Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1994, Qupperneq 24

Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1994, Qupperneq 24
36 Árni Sigfússon. Engin sprengja í farangrinum „.. Þaö að þessi aöfinnsla er á þessum nótum gefur bara eitt til kynna, að þaö hefur ekkert at- hugavert fundist. Það er engin sprengja í farangrinum. Þaö er engin Hafnaríjarðarmartröö í þessari skýrslu," segir Árni Sig- fússon í DV. Ummæli Heilt apótek eða engar sprautur „Ég fór í hópferö til Peking í Kína og fékk samkvæmt læknisráði fjórar mismunandi sprautur áður en ég fór. Þegar við fórum svo að bera bækur okkar saman í hópn- um hafði enginn fengið sömu sprautumar þrátt fyrir að við vorum að fara í sömu ferðina. Sumir voru með heilt apótek á sér, aðrir fengu enga sprautu og allt þar á milli," segir Lárus Jón Guðmundsson í DV. Á röngum fæti „Við byrjuðum leikinn á röngum fæti og vorum einfaldlega ekki tilbúnir. Það eru 31 leikur eftir og við erum ekkert að örvænta," segir Jón Kr. Gíslason, þjálfari ÍBK í DV eftir stórtap. Rabb um rann- sóknir og kvennafræði Á morgun, þriöjudaginn 4. okt- óber, verður rabbað um kvenlegt sjónarhom á kristnisögu íslands á vegum rannsóknarstofú í kvennafræðum við Háskóla ís- lands. Framsögu hefur Inga Huld Hákonardóttir sagnfræðingur en Fundir Hjalti Hugason, ritsijóri kristni- sögunnar, og nokkrir höfundar verða á fúndinum og leiða um- ræður. Rabbað verður í stofu 206 í Odda kl. 12-13 og er öllum opið. Um náttúru íslands og náttúruvernd Á hverjum mánudegi næstu vik- urnar eru flutt erindi í verkfræði- deild Háskóla íslands um um- hverfismál. Samtals em erindin tíu. í dag mun Gisli Már Gislason prófesor, forstöðumaður Lif- fræðistofnunar HÍ, flytja erindið; Um náttúr íslands og náttúm- vemd. Erindið er flutt kL 17.15 í stofu 158 í húsi verkfræðideildar aö Hjarðarhaga 2-6. Umsjón með erindaröðinni hefur Trausti Vals • son og veitir hann uþplýsingar. Sagtvar: Honum mistókst eins og fyrir- rennurum sínum. Gætum tungiiimar Rétt væri: Honum mistókst eins og fyrirrennurum hans. Hins vegar væri rétt: Hann tók ekki fyrirrennumm sínmn fram. É1 á annesjum í dag verður norðangola eða kaldi á Austurlandi og dálítil él á annesjum, Veðrið í dag en annars fremur hæg vestlæg eða breytileg átt og skýjað með köflum. Veður fer heldur hlýnandi. Á höfuð- borgarsvæðinu verður hæg vestlæg og síðar breytileg átt. Skýjað með köflum en þurrt. Hiti 1-7 stig í dag en nálægt frostmarki í nótt. Sólarlag í Reykjavík: 18.51 Sólarupprás á morgun: 7.44 Síðdegisflóð í Reykjavík: 17.05 Árdegisflóð á morgun: 5.28 Heimild: Almanak Háskólans Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri léttskýjað -5 Akurnes skýjað -5 Bergsstaðir léttskýjað -3 Keílavíkurflugvöllur léttskýjað 0 Kirkjubæjarklaustur skýjað -1 Raufarhöfn hálfskýjað -5 Reykjavík heiðskírt -1 Stórhöfði súld 3 Bergen snjóél -1 Helsinki rigning 5 Kaupmannahöfn súld 12 Berlín þokumóða 12 Feneyjar þokumóða 17 Frankfurt rigning 15 Glasgow skúrásíð. kls. 4 Hamborg rign. á síð. kls. 12 London léttskýjað 10 Nice léttskýjað 16 Róm þokumóða 23 Vín þoka 14 Washington skýjað 14 Winnipeg alskýjaö 9 Þrándheimw snjóélásíð. kls. 0 Viktor B. Kjartansson tölvunarfræðingur: Ægir Már Kárason, DV, Suðumesjum: „Þetta er búið að vera skemmti- legt verkefni, enda emm við að skapa nýjan hlut sem hvergi er til í heiminum í dag, íslenskt upplýs- ingakerfi fyrir flugumferðarstióra. Búið er að setja inn í þetta kerfi allt þaö efni sem áöur var i bókum og á míkrófilmum. Allt þetta er komiö inn í eitt tölvufyrirtæki, þannig aö flugumferðarstjórinn getur nálgast alla upplýsingarnar með aðgangi að tölvunni, en áður þurfti að fara á marga staði til að fá þær upplýsingar sem þarf,“ segir Viktor B. Kjartansson tölvunar- fræðingur