Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1994, Side 4
4
MÁNUDAGUR 3. OKTÓBER 1994 '
Fréttir
Skoðanakönnun DV um fylgi ríkisstjómarinnar
Minni tiltrú kjósenda
- uppsveifla síðustu mánaða hefur fjarað út á ný
Ríkisstjórn Davíðs Oddssonar nýt-
ur ekki sömu tiltrúar kjósenda og
hún hefur gert undanfarna mánuði,
samkvæmt skoðanakönnun sem DV
framkvæmdi um helgina. Af þeim
sem afstöðu tóku í könnuninni nýtur
ríkisstjómin stuðnings 39,1 prósents
kjósenda meðan 60,9 prósent eru
andvig henni.
Niðurstöður könnunarinnar urðu
annars á þann veg að 34,0 prósent
sögðust fylgjandi ríkisstjórninni, 53,0
prósent sögöust andvíg, 11,0 prósent
sögðust óákveðin og 2,0 prósent neit-
uðu að gefa upp afstöðu sína.
Úrtakið í könnun DV var 600
manns. Jafnt var skipt á milli kynja
og eins á milli landsbyggðar og höf-
uðborgarsvæðisins. Spurt var: „Ertu
fylgjandi eða andvígur ríkisstjóm-
inni?“ Skekkjumörk í könnun sem
þessari em 3 til 4 prósentustig.
Miöað við skoðanakönnun DV í
ágúst hefur fylgið við ríkisstjórnina
minnkað um 5,3 prósentustig. í ágúst
hafði fylgiö hins vegar ekki mælst
meira frá því ríkisstjómin var mynd-
uð vorið 1991. Þá mældist fylgið 44,4
prósent samanborið við 53,3 prósent
í maí 1991.
Minnst mældist fylgi ríkisstjórnar-
innar í ársbyrjun 1993, eða 26,2 pró-
sent. Miðaö við sama tíma í fyrra
hefur fylgi ríkisstjórnarinnar aukist
um 9,3 prósentustig. Sé miðað við
september 1991 og 1992 er munurinn
hins vegar ekki marktækur. Sam-
kvæmt könnunum DV hefur fylgi
ríkisstjómarinnar jafnan dalað
verulega þegar líða tekur á haust og
þing hefst.
Fylgi ríkisstjórnarinnar
Niðurstöður skoðanakönn- Ef aðeins eru teknir þeir sem tóku afstöðu
unarinnar urðu þessar: verða niðurstöðurnar þessar:
Óðkveðnlr 2% Svaraekkl
Niðurstöður skoðanakönnunarinnar urðu þessar (í %):
sept. des. febr. apr. júní sept. nóv. jan. mars júní sept. des. mars júní ág. nú
Fylgjandi 33,8 38,2 30,5 34,7 34,7 35,3 30,8 22,3 28,7 , 29,5 25,5 29,7 30,8 36,8 36,8 34
Andvígir 47,0 44,6 55,7 53,8 50,3 53,2 55,7 63,0 57,2 56,5 60,2 57,0 54,7 49,5 46,2 53,0
Óákveðnir 17,0 12,7 11,1 10,2 12,7 11,2 11,2 12,7 12,2 10,5 12,2 10,3 12,7 11,7 14,7 11,0
Svara ekki 2,2 1,8 2,7 1,3 2,3 0,3 2,3 2,0 2,0 3,5 2,2 3,0 1,8 2,0 2,3 2,0
Ef aðeins eru teknir þeir sem tóku afstöðu
verða niðurstöðurnar þessar (í %):
sept. des. febr. apr. júní sept. nóv. jan. mars júní sept. des. mars júní ág. nú
Fylgjandi 41,9 44,6 35,4 39,2 40,8 39,9 35,6 26,2 33,4 34,3 29,8 34,2 36,1 42,7 44,4 39,1
Andvigir 58,1 55,4 64,6 60,8 59,2 60,1 64,4 73,8 66,6 65,7 70,2 65,8 63,9 57,3 55,6 60,9
Kosningar á Hólmavík;
Óbreytt frá í vor
Niöurstaöa sveitarstjómarkosn- kjöma, H-listi almennra borgara
inganna á Hólmavík um helgina er hlaut 79 atkvæöi og 1 mann kjörinn
nánast sú sama og í vor. Kjörsókn og N-listi nýs framboðs sjálfstæðis-
var svipuö eða um 87 prósent. manna og óháðra hlaut 74 atkvæði
L-listi framíaraslnnaðra borgara og 1 mann kjörinn.
hlaut 140 atkvæði og 3 menn
Árskógsströnd:
Ávísanafalsarar teknir
Lögreglan á Dalvík handtók á
fóstudagskvöldið þrjá menn á Ár-
skógsströnd, en mennirnir voru eft-
irlýstir vegna ávísanafals sem þeir
höiðu stundað víða um Norðurland.
