Dagblaðið Vísir - DV - 03.10.1994, Page 25
MÁNUDAGUR 3. OKTÓBER 1994
37
Sjón flytur ásamt leikurum efni
úr nýrri skáldsögu eftir sig.
Sjón og Trífólí-
hópurinn
í kvöld hefst vetrarstarf Lista-
klúbbs Leikhúskjallarans með
nýstárlegri dagskrá Sjón og Trí-
fólíhópsins sem hefst kl. 20.30.
Trífólíhópurinn sýnir dansleik-
inn Hillingar. Höfundar og flytj-
endur eru leikkonurnar Anna E.
Borg og dansarinn Ólöf Ingólfs-
Leikhús
dóttir. Tónhstina vinna þeir Páll
Borg og Hrannar Ingimarsson.
Dansleikur þessi var fyrst fluttur
í Gerðubergi í vetur en að sögn
höfunda er hann í stöðugri þróun
og engar tvær sýningar eins.
Augu þín sáu mig er skáldsaga
eftir Sjón sem væntanlega kemur
út á næstunni. Höfundur, ásamt
leikurunum Steinunni Ólínu Þor-
steinsdóttur og Birni Inga Hilm-
arssyni, flytur efni úr sögunni.við
stef eftir Hilmar Örn. Ásgerður
Júníusdóttir syngur vögguvísu
eftir Erik Júlíus Mogensen við
texta úr bókinni.
Það er betra að vera vel gallað-
ur í mikilli rigningu.
Vatnsheld föt
Fyrstu tilraunir til að búa til
vatnsheld fót og fótabúnað eru
eignaðar franska stærðfræðingn-
um, stjörnufræðingnum og verk-
fræðingnum Francois Fresneau
(1703-1770). Árið 1748 sendi hann
vísindaakademíunni skýrslu og
greindi frá því að stigvél og yfir-
höfn sem hann hafði strokið með
gúmmíkvoðu hefði reynst hin
besta vatnsvörn. Það var síðan
árið 1823 sem Skotanum Charles
M. Mackintosh tókst fyrstum
manna að búa til vatnshelt efni
Blessuð veröldin
sem notað var til klæðagerðar.
Bómullarefni hans, sem gegn-
vætt voru með blöndu af gúmmíi
og terpentínu, héldu sveigjan-
leika og þjálni til fullnustu.
Niveakrem verður til
Lyfsali einn í Hamborg, Beiers-
dorf að nafni, fann upp árið 1911
eins konar húðkrem. Hann var
eigandi fyrirtækis og lét það
markaðssetja hina nýju vöru.
Kremið var hvítt og var því kallað
Nivea, en orðið er myndað af lat-
neska orðinu niveus, sem þýðir
snjór. Þetta nýja krem átti eftir
að ryðja burt hinum feitu hör-
undskremum sem voru notuð í
þá daga og öðlast miklar vinsæld-
ir. Og í fyrsta sinn var á markað-
inum krem sem var í senn nær-
andi og rakadrægt.
Ný klæðing á
nokkrum leiðum
Á nokkrum fjölfórnum leiðum á
landinu er vegagerð lokið í ár og
hefur verið lögð ný klæðing á nokkr-
ar leiðir og eru bílstjórar varaðir við
Færð á vegum
að ný klæðing getur orsakað stein-
kast sem getur farið illa með bíla.
Til að mynda er ný klæðing á leið-
inni Reykjavík-Hvalfjörður og fyrir
norðan á leiðunum Raufarhöfn-
Þórshöfn og á Sandvíkurheiði.
í Þrengslunum er vegavinnuflokk-
ur að vinnu og er farið fram á hraða-
lækkun þar. Þá er einnig verið að
vinna á leiðinni Hvolsvöllur-Vík og
bílstjórar sem fara þar um beðnir að
sýna aðgát.
Hljómsveitin Loðin rotta mun
leika á Gauki á Stöng í kvöld og
annað kvöld. Hljómsveitin var
stofnuð 1989 og vakti strax mikla
athygli. Upphaflega átö Loðin rotta
að leysa aðra hljómsveit, Sköllóttu
Skernmtanir
músina, af hólmi í stuttan tíma en
örlögin höguöu því þannig að enn
þann dag í dag kemur Rottan sam-
an á tyllidögum og leikur þá jafnan
íýTir fullu húsi.
Loðna rottu skipa nú þeir sömu
og skipuðu hana í upphafi, það er
Riehard Scobie söngvari og dj, Ing-
ólfur Guðjónsson, hljómborðsleik-
ari og hJjómsveitarstjóri til ijölda
ára, Jóhann Ásmundsson, bassa-
leikari og gleðimaður, Sigurður
Gröndal gítarhetja og Halldór
Hauksson trommuleikari.
