Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1994, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1994, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 1994 Spumingin Hvað borðar þú í morgunmat? Birgir Sigurðsson: Eina brauðsneið, AB-mjólk og lýsi. Grétar Hjaltested: Hafragraut og lýsi. Friðgeir örn Gunnarsson: Súrmjólk með AU-Bran. Laufar Ómarsson: Oftast jógúrt. Jón Svavar Jósefsson: Cocoa Puffs og brauð með osti. Blær Guðmundsdóttir: Ekki neitt. Lesendur Þær harma hlutskiptið. - Salome Þorkelsdóttir, Karen Erla Erlingsdóttir og Ásta R. Jóhannesdóttir. Enginn fellur út af engu Gunnar Sigurðsson skrifar: Ekki færri en þijár konur fengu til tevatnsins í prófkjörsslagnum um sl. helgi. Salome Þorkelsdóttir, forseti Alþingis, í prófkjöri á Reykjanesi, Karen Erla Erlingsdóttir í niðurröð- un á framboðslista Framsóknar- flokksins á Austfjörðum og Ásta R. Jóhannedóttir í prófjöri sama flokks í Reykjavík. AUar eru þær óhressar með niður- stöðuna og leggja út með mismun- andi hæfti. Forseti Alþingis segir að henni sé hafnað vegna aldurs (aðeins 67 ára!). Hinar tvær segjast hafa lent í „maskínum", önnur í þýsk-íslenskri mulningsvél, hin í „hræðsluáróð- ursmaskínu" síns flokks. Þá er auð- vitað ekki að sökum að spyija. - Ég segi hins vegar: Það fellur enginn út af engu. - Eða er það? Kann nú ekki að vera að kjósendur í prófkjöri á Suðumesjum telji ein- faldlega að það sem gildi um lands- menn samkvæmt lögum eigi að gilda um þingmenn líka? Er ekki algilda reglan sú að menn hætti störfum 67 ára? Hvers vegna ætti það ekki aé gilda um alþingismenn? Eöa skyldi enn sitja í einhveijum að þingforset- inn stóð að lagasetningu um ljósa- skyldu bifreiða allan sólarhringinn allt árið? - En í það heila tekið; voru ekki einfaldlega frambjóðendur í kjöri sem höfðuðu sterkar til kjós- enda en konurnar sem nú harma hlutskipti sitt svo ákaft. íslandsbanki, hvers vegna lélegri þjónusta? Lórus Jón Guðmundsson skrifar: Éf fékk mér debetkort sl. vor eins og þúsundir landsmanna og var og er jákvæður gagnvart notkun þess enda um geiðslumáta framtíðar aö ræða. Kostir eru margir og rækilega auglýstir í bankakerfinu. Gallarnir fara hins vegar hljótt. - í Hafnarfirði öllum er t.d. einungis einn hrað- banki, í útibúi íslandsbanka við Reykjavíkurveg. íslandsbanki á þakkir skildar fyrir það, hinir (Spari- sjóðurinn og Landsbankinn skömm). í haust endurnýjaði íslandsbanki þennan eina hraðbanda Hafnfirð- inga. í gamla hraðbankanum skipti ekki máli hvort maður væri í við- skiptum við íslandsbanka eða ekki, maður gat lagt inn, tekið út og séð stöðu reiknings síns. - Nú bregður hins vegar svo við að þessi glænýi hraöbanki gefur ekki lengur kost á að borga reikninga eða leggja inn, aðeins hægt að taka út, sjá stöðu reiknings og fá yfirlit (sem er reynd- ar ný þjónusta). En þessi þjónusta býðst einungis éf viökomandi er með debetkort frá íslandsbanka. Sé mað- ur með kort frá öðrum banka er bara hægt að taka út, ekki hægt að fá stöðu á reikningi, ekki fá yfirlit og sé reynt að framkvæma aðgerðimar koma þau skilaboð á skjáinn að þjónustan sé aðeins fyrir viðskiptavini íslands- banka! Forráðamenn íslandsbanka, vin- samlega svarið eftirfarandi spurn- ingum: 1. Af hverju er ekki lengur hægt að greiða reikninga og leggja inn í hraðbankanum? Þetta voru þó aðalkostirnir, að þurfa ekki að bíða í biðröð á annatímum og hlýtur að minnka álag á starfsfólkiö. - 2. Af hveiju getur handhafi debetkorts frá öðrum banka ekki fengið stöðu á reikningi eða yfirlit (hvar er nú beinlínutengingin við Reiknistofu bankanna?) - 3. Af hverju eruö þið að skerða þessa þjónustu frá þvi sem var? Hvað var að gamla hraðbankan- um, þurfti nokkuð að skipta? Hringió í síma millikl. 14 og 16 -eðaskrifíð í> Nafn og sí manr. veröur aö fylftfa bréfum Islandsbanki svarar: Þjónustan minnkar ekki - hún eykst Sigurveig Jónsdóttir, upplýsinga- fulltr. íslandsbanka, skrifar: íslandsbanki hefur undanfarna mánuði verið að taka í notkun nýja gerð hraöbanka sem eru mun fljót- virkari, öruggari og þægilegri í notk- un en gömlu hraðbankarnir. Fyrri hluta þessa árs voru alls 25 hrað- bankar hér á landi og þar af voru 12 í eigu íslandsbanka., Með aukinni notkun hraðbanka í sumar var ákveðið að flýta endurnýjun hrað- banka íslandsbanka og jafnframt að fjölga þeim. Um áramótin verða nýju hraðbankamir orðnir 13 talsins og snemma á næsta ári verða þeir orðn- ir 24. Það er því verið að svara auk- inni eftirspurn