Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1994, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1994, Blaðsíða 6
6 MÁNUDAGUR 21. NÓVEMBER 1994 Fréttir Ráðstefna Alþýðuflokksins um ísland og Evrópusambandið: Höf um ekki hag af að bíða - segir Jón Baldvin og vill sækja um ESB-aðild sem fyrst „Viö höfum ekki hag af því að bíða. Því fyrr sem við skilgreinum okkar samningsmarkmið, sækjum um og látum reyna á samningsniðurstöður þeim mun betra. Það er áhættulaust því þjóðin mun eiga síðasta orðið í þjóðaratkvæðagreiðslu," segir Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Al- þýðuflokksins. Rúmlega 200 manns mættu á fund sem Alþýðuflokkurinn hélt á Hótel Sögu í gær um kosti og galla þess að ísland sæki um aöild að Evrópusam- bandinu. Fulltrúar þriggja stofnana háskólans gerðu grein fyrir skýrsl- um sem þær hafa gert um málið að beiðni ríkisstjórnarinnar. Á eftir voru pallborðsumræður sem þeir Jón Baldvin, Sighvatur Bjarnason, formaður SÍF, Ari Skúlason, alþjóða- fulltrúi ASÍ, og Haukur Halldórsson, formaður Stéttarsambands bænda, tóku þátt í. Á fundinum íjallaði Guðmundur Magnússon prófessor um niðurstöö- ur Hagfræöistofnunar, Gústaf Adolf Skúlason um niðurstöður Alþjóða- málastofnunar, og Örn D. Jónsson um niðurstöður Sjávarútvegstofnun- ar. Fram kom að á heildina séð fylgja því fleiri kostir en gallar fyrir ísland að sækja um aðild að Evrópusam- bandinu. Að sögn Jóns Baldvins geta íslend- ingar vænst þess að ná betri samn- ingum við ESB um sjávarútvegsmál- in en Norðmenn enda með betri samningsstöðu. Til að sannreyna þetta sé rétt að hefja samningavið- ræður samhliða aðildarumsókn. Ekki leyniskýrslur Aðspurður kveðst Jón Baldvin undrast þá gagnrýni sem hefur kom- ið fram varðandi það að skýrslur stofnana Háskólans væru fyrst kynntar opinberlega á fundi Alþýðu- flokksins. Þrjár af flmm skýrslum séu fyrir löngu komnar út og þær hafi eftir hendinni verði sendar ráð- herrum og fulltrúum þingflokkanná í utanríkismálanefnd án trúnaðar- stimpils. Aldrei hafi staðið til að meðhöndla þessar skýrslur sem ein- hver leyniskjöl. „Það er misskilningur að það sé einhver ástæöa til að stinga þessum skýrslum ofan í skúffu. Snemma í október skrifaði utanríkisráðuneytið forstöðumönnum þessara stofnana og benti þeim á að þegar þær hefðu lokið verkinu væri þeim ekkert að vanbúnaði að gera sjálfar grein fyrir niðurstöðum sínum. í ljósi þess að einstaka þingmenn, meðal annars Ólafur Ragnar Grimsson, hafa veist að höfundum þessara skýrslna, og sakaö þá um fúsk og skort á fræðileg- um vinnubrögðum, þá er sjálfsagt að veita þeim rétt til að verja hendur sínar.“ Jón Baldvin hampaði úrklippu úr DV á ráðstefnunni en i frétt okkar á mið- vikudaginn kom fram að Davíð Oddsson teldi unnt að skipta um skoðun á inngöngu í ESB eftir tvö ár. DV-mynd ÞÖK Banaslys í Eyjafirði Gyifi Kriatjánsson, DV, Akureyn: Banaslys varð á Norðurlands- vegi, skammt norðan Akureyrar, um miðjan dag á laugardag. Tveir bílar skullu þar saman í háiku og lést ökumaöur annars þeírra samstundis að talið er. Vitni að slysinu segja að öku- maður bílsins sem ekið var í