Tveir mannanna eru Hafnfirðingar
og einn ísfirðingur. Saman höfðu
þeir ferðast um Norðurland undan-
farna daga og gefið út falsaðar ávís-
anir og er talið að á þann hátt hafi
þeir komist yfir talsvert á annað
hundrað þúsund krónur.
Mennirnir voru færðir í fanga-
geymslu á Akureyri og til yfirheyrslu
þar á laugardag.
Umntælifólks
íkönminmni
„Ég var ekki fylgjandi Davíð
eftir að ríkissljómin var mynduð
en hann er vaxandi stjórnmála-
maöur og mér líst alveg ágætlega
á hann,“ sagði karl í Reykjavik.
„Daviö er ansi seigur,“ sagði karl
á Vestfjörðum. „Sjálfstæðis-
mennirnir í ríkisstjórninni eru
voöalega slappir," sagöi kona á
Suðurnesjum en önnur sagði: „Ég
er á móti öllum ríkisstjómum
enda em þær hver annarri
verri.“ Þessi rikisstjóm er búin
að gera marga góða hluti," sagði
kona á Norðurlandi. „Ríkis-
stjórnin ætti að segja af sér og
það strax,“ sagði kona á Austur-
landi. „Éger sjálfstæðismaöuren
mér finnst Davíð hálfgerð skræfa
og þaö er ekki gott fyrir neina
ríkisstjóm að hafa slíkan fcrsæt-
isráðherra," sagði karl í Reykja-
vik. „Mér fmnst ríkisstjómin
hafa unniö á og mér líst ekki illa
á að hafa hana önnur ijögur ár,“
sagðí karl á Suðurnesjum. „Þetta
er slæm rikisstjórn og á aö fara
frá,“ sagði kona á NorðurlandL
„Ég er atvinnulaus og mér finnst
ríkisstjómin ekki vinna fyrir
mig,“ sagði konaí Reykjavík. „Er
nokkuð hægt að fá betri ríkis-
stjórn við þessar aðstæður,“
sagði karl á Vestfjörðum. „Þessi
ríkisstjóm er ekki ríkisstjórn
vinnandi fólks. Meöan hlaðið er
undir þá ríku verða hínir fátæk-
ari alltaf fátækari,“ sgði kona á
Norðurlandi.
Fylgi ríkisstjórnarinnar
— frá maí '91 til sept. '94 —
80 Í-----
Andvíglr
Fylgjandi
Maí '91
Okt. '94
SkoðanakönraHi
DV
í dag mælir Dagfari____________________
Þjóðhetjan í Hafnarfirði
Hafnfirskir kratar hittust á fundi í
síðustu viku. Þegar Guðmundur
Árni birtist bmtust út gífurleg
fagnaðarlæti. Ráðherrann var
hylltur sem þjóðhetja. Gamlir
kratar táruðust og fundarmenn
risu úr sætum og fögnuðu sínum
manni með langvinnu lófataki.
Það sama gerðist á flokksstjórn-
arfundi Alþýðuflokksins um helg-
ina. Þar sameinuöust flokksmenn
undir merkjum siðbótarinnar og
er ekki annað að skilja af sam-
þykktum fundarins en frammi-
staða Guðmundar Áma hafi
hmndið af stað atburðarás og
hreinsunareldi sem Alþýðuflokk-
urinn muni hafa forystu fyrir.
Þannig hafa verk Guðmundar
Árna markað tímamót í siðferðis-
málum stjórnmálanna.
