Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1994, Side 2
2
FÖSTUDAGUR 14. OKTÓBER 1994
Fréttir______________________________________^
Blóðug átök fyrir utan heimili Halims Als í Istanbul í gærkvöld:
Halim réðst á blaðamann
DVogókbfl aðhonum
- tók myndavélina og reyndi að seilast eftir vopni við mjöðm 1 átökunum
Óttar Sveinsson, DV, Istanbul:
Halim A1 réðst að blaðamanni DV
fyrir utan heimili hans í Istanbul í
gærkvöldi, vopnaður skammbyssu
að því er talið er, með svívirðingum
og gauragangi og reif af honum
myndavél eftir talsverð átök. Sá sem
þetta skrifar varð fyrir minniháttar
meiðslum en á meðan mestu átökun-
um stóð sat Sophia Hansen í leigubíl
um tvo metra frá.
Málavextir voru þeir að nokkrum
klukkustundum fyrir árásina hafði
ætlun blaðamanns verið að hitta
Halim með lögmanni sínum á hóteli
í hverfl heittrúaðra í borginni. Sop-
hia hafði fullan hug á að hitta Halim
með blaðamanni til að ræða málin á
„hlautlausum stað“ en Hasip Kaplan,
lögmanni hennar, leist ekki á ráða-
gjörðirnar vegna fundarstaðarins.
Var því ákveðið að hætta við fundinn
á hótelinu. Þegar reynt var að koma
boðum til Halims og lögmannsins um
breytta áætlun náðist ekki samband
við þá þar sem þeir biðu á hótelinu.
Þrátt fyrir að þeir biðu þar sagði
símastúlka að þeir væru ekki á
staðnum.
Þegar líða tók að kvöldi fór blaða-
maður með Sophiu í leigubíl að heim-
ili Halims. Myndir voru teknar af
henni við útidyr og síðan úti á götu
fyrir framan húsið sem stendur við
mjög þrönga götu. Þegar því var lok-
ið gekk Soplúa að leigubílnum en
blaðamaður gekk að tröppunum, var
að setja myndavélina í tösku sína og
hugðist hringja dyrabjöllunni til að
ræða við Halim. Þegar Sophia var
að setjast inn í leigubílinn um 20
metra frá var annar bíll kominn að
húsinu þar sem blaðamaður stóð.
Halim á vettvang
„Hvað ert þú að gera þarna?"
heyrðist kallað. „Hvað ert þú að gera
þama?“
Þegar blaðamaður sneri sér við sá
hann Hahm A1 koma á bíl sínum.
Hann hafði skrúfað niður rúðuna
farþegamegin.
Blaðamaður gekk í áttina að leigu-
bílnum til aö gera Sophiu viðvart en
ræddi við Halim þegar hann bakkaði
bíl sínum og skýrði honum frá at-
burðarás dagsins. Þegar blaðamaöur
kom að leigubílnum var skrúfaö nið-
ur hjá Sophiu en í þeim svifum kom
Halim á sínum bíl.
„Ég skal segja þér að þetta er alveg
bannað. Það má ekki taka myndir
héma á götunni. Þú skalt koma þér
í burtu frá húsinu," öskraði Hahm.
Að því loknu jós hann svíviröingum
yfir Sophiu, á íslensku um hana við
blaöamann og á tyrknesku við Sop-
hiu sjálfa. Rúmur einn metri var á
mhli þeirra þar sem þau sátu sitt í
hvorum bílnum við þrönga götuna.
í þann mund sem Halim öskraði
að Sophiu tók blaðamaður eina mynd
af honum þar sem lá við að svívirð-
ingarnar dyndu á henni með neista-
flugi og drápsaugnaráði. „Hvað ert
þú að gera?“ öskraði Halim og reif í
myndavéhna og náði henni með því
að teygja sig út um bhgluggann og
grípa snöggt í hana. Blaðamaður
fylgdi á eftir og hélt í óhna á vél-
inni. Urðu nú mikil átök þar sem
togast var hraustlega á. Hahm sat í
bílnum og hélt báðum höndum um
véhna á meðan blaðamaður hélt
dauöahaldi í óhna. Átökin stóðu yflr
í nokkra stund og hvorugur gaf sig.
Á meðan var Hahm sífeht að reyna
að seilast eftir einhverju við hægri
mjöðm sína. Hann gat það ekki því
hann þurfti að hafa báðar hendur á
véhnni tU að geta haldið henni í
átökunum.
