Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1994, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1994, Blaðsíða 4
.4 MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 1994 Fréttir Bamaskatturinn um áramótin: Mikill kostnaður en skilar litlu Tekjur ríkissjóðs aukast óverulega á staögreiðsluskatts af blaðsölubörn- samkvæmt skattalögum allt frá því næsta ári þrátt fyrir þá ákvörðun um um áramótin. Þessi svokallaða að lögin um staðgreiðslu skatta tóku fjármálaráðherra að hefjainnheimtu bamasköttun hefur verið heimil gildi árið 1988. Heimildin hefur hins Barnaskatturinn - áformuö innheimta staögreiösluskatts af blaösölubörnum frá og meö áramótum Tekjur ríkissjóðs af Staögreiðsluskattur blaösölubarns: 1,56 kr. hverju seldu blaði: Tryggingargjald útgáfufyrirtækis: 83 aurar Samtals: 2,39 kr. Kostnaður á hvert barn á ári við skattheimtuna: Útgjöld: Upphæö*: Kostnaöinn ber: Launaseölar: Launamiöar í árslok: Launakostnaöur: Launakostnaöur: Pappírskostnaöur: Pappírskostnaöur: Barnaskattframtal 40 kr. 35 kr. 850 kr. Útgefandi Útgefandi Ríkissjööur Útgefandi Ríkissjóöur Útgefandi Ríkissjóöur Ríkissjóöur Útgefandi Tekjurpr. biaö 2.56 kc Kostnaöur pr. barn 2.015 kr. Hvert blaðsölubarn þarf að selja minnst 843 blöð til að tekjur ríkissjóðs verði meiri en heildarútgjöldin við skattlagninguna. ’Áætlun samkv. útreiknlngum DV. DV vegar þótt umdeild þar sem slík skattheimta skilaði litlum tekjum fyrir ríkissjóð og kynni að draga úr sjálfshjargarviðleitni bama. í tíð Ólafs Ragnars Grímssonar sem flármálaráðherra kom fram vilji meðal embættismanna í skattkerfmu að hefja bamasköttunina en ráðherr- ann lagðist gegn því. Með komu Frið- riks Sophussonar í fjármálaráöu- neytið hafa viðhorfm hins vegar breyst. Samkvæmt ákvörðun ráðherrans verða söluböm frá og með áramótum krafm um 6 prósenta staðgreiðslu- skatt af þeirri þóknun sem þau fá fyrir seld blöð, merki og happdrætt- ismiða. Að auki verða útgáfufyrir- tæki, líknarfélög og félagasamtök krafin um 3,2 prósenta tryggingar- gjald af þóknuninni. Samkvæmt útreikningiun DV munu tekjur ríkissjóðs af hveiju seldu dagblaði verða 2 krónur og 39 aurar. Föst útgjöld ríkissjóðs og út- gáfufyrirtækis vegna hvers blaðsölu- bams verða hins vegar að jafnaði um 2.015 krónur á ári. Að stórum hluta fellur kostnaðurinn til innan skatta- kerfisins. Til að vega upp á móti kostnaðinum þarf hvert barn að selja minnst 843 blöð. Til samanburðar má geta þess að í fjárlagafrumvarpi ríkisstjómarinn- ar er ekki gert ráð fyrir að hátekju- skattur skili ríkinu neinum tekjum á næsta ári. Gert er ráð fyrir að flár- lagahalli næsta árs verði 6,5 milljarð- ar en væntanlega lækkar hann um einhveijar krónur með hjálp barn- anna. Amór Benónýsson: Engar yf irlýsingar „Sjónvarpið spurði mig beint hvort ég ætlaði að stefna bæjarstjóranum og ég sagðist ekki vilja svara því á þessu stigi málsins þannig að þeir túlkuðu mál mitt mjög fijálslega. Ég þarf að skoða mína stöðu eftir þessa hríð alla og jafna mig þannig að ég get ekki geflð neinar afdráttarlausar yfirlýsingar,“ segir Amór Benónýs- son, fyrrverandi íjármálastjóri Lista- hátíðar í Hafnarflrði. Bæjarráð Hafnarflarðar samþykkti á mánudag að senda fjármál Listahá- tíðar Hafnarfjarðar hf. til skattstjóra Reykjanesumdæmis í stað þess aö kæra máhð til Rannsóknarlögreglu ríkisins. í bréfi bæjarlögmanns til bæjarstjóra kemur fram að komið hafi upp rökstuddur gmnur um brot stjórnarmanna Listahátíöar hf. á skattalögum og ætlað skjalafals tengt því. Kæra til RLR sé hæpin þar sem bæjaryfirvöld hafi tengst bókhaldinu mjög mikið. „Mér finnst það eðlilegur fram- gangsmáti að senda máhð til skatt- stjóra og ég fagna því á hvaða plan þetta mál er komið. Bæjarlögmaður og bæjarendurskoðandi gáfu mér aðgang að skjölunum, ég fékk að skýra mitt mál og það er ástæðan fyrir því að máhð tók þessa vend- ingu,“ segir hann. SalanáGeirgoða: Ríkissjóður skaðlaust frá sölunni Fjármálaráðherra lagði fram á rík- isstjómarfundi í gær greinargerð vegna sölunnar á Geir goða GK sem ríkissjóöur fékk á nauðungarupp- boði fyrir tveimur árum. í greinar- gerð fjármálaráðherra segir m.a. að hefð sé fyrir því að eignir séu fyrst boðnar uppboðsþolum án