bátinn og rafmagnið hafði farið
af. Við reyndum að ausa en það bar
ekki árangur. Það var ekkert að gera
annað en fara frá borði og við fórum
yfir í Garra en báturinn sökk að því
marki að bara stefnið stóð upp úr,“
segir Bjarni.
Bræðurnir þrír á Tálknafirði, sem
hljóta ef miðað er við þetta tveggja
ára tímabil að teljast eiga íslandsmet
í þvi aö bjarga mönnum úr sjávar-
háska, hafa starfað saman að útgerð
frá því 1987 þegar þeir keyptu sár
færabát og hófu róðra án þess að
hafa aðra reynslu en þá að hafa vitj-
að um rauðmaganet og veitt þorsk í
fjöruborðinu á árabát. Þegar þeir
keyptu bátinn sem þeir nefndu Garra
voru þeir ungir að árum. Sá yngsti,
Hugi, var 12 ára, Bjami 14 ára og Jón
Ingi 18 ára. Það urðu hka margir til
þess að spá þeim óförum í útgerðinni.
„Þetta var auðvitað hálfgerð vit-
leysa hjá okkur. Hugsunin var bara
sú að hafa af þessu sumarvinnu. Við
réðum vanan mann til að vera með
bátinn og sá átti að setja okkur inn
í þetta. Hann hætti eftir örfáa róðra
og þá urðum við að bjarga okkur
sjálfir. Við vorum þá algjörlega
óreyndir og urðum að fikra okkur
áfram við þetta. Það urðu margir til
þess að spá því að þetta gengi ekki
upp hjá okkur," segir Jón Ingi.
Bræðumir áttu bátinn í fjögur ár
og hafði reynsluleysið ekki háð þeim
meira en svo að þeir keyptu þá nýjan
og öflugri bát sem heitir sama nafni
og hinn. Til upplýsingar fyrir þá sem
ekki þekkja til kosta bátar á borð við
þennan, sem er af gerðinni Sómi 860,
í kringum 8 milljónir þannig að tán-
ingarnir á Tálknafirði virtust strax
búnir að skáka mörgum þeim
reynslumeiri sem farið hafa halloka
í útgerð.
Átti að vera sumar-
starf
„Það var aldrei ætlunin að gera
þetta að heilsársstarfi. Þetta bara
þróaðist svona. Ég og Bjarni vorum
á sjónum og báðir í skóla. Þrátt fyrir
að það hafi verið ætlunin að gera
þetta með skólanum þá fór svo fljót-
lega að þetta varð að heilsársvinnu
og skóhnn varð að víkja. Ég var í
menntaskólanámi og lauk að vísu
stúdentsprófi en hætti svo námi til
að vera við þetta,“ segir Jón Ingi.
„Menn verðá að róa eins og brjál-
æðingar til að þetta gangi upp. Það
er oft verið að tefla á tæpasta vað.
Það er t.d. mjög hættulegt þegar
menn era að róa einir á hnu. Þetta
er eini möguleikinn sem menn eiga
Komið með skipbrotsmennina af Ingþóri Helga BA til Patreksfjarðar. Jón Ingi á Garra fann mennina kaida og hrakta
í gúmbát eftir að bátur þeirra sökk.
Táningarnir sem stofnuðu til útgerðar á Tálknafirði. Frá vinstri: Jón Ingi, 18 ára, Bjarni, 15 ára, og Hugi, 12 ára.
Myndin er tekin um jólin 1987, á fyrsta ári bræðranna í útgerð.
Með góðan feng á bryggjunni á Tálknafirði. Bræðurnir Bjarni og Jón Ingi ásamt félaga sínum, Jens Bjarnasyni.
LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 1994
33
til þess að byrja í útgerð í dag og
málið er bara það að ef menn ætla
að komast yfir eitthvað stærra með
kvótaverða þeir að eiga sand af seðl-
um. Ég er aldrei hræddur til sjós,
stundum dálítið stressaður. Það er
frekar að ættingjarnir óttist um
mann. Það er oft sukksamt á þessum
bátum en við höfum aldrei lent í
neinum háska sem tekur því að tala
um ,“ segir Jón Ingi.
Við það að heyra sögu þeirra bræðra
af tíðum björgunum vakna þær
spurningar hvað valdi þvi að Garri
BA er svo oft staddur á háskaslóðum.