með því aö stórauka þessa þjónustu við debetkorthafa. - Það er hins vegar rétt hjá Lárusi að notkunarmöguleikar hraðbankanna eru nú aðrir en áður. 1. Innlegg og greiðsla reikninga voru innan við 'A% af færslum í gömlu hraðbönkunum og voru þó færslurnar margfalt færri en þær eru núna í þeim nýju. Langflestir notuðu hraðbankana til að ná sér í reiðufé. Þaö var því ákveðið að byija á því að mæta mestu þörfinni fljótt og gefa sem flestum kost á að taka út pen- inga og ná sér í ókeypis yfirlit yfir reikninginn sinn í hraðbankanum. Reynslan erlendis sýnir líka að þetta er nánast eina notkunin á hraðbönk- um. Næsta skref er að gefa kost á að millifæra milli reikninga og sá kost- ur verður kominn innan fárra vikna. Þá verður einnig hægt aö nota erlend greiðslukort í hraðbönkunum. Eins er til athugunar hvort rétt sé að heimila greiðslu reikninga. Þaö er hins vegar dýrt, skapar mikla villu- hættu og lengir biðraðir við hrað- bankana. Líklega verður því tahð hagkvæmara fyrir alla aðila að stefna fremur að aukini sjálfvirkni í skuldfærslum. 2. Viðskiptavinir annarra banka geta fengið stöðuna á reikningum sínum en yfirlit geta þeir ekki fengið vegna þess að hinir bankarnir hafa ekki heimilað að íslandsbanki hafi aðgang að þessum upplýsingum. 3. Fyrri hluta spurningarinnar var svarað hér að framan og Lárus svar- ar síðari hlutanum sjálfur í bréfi sínu. - Gamli hraðbankinn var far- inn að bila mjög oft. Nýi hraðbank- inn er auk þess mun auöveldari í notkun og vinnur hraðar, þannig að fleiri geta notfært sér hann. - Jú, þaö var sannarlega kominn tími til að skipta. Um áramótin verða nýju hraðbankarnir orðnir 13 talsins, seglr m.a. I svari (rá íslandsbanka. Ótrauslurí fyrstasætl Kristjana hringdi: Mér finnst aö flestu leyti hafa vel skipast með framboðslista Sjálfstæðisflokksins á Reykja- nesi. Það eina sem ég sé athug- vert viö listann er að efsta sætið er ekki nógu traustvekjandi. Ég hef ekkert á móti núverandi menntamálaráðherra, nema síð- ur sé. En fyrsta sæti listans verð- ur að skipa maöur með mun fleiri atkvæði á bak við sig en ráðherr- ann fékk samtals. - Þetta verður kjörnefnd að leiðrétta fyrir kosn- ingar. 250þúsund, dálagleg dómaralaun! Birgir Guðmundsson skrifar: Ég get ekki látið hjá líða að senda nokkrar hnur eftir að hafa heyrt viðtal við einn úr dómara- stétt landsins nýlega um launa- kjör þeirra, dómaranna. Hann grét örlög stéttar sinnar sem væri nú komin í láglaunahópinn. En mörgum brá í brún þegar hann nefndi töluna 250 þúsund krónur sem mánaðarleg brúttólaun og eru jafnvel vegin meðallaun eða byrjunarlaun. En hvort sem held- ur er finnst mörgum að 250 þús- und krónur séu bara dálagleg laun, meira að segja dómaralaun! Mörðurog Hann- es-meiri háttvísi Egill Egilsson hringdi: Fín tilbreyting að fá þá Mörð Ámason og Hannes Hólmstein sem eins konar ábæti í fréttalok Stöðvar 2 einu sinni í viku. Þetta mætti þó vera meira í líkingu við svipaöan þátt, t.d. á Sky-stöðinni bresku - meiri liáttvísi, meiri sið- fágun, leyfa gestunum að Ijúka setningum og einnig hvor öðrum áður en þeir leggja til atlögu. Þetta gengur alveg bærilega hjá bresku snihingunum. Kynnum okkur háttvísi og notum hana. Þeirhræðast vantraustið Ingvar skrifar: Mér finnst farið að molna ískyggilega úr umræðunni um embættisfærslu (réttara sagt mis- færslu) félagsmálaráðherra. Ástæðan sýnist mér sú að þing- menn, samstarfsmenn þessa ráð- herra, eru engan veginn sammála um framhaldið. Ráðherrann hef- ur til þessa neitað afsögn og ráða- menn í hans flokki, svo og í sam- starfsflokknum, Sjálfstæðis- flokki, hafa tvístigið í afstöðu sinni til vantrausts. Þetta tel ég merki þess að mikill hluti þing- manna hræðist vantrauststihögu á félagsmálaráðherra af ótta við að frekari umræða og rannsóknir hjá öðrum taki við. Spurtogspjallað íútvarpi Björn Stefánsson hringdi: Ég lýsi mikilli ánægju með þátt- inn „Spurt og spjahað“ sem flutt- ur er í Ríkisútvarpinu á fóstudög- um kl. 13.30. Helgi Seljan, um- sjónarmaður þáttarins, er prýðis- góður. Þarna koma líka fram landsþekktar og fróöar persónur, svo sem Barði Friðriksson og Helgi Sæmundsson, sem yrkir inni á milli, mörgum til hinnar mestu skemmtunar. Ég veit að fólk, t,d. í félagsmiðstöðvunum hér í borginni, er mjög spennt fyrir keppninni til úrshta og síð- an fyrir því hverjir vinni. - Þaö er prýðisgott form á þætti sem þessum og mætti vera meira af sliku útvarpsefni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.