Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1994, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1994, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 21. NÓVEMBER 1994 Fréttir Ólíkar skoðanir íbúa Kjarrhólma um sýningar Film Net Plus: Klám í stærsta fjöl- býlishúsi Kópavogs „böm og unglingar hljóta að fá brenglaða mynd af kynlifi“ „Böm og unglingar hljóta að fá afar brenglaða mynd af kynlífi ef þeir sjá þessar myndir og sækja þekkingu sína frá þeim. Klámið sem er sýnt á þessari sjónvarpsrás tvisvar í viku eftir klukkan tólf á kvöldin í fjölbýl- ishúsunum hér getur ekki verið heppUegt fyrir unghnga á viðkvæm- um aldri. Þaö er algengt að krakk- amir séu skildir eftir heima um helg- ar. Þeir geta séð ótrúlegan fjölda samfara á stuttum tíma á þessari rás. Framleiöendur myndanna virð- ast gera hvað sem er til að útvíkka hugtakið samfarir með alls konar öfuguggahætti," sagði karlmaður sem býr í stóru fjölbýlishúsi í Kjarr- hólma í Kópavogi í samtali við DV. í húsunum nást útsendingar Film Net Plus sem sendir út klámefni á miðnætti á miðvikudags- og laugar- dagskvöldum. Gervihnattadiskur var keyptur í fjölbýlishúsið á síðasta ári og nást sendingar frá stöðinni í Skiptar skoðanir eru um það meðal ibúa í fjölbýlishúsinu við Kjarrhólma i Kópavogi hvort klámmyndir sem sýndar eru á erlendri sjónvarpsrás eigi rétt á sér. DV-mynd BG íbúðunum. „Ég horfi nú ekkert á þessar mynd- ir en mér fmnst að foreldrar sem eru að kvarta ættu að vera heima frekar en úti á ralli. Foreldrar mega ekki gleyma því að þeir bera ábyrgð," sagði karlmaður sem býr í Kjarr- hólma. „Ég hef nú aldrei horft á aðrar klámmyndir en á Film Net - en er þetta ekki bara lífið,“ sagði kona sem býr í húsinu. „Þessar myndir eru sýndar á þeim tíma sem börn eru yflrleitt sofnuð. Ef fólk vill ekki hafa þetta fyrir börn þá er bara hægt að rugla rásina, þú stillir jú alltaf inn þær rásir sem þú vilt hafa. Fyrst fannst mér þessar myndir dálítið mikið mál og á tímabiú var þetta á þremur stöðvum en núna er bara ein. Mér finnst þetta í lagi, þetta er bara val eins og annað í lífinu. Ef ég flyt héðan úr Kjarrhólmanum fæ ég mér örugglega gervihnattadisk. Og svo er þessi stöð bara best, þama eru líka bestu bíómyndimar. Auk þess er þetta fyrirkomulag úti um aílan bæ,“ sagði konan. VerkfaUsjúkraliða: Ráðhenra og landlæknir beitisér Sjúkraliðar hafa ritaö land- lækni bréf þar sem hann er hvatt- ur til aö kynna sér málavexti í yfirstandandi kjaradeilu og leggja sitt af mörkum til aö launa- nefnd ríkisins komi til móts við kröfur sjúkraliða. Ákveðið var aö senda bréfiö á um 90 manna fundi sem sjúkraliðar héldu í gær. Bréfið er sent í kjölfar áskor- unar til félagsmálaráðherra þar sem hann er hvattur til að beita sér tii aö leysa deiluna. „Fundur sjúkraliða telur víst, aö til að leysa vanda samninga- nefndar ríkisins þurfi kvenlega íhygli og frumleik til að fjármála- ráðherra átti sig á, aö sjúkraliöar teiji það ekki hlutverk stéttarinn- ar að sitja á launakjörum ann- arra láglaunastétta. Sjúkraliöar telja að óbærileg kjör launþega skapi þjóðinni meiri útgjöld og ohatningju en hún sparar ríkis- sjóði,“ segir meðal annars í álykt- un sjúkraliða. Fundur verður hjá Ríkissátta- semjara í deilu sjúkraliða og launanefiidar rfiósins klukkan 10 í dag. Á