Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1994, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1994, Blaðsíða 40
52 MÁNUDAGI/R 21. NÓVEMBER 1994 Sigurður Líndal. Engan rétt að þröngva samn- ingum sínum upp á aðra „FÍA hefur engan einkarétt til að gera samning fyrir alla flug- menn. Það hefur engan forgangs- rétt til að gera samninga umfram löglegt stéttarfélag sem fyrir er. Þaö hefur engan rétt til að ryðja löglegu stéttarfélagi til hliöar og þröngva sínum samningum upp á aðra,“ segir Sigurður Líndal lagaprófessor í DV. Ummæli Eitthvað sem berst í bökkum „.. .í stað þess að bókaútgáfa ljlári sig þolanlega á markaðinum þá verður hún eitthvað sem berst í bökkum og nýtur styrkja. Ég get ekki ímyndað mér aö það hafi verið markmið Friðriks Sophus- sonar með virðisaukaskattinum þegar hann var lagður á, en sú verður lokaútkoman engu að síð- ur,“ segir Halldór Guðmundsson bókaútgefandi. Slæmir ræðumenn „Þaö sem einkennir slæma ræðu- menn er einmitt að þeir meina ekki það sem þeir segja, hugsa ekki það sem þeir segja og finna ekki það sem þeir hugsa...,“ segir Pétur Tyrfingsson í Alþýðu- blaðinu. Fáir góðir ræðumenn „Hvað er ræðusnilld...? Meiri- hluti þjóðarinnar er strax útilok- aður því góður ræðumaður verð- ur að kunna íslensku...,“ segir Helgi Hjörvar í Alþýðublaðinu. Áhugamál að tína dósir „Ég hef íjármagnað utanlands- ferðir mínar síðustu árin með því að tína upp dósir... Ég hef svo gaman af þessu að þetta er orðið aö áhugamáli...,“ segir Sigur- geir Þorvaldsson, fyrrverandi lögregluþjónn, í DV. Tónlistin er aukadjobb „Ég lít á sjálfan mig sem leikara fyrst og fremst, sem leikhúsmann og kannski skáld. Það eru aðrir sem stimpla mig sem tónlistar- mann. Ég lít á tónlistina sem hálf- gert aukadjobb," segir Hörður Torfason í Morgunpóstinum. Mikill þrýstingur „Það hafa mjög margir í kjör- dæminu haft samband viö mig og þrýst á um að ég bjóði fram sérhsta í alþingiskosningunum í vor og það er verið að skoða þetta mál vel,“ segir Eggert Haukdal í DV. Sagtvar: Seldar voru veitingar í nýja mötuneyti skólans. Rétt væri: Seldar voru veitingar Gætum timgunnar í nýju mötuneyti skólans. Eða: Selaar voru veitingar í hinu nýja mötuneyti skólans. Fer hlýnandi en yíða verður hvasst Um sunnan- og vestanvert landið verður í dag allhvasst eða hvasst suðvestan og súld eða skúrir. Norð- Veörið í dag anlands er vaxandi suðaustanátt, all- hvasst og slydda til að byrja með en siðan suövestan strekkingur, léttir til norðaustanlands. Hlýna mun í veðri. Á höfuðborgarsvæðinu verður allhvöss sunnan- og suðvestanátt með súld en síðan skúrum. Hitinn verður 4 til 5 stig. Sólarlag í Reykjavík: 16.12 Sólarupprás á morgun: 10.18 Síðdegisflóð í Reykjavík: 20.09 Árdegisflóð á morgun: 8.27 Heimild: Almanak Húskólans Veðrið kl. 12 í gær: Akureyri snjóél -3 Akurnes hálfskýjaö 2 Bergstaðir hálfskýjað -2 Bolungarvík snjóél -3 KeíIavíkurílugvöUur skýjað -1 Kirkjubæjarklaustur skýjað 0 Raufarhöfn alskýjað -5 Reykjavik alskýjað -1 Stórhöíði skúr 0 Bergen léttskýjað 10 Helsinki skýjað -2 Kaupmarmahöfn skýjað 5 Stokkhólmur skýjað 3 Þórshöfn skýjað 3 Amsterdam skýjað 10 Beriín skýjað 7 Chicago léttskýjað 9 Feneyjar þokumóða 11 Frankfurt rigning 9 Glasgow skýjað 7 Hamborg léttskýjað 7 London skýjað 10 LosAngeles léttskýjað 12 Lúxemborg súld 7 Madrid léttskýjað 14 MaUorca léttskýjað 18 Montreal léttskýjað 3 New York alskýjað 12 Nice léttskýjað 17 Orlando alskýjað 16 París skýjað 11 Róm léttskýjað 16 Vín skýjað 9 Winnipeg snjókoma -1 Þrándheimur skýjað -3 Jón Gröndal tónlistarkrossgátuhöfundur: „Það sem réð þvf ööru fremur að ég ákvað að gefa pólitíkinni frí í bili var aö ég hef tekið að mér auk- in störf hjá Iionshreyfingunni en þaö er mitt áhugamál þessar vik- urnar. Ég segi ekki að ég sé hættur í pólitík því það er erfitt að vera fyrir utan og mig er þegar farið að klæja í lófana," segir Jón Gröndal, kennari í Grindavík. Jón var átta ár í bæjarstjórninni í Grindavík en hefur tekið sér hvild þetta kjör- Maðux dagsins tímabfi. Jón hefur