Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1994, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1994, Blaðsíða 27
MÁNUDAGUR 21. NÓVEMBER 1994 39 Fréttir Engin verkföll sjúkraliða á Norðurlandi: Laun sjúkraliðanna mun hævri en í Reykjavík - munurinn allt að 7% á launatöxtum milli sjúkraliða á Akureyri og í Reykjavík Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Laun sjúkraliða sem starfa í sjúkrahúsinu og vistheimilum aldraðra á Akureyri eru mun hærri en laun sjúkraliða í Reykja- vík sem eru í verkfalli. Skiptir þá ekki máh hvort sjúkraliðar í Reykjavík eru ríkis- eða borgar- starfsmenn, því Reykjavíkurborg greiðir sjúkraliöum samkvæmt taxta ríkisins. DV kannaði ástandið á fjórum stærstu sjúkrahúsunum á Norðurlandi, á Akureyri, Sauðár- króki, Siglufirði og Húsavík, og er hvergi um verkfall að ræða, enda vinna sjúkraliöar á landsbyggðinni nær alls staðar á samningum starfsmannafélaga sveitarfélag- anna. Arna Jakobína Björnsdóttir hjá Starfsmannafélagi Akureyrarbæj- ar segir að laun sjúkraliða sem eru félagar í STAK séu 3-7% hærri en laun sjúkraliöa í Reykjavík og seg- ist hún þá einungis vera að tala um launaflokkataxta. Mestur er lau- namunurinn hjá þeim sem vinna viö umönnun aldraðra. „Ef við horfum hins vegar á launamálin í heild og tökum með t.d. desemberuppbót, vaktaálag, töku sumarleyfa og tryggingaá- kvæði, þá er munurinn enn meiri. Ég get ekki sagt hversu mikill lau- namunurinn er ef þetta er allt tekiö með, það hefur ekki verið reiknað nákvæmlega. Desemberuppbót er t.d. 4 þúsund krónum hærri í samn- ingum sjúkraliða á Akureyri en í Reykjavík, sjúkraliðar hér fá fjölg- un sumarleyflsdaga fyrr en sam- kvæmt taxta ríkisins og vaktaálag er hærra. Okkur finnst því ekki óeðlilegt að sjúkraliðar í Reykjavík séu óánægðir og þeir hafa svo sannarlega stuöning og samúð sjúkraliða á landsbyggðinni," segir Arna Jakobína. Bílasalar á námskeiðum og í prófum: Mættu illa undir búnir og helm- ingurinn féll Akureyri: Bjartari tímar hjájárniðnað- armönnum „Þaö er óneitanlega betra upp- litiö á okkur þessa dagana en verið hefur undanfarin misseti,“ segir Hákon Hákonarson, form- aður Félags málmiönaðarmanna á Akureyri, en svo virðist sem mjög sé að rofa til í atvinnumái- um málmiðnaðarmanna í bæn- um. Hákon segir að þaö sem fyrst og fremst sé aö breytast sé meiri festa í verkefnaöflun Slippstöðv- arinnar Odda hf. „Það er farið aö ræða um það aö taka nema i málmiön hjá fyrirtækinu. Það eru góðar fréttir og benda til að bjartara sé fram undan, því nem- ar hafa ekki verið teknir í þessar greinar í nokkur ár. Ég á þó von á því aö forgangsrööin verði sú að fyrst fái þeir málmiðnaðar- menn atvinnu sem eru án hennar en síðan komist nemar á samn- ing,“ segir Hákon. Hákon segir einnig að þrátt fyr- ir aö fyrirtæki í málmiðnaði á Akureyri haíi orðið gjaldþrota þá hafi mál skipast þannig að tekist hafi aö reisa ný fyrirtæki á rústum þeirra. „Að öllu saman- lögöu er útlitiö bjartara nú en verið hefur lengi,“ sagði Hákon. Ljóðaverðlaun ' „Ég fékk fyrstu verðlaun er- lendra skálda í keppni Ijóðskálda og málara í frjálsri Evrópu. Verð- launin voru stór bikar og medalía til eignar. Ljóðið mitt var einnig gefið út í ljóðasafhi,*' segir Anna S. Björnsdóttir Ijóðskáld sem hlaut frönsk ljóöaverðlaun fyrir ljóð sitt Stefnumót. „Samtökin sem standa á bak viö keppnina eru samtök ijóöskálda og málara í frjálsri Evrópu," seg- ir Anna. Meinatæknar: Styðjasjúkraliða Stjóm Meinatæknafélags ís- lands hvetur samninganefnd rík- isins i umboði stjómvalda til að virða samningsrétt stéttarfélaga og leita árangursríkra leiða til úrbóta á launakjörum opinberra starfsmanna sem búa við löngu urelt launakerfi. i yíirlýsingu segir að enn á ný sé kvennastétt innan heilbrigöis- geirans neydd til að grípa til þess neyðarúrræðis sem verkfall er til aö fa viðræður um kjör sín og því lýsi félagið yfir stuðningi viö bar- áttu sjúkraliða. Garöar