„Ég ætla að drepa þig“
Þegar Hahm horfðist í augu við
Sophiu stuttu áður öskraði hann tíl
hennar á tyrknesku:
„Ég ætla að drepa þig og ganga frá
þér. Ég ríf af þér aht hárið og tek svo
af þér höfuðið. Um þetta sagði Sop-
hia:
„Ég er viss um að hann var að
teygja sig eftir byssunni í hólknum
á mjöðminni um leið og hann var að
berjast við þig. Hann var svo stjórn-
laus að hann hefði skotið á okkur ef
hann hefði náð því. Maðurinn var
viti sínu fjær þegar hann hélt í
myndavélina. Hann sagði við mig á
tyrknesku að hann ætlaði að fara út
úr bUnum. Hann gleymdi sér við að
reyna að ná byssunni þegar hann var
að berjast við þig til að ná myndavél-
inni og filmunni úr henni. Ég er mjög
hissa á hvað hann var bijálaður.
Hann átti engan rétt á að banna
myndatöku fyrir utan húsið sitt á
almannafæri - shkt hefur oft verið
gert áður. Ég skh ekki hvers vegna
hann leit þetta alvarlegri augum en
áður.
Hann er greinUega orðinn mjög
taugastrekktur yfir því að dagsetn-
ing er komin á réttarhöldin og öUum
hennsóknum mínum með lögreglu á
heimih hans að undanfómu. Hann
sér að það er boröleggjandi að ég er
búin að vinna þetta mál lagalega séð.
Ég skU ekki hvað varð tU þess að ég
hreyfði mig ekki út úr bílnum til að
hjálpa þér - það er senrúlega okkar
guös lán að ég skyldi ekki hafa gert
það. Annars hefði hann gripið til
byssunnar. Venjulega get ég verið
fljót upp en þama fraus ég algjörlega
inni í leigubílnum. Svívirðingamar
sem hann æpti tU mín eru ekki haf-
andi eftir,“ sagði Sophia Hansen.
Reyndi að aka á blaðamann
Eftir veruleg átök á götunni þar
sem Halim sat í bUnum og blaðamað-
ur hálfhékk á ólinni bakkaði Tyrkinn
í burtu og sá fyrmefndi fylgdi á eft-
ir. Úr þessu var skynsamlegast að
sleppa ólinni tíl að komast hjá ófyrir-
sjáanlegum atburðum. Halim bakk-
aði yfir gatnamót þar sem blaðamað-
ur stóð eftir og setti svo í fyrsta gír
og ók rakleiðis á fuUri ferð að undir-
rituðum sem stökk undan. Hahm
beygði síðan fll hægri og ók í burtu
- með myndavélina. Blaðamaður,
sem hafði rispast og skrámast á báð-
um höndum og fengið högg á kinn-
bein, hraðaði sér síðan inn í leigubfl
til Sophiu og var bUnum strax ekið
á brott.
„Hasip Kaplan, lögmaöur minn,
sagði við mig eftir þennan atburð í
gærkvöld að hann gæti vel ímyndað
sér að Halim reyni að skjóta mig við
réttarhöldin sem hafa verið ákveðin
þann tíunda nóvember,“ sagði Sop-
hia.
„En ég hræðist ekkert. Ég er orðin
dofin fyrir öhum hótunum. Ég vU
ekki beygja mig og tek því sem kem-
ur. Börnin mín eru það sem ég lifi
fyrir,“ sagði Sophia Hansen.
Stuttar fréttir
Háaldraðar kúskeljar
Kúskeljar í hafinu við ísland
eru aht að 200 ára gamlar. Líkur
eru á aö nýliðun í stofninum sé
hæg og þvi þurfi að fara varlega
í veiðar á þessum skeldýrum.
Sjónvarpiö greindi frá þessu.
Skattayfirvöld hafa gert Þró-
unnarsamvinnustofnun Íslands
að borga starfsmönnum sínum
erlendis staðaruppbót vegna veru
erlendis undanfarin tvö ár. í
íjáraukafrumvarpi eru 7,5 núllj-
ónir áætlaðar tíl þessa.
íhuga veritfall
Kaupmáttur launa hjá launþeg-
um innan ASÍ hefur rýrnað um
1,3 prósent á einu ári. Samkvæmt
Sjónvarpinu ákváðu sjúkrahðar
í gær að greiða atkvæði um hvort
boða eigi tU verkfaUs.
Verðbæturtilbænda
Fjármálaráðherra hefur farið
fram á það við Alþingi að fá 17
miUjónir tíl að verðbæta bem-
greiðslur tU kúabænda.