en hann hefur verið verkefnisstjóri og aðalforritari ís- lenska upplýsingakerfisins frá upphafi, sem verið er aö taka i notkun í nýrri og glæsilegri flug- Viktor B. Kjartansson. stjórnarmiðstöð á Reykjavíkur- flugvelli. íslenska flugstjórnarkerfið er eitt það stærsta í heimi og verður núna eitt það tæknivæddasta. Viktor var fenginn til aö taka þetta verkefni að sér fyrir tveimur árum og hefur hann unnið að þessu síðan sem verktaki. Hann segir að það hafi síðan verið fjögurra manna hópur sem hefur unnið að þróun kerfisins allan tímann, en það var einn frá upplýsingadeild flugmálastjórnar, flugumferðarstjóri og einn úr tölvudeild flugumferðarstjómar. Viktor telur möguleika á því að selja kerfið í aðrar flugstjórnar- stöðvar í heiminum: „Við höfura fengið jákvæð viðbrögð á þetta kerfi. Það hafa erlendir aðilar verið að skoða það og athuga nýtingu þess og tejja þeir þaö mikil þægindi að vera meö allar þessar upplýs- ingar á einum stað, beint fyrir framan sig.“ Viktor er fæddur og uppalinn í Keflavík og býr hann þar ásamt sambýliskonu sinni, Ásu Hrund Sigurjónsdóttur, og eiga þau eitt bam. Viktor útskrifaðist frá Há- skóla íslands sem tölvunarfræö- ingur 1990. MÁNUDAGUR 3. OKTÓBER 1994 Tvö hundruð ljósmyndiraf tonlistarfolki í gær var opnuð í Menningar- miðstöðinni Gerðubergi yílrlits- sýningin íslenska einsöngslagiö. Á sýningunni eru um 200 ljós- myndir af tónskáldum og flytj- endum íslenskra einsöngslaga með skýringartextum. Einnig verða sýndar söngskrár, nótna- Sýningar handrit, veggspjöld og aðrir mun- ir sem segja sögu sönglífs á ís- landi frá því um miðja síðustu öld. Ótbúin hefur verið sýníngar- skrá með um 120 Ijósmyndum og æviágripum tónskálda. Sýningin er opin mánudaga til fimmtudaga frá 10-21 og föstudaga-sunnu- daga kl. 13-16. Skák Frá útsláttarmótinu í Tilburg á dögun- um. Enski stórmeistarinn Jonathan Spe- elman, með svart, lék síðast 22. - Hac8 og gaf mótherja sínum, Vladimir Tukm- akov, færi á sígildri fléttu: I I m iii 1 & A 4i 1 É,W Jl & & & & s s ABCDEFGH 23. Hxc5! Hxc5 24. Dh4 og Speelman gafst upp. Tvöfóld'hótun, á d8 og h7, sem svart- ur ræður ekki við. Jón L. Árnason Bridge Mikil spenna einkenndi lokasprettinn á opna Hornafjarðarmótinu í tvímenningi. Aðeins tvö pör komu til greina í fyrsta sætið fyrir síðustu umferðina, Jón Bald- ursson-Sverrir Ármannsson og Helgi Sigurðsson-ísak Sigurðsson. Aðeins munaði þremur stigum fyrir síöustu umferðina, Jón og Sverrir voru með 396 stig en Helgi og Isak 393. í lokaumferð- inni kom þetta spil fyrir. Jón og Sverrir ákváöu að freista þess að fá góða skor í NS áttimar með því að dobla austur í einu hjarta. Þeim samningi var ekki hægt að ná nema einn niður. Hjá Helga og Isak þróuðust sagnir öðruvísi, norður gjafari og enginn á hættu: ♦ ÁG653 V G5 ♦ ÁK4 <*» Á109 * K1082 V ÁD73 ♦ 82 + K64 ♦ 9 V K108 ♦ DG1097 + G532 Norður Austur Suöur Vestur 1+ Dobl Redobl l¥ 14 Pass 24 Pass 2¥ Pass 2 G Pass 34 Pass 3 G p/h ■P u/4 V 9642 ♦ 653 TVQ'7 Laufopnun Helga í norður var sterk og dobl austurs lýsti opnun. Redoblið lofaði 5-7 punktum og tvö hjörtu norðurs voru spurning um stöðvara í hjartalitnum. Sögnum lauk síðan í þremur gröndum. Vestur hóf vömina á hjartatvisti, lítið úr blindum og austur átti slaginn á ás. Hjartadrottning austurs var drepin á kóng og laufníunni svínað. Austur ákvað aö gefa þann slag og þá var lauftíunni spilað úr blindum. Austur tók slaginn á kóng og spilaði hiarta. Sagnhafi fékk þannig 5 slagi á tígul, 3 á lauf, tvo á hjarta og spaðaslag, 11 slagi samtals. Það gaf eðlilega toppskor og dugði Helga og ísak til að ná fyrsta sætinu. í lokin munaði aðeins 8 stigum, Helgi og ísak fengu 409 stig en Jón og Sverrir 401. isak Örn Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.