Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1994, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1994, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 1994 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÖNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JONSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÖLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00 FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuöi 1550 kr. m/vsk. Verð í lausasölu virka daga 150 kr. m/vsk. - Helgarblað 200 kr. m/vsk. Hvar eru frumkvöðlarnir? í þeim prófkosningum sem fram hafa farið að undan- fömu hjá hinum ýmsu flokkum vekur það óneitanlega athygh að afar fáir frambjóðendur slá á nýja strengi. Þeir em jú með almennar og faUegar khsjur um hugðar- eöii sín en það er ekki að heyra að nýtt fólk sé að kveðja sér hljóðs, sem brýtur upp hið gamla og hefðbundna munstur; sem er með aðrar áherslur; sem hugsar hlutina upp á nýtt. Þess gætir ekki heldur hjá þeim sem fyrir em á þingi og sækjast eftir endurkjöri. Þeir kjósa að sigla lygnan sjó og höfða til þekkingar sinnar og reynslu, án þess að kveða upp úr með það sem þeir vilja takast á við. Á tírnum umbrota og ólíkra viðfangsefna, í ljósi þeirra átaka sem fram undan em í atvinnumálum, menntun, siðferði, uppeldi, mannréttindum og ekki síst í breyttum áherslum í stjómmálum og þjóðmálum, heyrist vart hósti né stuna frá þvi fóhd sem sækist eför stj ómmálaafskipt- um, sem teljast verður frumlegt af þess hálfu. Ekkert nýjabrum, engin ideológía. Það er helst að Pétur Blöndal, sem náði áttunda sæti á hsta Sjálfstæðisflokksins í prófkosningunum, hafi haft uppi tilburði til að koma að póhtíkinni úr annarri átt en ahnennt tíðkast. En Pétur er sennilega svo sér á báti að hugmyndir hans faha í grýttan jarðveg. Hvað vitum við um skoðanir Ólafs Haraldssonar sem aht í einu er orðinn annar maður á hsta Framsóknar í Reykjavík? Eða hvaða fagnaðarerindi boðar það fólk sem nú hefur skipað sér í efstu sæti á hsta sjálfstæðismanna á Reykjanesi? Hver er skoðanamunurinn á milli þeirra tveggja frambjóðenda Alþýðuflokksins sem beijast um fyrsta sæti á Vesturlandi? Svo mætti áfram telja. Með aUri virðingu fyrir öUu þessu fóUd, hefur ekki annað heyrst en það æth sér að beijast fyrir hagsmunum kjördæmisins og þá sérstaklega í þágu þess byggðarlags sem það býr í. Kjördæmapotið og flokkslínan ráða ríkj- um, gömlu klisjumar. Kjósendur verða samdauna þessu andrúmslofti og kosningabaráttan snýst um kynferði frambjóðenda, aldur og búsetu í kjördæminu frekar en nokkuð annað. Jafhvel þeir frambjóðendur, sem verða að teljast ör- uggir með sæti sín og stöðu innan flokkanna, finna ekki neina hvöt hjá sér til að skoða póhtíkina í víðu sam- hengi eða færa hana í vitsmunalegt horf í hugmynda- fi-æðhegum eða þjóðfélagslegum skilningi. Hér er þá átt við spumingar eins og þessar: Hvað verður um þessa þjóð á næstu öld? Em merkingamar í khsjum eins og einstaklingsfrelsi, félagshyggju eða velferðarkerfi þær sömu og áður? Er lýðræðinu þjónað með óbreyttu kosn- ingafyrirkomulagi? Em til aðrar aðferðir til að tryggja afkomu launafólks en hin hefðbundna kjarabarátta, sem