Guðmundar Áma mun lengi
verða minnst sem frumkvöðuls í
endurhæfingu og siðvæðingu í op-
inbemm embættisfærslum. Hann
er maðurinn sem tók af skarið og
sagði hingað og ekki lengra. Það
er Guðmundur Ámi sem steig
fyrsta skrefið og hafði kjark til að
stööva þann ósóma sem viðgengist
hefur. Fyrir það á hann skilið hrós
og þakklæti enda bendir flest til
þess að Guömundur Ámi Stefáns-
son sé með vinsælli og áhrifameiri
stjórnmálamönnum samtímans
eftir atburöi síðustu vikna.
Þetta hefur ekki gengið þrauta-
laust fyrir sig. Ráöherrann hefur
mátt þola margar andvökunæturn-
ar og eiginkona Guðmundar segir
að hann hafi ekki matast síðustu
dægrin og gífurlegt álag hefur bitn-
aö á honum. En hvað gera ekki
hetjur og hugsjónamenn? Guð-
mundur Arni hefur lagt á sig æði
mörg embættisverkin til að ná hylli
kjósenda og berjast fyrir siðvæð-
ingunni.
Guðmundur Árni hefur þurft að
ráða mág sinn í tólf launaðar
nefndir til að sýna fram á hvað það
er rangt að ráða mága sína i störf.
Hann gerði meira. Hann útvegaði
frænkum sínum og frændum bæði
íbúðir og ýmiss konar störf til að
draga það fram í dagsljósiö hversu
varasamt það er þegar stjórnmál-
menn eru að gera nákomnum
venslamönnum sínum greiða.
Guömundur Ámi réð upplýs-
ingafulltrúa í ráöuneytiö á rífleg-
um ráöherralaunum og hann réð
yfirtryggingalækni til starfa hjá
Tryggingastofnun eftir að sá síðar-
nefndi varð uppvís að stórfelldum
skattsvikum og hvorutveggja gerði
Guðmundur til að geta viðurkennt
mistök sín við þessar ráðningar og
leiða þannig opinberlega í ljós
hversu mikil mistök ráðherrar geti
gert. Ekki vegna þess að Guðmund-
ur Árni hafi að yfirlögðu ráði viljað
hygla þessum mönnum heldur til
að geta að yfirlögðu ráði sýnt fram
á að ráðherrar geta gert mistök án
þess að þau mistök séu mistök,
nema vegna þess að fólkið vill endi-
lega túlka slíkar ráöningar sem
mistök.
Meö þessum hætti hefur Guð-
mundur Árni dregið fram í dags-
ljósið að ráðherrar eru mannlegir
og allt orkar tvímælis þá gert er
og með þessu er Guðmundur Ámi
ekki að gera mistök eða játa á sig
mistök, heldur er þetta gert til að
vara aðra við aö gera slík mistök.
Hann hefur beint kastljósinu vilj-
andi að slíkum mistökum til að þau
gerist ekki aftur.
Guðmundur Ámi ákvað líka að
reka Hafnarfjarðarbæ með tapi, til
að sýna fram á að hafnfirksir
kratar vilja frekar reka bæinn með
tapi og gera ýmislegt gott fyrir
Hafnfirðinga fremur en að reka
bæinn með hagnaði og gera ekki
neitt. Þetta sýnir manngæsku Guð-
mundar og þess vegna er hann
hylltur sem hetja þegar hann sést
á almannafæri meðal kratanna í
Hafnarfiröi.
Ef mál Guömundar Árna er skoð-
að í samhengi má öllum vera ljóst
að þessar embættisfærslur Guð-
mundar og meintar ávirðingar
hans em einmitt það sem fólkiö
vill og kjósendur kunna að meta.
Þetta er leiðin að hjarta og atkvæð-
um fjöldans. Þannig verða menn
vinsæhr og sterkir í pólitíkinni og
vei þeim stjórnmálamönnum sem
hafa ekki kjark til að brjóta af sér
og ráða mága sína og játa á sig
mistök vegna þess að slíkir stjórn-
málamenn eiga ekki upp á pall-
borðið og verða aldrei hetjur eins
og Guðmundur Árni.
Siðvæðing Alþýðuflokksisn er
hafin. Hún hófst með aðgerðum
Guömundar Árna í bæjarstjóra-
stólnum og hélt áfram í ráðuneyt-
inu. Þessi maður er sönn hetja.
Dagfari