Dagblaðið Vísir - DV - 01.10.1994, Blaðsíða 28
36
LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 1994
Iþróttir
Sigursteinn Gislason, ÍA, varð efstur í boltagjöf DV í sumar. Hér heldur
hann á íslandsbikarnum sem Skagamenn hlutu þriðja árið i röð eftir sigur
á ÍBV í lokaumferðinni. í kvöld er lokahóf knattspyrnumanna og nær ör-
uggt er talið að Sigursteinn verði útnefndur leikmaður íslandsmótsins.
DV-mynd Brynjar Gauti
Einkunnagjöf DV í Trópídeildinni í knattspymu:
Sigursteinn
fékk flesta
boltana
Sigursteinn Gíslason, leikmaður
íslandsmeistara ÍA, var efstur í
„boltagjöf DV“ í 1. deildinni í knatt-
spyrnu. íþróttafréttamenn og frétta-
ritarar DV gáfu leikmönnum Trópí-
deildarinnar 0-3 bolta í einkunn fyrir
frammistöðu sína á vellinum, einn
fyrir góðan leik, tvo fyrir að leika
mjög vel og þrjá fyrir frábæran leik.
Sigursteinn fékk 23 bolta í 17 leikj-
um , Guðmundur Benediktsson, Þór,
kom næstur með 20 bolta í 16 leikjum
og Eiður Smári Guðjohnsen 15 bolta
í 17 leikjum. Þessir leikmenn fengu
flesta boltana, í sviga leikir:
Sigursteinn Gíslason, IA..23 (17)
Guðmundur Benedikts, Þór ....20 (17)
Eiður S. Guðjohnsen, Val...15 (17)
Birkir Kristinsson, Fram...14 (18)
Friðrik Friðriksson, ÍBV...14 (18)
Kristinn Guðbrandsson, ÍBK ..14 (17)
Stefán Arnarson, FH.............14 (18)
Arnar Grétarsson, UBK......13 (17)
Gunnar Oddsson, ÍBK.......12 (18)
Haraldurlngólfsson.ÍA......12 (18)
Helgi Sigurðsson, Fram.....12 (18)
ÓlafurÞórðarson.ÍA........12 (14)
RagnarMargeirsson.ÍBK......12 (17)
Rastislav Lazorik, UBK.....12 (17)
HeimirHallgrímsson.ÍBV.....11 (15)
Kristinn Hafliðason, Fram..11 (18)
Kristófer Sigurgeirs, UBK...11 (17)
Lárus 0. Sigurðsson, Þór....11 (15)
ÞórðurÞórðarson.ÍA..........11 (17)
Skagamenn fengu
flesta boltana
Islandsmeistarar Skagamanna fengu
langflestu boltana, eða 111 talsins, en
næstir á blaði urðu Keflvíkingar með
85 bolta. Fallliðin tvö, Þór og Stjarn-
an, fengu hins vegar fæsta bolta.
Breiðablik átti flesta leikmenn sem
komust á blað í boltagjöfmni en 18
leikmenn liðsins fengu bolta. Kefl-
víkingar áttu 17 og Stjarnan 16. Fram
og Þór áttu fæsta leikmenn sem kom-
ust á blað í boltagjöfinni en 11 leik-
menn úr hvoru hði fengu bolta.
Lokastaðan í „boltadeildinni" varð
þannig. í sviga er fjöldi leikmanna
sem fékk bolta:
Akranes....................111 (13)
Keflavík....................85 (17)
ÍBV........................ 84 (15)
KR......................... 83 (15)
FH......................... 82 (14)
Breiðablik................. 80 (18)
Fram..................... 77 (11)
Valur....................71 (13)
Þór......................69 (11)
Stjarnan 65 (16)
Sex leikmenn
náðu að fá 3 bolta
Sex leikmenn náðu því að fá hæstu
einkunn, 3 bolta, fyrir frammistöðu
sína í sumar. Þeir voru: Ólafur
Adolfsson, í A, sem átti stórleik þegar
ÍA lagði Þór fyrir norðan í 13. um-
ferð, Kjartan Einarsson, ÍBK, fyrir
frammistöðu sína gegn UBK í 2.