hefur gert þorra íslendinga að nauðþurftarfóhd? Er skatt- kerfið réttlátt? Er baráttan fyrir jafnrétti í öngstræti úr- eltrar baráttuaðferða? Hvemig á landið að byggjast? Er menntakerfið að afmennta þjóðina og eyðUeggja skólana? Hvað gerum við ef þorskstofninn hrynur? Það em shkar og ýmsar grundvallarspumingar sem leita á en frambjóðendur og stjómmálamenn víkja sér undan að spyija, hvað þá að svara. Það virðist enginn þora, eða þá hitt sem verra er: það virðist enginn stjóm- málamaður sjá sér hag í því né hafa hug og þrek til að brjóta sig út úr endurtekinni og geldri umræðu dægur- þrasins. Maður spyr: Er þjóðin öU orðin samdauna? Hvar em hugsjónamennimir og frumkvöðlamir? Af hveiju rís enginn upp úr meðalmennskunni? EUert B. Schram Þessari spumingu fór ég aö velta fyrir mér þegar ég heyrði í fréttum að það ætti að banna skipum að stunda veiðar í Smugunni yfir vetr- armánuðina vegna þess að það væri svo hættulegt. Ég hélt í fyrstu að þetta væri brandari sem hefði verið sagður á árshátíð hjá skip- stjóra- og stýrimannafélaginu fyrir austan en svo varð mér fljótlega ljóst að þetta var fúlasta alvara. Rökin fyrir þessu eru þau að ís- ingarhættan sé svo mikil að ekki sé forsvaranlegt að vera með skip á þessu svæði yfir kaldasta tímann. Það er engin tilviljun að þessi um- ræða kemur upp á sama tíma og 1 fyrra en eins og allir muna varð uppi fótur og fit á sama tíma fyrir ári, vegna þess að nokkur skip ís- aði mikið í Smugunni þá. En það kom ekki fram að það var fullt af skipum á svæðinu og ekki lentu þau öll í vandræðum, hins vegar sigldu nokkur þeirra á fullri ferð mót sjó og vindi í grimmdar- frosti og að sjálfsögðu hlóðst ísing á þau skip sem þannig fóru að. - Þetta kallast að árinni kennir illur ræðari. Öryggismál? Þó aö þetta sé rekið áfram sem öryggismál hefur þetta ekkert með öryggismál að gera. Þetta snýst um það að nokkrir aðilar vilja ekki sækja í Smuguna, en treysta sér ekki til aö neita því, svo það eina sem þeim dettur í hug er að láta banna það öllum. Og auðvitað bítur Islenskir skipstjórnarmenn bregðast við þeim aðstæðum sem upp koma hverju sinni, en flýja þær ekki, segir Kristinn m.a. í greininni. Hvenær á að banna veiðar vegna veðurs? hluti sjómannasamtakanna, ráð- herrar, íjölmiölar og þjóðarsáhn á agnið og kórinn byijar að kyrja sinn söng. Það verður aö stoppa þetta af hið fyrsta og allt undir því yfirskini að stórkostlegir öryggis- hagsmunir séu í húfi. Mér finnst nú ekki íslensk stjóm- völd hafa úr það háum söðli að detta þegar umræöa um öryggis- mál sjómanna er annars vegar að þau hafi efni á að vera aö beina til- mælum til eins eða neins. Ég held að sjómenn séu ekki búnir að gleyma framgöngu stjómvalda í þyrlukaupamálinu eða hvemig sömu sfjómvöld ná ekki andanum yfir hættunni sem sjómenn í Smug- unni eru í. Eru þau ekki að etja trillusjómönnum til kappróðra yfir vetrarmánuðina með því að setja á þá hálfgerðan sóknarkvóta? Nei, það sem aðilar sem að þess- ari uppákomu stóðu, eiga að gera núna, er að biðja aðstandendur sjó- manna sem em í Smugunni núna afsökunar á því að hafa verið að hræða þá að ástæðulausu. Þetta var ég búinn að segja ykkur! Nú má