Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1994, Page 27

Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1994, Page 27
LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 1994 35 Maðurinn sem ætlaði strax í nýja sambúð „Viö Gunnlöð ætlum að fara að búa saman,“ sagði Gottskálk Kjag- an múrari og brosti breitt framan í Nökkva lækni inni á reykvísku kaffihúsi. Ungir höfðu þeir kynnst fyrir langa löngu þegar þeir unnu hjá Slippfélagi Reykjavíkur sumar- langt. Þá voru þeir báðir ungir og hamingjusamir, lífið brosti breitt, Glaumbær var óbrunninn og ekk- ert fjall var ókleift. Árin liðu og leiðir þeirra félaga skildu. Gott- skálk réð sig á togara og dró björg í þjóðarbúið. Nokkrum árum síöar kvæntist hann jafnöldru sinni og þau fóru að búa í Breiðholti. Eftir venjuleg átök og erfiðleika skildu þau með látum. Gottskálk var einn einhverja mánuði en fór fljótlega í aðra sambúð sem stóð ekki lengi. Hann fluttist til Svíþjóðar og fór að búa með hnellinni afgreiðslu- stúlku í ísbúð. Þau fóru sitt í hvora áttina eftir einhverja mánuði enda fóru meiningar Gottskálks á lífi og tilveru ekki saman við staðlaða sænska lífsskoðun. Hann flutti heim og hóf sambúð með gleði- lausri flugfreyju sem hann hafði kynnst í flugvél á heimleiðinni. í þeirri sambúð jókst bæði sælgætis- át og drykkja til muna enda voru tollfrjálsir skápar flugfreyjunnar eins og sælureitur á öræfum í aug- um Gottskálks Kjagan. Tveimur árum, fjölmörgum aukakílóum og einu sveinbarni síðar hafði Gott- skálk misst áhugann á flugfreyj- unni og vín- og sælgætisbirgðum hennar. Þá hafði hann kynnst Gunnlöðu Gullhamar, tvítugri Reykjavíkurmey sem sigraði í fjöl- mörgum blautbolakeppnum á bjórkrám viö Laugaveginn. Gott- skálk sagði henni frá sambúðar- örðugleikum sínum og þeirri óheppni sem elti hann þegar konur voru annars vegar. „Það er engin sem skilur mig,“ sagði hann og horfði inn í endalaus og skilnings- rík augu Gunnlaðar. „Þú ert fyrsta konan sem ég hef hitt sem metur mig að verðleikum," sagði hann síðan. Gunnlöð roðnaði og þótti hrósið gott. Þau sváfu saman viku síðar. Sambandið við flugfreyjuna versnaði til muna eftir þetta og Gottskálk fúlsaði bæði við bjór og tollfrjálsum slifsum. Fíflið og þrællinn Hann hitti Nökkva vinnufélaga sinn á fornum vegi einn fóstudags- morgun og bauð honum í kaffi. Á læknavaktiimi Óttar Guðmundsson læknir Hann sagði honum alla sólarsög- una og endaði á þeirri fyrirætlan sinni að segja skilið við flugfreyj- una en hefja sambúð með Gunn- löðu yngismey. „Hvað finnst þér, Nökkvi?" sagði Gottskálk og hellti sér í bolla lútsterku kaffi. „Þú ert allra manna lífsreyndastur!" „Mér finnst eins og þér liggi fullmikið á,“ sagði Nökkvi með hægð. „Stundum skiptir mestu að bíða um stund, anda djúpt og átta sig á stöðunni áður en ákvörðun er tekin um næsta leik. Mundu Gottskálk minn, að fíflið er fljótt að velja vegna þess aö því finnst allt svo augljóst. Þrællinn er líka fljótur að velja vegna þess að hann á ekkert val. En þú ert hvorki þræll né fífl svo að þú veröur að gera hlé og eiga ráðrúm til að íhuga kosti, beita vitinu og átta sig á eigin frelsi til athafna. Mundu að Kristur fór og fastaði 4ð daga og nætur í eyði- mörkinni til að hugsa málin og velta stöðunni fyrir sér. Búdda tók sér tómstund í liðlega sex ár áður en hann fann þann veg sem hann vildi fara. Þeir sem aldrei taka sér tóm til að hugsa halda að næstu skref séu augljós og liggi ávallt beint áfram. Sjáðu hvernig búsmali eða kýr láta leiða sig beint af aug- um. Viltu vera þannig? Þeir sem leita hratt verða sjaldanst fundvísir vegna þess að í óðagotinu velta þeir ekki fyrir sér fleiri felustöðum en þeim einum sem blasir við sjón- um í daufu skini vasaljóssins sem þeir eru meö. Þeir sem rasa frá ein- um atburði til annars verða aldrei annað en viöbragð við einhverju öðru en aldrei orsök neins. Ekki viltu það? Þess vegna skiptir svo miklu í þessu máli að hugsa sinn gang og æða ekki út í neitt sem ekki verður aftur tekið.