átt frá bænum hafi skyndilega misst stjóm á honum og skall bíllinn á annan sem ekiö var í átt til bæjar- ins. Ökumaður þess bíls lést. Hann var Akureyringur og hét Sveinn Ragnar Brynjólfsson, 39 ára að aldri og lætur eftir sig konu og þrjú börn. Ökumaður hins bflsins var fluttur á slysa- defld en var ekki alvarlega meiddur og fékk aö fara heim um helgina. Sj álfstæöisflokkurinn: Varar við ESB-áróðri „Þungavigtarmenn“ í Sjálfstæðisflokknum á tali við Davíð Oddsson forsætis- ráðherra á flokksráðsfundi á laugardaginn. F.v.: Baldur Guðlaugsson lög- maður, Magnús Gunnarsson, formaður VSÍ, og Magnús L. Sveinsson, for- maðurVR. DV-mynd Vigdís Flokksráð Sjálfstæðisflokksins kom saman til fundar á iaugardaginn en það er æðsta valdastofnun flokks- ins milli landsfunda. Á þriðja hundrað fulltrúar höfðu seturétt á fundinum. Stjórnmálaá- lyktun var samþykkt en yfirskrift fundarins var atvinnu-, kjara- og, efnahagsmál. í ályktuninni kemur fram sú skoð- un að EES-samningurinn tryggi að- gang íslendinga að mörkuðum í Evr- ópu og varað er við áróðri um að ísland einangrist þegar aðrar EFTA- þjóðir ganga inn í Evrópusambandið. Þá er í ályktuninni mælst til þess að efnahagsbatinn verði nýttur til að bæta kjör þeirra sem eru með lægstu launin. HomVxtfð0”' fronskar og Co kr. 349 FraSSSflur Ath. Opið alla daga kl. 11 m/ 0gsa\a»»" kf. 399 Ármúll 42 - sími 883090 Kratar í Vesturlandi: Gísli ef stur Gísli Einarsson, alþingismaður af Akranesí, varð efstur í próf- kjöri Alþýðuflokksins á Vestur- landi sem fram fór um helgina. Einungis var kosið um tvo fram- bjóðendur, Gísla og Svein Þór Elínbergsson úr Ólafsvík. Hiaut Gísli 961 atkvæði i fyrsta sæti á móti 546 atkvæðum Sveins Þórs. Þar sem merkja varð viö báða frambjóðendur fengu þeir sama atkvæðamagn samanlagt. Fékk Sveinn Þór þannig 961 atkvæöi í annað sæti. Kosning í bæði sætin er bindandi. Auðir seðlar reynd- ust tveir. Samtals greiddu 1509 atkvæði í prófkjörinu sem er 276 atkvæðum meira en kratar á Vesturlandi fengu í alþingiskosningum 1991. Kjördæmisráð ákveður röðun í 3.-10. sæti framboðslistans á fundi sem haldinn veröur síðar. Framsókn í Vesturlandi: Ingibjörg örugg i ef sta sæti Ingibjörg Pálmadóttir, alþingis- maður af Akranesi, fékk örugga kosningu í fyrsta sæti framboðs- lista Framsóknarflokksins á Vesturlandi á kjördæmisþingi sem fram fór í Borgamesi um helgina. Fékk Ingibjörg 174 at- kvæði í fyrsta sæti eða 96 prósent greiddra atkvæöa, Til að fá kosningu í sæti þurfti viðkomndi aö fá meira en helm- ing greiddra atkvæða. Varð því aö kjósa oftar en einu sinni um sum sætin. Annað sæti hreppti að lokum Magnús Stefánsson, sveitarstjóri í Grundarfirði, sem fékk tæp 73 prósent atkvæða í það sæti í lokaumferðinni. Hann atti kappi við Sigurð Þórólfsson, sem var i öðru sæti listans 1991, og Gunnar Guðmundsson og Ragn- ar Þorgeirsson, báða úr Borgar- nesi. Sigurður og Gunnar drógu sig í hlé viö þessi úrslit. Ragnar lenti hins vegar í fimmta sæti þegar upp var staðiö. í þriöja sæti varð Þorvaldur Jónsson, bóndi í Hjaröarholti í Borgar- býggö.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.