Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1994, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.1994, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 1994 41 Meiming Leiklistin blómstrar í kaffihúsum borgarinnar Þó aö ekki sé langur tími liðinn síöan Kafílleikhúsinu var hleypt af stokkunum hafa nú þegar verið frumsýndar þar þrjár sýningar og von á fleiri. Þetta eru stutt verk, og fólk getur hvort sem er komið eingöngu til að sjá sýninguna eða eytt öllu kvöldinu í þægilegu andrúmslofti og notið góðra veitinga í leiðinni. Fyrir helgina var sem sagt frumsýning númer þrjú: Boðið í leikhús með Brynju og Erlingi Það var ekkert sjálfgefið að leikritiö Dags hríðar spor eftir Valgarð Egilsson hitti í mark þegar það var sýnt í Þjóðleikhúskjallaranum árið 1980. Verkið gerði töluverðar kröfur tU áhorfenda og efnismeðferðin var óvægin. En reyndin varð samt sú að sýningin hlaut fádæma vinsældir áhorf- enda og var reyndar flutt upp á stóða sviðið í leikhúsinu áður en yfir lauk. Úrvinnsla leikhússins kom þarna til móts við texta verksins á stór- kostlega skemmtilegan og eftirminnilegan hátt sem á þeim tíma þótti æði nýstárlegur. Leikstjóramir Brynja Benediktsdóttir og Erlingur Gíslason hafa nú, fjórtán áram síðar, unnið upp kynningu á verkinu og þeim vinnubrögðum sem lágu til grundvaUar sýningunni. Markmiðið er að gefa áhorfendum kost á að skyggnast aðeins bak við tjöldin í leikhúsinu um leið og rifjaö- ur er upp minnisverður leikhúsviðburður og skoðað hvemig textinn hef- ur staðist tímans tönn. Kaffileikhúsið í Hlaðvarpanum hentar sérlega vel fyrir slíka kvöldstund þar sem mikið návígi skapast og umræður eftir frumsýninguna voru á léttum og afslöppuðum nótum. Erlingur flutti upphafskynningu og fór á kostum. Síðan tóku við leikn- ir kaflar úr verkinu þar sem þau Brynja og Erlingur léku ásamt Val- garði og Þóri Steingrímssyni. Búningar og gervi, sem Sigurjón Jóhanns- son hannaði á sínum tíma, voru notuð í Kafíileikhúsinu og settu skemmti- legt yfirbragð á sýninguna. Auðvitað fer fram ákveðiö val þegar plokkaðir eru út nokkrir kaflar úr heilu verki og ýmislegt vantar, sérstaklega þar sem texti Dags hríðar spora vísar í margar áttir í senn og fléttar saman nokkur meginþemu í eina órjúfanlega heild. Höfundur er vísindamaður og hann hræðist vísindin. í skammsýni sinni og sókn eftir vindi sjást menn ekki fyrir og fóndra við hluti sem geta haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar fyrir lífið á jörðinni. Valgarður setur líka fram bitra ádeilu á hentistefnupólitíkusa og hvöss varnaðarorð í verk- inu. Margt af því sem hann sagði fyrir um er bláköld staðreynd í dag og það setur óneitanlega ugg að manni þegar fréttir berast áf ýmsum þeim tilraunum sem gerðar eru í nafni vísindanna. En texti Dags hríðar spora er líka bráðfyndinn og íronían allsráðandi í þeim köflum sem valdir voru fyrir sýninguna í KafFileikhúsinu. í flutn- ingi þeirra Brynju, Erlings, Þóris og Valgarðs (sem kom