enginn skilja orð min svo að ég álíti Smuguna vera einhvem sælureit, þar sem ekkert illt eða slæmt geti skeð, en ég held að þaö sé ekkert verra eða betra að stunda sjómennsku þar en við íslands- strendur yfir vetrarmánuðina. Það er alltaf þannig að aðstæður em KjaUajinn Kristinn Gestsson skipstjóri á Snorra Sturlusyni Einnig má benda á að Bretar töldu skipum sínum betur borgið í Barentshafi yfir vetrarmánuðina heldur en á íslandsmiðum, þannig að ef ætti að banna veiðar íslenskra skipa þar, má meö sömu rökum segja að banna ætti veiðar út af Vestfjörðum og Norðurlandi yfir veturinn. Ef stjómvöld telja sig hafa varpaö af sér einhverri ábyrgð, með því að beina tilmælum til útgerða að hafa ekki skip í Smugunni frá 1. nóv., þá er það misskilningur. Ég get ekki séð að stjórnvöld hafi nokkurn tímann borið neina ábyrgð á hvar skip hafa stundað veiöar eða við hvaða aðstæður, ábyrgðin hlýtur að liggja hjá við- komandi útgerð og skipstjóra hér eftir sem hingað til. - En mikið hlýtur ráðhermnum að líða vel að „Ef stjómvöld telja sig hafa varpað af sér einhverri ábyrgð, með því að beina tilmælum til útgerða að hafa ekki skip í Smugunni frá 1. nóvember, þá er það misskilningur.“ breytilegar og íslenskir skipstjórn- geta sagt ef eitthvaö kemur fyrir; armenn bregðast viö þeim aðstæð- þetta var ég búinn aö segja ykkur. um sem upp koma hverju sinni og Kristinn Gestsson taka á vandamálunum þegar þau ber að höndum en flýja þau ekki. Skoðanir armarra Prófkjör helgarinnar „í prófkjömm helgarinnar bar það hæst að kjós- endur vom svo útsmognir að þeir höfnuðu frambjóð- endum fremur en að kjósa flokkum sínum forystu- liö... Þaö er mikil huggun fyrir alla þá sem hafnaö er í prófkjörum, að vera þegar í staö orðaöir við væntanlega sigurgöngu Jóhönnu um Ódáinsvelli ís- lenskra stjómmála. I huga einhverra kann þó að bera þann skugga á, að þurfa að þramma þar um við hhðina á allaböllum og femínistum, en það verð- Urekkiáalltkosið." OÓíTímanumS.nóv. Stjórnmálin og aldurinn „Eg hef fyrst og fremst orðið fyrir vonbrigðum með það viðhorf til eldra fólks sem endurspeglast í útkomu minni. Ég er ósátt við þá köldu rökhyggju að fólk sem komið er yfir sextugt eigi ekkert erindi á vinnumarkaðinn hvað þá á vettvang stjómmál- anna. Þetta snýr þveröfugt viö stórþjóðunum. Þar er reynsla og þekking eldri manna nýtt í vandasöm- ustu embættin. Mér finnst sorglegt hvað virðing fyr- ir eldra fólki fer minnkandi og ég vil beijast fyrir því að breyta þessari afstöðu." Salome Þorkelsdóttir alþm. í Mbl. 8. nóv. Spillingarumræðan „Þetta fólk það reiöist þegar það telur, að forystu- menn þjóðarinnar eða forystumenn í stjómmálum séu með óeðlilegum hætti að hygla sér og sínum með fyrirgreiðslu og öðm slíku sem er greitt fyrir af skatt- peningum fólksins. Svona mál em fólki miklu ofar- legar í huga heldur en málefnin sem Alþýöuflokkur- inn hefur verið að vinna aö og fólk metur. Svo virð- ist sem Alþýðuflokknum líðist ekki það sem öðrum stjómmálaflokkum líðst. Það er kannski vegna þess að fólk gerir meiri kröfur til Alþýðuflokksins." Sighvatur Björgvinsson ráöherra í Alþbl. g, nóv.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.