Guðjónsson, DV, Akranesi: Feikilega mikil aukning hefur orð- ið á afla sem boðinn er upp á Skaga- markaði miðað við fyrra ár. Það sem af er þessu ári hafa 2.645 tonn borist en á sama tíma í fyrra höfðu komið 1.827 tonn. Verömæti aflans nú er 194 milijónir kr. en var 124 milijónir í fyrra. Aukningin nemur um 45% í tonnum talið en 56% ef ef litið er á verðmæti. „Þetta er mjög ánægjuleg þróun og ég geri mér vonir um að aflinn fari yfir 3000 tonn á þessu ári. Það er líka athygli vert að meðalverð á kíló hef- ur hækkaö úr 67,70 krónum fyrstu 10 mánuðina í fyrra í 73,25 krónur nú,“ segir Einar Jónsson, fram- kvæmdasfjóri Skagamarkaðar. Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Mín skoöun er sú að hluti skýring- arinnar á þessari útkomu í fyrstu prófunum sé sú að menn hafi ekki tekið þessi mál nógu alvarlega og ekki komið nægjanlega vel undir- búnir í prófin," segir Jón Garðar Hreiðarsson, framkvæmdastjóri Fræöslumiðstöövar bílgreina, um slaka útkomu bílasala í prófum sem þeim hefur verið gert að gangast undir að undanfömu. Bílasölum er nú samkvæmt lögum gert að sækja námskeið til aö fá full starfsréttindi og gangast undir próf að þeim loknum. Útkoman í fyrstu prófunum sem haldin vom í Reykja- vík, og á Akureyri fyrir bílasala frá Noröur- og Austurlandi, var sú að helmingur þeirra sem prófið þreyttu fékk falleinkun. Bílasalar sem sóttu námskeiðið á Akureyri hafa kvartað undan því að þeim hafi verið gert að gangast undir námskeiðið á einni helgi, en í Reykja- vík sé um að ræða kvöldnámskeið sem stendur yfir í 2 vikur. Jón Garö- ar segir að ekki hafi verið skylda að halda námskeiðin úti á landi en það~ hafi hins vegar verið ákveðið að koma til móts við bílasala á lands- byggðinni og halda námskeið á Ak- ureyri um helgi. Bílasölum á lands- byggðinni hafi hins vegar staðið til boða að sækja námskeið í Reykjavík. Þá segir hann að nefndin þurfi ekki að halda upptökupróf, en það verði hins vegar gert á Akureyri. Annað umkvörtunarefni bílasal- anna er að til að ná árangri í prófinu hafi þeir þurft að læra prófefnið eins og páfagaukar, það sé greinilega ekki nóg að koma svarinu efnislega réttu frá sér heldur þurfi það að vera eftir bókinni. „Ég vísa þessu á bug, en menn verða auðvitað að sýna þaö í svörunum aö þeir hafi skilning. Hef< ' ur hins vegar borið nokkuð á því að menn hafi ekki fariö inn að kjama málsins í sínum svörum og e.t.v. tal- ið að þaö skildist á svarinu aö þeir vissu um hvaö væri að ræða,“ segir Jón Garöar. Matthías Harðarson á Felix gengur frá eftir löndun. Trillukarlar eru helstu viðskiptavinir Skagamarkaðar. DV-mynd Garðar Skagamarkaður: Aukning 56% milli ára Verkfallið bitn- ar á sjúkrahúsi Blönduóss Magnús Ólafeson, DV, Húnaþingi: Mikil þrengsli em nú á sjúkra- húsinu á Blönduósi, svo mikil að sjúklingar þurfa að liggja á göngum. Dæmi eru um að sjúkling- ar, sem þyrftu að vera á sjúkra- húsi, hafi verið sendir heim vegna þess að ekkert pláss var fyrir þá. Að hluta er þetta vegna verkfalls sjúkraliða, sem bitnar á sjúkrahús- inu á Blönduósi á þann hátt að sjúklingar voru sendir norður af sjúkrahúsum í Reykjavík, en meg- inástæðan er sú að í haust hafa verið vaxandi þrengsh á sjúkra- húsinu og mátti því ekkert út af bera svo þar yrði yfirfullt. ■ Á sama tíma og þetta gerist bíður hefi hæö í nýrri viöbyggingu viö sjúkrahúsið á Blönduósi þess að vera innréttuð sem sjúkradeild. Búið er að ganga frá húsinu að utan og það tilbúið undir tréverk aö inn- an. Sigursteinn Guðmundsson, læknir á Blönduósi, sagði að búið væri að gera samning um að ljúka byggingunni á 3-4 árum. Útboðs- gögn fyrsta áfanga liggja þegar fyr- ir - peningar til á fjárlögum þessa árs 1 hluta framkvæmdanna, en dregist hefur að bjóða verkið út vegna einhverrar, tregðu í heil- brigðisráðuneyti að senda gögn til þeirrar deildar fjármálaráðuneytis sem heimilar útboð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.