Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.1994, Side 28
36
FÖSTUDAGUR 14. OKTÓBER 1994
Brynjar Harðarson.
í forsvari til að
svala valdafíkn
íþróttahreyfingin er öll á villi-
götum, rekstrarkostnaöur henn-
ar er allt of hár og hvert ár er
tekið fyrir í einu og engu skeytt
um framtíðina. Enda er algengt
að menn séu í forsvari fyrir félög-
in til að svala einhverri persónu-
Ummæli
legri valdafikn og um leið og þeir
þurfa að standa fyrir máh sínu
hverfa þeir úr stjóm," segir
Brynjar Harðarson í Morgun-
póstinum.
Hræðilegir áhorfendur
„Áhorfendur voru hræðilegir.
Maður var hálfhræddur við að
koma inn á leikvanginn í upphit-
uninni. Eyjólfur var búinn að
vara okkur við að hlaupa beint
inn á miðjan völlinn til að fá ekki
flöskur 1 höfuðið,“ segir Rúnar
Kristinsson í DV.
Með samanklemmdar
varir
„Þetta er ekki í fyrsta skipti sem
ég tek eftir því að afrekslið ann-
arra þjóða taki undir þegar þjóð-
söngurinn þeirra er leikinn og
þetta er heldur ekki í fyrsta sinn
sem ég tek eftir samanbitnum
svip íslenskra leikmanna," skrif-
ar Leo Löve í Tímann.
Félagslegir og til-
finningalegir
örðugleikar
grunnskólabama
Félag íslenskra sérkennara
stendur fyrir ráöstefhu á morgun
sem ber yfirskriflina Félags- og
tilfinningalegir örðugleikar
; grunnskólabarna. Aðalfyrirles- .
arar ráðstefnunnar er Terje Odg-
Fundir
en, og nefnist erindi hans Góður
skóli-líkafyrirhöm. Ráðstefnan
er í Súlnasal Hótel Sögu og hefst
kl. 9.00.
Útbreiðsla kristiiegs
boöskapar
John Bramström frá Gautaborg
verður með námskeið í kvöld um
það hvernig við getum á áhrifa-
rlkari hátt útbreitt kristilegan
boðskap. Námskeiðið stendur yf-
ir frá kl. 20.00-23.00 og kostar kr.
900. Er það haldið í húsnæði Orös
lífsins að Grensásvegi 8 og eru
allir veikomnir.
umhverfissíðfræði
Siðfræðistofnuh hefurákveðiðað
halda kvöldnámskelð um um-
hverfissiðfræði sem munu hefj-
ast 19. október. Kennt verður á
hveijum miðvikudegi í átta vik-
ur. Markmiðiö er að veita undir-
stöðuþekkingu á helstu keiming-
um og viöfangsefnum umhverf-
issiðfVæöi.
Sagtvar:
Fólkinu þykir vænt hvert um
annað.
Gætuxn tungunnar
Rétt væri: Fólkinu þykir vænt
hveiju um annaö.
Veður fer kólnandi
i
3
0
3
3
-1
1
4
8
7
9
10
10
6
8
8
10
15
11
6
14
8
9
í dag verður norðan- og norðaustan
átt, víðast kaldi eða stinningskaldi.
Um norðanvert landið verða él, en
úrkomulaust og öllu bjartara veður
sunnaniands. Veður fer kólnandi og
verður kaldast á Norðurlandi en hlýj-
ast á Suöurlandi. Á höfuðborgar-
svæðinu verður norðan- og norðaust-
an kaldi. Léttskýjað. Hiti 0 til 3 stig í
dag, en vægt frost í nótt.
Sólarlag í Reykjavík: 18.12
Sólarupprás á morgun: 8.23
Veðrið í dag
Síðdegisflóð í Reykjavík: 15.03
Árdegisflóð á morgun: 03.37
Heimild: Almanak Háskólans
Veðrið kl. 6 í morgun:
Akureyrí snjóél
Akurnes alskýjað
Bergsstaöir úrkoma í grennd
Keflavíkurflugvöllur léttskýjað
Kirkjubæjarklaustur skýjað
Raufarhöfn snjóél
Reykjavik léttskýjað
Stórhöföi skýjað
Bergen rign. á síð. klst.
Helsinki léttskýjað
Kaupmannahöfn þokumóða
Berlin þokumóða
Feneyjar léttskýjað
Frankfurt léttskýjað
Glasgow súldásíð. klst.
Hamborg þokumóða
London þokumóða
Nice heiðskírt
Róm heiðskírt
Vín skýjaö
Washington alskýjað
Winnipeg skýjað
Þrándheimur rigning
Veðrið kl. 6 i morgun
„íþróttabandalag Reykjavíkur er
nokkurs konar samnefnari íþrótta-
félaganna i borginni gagnvart
Reykiavikurborg og sér um ýmis
verkefni, eins og að úthluta timum
í íþróttamannvirki og aö útdeila
styrkjum en í gegnum bandalagið
fer heilmikið fjármagn. Styrkir
Maður dagsins
borgarinnar til félaganna, sem eru
í formi húsaleigustyrkja og ferða-
styrkja, fara í gegnum skrifstofu
ÍBR og einnig lottótekjumar," segir
Reynir Ragnarsson sem síöasthðið
mánudagskvöld var kosinn for-
maöur lþróttabandalags Reykja-
víkur. Sigraði hann Jón Zoéga í
fprmannskösningu en fráfarandi
formaður, Ari Guðmundsson, gaf
ekkí kost á sér áfram.