áhorfendum gersamlega á óvart með kostulegri túlkun sinni á Lilla) varð kvöldstund- in einstaklega skemmtileg upplifun og vakti löngun til að fá meira að heyra. Kaffileikhúsið i Hlaðvarpanum: Boðið í leikhús með Brynju og Erlingi Kaflar úr leikritinu Dags hríðar sporum Höfundur: Valgarður Egilsson Úr leikritinu „Boðið í leikhús með Brynju og Erlingi11. Fiðla Rotschilds hjá Ara í Ögri í litlu kaffihúsi við Ingólfsstræti er líka leikiö. Þar stígur Þorsteinn Guðmundsson leikari á svið og flytur áheyrendum sögu eftir Anton Tsjek- hov í leikstjórn Magnúsar Guðmundssonar. Það er ekki hægt að segja að miklar tilfæringar séu í kringum þessa sýningu, sviðsbúnaður aðeins fáeinir munir sem þjóna þó sínu hlutverki vel. Þorsteinn sem sögumaður er gerður líkur höfundinum og bregður svo fyrir sig öðrum töktum þegar hann mæhr fyrir munn persónanna í smásögunni. Gervi hans var vel heppnað og flutningurinn samkvæmt efninu þar sem meira liggur utan við textann heldur en það sem sagt er beinum orðum. Laufey Sigurðardóttir leikur tónlist Magnúsar Blöndals Jóhannssonar við söguna fallega og stemningarfuUt. Tónlistin gegnir miklu hlutverki í Leiklist Auður Eydal þessari sýningu, er samofin efninu og leikur nánast á móti eina leikaran- um. Hún fyllir efnisrammann tregablöndum hljómi sem rímar fuUkom- lega við inntakið. Þetta er yfirlætislaus sýning. Hér er það textinn, sem ræður ferð. Frá- sagnarmátinn er hógvær og sjónarhorn höfundar lýsir samúö hans með persónunum. Það gerist svo sem ekkert merkilegt, en maður gengur út í kvöldið með þægilega tilfinningu því að hér var vel vandað til flutnings- ins. Snobbleikhúsiö sýnir i kaffihúsinu Ara i Ögri: Fiöla Rotschilds Saga: Anton Tsjekhov. Tónlist: Magnús Blöndal Jóhannsson. Þýðing: Þorsteinn Ö. Stephensen. Leikstjórn: Magnús Guömundsson. ÞJÓDLEIKHÚSID Sími 11200 Stóra sviöið kl. 20.00 LISTADANSHÁTÍÐ í ÞJÓÐLEIKHÚSINU til styrktar Listdansskóla íslands Þrd. 15/11 kl. 20.00, mvd. 16/11 kl. 20.00. GAURAGANGUR eftir Ólaf Hauk Simonarson Á morgun, nokkur sæti laus, Id. 12/11, nokkur sæti laus, fid. 17/11, nokkur sæti laus, föd. 18/11, uppselt, fid. 24/11, upp- selt, mvd. 30/11, laus sæti. GAUKSHREIÐRIÐ eftir Dale Wasserman Föd. 11 /11, uppselt, Id. 19/11, nokkur sæti laus, Id. 26/11. VALD ÖRLAGANNA eftir Giuseppe Verdi Föd. 25/11, uppselt, sud. 27/11, örfá sæti laus, þrd. 29/11, nokkur sæti laus, föd. 2/12, uppselt, sud. 4/12, nokkur sæli laus, þrd. 6/12, laus sæti, fid. 8/12, nokkur sæti laus, Id. 10/12, örfá sæti laus. Ósóttar pantanir seidar daglega. SNÆDROTTNINGIN eftir Evgeni Schwartz Byggt á ævintýri H.C. Andersen Sud. 13/11 kl. 14.00, sud. 20/11 kl. 14.00. Litla sviðið kl. 20.30. DÓTTIR LÚSÍFERS eftir William Luce Föd. 11/11, Id. 12/11, föd. 18/11, sud. 20/11. Smíðaverkstæðið kl. 20.00 SANNAR SÖGUR AF SÁLARLÍFISYSTRA eftir Guöberg Bergsson i leikgerð Viðars Eggertssonar í kvöld, uppselt, föd. 11 /11, örfá sæti laus, Id. 19/11, sud. 20/11. Miðasala Þjóöleikhússins