Er eitthvað í undirmeðvitundinni
sem segir bræðrunum að þarna sé
þeirra þörf á þessum tíma. Málið er
nefnilega ekki méð þeim hætti að sjó-
slys séu svo tíð á þessum slóðum.
Það virðist sem þeir bræður komi að
mjög háu hlutfalh þeirra bátsskaða
sem verða og ósjálfrátt dettur fólki í
hug að þeir bræður reki eins konar
neyðarþjónustu.
Oft á réttum stað á
réttum tíma
„Maður er kannski oft á réttum
stað á réttum tíma og á hraðskreið-
um bát. Þetta er eins og gerðist í dag
þegar við björguðum manninum af
Gísla Jóns. Ég heyrði óljóst að ein-
hver kom ofan í samtal og sagði að
það væri eldur í Gísla Jóns. Ég greip
þetta ekki strax og fór út á dekk, allt
í einu uppgötvaði ég hvað var um að
ræða og ég setti á fulla ferð þangað
sem ég vissi að Gísh Jóns hafði verið
að leggja línuna. Fljótlega sá ég rosa-
legan reykjarmökk og fimm múnút-
um síðar var ég kominn að bátnum.
Þá var maðurinn kominn í gúmbát-
inn og var að reyna að komast frá
hinu brennandi flaki. Við náðum að
toga hann frá flakinu og koma hon-
um um borð hjá okkur. Við vorum
smeykir um að báturinn mundi
springa þar sem við vissum að það
var gaskútur um borð,“ segir Jón
Ingi.
Foreldrar bjargvættanna eru hjón-
in Jón Bjarnason, ættaður frá Ólafs-
vík, og Asa Jónsdóttir, sem er ættuð
úr Kjósinni, þau fluttu til Tálkna-
ijarðar 1967 þar sem Jón starfaði sem
skrifstofustjóri hjá Hraðfrystihúsi
Tálknaíjarðar. Þau hjónin eru sam-
mála um að áhugi bræðranna hafi
alla tíð snúið að öhu sem tengist
veiðimennsku og sjósókn.
„Eldri strákarnir komu sér fljót-
lega upp bátshorni sem þeir notuðu
til að leggja rauðmaganet. Þeir seldu
svo aflann í plássinu. Það voru svona
smáerjur í kringum þetta þar sem
þeir voru með netin skammt frá
æðarvarpi og það slysaðist í þetta
fugl og fugl, þetta jafnaði sig nú samt
aUt saman,“ segir faðir bræðranna
og Ása bætir við að það hafi aldrei
neitt annað komist að hjá strákun-
um.
Krókaleyfið bjargar
atvinnulífinu
Á Tálknafirði er búið að selja togar-
ann og þróunin hefur samt orðið sú
að þorskafh hefur ekki minnkað.
Aukinn afli krókabáta, sem vom állt
að 4Ö á staðnum í sumar, hefur vegið
upp það sem tapast hefur af þorski
vegna minni kvóta. TU dæmis má
nefna að á síðasta fiskveiðiári var
landað yfir 2000 tonnum af þorski úr
krókabátum en aðeins 1000 tonnum
af skipum sem bundin em kvóta.
„Krókaleyfið hefur algjörlega
bjargað þessu hér. Ég veit ekki
hvernig ástandið heföi orðið ef þessir
Doði yfir fólki
að
vetrinum
„Það þarf að finna eitthvað annað
tU að byggja á hér. Þetta er allt of
einhæft og kannski staðnað. Við höf-
um verið of seinir tU að aðlagast. Við
sjáum bara Austfirðingana sem hafa
sfidina og loðnuna. Þetta vantar al-
veg hér. Maður finnur sárlega til
þess að þetta er á niðurleið hérna.
Það sem er verst er að þegar sumrinu
lýkur þá dalar atvinnulífið og þá
færist doði yfir fólk og að vetrinum
er ekkert að gerast hér. Það er ekki
nóg að stjórnvöld dæli peningum
hingað og þangað. Það verður að
vera einhver glóra í þeim rekstri sem
fær þessa styrki, á það hefur allt of
oft skort," segir Bjarni. Jón Ingi sam-
þykkir þetta og bætir við.