„Ég er búinn að vera i stjórn ÍBR
í sex ár, verið ritari í stjóminni,"
segir Reynir. „Ég gaf kost á mér í
Reynir Ragnarsson.
formannsstarfið frekar seint, Áður
en kom að kosningu hafði ég veriö
búinn að kanna hug manna sem
sátu þingið og leita eftir stuöningi
2i ns og gerist og gengur.
Reynir sagði aðspurður að styrk-
ir frá Reykjavíkurborg til íþróttafé-
laganna i Reykjavík væru yfir 200
milljónir og þaö væri því i mörg
hom að líta þegar úthlutað er, svo
kæmu lottótekjumar ofan á þessa
upphæö.
Reynir sagöi að margt væri fram
undan hjá IBR: „Við munum til að
mynda auka útgáfustarfsemi á veg-
um bandalagsins með því að gefa
út fréttabréf og handbók er í smíð-
um, einnig eru fyrirhuguð nám-
skeið 1 tengslum við að veriö er að
tölvuvæða íþróttahreyfmguna og
svo er ætlunin að ná meiri sam-
vinnu við íþrótta- ogtómstundaráð
borgarinnar, en stundum er eins
og við séum að gera sama hlutinn
í æskulýösmálum.
Reynir Ragnarsson er endur-
skoðandi, kvæntur Halldóru Gísla-
dóttur kennara og eiga þau þijú
börn. Reynir sagði aö áhugamál sín
snera flest að íþróttum og útiveru.
Myndgátan
Skýtur í tvö hom
FH leikur í Evr-
ópukeppni
Stærsti viðburðurinn hér á
landi í dag er viðureign FH og
Prevent frá Slóvaníu, en þau
leika fyrri leik sinn i Evrópu-
keppni félagsliða í Kaplakrika í
kvöld kl. 20, en báðir lcikirnir
verða leiknir hér á landi og fer
sá síðari fram á sunnudaginn. FH
hefur átt ágætu gengi að fagna í
íslandsmótinu það sem af er, en
er þó ekki spáð að verði í aðal-
salnum um íslandsmeistaratitil-
inn, þó möguleikar þeirra séu
vissulega fyrir hendi. Hvernig
þeim gengur á móti Prevent er
spurning, þar sem lítið er vitað
um mótheijana, en heimavöllur
ætti að geta skipt sköpum.
Einn leikur er í úrvalsdeildinni
i körfubolta, ÍR leikur gegn
Tindastóli. Þá má geta þess að
kvennalið ÍBV á að leika gegn
franska liðinu Gagny í Frakk-
landi í dag.
Skák
Verkefni lesandans í meðfylgjandi
stöðu er dálítið óvenjulegt: Hvemig fer
hvítur, sem á leik, að þvi að þvinga svart-
an til þess að máta sig í sjötta leik?
Þrautin er eftir G. Jordan. Hvítur þarf
að tefla „nákvæmt" til þess að tapa tafl-
inu í svo fáum leikjum:
Fyrsti leikurinn er lykillinn að lausn-
inni en hann er ekki auðfundinn: 1. Hhl!
Svartur á aldrei nema eitt svar og áfram
teflist: 1. - Bh7 2. g8=R + ! Bxg8 3. Bh7
Kxh7 Svartur reynir að tefja mátið eins
og kostur er. 4. h6 Kg6 5. h7 Bxh7 6.
Hh6+ Kxh6 og loks er hvítur mát.
Jón L. Árnason
Bridge
Bridgefélag Reykjavíkur er langvinsæl-
asti spilaklúbbur landsins og siðustu ár
hefur oftast verið fullt út úr dyrum þegar
keppni er. Síðasta miðvikudag hófst
hraðsveitakeppni félagsins og að venju
komust færri að en vildu. Aðeins komust
30 sveitir að enda rúmar húsnæðið ekki
meiri fjölda með góðu móti. Á fyrsta
spilakvöldinu náði sveit Landsbréfa risa-
skori, 663 stigum (meðalskor 504) en
næsta sveit (Glitnir) skoraði 594 stig. Spil-
uð er forgefin spil í þessari keppni og
þetta spil frá síðasta miðvikudagskvöldi
er áhugavert. Flest pörin í NS enduðu í
bút í öðrum hvorum háhtanna eftir opn-
un suðurs og dobl vesturs. Einhver pör
náðu þó alla leið í úttekt (game) í spaða
eöa jafhvel hjarta. Erfitt er að hnekkja
fjórum spöðum en sagnhafi verður að
vera vel á verði ef austur spilar út ein-
spili sínu í hjarta:
* D98632
* ÁD1092
* G
+ 3
* ÁGlO
V G864
♦ K109
+ Á102
* K7
t K73
* Á654
+ D875
Sagnhafi á fyrsta slaginn heima og sér
að ef spaðinn hggur ekki illa (4-1) eru
miklar likur á að standa fjóra spaða.
Aðalhættan byggist á því að austur fái
trompun og vestur fái að auki 2 slagi á
tromp. Sagnhafi getur fært sér í nyt þær
upplýsingar að vestur sýndi opnunar-
styrk með dobh sínu. DobUð gerir það
að verkum að liklegt er að spaðaásinn sé
í vestur. Eftir hjartaútspU frá austri er
því skynsamlegt að spila tigli á ás og lág-
um spaða úr blindum. Rjúki vestur upp
með ás til að gefa félaga trompun í hjarta
fær hann engan slag að auki á spaða. Ef
hann gerir það ekki fær austur enga
trompun. ísak Örn Sigurðsson