Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1994, Síða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1994, Síða 9
MÁNUDAGUR 3. OKTÓBER 1994 9 Utlönd DV &óhGmGsJza(íu>i JImh, cvdeqi kókamankcuhvi, /l<JMuhutncvi eA, kafjUm á kákalbfjtmu, iJía^iaMbœtl 4. MikilL IjöldU eJanJ/ia ióka, alLan á /00 k/i. ALlaft, íbL. kœku/i á / 00-200 kn>. ^uqþúAuHdiA, td. oq, ehL&idria Ltóka ÚA, ölUtm (pieuuuu, óJeáblbleapa, oa Uœía,. 50% afáióMu^i á öilum Lókunt, í ue/iAluHÍHHÍ þá /0 daqa, bem mankatíusiúui ótencLai. Vwta/tit otj, iit/iaSiA, piá 'áLUun twuun. &óhci4JG/U$CUt HœkuA, á öLLun oLJaí - JLaptaMbœtl 4 - óimi 29720 ALLIR FINNA EITTHVAÐ! heim til Fergie „Eins og aðra stáka hér um borð langar ; mig oft til að : geta fariö heim til konu og \ barna í fríum,“ K~"' : segir Andrés 0 w viö breska blaöið Indipendent. Hann viðurkennir þar í fyrsta sinn opinberlega að hann sakni konu sinnar, Söru Ferguson. Þau eru skilin aö borði og sæng og væntanlega veröur gengið frá lögskilnaði fyrir áramót. Sagt er að Sara vilji lika taka saman við Andrés en Elísabet drottning og Filiþus maður henn- ar geta ekki hugsað sér að taka við bersyndugn tengdadóttur. NýtainnyfSiiiúr myrfum dreng Ákveðið hefur verið að nýta hjarta og lifur úr sjö ára gömlum dreng sem myrtur var á Ítalíu. Dengurinn var skotinn afókunn- um byssumönnum þar sem hann var á ferð með foreldrum sínum. Læknum tókst að halda i honum lífl í nokkra daga en urðu að lok- um að játa sig sigraða. Foreldrar drengsins féllust á að liffæri hans yrðu nýtt til að bjarga lifi tveggja ítala. Fjórtán ára drengur fær hjartað og 19 ára stúlka lifrina. Rændidúfum ogkrafðist lausnargjalds Taívanski leigubilstjórinn Chen Yung-chen á yflr höfði sér fangavist fyrir að ræna bréfdúf- um og krefjast lausnargjalds fyrir fuglana. Hann tók jafnvirði tvö þúsund íslenskra króna fyrir að sleppa hverri dúfu. Vinsælt er að veðja á dúfur á Taívan. Leigubílstjórinn reyndi að auka sigurlíkur sínar í dúfna- lottóinu með því að fanga þær dúfur sem hann veðjaði ekki á auk þess sem hann fékk lausnar- gjald íyrir þær. Einn dúfueigandi hafði keypt dúfu simii tíu sinnum frelsi. Saksóknari stelursenunni af Simpson „Eg er alveg í rusli. Ég get ekki einu sinni farið út í búð, segir Marcia Clark, sak- sóknari í máli ruðningshetj- unnar og leik- arans O.J. Simpson. Hún hefur nú stolið senunni af sakborn- ingnum og er lent í klónum á fréttaþyrstum almetmingi. Nú vita allir sem vilja vita að hún hljóp frá fyrri manni sínum fyrir nokkurm árum og er nú að skilja viö síðari manninn. Sá mun vera ofsatrúarmaöur og hrútleið- inlegur. Læknum þykir undarlegt hve mörg böm og gamalmenni létust í ferjuslysinu Aðeins ungt fólk og hraust lifði slysið af - myndir af flakinu sýna aö það hefur brotnaö og stafnhlerinn er farinn af „Það er svo undarlegt að við höfum aðeins fengið ungt fólk til meðferðar. Svo virðist sem öll böm og gamal- menni hafl farist," segir Stefan Tön- gren, læknir í Stokkhólmi. Hann hef- ur annast marga þeirra sem komust lífs af úr ferjuslysinu mikla á Eystra- saiti í fyrri viku. Töngren segir að flestir þeirra sem komust af hafi ver- ið á aldrinum milli tvítugs og fertugs. Frásögn læknisins kemur heim og saman við reynslusögur þeirra sem komust af úr slysinu. Fólkið var að velkjast í björgunarbátum alla nótt- ina eftir að ferjan sökk og á þeim tíma létust bömin og gamalmennin. í gær tókst að senda dvergkafbát niður að flaki ferjunnar. Myndirnar hafa ekki verið birtar opinberlega en rannsóknarmenn segja að þær sýni að stafnhlerinn hafi farið af ferjunni. Allar athuganir á orsökum slyssins benda til að sjór hafi komist inn á Myndavélar voru sendar niður að flaki ferjunnar í gær. Þær sýna að stafn- hlerinn er af. Simamynd Reuter bílaþilfarið og ferjunni hvolft af þeim sökum. Ekki er þó enn vitað með vissu af hverju stafnhlerinn gaf sig. Um helgina hafa stafnhlerar á öll- um norrænum ferjum verið rann- sakaðir. í flestum tUvikum hafa þeir reynst í lagi. Ein ferja var þó stöðvuð um tíma meðan verið var að bæta úr smávægilegum ágalla á hlera. í gær voru minningarguðsþjón- ustur í fiölmörgum kirkjum á Norð- urlöndunum og í Eistlandi. í Stokk- hólmi voru konungshjónin í dóm- kirkjunni og báðust fyrir. i Noregi hélt Gro Harlem Brundtland forsæt- isráðherra ræðu og vitnaði í skáldið Nordahl Grieg. „Við erum svo fá,“ sagði Gro og minnti á að nánast hver einasti mað- úr á Norðurlöndum hefði í það minnsta þekkt af afspurn einhvern þeirra sem lét lífið í slysinu. FNB, TT og NTB Klámdrottningin Moana Pozzi. Moana Pozzi: Dójafngömul og Jesús „Hún dó jafngömul og Jesús ef marka má skirf Ágústínusar kirkju- föður,“ segir í minnigargrein ítalska stórblaðins L’Espresso um klám- drottninguna Moönu Pozzi. Hún er nú látin úr krabbameini 33 ára göm- ul. Moana var lagskona Cicciolinu í ítölskum stjórnmálum og oft í fram- boði fyrir Astarflokkinn. Jafnvel kirkjunnar menn hafa far- ið fögrum orðum um hana látna. „Látum líf hennar minna okkur á að guð fyrirgefur öUum,“ sagði erki- biskupinn af Napólí. Sjálf sagði Mo- ana aö „maðurinn heföi líka verið skapaður vegna kynlífsins." Það þótti trúmönnum óþörf athugasemd. L

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.