umferð þegar hann lagði upp öll 4
mörk ÍBK í 4-0 sigri, Tómas I. Tómas-
son, KR, sem skoraði 3 og lagði upp
hin tvö gegn Blikum í 1. umferð í
leik sem KR vann, 5-0, Guðmundur
Benediktsson, Þór, sem átti stórleik
í stórsigri á Val í 6. umferð, 5-1, Arn-
ar Grétarsson, UBK, fyrir frammi-
stöðu sína þegar Blikar lögðu KR-
inga á KR-vellinum og Sumarliði
Árnason, ÍBV, sem gerði sér lítð fyr-
ir og skoraði 5 mörk þegar ÍBV vann
6-1 sigur á Þór í 10. umferð.
Lokahófið
eríkvöld
Knattspyrnufólk gerir sér glað-
an dag í kvöld en þá verður hið
árlega lokahóf í 1. deild karla og
kvenna haldið á Hótel íslandi.
Nú sem fyrr verður mikiö um
dýrðir í hófinu. Útnefndir veröa
bestu og efnilegustu leikmenn í
karla- og kvennaflokki. DV mun
standa að vali á liði ársins í 1.
deild kvenna og lið ársins í Trópí-
deildinni verður tilkynnt en DV,
Morgunblaöið, Tíminn og RÚV
stóöu að valinu.
Húsiö verður opnað klukkan 19
fyrir matargesti en klukkan 23
fyrir aðra og þá er verið að horfa
til stuðningsmanna félaganna.
Veislustjóri er Halldór Einarsson
eða Henson, eins og hann er
nefndur, en aðalræöumaöur
kvöldsins er KR-ingurinn Sveinn
Jónsson.
KR-ingar áttu
f lest skot
Bikarmeistarar KR-inga áttu flest
skot á mark andstæðinganna í Trópí-
deildinni í knattspymu sem lauk á
dögunum. KR átti 230 skot á markið
í 18 leikjum sem þýðir að markskotin
voru að meðaltali 12,8 í leik hjá lið-
inu. íslandsmeistarar Skagamanna
áttu næstflestu skotin eða 228 sem
þýðir 12,7 skot að meðaltali í leik.
Framararar áttu hins vegar fæst skot
eða 171 skot sem er 9,5 skot að meðal-
tali.
Keflvíkingar áttu hins vegar bestu
nýtinguna. Þeir skoruðu flest mörk
allra liða í deildinni eða 36 talsins.
Markskotin hjá liðinu voru 175, svo
nýting Keflvíkinga var 20,6%. Stjarn-
an var hins vegar með slökustu nýt-
inguna. Liðið skoraði 18 mörk en átti
173 skot að marki sem gerir 10,4%
nýtingu. Á grafinu hér til hliðar er
hægt að sjá fjölda markskota hjá
hverju liði og nýtingu.
PVl'
Markskotin í Trópí-deildinni
250 230 228 25'
20
173 171
Hverjir fengu fæstu spjöldin?
Eyjamenn með
f lest spjöldin
Framarar og Keflvíkingar voru
prúðustu liðin í Trópídeildinni í sum-
ar ef tekið er mið af spjöldunum sem
liðin fengu í sumar. Keflvíkingar
fengu fæst gul spjöld eða 23 talsins
og eitt rautt spjald. Framarar fengu
24 gul spjöld en þeir sluppu alveg við
rauðu spjöldin, eitt tveggja lióa. Eyja-
menn skera sig nokkuð úr hvað varð-
ar gulu spjöldin. Þeir nældu sér í 49
áminningar, 11 fleiri en næsta lið
sem var KR. FH, ÍBV og Þór áttu
flesta leikmenn sem fengu að líta
rauða spjaldið en hvert þessara liða
fékk 4 rauð spjöld. Á grafinu hér til
hliðar er niöurstaðan í háttvísis-
deildinni.