komið víða við en þekktastur er hann fyrir tónlist- arkrossgátur sínar sem voru vin- sælt útvarpsefni á sínum tíma og hefur Jón nú tekið upp þráðinn aftur við gerð tónlístarkrossgát- unnar. „Þaö eru fjórtán ár síðan ég byrj- aöi hjá RÚV, en þá var ég með töfr- andi tóna, danstónlist og sitthvað fleira. Ég byrjaði með tónlistar- krossgátuna á rás 2, þegar Þorgeir Ástvaldsson var þar við stjóm og Jón Gröndal. var þetta einn vinsælasti þátturinn á rásinni fyrr og síðar. Þegar best lét fengum við yfir þúsund bréf á viku." Allan tímann sem Jón var með þáttinn á rás 2 bjó hann í Grinda- vík og nú hefur hann tekið upp þráðinn á útvarpsstöðinní Bros á Suðurnesjum, en þar hefur hann undanfarin misseri verið með ýmnsa þætti. „Tónlistarkrossgátan hefur tekið vel við sér og er orðinn óhemjuvinsæl og það er oft hringt x mig heim og spurt um ýmislegt varðandi krossgátuna. Það er mjög gefandi að vera svona í sambandi viö fólk.“ Jón Gröndal og eiginkona hans, Dórothea Emilsdóttir, eru úr Hlíð- unum f Reykjavík, en þau fluttust til Grindavíkur 1976 þegar Jón fékk þar kennarastöðu. „Það voru nokkrir staöir sem komu til greina þegar við ákváðum að flyija búferl- um, en ég valdi Grindavík vegna þess að það var stutt frá Reykjavík og ekki langt fyrir mig aö fara á gömlu dansana. í dag lit ég tvi- mælaláust á mig sem Grindvíking. Hér er gott að búa og skemmtilegt að vera.“ Jón og Dórothea eiga þrjú börn. Ægir Már Kárason Til heiðurs konum Til heiðurs konum nefnist af- mælishátið sem haldin verður í Borgarleikhúsinu í kvöld kl. 20.30. Aö hátíðinni standa Meim- ingar- og fræðslusamband alþýðu og Tómstundaskólixm. JPjölbreytt Leikhús dagskrá er í boði. Tveir leikhóp- ar, sem sýndu verk i Finnlandi í sumar, koma fram. Um er að ræða leikhóp kvenna f BSRB og ílikhóp kvenna i ASÍ. Gefst hér tækifæri til að sjá leiktúlkun kvennanna á jafnréttisbarátt- unrú. Jóhanna Sveinsdóttir les úr nýrri ljóöabók sinni, Borgar- dætur syngja og Guðrún María Finnbogadóttir óperusöngkona syngur viö undirleik Iwona Jagla, en Guðrún hlaut Tónvakaverð- laun Ríkisútvarpsins nýlega. Kynnir á hátíðinni verður Ingi- björg Sólrún Gísladóttir, en há- tiðina setur Bergþóra Ingólfsdótt- ir, fræðslufulltrúi MFA. Aðgang- ur er ókeypis. Skák Svartur á leikinn í meðfylgjandi stöðu, sem er úr skák Lopez og Gerber, tefid á opnu móti i Genf snemma á árinu. í stöö- unni leynistbýsnaóvænturmöguleiki... Hvitur varð aö gefast upp eftir 1. - Hxg2 +! 2. Hxg2 Dxh3 + !, því að 3. Kxh3 Hh5 er mát. Jón L. Árnason Bridge Mörg spilin í Reykjavíkurmótinu voru skemmtileg, meö mikia skiptingu og buðu upp á óvæntar niðurstöður. Það er til dæmis erfitt að ímynda sér lokaniður- stöðuna í þessu spili á einu borðanna fyrirfram, áöur en sagnir og úrspilið er skoðað. Sagnir gengu þannig, austur gjaf- ari og NS á hættu: * DG72 ¥ ÁD1032 ♦ 53 + K7 ♦ 108653 ¥ K ♦ Á984 + G95 ¥ G9864 ♦ DG2 + D6432 ♦ ÁK94 ¥ 75 ♦ K1076 + Á108 Austur Suður Vestur Norður 24 Dobl 2¥ Dobl Pass 2+ 4¥ Pass Pass Dobl P/h Tveggja tígla opnun austurs var gervi- opnun og lofaði a.m.k. 5-5 skiptingu í ein- hverjum tveimur litum og undir opnun- arstyrk. Dobl suðurs sýndi fyrst og fremst styrk, tvö hjörtu vesturs var leit- andi sögn aö samlegu og dobl norðurs var úttekt á hjartalitinn. Pass austurs lofaði því að hjarta var annar hvor lit- anna og þá beið vestur ekki boðanna og stökk í fjögur hjörtu. Norður hóf vörnina á spaðaþristi, sagnhafi trompaði í blind- um og spilaöi lágu laufi. Suður setti lítiö spil, vestur átti slaginn á kóng og tromp- aði enn spaða. Enn kom lauf frá blindum og suður varö þá skelkaður og rauk upp með ás. Honum fannst nú vænlegast í stöðunni aö spila trompi en það gerði þaö eingöngu aö verkum að vestur rauk upp með ásinn og feUdi blankan kónginn. Þá var hjarta tekið öðru sinni á gosann og tíglum síöan hent í frílaufin. Fjögur hjörtu dobluð með tveimur yfirslögum (790) var þó ekki hreinn toppur, gaf „að- eins“ 30 stig af 32 mögulegum. ísak Örn Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.