Á næstunni og allt til áramóta
Loóin rotta er í dag skipuð sömu mönnum og léku í upphafi ferils hljóm-
sveitarinnar órið 1989 og er myndin tekin um það leyti.
mun sveitin leika vítt og breitt um
landið og má jafnvel búast við
geislaplötu á næstunni. Þar til plat-
an kemur geta aödáendur Rottunn-
ar litið inn á Gauki á Stöng í kvöld
og annaö kvöld og notið framsæk-
innar tónhstar með góðum tónlist-
armönnum.
Jennifer Ward-Leland og Lisa
Chappell í hlutverkum sínum.
TónlistúrValdi
örlaganna
Regnboginn hefur hafiö sýning-
ar á nýsjálensku verðlauna-
myndinni Neyðarúrræði (De-
sperate Remedies). Mynd þessi
hefur vakið verskuldaða athygli
og íjölda viðurkenninga og var
hún mjög umtöluð á síðustu kvik-
myndahátíðinni í Cannes. Neyð-
arúrræði er frumleg kvikmynd
þar sem höfundarnir og leikstjór-
amir Stewart Main og Peter
Wells fara ótroðnar slóðir. Mynd-
in er öll tekin í kvikmyndaveri
og umgjörð öll minnir um margt
á sviðsleikrit eða óperu. Tónhst
skipar háan sess í kvikmyndinni
og hún hljómar kunnuglega í eyr-
Bíóíkvöld
um íslenskra óperuunnenda
enda að stórum hluta komin úr
óperu Verdis, Valdi örlaganna.
Þetta er fyrsta kvikmynd Mains
og Wells í fullri lengd en áður
hafa þeir framleitt stuttmyndir
og heimildarmyndir. Þeir félagar
eru þekktir hstamenn á Nýja-Sjá-
landi þar sem aðalsmerki þeirra
hefur verið að feta ótroðnar slóð-
ir í hstsköpun sinni. Aðalhlut-
verkin í myndinni ieika Jennifer
Wrad-Leland, Kevin Smith, Lisa
Chappeh og Clifíord Curtis.
Nýjar myndir
Háskólabíó: Loftsteinamaðurinn
Háskólabíó: Jói tannstöngull.
Laugarásbíó: Dauðaleikur.
Saga-bíó: Skýjahöllin.
Bióhöllin: Leifturhraði.
Stjörnubíó: Ulfur.
Bíóborgin: Sonur Bleika pardussins.
Regnboginn: Neyðarúrræði.
Gengið
Almenn gengisskráning LÍ nr. 230.
03. október 1994 kl. 9.15
Eining Kaup Sala Tollgengi
Dollar 67,930 68,130 67,680
Pund 107,020 107,340 106,850
Kan. dollar 50,450 50,650 60,420
Dönsk kr. 11,1180 11,1620 11.16
Norsk kr. 9,9660 10,0060 10.0080
Sænsk kr. 9,0520 9,0890 9.1070
Fi. mark 13,8950 13,9500 13,8760
Fra. franki 12,7810 12,8330 12,8410
Belg. franki 2,1204 2,1288 2,1325
Sviss. franki 52,4300 52,6400 52.9100
Holl. gyllini 38,9300 39,0900 39.1400
Þýskt mark 43,6200 43,7500 43,8300
it. líra 0.04333 0,04355 0,04358
Aust. sch. 6,1910 6,2220 6.2310
Port. escudo 0,4279 0,4301 0,4306
Spá. peseti 0,5266 0,5292 0,5284
Jap.yen 0,68180 0,68390 0,68620
Irskt pund 105,710 106,240 105,680
SDR 99,12000 99,61000 99,35000
ECU 83,4300 83,7600 83,7600
Símsvari vegna gengisskráningar 623270.
Krossgátan
7 T~ r~
&
lo 7T ii
11 /V- 1ÍT“
TJT Í7-
i4 ÍD
u u
Lárétt: 1 ábrystir, 7 jafnoki, 8 svar, 10
þjálfun, 11 díki, 12 eindagi, 14 kimu, 16
spara, 19 alger, 20 skelfíng, 21 ábata, 22
band.
Lóðrétt: 1 nasavængur, 2 slíta, 3 klampi,
4 rófu, 5 birta, 6 sár, 9 fjármark, 13 ólærð,
15 bæta,.17 þroskastig, 18 veiðarfæri, 19
hvað.
lausn á síðustu krossgátu:
Lárétt: 1 gölt, 5 æst, 8 óreiða, 9 sviii, 10
lú, 11 sær, 12 þras, 14 snurfus, 16 ögri,
18 amt, 20 kálfs, 21 sá.
Lóðrétt: 1 góss, 2 örvæn, 3 leirur, 4 til-
þrif, 5 æðir, 6 sal, 7 trúss, 13 aums, 14
sök, 15 fas, 17 gá, 19 tá.