er opln alla daga nema mánudaga frá kl. 13-18 og fram að sýningu sýnlngardaga. Tekið á móti símapöntunum alla virka daga frá kl. 10.00. Græna línan 99 61 60. Bréfsimi 6112 00. Simi 1 1200-Greiðslukortaþjónusta. Hjónaband Þann 27. ágúst voru gefm saman í hjöna- band í Fríkirkjunni í Hafnarfirði af sr. Einari Eyjólfssyni Vilborg Arnardóttir og Halldór Már Þórisson. Þau eru til heimilis að Bakkarstíg 8, Bolungarvík. Ljósmyndast. Reykjavíkur Starfaldraðra Neskirkja: Kvenfélag Neskirkju hefur opið hús í dag kl. 13-17 í safnaðarheimili kirkjunnar. Kinversk leikfimi, kaffi og spjall. Fótsnyrting og hárgreiðsla á sama tíma. Litli kórinn æfir kl. 16.15. Nýir söngfélagar velkomnir. Umsjón: Inga Backman og Reynir Jónasson. LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR Litlasviðki. 20.00 ÓSKIN (GALDRA-LOFTUR) eftir Jóhann Sigurjónsson 40. sýn. fimmtud. 10/11, fáein sætilaus. Föstud. 11/11, fáein sæti laus. Laugard. 12/11. Föstud. 18/11, féeln sæti laus. Laugard. 19/11. Föstud. 25/11. Stóra svið kl. 20. LEYNIMELUR13 eftir Harald Á. Sigurðsson, Emil Thoroddsen og Indriða Waage. Laugard. 12/11, föstud. 18/11, fáein sæti laus, laugard. 26/11. Stóra svið kl. 20. HVAÐ UM LEONARDO? eftir Evald Flisar. 8. sýn. fimmtud. 10/11, brún kort gilda, 9. sýn. föstud. 11/11, bleik kort gilda, fimmtud. 17/11, laugard. 19/11. Litla sviðkl.20: ÓFÆLNA STÚLKAN eftir Anton Helga Jónsson. Leikmynd og búningar: Stígur Steinþórs- son Lýsing: Ögmundur Þór Jóhannesson Tónlist: Þórólfur Eiriksson Leikstjóri: Hlín Agnarsdóttir Lelkarar: Árni Pétur Guðjónsson, Benedikt Erllngsson, Ellert A. Ingimundarson, Jó- hanna Jónas og Margrét Vilhjálmsdóttir. Frumsýning i kvöld uppselt, sýning sunnud. 13/11, miðvikud. 16/11, fimmtud. 17/11. Stóra svið kl. 20: Svöluleikhúsið sýnir i samvinnu við íslenska dansflokkinn: JÖRFAGLEÐI Höfundar Auður Bjarnadóttir og Hákon Leifsson Danshöfundur: Auður Bjarnadóttir Tónlist: Hákon Leifsson Frumsýning 8/11,2. sýn. miðvikud. 9/11,3. sýn.sunnud. 13/11. Miðasala er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 13.00-20.00. Miða- pantanir í sima 680680 alla virka daga frá kl. 10-12. Munið gjafakortin, vinsæl tækifærisgjöf. Greiðslukortaþjónusta. Leikfélag Reykjavikur- Borgarieikhús Safnaðarstarf Árbæjarkirkja: Opið hús fyrir eldri borg- ara í dag kl. 13.30. Fyrirbænastund kl. 16. TTT starf kl. 17-18. Mömmumorgunn fimmtudaga kl. 10-12. Áskirkja: Samverustund fyrir foreldra ungra bama í dag kl. 13.30-15.30. Starf fyrir 10-12 ára börn kl. 17.00. Breiðholtskirkja: Kyrrðarstund í dag kl. 12 á hádegi. Tónlist, altarisganga, fyrir- bænir. Léttur málsverður í safnaðar- heimilinu eftir stundina. 