“ Þetta var nú meiri ræðan! Nökkvi gerði hlé á máli sínu og leit á Gottskálk Kjag- an. Hann sat og gapti upp f lækn- inn. „Þetta var löng ræða. Þú ættir að fara í pólitík," sagði hann. „Svo . að þér finnst að ég eigi að sleppa þessari stúlku. Hún er það besta sem hefur nokkum tima hent mig. Hún er af öðra sauðahúsi en öll flögðin sem ég hef búið með til þessa.“ Nökkvi svaraði fáu en brosti í kampinn. Honum fannst hann hafa heyrt þetta áður. „ Ann- ars getur þú ekki sagt neitt um þetta má), Nökkvi skottulæknir. Þú hefur ekki séð Gunnlöðu Gullham- ar á blautum bol frá Russels At- hletics og engu undir. Eigðu þína löngu ræðu um þræla og fifl, Krist og Búdda. Ég er farinn með heit- konu minni upp í Mál og menningu að kaupa skólabækur." Hann stóð á fætur og gekk hratt til dyra. Hann var miðaldra, feitlaginn múrari á leiðinni úr öskunni í eldinn með brosávör. f Glæsileg N verslunarinnrétting fyrir fataverslun ásamt loftlýsingu til sölu. Upplýsingar í síma 61 69 60 frá kl. 9-18. Til sölu Ford Econoline 6,9, turbo, dísil ★★ Einn með öllu ★★ 6,9 turbo dísilvél með ATS turbo olíuverki, 5 gíra, beinskiptur ZF gírkassi, læst drif, 38" dekk, léttmálmsfelgur, sími, CB-tal- stöð, olíumiðstöð, ísskápur, vaskur, eldavél, innréttaður með svefnaðstöðu, soðinn dúkur á gólfi, 6 tonna spil, þokuljós, 220 W straumbreytir, 2 stk. 850 Optima rafgeymar, litasjónvarp, hljómflutningstæki með geislaspilara. V. 2.300.000 eða 1.950.000 stgr. Uppl. í síma 654328. Leikskólar Reykjavíkurborgar Óskum að ráða leikskólakennara eða annað uppeldis- menntað starfsfólk í störf við neðangreinda leikskóla: Funaborg v/Funafold, s. 879160 Holtaborg v/Sólheima, s. 31440 Nóaborg v/Stangarholt, s. 629595 Steinahlíð v/Suðurlandsbraut, s. 33280 Suðurborg v/Suðurhóla, s. 73023 I 50% starf e.h.: Sæborg v/Starhaga, s. 623664 Ægisborg v/Ægisíðu, s. 14810 Nánari upplýsingar gefa viðkomandi leikskólastjórar. Leikskólar Reykjavíkurborgar eru reyklausir vinnustaðir. Dagvist barna Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími 27277 | Langar þig í skemmtilegan skólaÉP einu sinni í viku? □ Langar þig að fá að vita flest af því helsta sem vitað er um líkurnar á lífi eftir dauðann? □ Langar þig í nám sem ekki er með fyrirfram- skoðanir um fjarhrif, álfa eða huldufólk? □ Langar þig að vera í aukanámi innan um sam- nemendur og fræðimenn sem hafa brennandi áhuga á flestöllum fræðum er lúta að mögu- legu og líklegu sambandi okkar jarðarbúa við aðra heima? □ Langar þig í skemmtilegan skóla eitt kvöld eða eitt laugardagssíðdegi í viku? □ Langar þig að setjast í vandaðan skóla um handanheimafræði og möguleika hugarork- unnar þar sem skólagjöldunum er stillt í hóf? □ Hefur þig ekki lengi langað að vita hvar látnir vinir þínir og vandamenn hugsanlega eru í dag og hversu öruggt meint samband við þá er með aðstoð miðla? Ef svo er þá áttu ef til vill samleið með okkur. Hringdu og fáðu aiiar nánari upplýsingar í síma 91-612015. Nokkur sæti í tveimur bekkjum skólans, þar sem | nám hefst i næstu og þarnæstu viku, eru enn laus. Skráningardagana er svarað i síma Sálarrann- sóknarskólans alla daga vikunnar kl. 11.00 til kl. 22.30. Skrifstofa skólans er hins vegar opin alla virka daga kl. 17.00 til 19.00 og á laugardögum I kl. 14.00 til 16.00. ASálarrannsóknarskólinn Vegmúla 2 • Simi 91-612015

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.