auglýsing- ar. Þá telur fjármálaráðherra að rík- issjóður hafi komist skaðlaust frá þessu m’áh. í dag mælir Dagfari Gaman er að fylgjast með því hvemig framsóknarmenn kjósa fólk tíl framboðs. í Reykjavík sting- ur upp kolhnum í öðm sæti hstans nýr maður sem aldrei áður hefur verið bendlaður við póhtik, hvað þá Framsóknarflokkirm. Að því er Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, fyrrverandi varaþingmaður flokksins, upplýsir hefur Ólafur Haraldsson aldrei starfað í flokkn- um. Hún segir líka að henni hafi komið á óvart að uppgötva að hann vaeri í honum. Á Reykjanesi býður Hjálmar Ámason skólastjóri sig fram í efsta sæti en aö sögn Steingríms Her- mannssonar, fyrrverandi þing- manns kjördæmisins og formanns flokksins um árabil, er Hjálmar nýgenginn í flokkinn. Á Austurlandi situr Karen Erl- ingsdóttir á þessu kjörtímabih í þriðja sæti. Hún gaf aftur kost á sér á listann og hafði stuðning í annað sætið. Hún er lengi búin að starfa í flokknum. Henni var samstundis refsað með því aö færa hana niður í sjöunda sæti sem hún ætlar ekki að þiggja. Vandamál Karenar, alveg eins og það var vandamál Ástu Ragnheið- ar, er í þvi fólgið að þær em báðar Nýir vendir sópa best búnar að starfa of lengi í flokknum. Þær þekkjast of vel innan hans. Það sama má segja um mótframbjóð- endur Hjálmars skólasfjóra í Reyk; aneskjördæmi. Þar er fólk, tvær konur, sem gefur kost á sér í efsta sætið. Önnur hefur verið oddviti framsóknarmanna í Keflavík á annan áratug og hin er forystukona i ungliðahreyfingunni og hefur set- ið í bæjarstjóm Seltjamamess fyr- ir flokkinn. Þær duga ekki og full- trúaráðið hjá Framsókn í Keflavík hefur gert sérstaka samþykkt um að nýi framsóknarmaðurinn sé mun hepphegri í fyrsta sætið held- ur en kvensumar sem hafa verið í flokknum og voga sér að bjóða sig fram. Raunar gerðist það sama hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjanes- kjördæmi. Salome Þorkelsdóttir hefur verið alltof lengi í flokknum og ahtof lengi á þingi og þegar flokknum gafst kostur á að kjósa nýjan mann í efstu sætin, sem er nýgenginn í Sjálfstæðisflokkinn, gripu flokksmenn tækifærið fegins hendi og spörkuðu Salome. Niðurstaðan er sem sagt sú að það borgar sig ekki að vera of lengi í flokki. Flokksmönnum er hla við það fólk. Best er að vera algjörlega nýr og óþekktur 1 viðkomandi flokki. Þá má heita að kosning sé trygg. Ólafur Haraldsson er.ungur mað- ur að austan en hefur flutt í höfuð- borgina og passað sig á að vera hlutlaus í póhtik. Hann hefur sér- staklega gætt sín á því að koma hvergi nærri Framsóknarflokkn- um; ekki starfað í þágu hans, ekki látið sjá sig á fundum og allra síst skráð sig í flokkinn. Þannig hefur hann öðlast hylh og vinsældir í þeim flokki með þeim glæshega árangri að þegar hann stígur skref- ið o'g tilkynnir sig inn í Framsókn- arflokkinn er hann á samri stundu munstraður sem frambjóðandi á undan öhum gömlu flokkshestun- um, sem þar hafa púlað í áratugi. Sérstaklega kemur þetta sé vel þegar konur eiga í hlut, hvort held- ur þær eru framsóknarkonur í Reykjavík, austur á fjörðum eða suður með sjó. Framsókn hefur andstyggð á svoleiðis konum og þá sér í lagi á þeim konum sem vilja koma í veg fyrir að Framsóknar- flokknum bætist nýtt fólk sem hægt er að gera að frambjóðendum um leið og það gengur í flokkinn. Þetta er auðvitað skhjanlegt út frá sjónarhóh flokkshagsmuna. Gömlu sleðamir og kerhngamar í flokkunum fara ekkert annað en nýtt fólk þýðir fleiri atkvaeði og það verður aö gera vel við nýtt fólk sem kemur með viðbótaratkvæði. Þess vegna þarf að setja það í framboð með stæl svo nýja fólkið verði ánægt með vistina og hlaupi ekki í aðra flokka ef það kemst ekki í framboð. Þessi þróun ætti að vera ungu og metnaðargjömu fólki að leiðarljósi. Og um leið hvatning th að koma ekki nærri flokkunum ef það á að hafa einhverju minnstu möguleika á því að komast áfram innan flokk- anna. Með starfi og þátttöku í flokkum er allur frami borinn von. Eina og ömggasta leiðin th áhrifa innan flokkanna er að standa utan þeirra. Sérstaklega ef grunur leik- ur á um að flokkamir þurfi aö losna við konur sem þar hafa starf- að lengi. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.