Ávísunáójöfnuð
Fjárlagafrumvarpið er ávísun á
enn frekara kjaramisrétti og
ójöfnuð í þjóðfélaginu. Sjónvarp-
iö segir þetta samdóma álit helstu
forystumanna Iaunþega, þeirra
Ögniundar Jónassonar, Bene-
dikts Davíðssonar og Páls Hall-
dórssonar.
Nýttumsýslugjald
Nýtt umsýslugjald verður inn-
heimt með brunatryggingmn
fasteigna frá áramótum. Mbl. seg-
ir gjaldið skUa Fasteignamati rík-
isins 35 miþjónum króna.
Milljónatjón í flóðum á Siglufirði:
Líklegt að brjóta þurf i
upp nokkrar götur
- Vatn, aur og grjót þeyttist yfir suðurhluta bæjarins
. „Við sjáum ekki núna hversu mik-
ið tjónið er, það fer eftir ýmsu eins
og t.d. því hvernig gengur aö hreinsa
holræsakerfið. Því miður htur það
ekki vel út og allt bendir til að bijóta
þurfi upp götu eða götur tíl að kom-
ast að stíflum í holræsunum. Tjónið
er því mikið," sagði Björn Valdimars-
son, bæjarstjóri á Siglufirði, í gær-
kvöldi um mikið tjón sem varð í suð-
urhluta bæjarins í fyrrinótt.
Miklar rigningar að undanfórnu
gerðu það að verkum að aurskriður
fóru að stað í fjalhnu ofan bæjarins
í fyrrinótt. íbúar í syðstu húsunum
við Laugarveg urðu varir við vatn í
kjöUurum húsa sinna og tilkynntu
það til Guðna Sölvasonar bæjarverk-
fræðings. Guðni segir að þegar hann
og bæjarstarfsmenn komu á vett-
vang um klukkan hálffimm hafi mik-
ið gengið á í fjallinu, miklar drunur
heyrst og vatnið steypst niður fjallið.
Guðni segir að aurskriðumar hafi
nánast sprengt upp farveg Hafnar-
lækjarins sem aha jafna er mjög lít-
ill ofan bæjarins. Vatnið í farvegi
lækjarins var þó mjög mikið með 111-
heyrandi grjót-, aur- og malarburði,
og stíflaði stokk sem lækurinn fellur
í síðustu 500 metrana til sjávar. Vatn-
ið flæddi því á mörgum stöðum yfir
lóðir efstu húsanna í suðurbænum,
inn í kjahara þriggja húsa, holræsa-
kerfið stíflaðist strax og vatnið
flæddi um göturnar," að sögn Guðna
bæjarverkstjóra.
, Að sögn Björns Valdimarssonar
bæjarstjóra varð ekki mikið tjón í
kjöllurunum þremur sem vatn
komst í. Hins vegar varð talsvert tjón
á fiskvinnsluhúsi niðri við Hafnar-
veg eftir aö hár bakki gaf sig undan
vatnsflaumnum og féh á húsið.
Öflug bifreið útbúin þrýstibúnaði
kom til Siglufjarðar í gær og var
unnið látlaust í gærkvöld og til stóð
að vinna fram á nótt. Um kvöldmat-
arleytið í gær var aht fast í holræsinu
undir Laugarveginum og því líkleg-
ast að brjóta þurfi upp götuna. Slíkt
getur þurft að gera í Suðurgötu einn-
ig og að öllum líkindum á löngum
kafla við höfnina.
Guðjón lokar á Guðjón Magnússon, skrifstofu- stjóri í 'heílbrigðis- og trygginga- bladamenn DV fyrir hann 1 heild og honum boðið að gera athugasemdir viö efnisatr-
ráðuneytinu, neitaði aö tala við blaðamenn DV í gær þegar leitað iði þeirra. Ritari Guðjóns svaraði skhaboð-
yy t av r uvlU sem voru í vinnslu hjá blaðinu. Viðbrögð Guðjóns velga undrun vikinu fengust þau svör að Guðjón talaði ekki við umræddan blaða-
þar sem fréttir þær sem DV birti vegna launamála hans voru lesnar mann en í hinu tilvikinu að hann yröi ekkí við þann daginn.
Einu Siglfirðingarnir sem fögnuöu flóðunum þar í bænum voru bömin s<
notfærðu sér óspart að leika sér í lækjunum sem mynduðust og steypti
niður yfir lóðirnar i suðurhluta bæjarins. DV-mynd