„Maður er eiginlega fastur hér þó
að ég sé ekki búinn að kaupa hér
íbúðarhús þá á ég helming í fiskverk-
un á móti félaga mínum ÞórhaUi
Óskarssyni, sem var annar þeirra
sem ég bjargaði 1992. Svo er auðvitað
útgerðin og allt það sem henni fylg-
ir.“
AUir þeir sem koma að útgerð smá-
báta þekkja það að ef vel á að fara
er þetta vinna allan sólarhringinn.
Fæstir hafa tíma tU annars en sinna
útgerðinni á meðan úthaldið stend-
ur. Er tími hjá bræðrunum fyrir önn-
ur áhugamál.
„Eins og er kemst ekkert annað að
en fiskur - þetta hefur verið botnlaus
vinna allt þetta ár. Ef ég hef færi á
þá fer ég á rjúpnaveiði. Þá hef ég
gaman af lestri góðra bóka, sérstak-
lega yfir háveturinn þegar ekkert er
að gera og maður Uggur nánast í híði.
Þá hef ég áhuga á að starfa að slysa-
varnamálum en málið er bara það
að björgunarsveitin er ekki virk,“
segir Jón Ingi sem einmitt var heiðr-
aður á sjómannadegi fyrir björgun
mannana af Ingþóri Helga. Hann vill
þó gera sem minnst úr því.
Vantaói einhvern til
að heiðra
„Ég held að það hafi bara vantað
einhvern til að heiðra. Þetta var
skömmu fyrir sjómannadaginn og
mönnum enn í fersku minni þessi
björgun," segir Jón Helgi.
Þeir bræður eru sammála um að á
Utlu bátunum hafi menn verið aUt
of kærulausir við að láta Tilkynning-
arskylduna vita af ferðum sínum.
„Við höfum sjálfir ekki staðið okk-
ur sem skyldi í þeim efnum og það
þarf að laga. Það er geysUega áríð-
andi að það sé hægt að átta sig á því
í gegnum skylduna hvar bátar eru
staddir. Þetta getur skipt sköpum
þegar eitthvað ber út af og finna þarf
menn,“ segir Bjarni og Jón Ingi sam-
sinnir því og segist hvetja menn til
að vanrækja ekki þennan öryggis-
þátt.
Það er orðið bjart þegar Jón Ingi
og Bjarni komast af stað í 'róður
þennan fimmtudagsmórgun sem DV
er á ferð á Tálknafirði til að ræða
við þessa bræður sem sífellt eru að
koma fólki á óvart. Ýmist með því
að bjarga mönnum úr sjávarháska
eða bara fyrir það að spjara sig í út-
gerð. Yngsti bróðirinn Hugi er á sjó
á bát frá BUdudal en hinir tveir róa
á happafleytunni Garra. Hvort þeir
eiga eftir að bjarga fleirum úr klóm
Ægis er ekki ljóst. Það getur framtíð-
in ein leitt í ljós. Eitt er þó alveg
ljóst, það er að táningamir, sem hófu
útgerð frá Tálknafirði fyrir sjö árum,
eru búnir að sanna sig.
Jón Ingi og Bjarni með foreldrum sínum, þeim Jóni Bjarnasyni og Ásu Jónsdóttur.
DV-mynd ÞÖK
krókabátar væru ekki til staðar. At-
vinna hefði verið sáralítil hér í sum-
ar. Það fylgir þessari vertíð smábát-
anna mikið líf og hér verður þensla
í atvinnulífinu," segir Bjarni.
Tálknafjörður er byggðarlag af
svipaðri stærð og Þingeyri, Flateyri
og BUdudalur sem átt hafa í gífurleg;
um erfiðleikum í atvinnulífinu. Á
Tálknafirði var sameiningu við ná-
grannasveitarfélögin hafnað í tví-
gang. Talað er um að það sem mestu
ráði um þá afstöðu íbúanna sé að
sveitarfélagið stendur tiltölulega vel
fiárhagslega miðað við nágrannana.
Er ástandið á Tálknafirði betra en
annars staðar á Vestfiörðum og ætla
bræðurnir að búa þarna áfram.
í bát sinum Garra BA en þeir bræður hafa á rúmum tveimur árum bjargað
DV-mynd ÞÖK
Jón Ingi og Bjarni Jónssynir um borð
sjómönnum úr þremur bátssköðum.