íjórða tug samningafunda hafa verið haldnir til þessa án þess að nokkuð hafi þokast i deil- unni. Ékki er talið líklegt aö fund- urinn í dag verði árangusríkur. Mikll ólga meðal starfsmanna Bifreiðastöðvar Oddeyrar á Akureyri: Framkvæmdastjórinn greiddi sér milfjón f yrirfram - þetta er ekki fjárdráttur, segir stjómarformaður bifreiðastöðvarinnar Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Það er greinilegt að stjórn fyrir- tækisins ætlar sér ekki aö aðhafast neitt í máhnu. Þaö er eins og það eigi aö nægja að framkvæmdastjór- inn hafi greitt 700 þúsund krónur af þeim 1100-1200 þúsundum sem hann hefur dregið sér frá fyrirtækinu og ég hef íhugaö aö kæra þetta mál,“ segir einn af bifreiðastjórum hjá Bif- reiöastöð Oddeyrar hf. á Akureyri, einu leigubifreiðastöðinni í bænum. Ekki er ofmælt að mikil ólga sé meðal bifreiðastjóra fyrirtækisins sem eru 22 talsins og er ljóst að tvær fylkingar takast á um flest mál er varða rekstur stöðvarinnar og þau átök eru hörð. Upp úr sauð í apríl sl. þegar reikningar síðasta árs litu dagsins ljós en þá kom í ljós aö fram- kvæmdastjórinn hafði greitt sjálfum, sér fyrirfram um 500 þúsund krónur. Síðar kom í ljós aö framkvæmda- stjórinn haíði greitt sér aðrar 500 þúsund krónur fyrirfram á yfir- standandi ári og fyrir nokkrum dög- um kom í ljós að hann hafði tekiö til eigin nota 150-200 þúsund krónur af peningum stöðvarinnar. Einnig mun hann hafa skuldaö um hálfa mifijón króna í stöðvargjöld en hann var og er enn bifreiöastjóri á BSO. Eftir mikil átök meðal starfsmanna stöðv- arinnar, sem allir eru hluthafar í fyrirtækinu, var framkvæmdastjór- anum sagt upp störfum. „Þetta er alls ekki blaðamál að mínu mati og það er alls ekki um neinn íjárdrátt aö ræða. Það er rétt að framkvæmdastjórinn tók sér laun fyrirfram án þess að hafa til þess leyfi stjórnarinnar. Hann reyndi hins veg- ar ekki að fela þetta í reikningum stöövarinnar og það hefur að fullu verið samið um hvernig hann greiðir þessa upphæð. Meö því aö þyrla þessu upp er einungis veriö að reyna að koma höggi á manninn," segir Jón Óli Ólafsson, stjómarformaður BSO. Annar bifreiðastjóri á stöðinni sem DV ræddi við sagðist hafa áhuga á- að krefjast rannsóknar á fjárreiðum stöðvarinnar því ekki virtist sem öll kurl væru komin til grafar og .er m.a. rætt um tap á bensínsölu sem ekki hefur fengist viðunandi skýring á. „Ég get hins vegar ekki staðið í því að kæra þetta einn en ef menn sameinast um það tveir eða fleiri þá verður það gert,“ sagði þessi bifreiöa- stjóri stöðvarinnar. r Sparnaður í eldhúsi Á sama tíma og sjúkraliöar heyja sitt stríö í verkfalli og höröum verkfallsaðgerðum berast gleðileg- ar fréttir innan úr spítölunum. Eld- hús Ríkisspítalanna hefur náð miklum sparnaði í hagræðingu í rekstri. í viðtali DV við Valgerði Hildibrandsdóttur, forstöðumann eldhússins, kemur fram aö sparn- aöurinn geti numið allt að sextíu milljónum króna á ársgrundvelli. Þetta er ævintýraleg tala. Kostn- aöur við rekstur eldhússins hjá Ríkisspítölunum fór úr þrjú hundr- uð milljónum króna niður í tvö hundruð og fjörutíu milljónir. Þetta eru tölur fyrir áriö 1992 og sama mun hafa gerst í fyrra. Reikna má með aö sparnaður veröi enn meiri á þessu ári þar sem ljóst er að sjúkraliðum hefur tekist að fækka sjúklingum verulega þær