10-12 ára starf (TTT) kl. 17 í dag. Bústaðakirkja: Félagsstarf aldraðra: Opið hús kl. 13.30-16.30. Mömmumorg- uim fimmtudag kl. 10.00. Dómkirkjan: Hádegisbænir kl. 12.10. Leikið á orgehð frá kl. 12.00. Léttur há- degisverður á kirkjuloftinu á eftir. Fella- og Hólabrekkusóknir: Helgistund í Gerðubergi fimmtudaga kl. 13.30. Grafarvogskirkja: Guðsþjónusta fimmtudagskvöld kl. 21. Guðsþjónustan verður tekin upp til sjóvarpsútsendingar 20. nóvember nk. Grensáskirkja: Starf fyrir 10-12 ára böm kl. 17.00. Háteigskirkja: Kvöldbænir og fyrirbæn- ir í dag kl. 18. Hjallakirkja: Samverustund fyrir 10-12 ára börn í dag kl. 17. Kópavogskirkja: 10-12 ára starf í Borg- um í dag kl. 17.15-19. Kyrrðar- og bæna- stund kl. 18. Langholtskirkja: Kirkjustarf aldraðra: Samverustund kl. 13-17. Akstur fyrir þá sem þurfa. Föndur, spilað, léttar leikfimi- æfmgar. Dagblaðalestur, kórsöngur, ritningarlestur, bæn. Kaffiveitingar. Föndurkennsla kl. 14-16.30. Aftansöngur kl. 18.00. Neskirkja: Bænamessa kl. 18.20. Sr. Frank M. Halldórsson. Seljakirkja: Fyrirbænir og íhugun í dag kl. 18. Beðið fyrir sjúkum. Allir hjartan- lega velkomnir. Tekið á móti fyrirbæna- efnum í kirkjunni, s. 670110. Æskulýðs- fundur í kvöld kl. 20. Seltjarnarneskirkja: Kyrrðarstund kl. 12.00. Söngur, altarisganga, fyrirbænir. Léttur hádegisverður í safhaðarheimil- inu. Leikhús Leikfélag Akureyrar KARAMELLUKVÖRNIN KVÖRNJN Gamanleikur með söngvum fyrir allafjölskylduna! Laugard. 12. nóv. kl. 14. Síðasta sýning. BAR PAR Tveggja manna kabarettinn sem sló í gegn á siðasta leikári! Sýnt i Þorpinu, Höfðahlið 1 Föstud. 11. nóv. kl. 20.30, uppselt. Laugard. 12. nóv. kl. 20.30. SÝNINGUM LÝKUR í NÓVEMBER Sala aðgangskorta stendur yfir! Miðasala í Samkomuhúsinu er opin alla virka daga nema mánudaga kl. 14-18 og sýningardaga f ram að sýn- ingu. Simi 24073. Simsvari tekur við miðapöntunum utan opnunartíma. Greiðslukortaþjónusla. NEMENDALEIKHÚSIÐ LINDARBÆ-SÍMI21971 TRÚÐAR í kvöld kl. 20.30. Fös. 11/11 kl. 20.30. Laugd. 12/11 kl. 20.30. Takmarkaöur sýn- ingafjöldi! Mióapantanir ailan sólarhringinn. Tilkynningar Félag eldri borgara í Rvík og nágrenni Hressingarleikfimi á mánudögum og fimmtudögum kl. 10.30 í Víkingaheimil- inu Stjörnugróf. Opiö öllum félögum í félagi eldri borgara. Lögfræðingur félags- ins er til viðtals á fimmtudögum, fyrir félagsmenn. Panta þarf viðtal í síma 28812. Hafnargönguhópurinn í kvöld, miðvikudagskvöld, fer Hafnar- gönguhópurinn í gönguferð niður Elliða- árhólma og Fossvogsdal. Farið verður frá Hafnarhúsinu kl. 20 og SVR teknir upp í Árbæ. Val um að ganga til baka niður í Hafnarhús úr Fossvogsdal eða taka SVR. Tombóla Þessar ungu stúlkur héldu hlutaveltu tú styrktar Blindrafélaginu og söfnuðu 1.000 kr. Stúlkurnar heita Heiða Rut Ingólfs- dóttir, Helga Sigurðardóttir og Arndís Jóna Vigfúsdóttir. Sinfóníuhljómsveit Islands sími 622255 Grænir tónleikar Háskólabíói fimmtudaginn 10. nóvember, kl. 20.00 Hljömsveitarstjóri: Guillermo Figueroa Einleikari: Gunnar Kvaran Efnisskrá Felix Mendelssohn: Draumur á Jónsmessunótt, forl.j Litigi Boccherini: Sellókonsert í B-dúr W. A. Mozart: Sinfónía nr. 41, Júpíter Miðasala á skrifstofutíma og við innganginn við upphaf tónleika. Greiðslukortaþjónusta.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.