vikumar sem verkfalliö stendur. Vonandi stendur það sem lengst enda mun eldhúsiö á Ríkisspítölun- um græöa á tá og fingri á hveijum verkfallsdegi. Auðvitaö eiga elda- buskumar og starfsfólkiö í eldhús- inu aö fá bónus fyrir spamaðinn og ef sú regla er viðhöfö koma verk- follin sér vel fyrir eldhúsiö og starfsfólkið þar því launin hækka jafnt og þétt á meðan sjúkraliðam- ir svelta sjálfa sig i verkfallsátök- unum. Fyrir utan það að fara í morgun- leikfimi milli þess sem soöningin mallar á pönnunni hafa rekstrar- ráðgjafar og næringarfræöingar fundiö það út að maturinn á spí- tölunum var hvorki hollur né skynsamlegur. Sjúklingamir fengu alltof mikið að borða og leifarnar vom rosalegar. Þetta var sóun á góðum mat ofan í sjúklinga sem höfðu ekki gott af þessu ofáti. Þess í stað voru útbúnir matseðlar sem voru bæði næringarútreiknaðir og tölvuvæddir og nú spýtir tölvan út úr sér matnum og skammtar í sjúklingana samkvæmt læröri rekstrarráögjöf og bæði er að mat- urinn verður ódýrari og sjúkhng- amir heilbrigðari. Það hefur sem sagt komið í ljós að sjúklingar sem vom lagðir inn á Rfidspítalana, nauðugir vfijugir, átu yfir sig fyrir sextíu milljónir króna á ári og auk þess fór heilsu þeirra hrakandi í hvert skipti sem þeir borðuðu. Maturinn var svo óhollur að það var undir hælinn lagt hvort þeir sem einu sinni voru lagðir inn ættu afturkvæmt, ein- faldlega vegna þess að spítalavistin gerði þá ennþá veikari. Hreysti þeirra fór hrakandi með hveijum matarbakka! Þaö var mikil guös mildi aö Val- gerður Hildibrandsdóttir skyldi taka viö stjórnartaumunum í mötuneytinu. Ekki vegna þess að hún sé læknir eða hjúkmnarfræð- ingur, heldur til aö uppgötva að á meöan læknarnir og hjúkmnarlið- ið var í óöa önn aö reyna að ráða bót á meinum sjúklinganna starf- aði innan spítalanna fimmta her- deild eldhússins sem mokaöi í sjúklingana fæöi sem dró sífellt úr heilsu þeirra og vann beinlínis gegn læknismeðferðinni. „Nú förum við eftir manneldis- ráögjöf,“ segir Valgerður hróöug - sem hún má svo sannarlega vera. Spumingin er hins vegar: eftir hveij’u var farið áður en manneld- isráögjöfin kom til? Var kannski skammtaöur matur ofan í sjúkl- inga á Ríkisspítölunum samkvæmt eldisráðgjöf annarra dýrategunda? Vissi enginn innan heilbrigðisgeir- ans að manneldi var til? Var nokkur furða þótt heilbrigð- iskerfið væri dýrt? Var nokkur furöa þótt illa gengi að spara í heil- sugeiranum þegar sjúklingar voru látnir éta óhollan mat fyrir sextíu milljónir umfram þarfir? Nú er sem sagt skammtað á disk- ana og enginn fær að leifa og raun- ar líkar sjúklingum svo vel við matinn að þeir vfija helst ekki fara heim aftur. Það er eina vandamálið á Ríkisspítölunum um þessar mundir að sjúklingarnir neita að fara heim þótt þeir séu orönir stáls- legnir. Enda þótt það sé gott fyrir rekst- urinn á eldhúsi spítalanna að sjúkraliöarnir séu sem lengst í verkfalli til að eldhúsiö geti haldið áfram aö spara fylgir auðvitað sá ókostur þessu verkfalli að sjúkling- um er mismunað. Sumir njóta þess áfram að búa viö manneldisráögef- andi mataræði inni á spítölunum á meðan hinir, sem eru reknir heim eöa komast ekki inn, verða að sætta sig'við þann óholla mat heima hjá sér sem áöur var fram borinn á spítölunum. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.