Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1994, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1994, Blaðsíða 10
10 MÁNUDAGUR 21. NÓVEMBER 1994 Utlönd Díana prinsessa bitur út í fyrrum hjákonu Karls: Kallar Camillu rottweilerhund „Það sem Díana prinsessa stendur frammi fyrir núna er að hún hefur horfst í augu við djöflana innan Buckinghamhallar, hún hefur horfst í augu við djöflana innan eigin hjóna- bands og undanfarin tvö ár hefur hún reynt að horfast í augu við djöíl- ana innra með sér. Það er hið erfiða verk sem hún verður að horfast í augu við, ekki bara sem prinsessa heldur sem kona,“ segir Andrew Morton, ævisöguritari Díönu prins- essu, í heimildarmynd um prinsess- una sem sýnd var um helgina. í myndinni kemur fram að Díana er enn bitur út í Camillu Parker- Bowles, fyrrum hjákonu Karls Bretaprins, og að hún sé sannfærð um að Karl muni aldrei setjast í há- sætið. Heimildarmyndin dregur upp mynd af einmana konu sem sé enn að reyna að jafna sig eftir ástlaust Díana prinsessa horfist i augu við innri djöfla. Símamynd Reuter hjónaband og þá andstöðu sem hún fann fyrir innan hirðarinnar eftir að þau Karl skildu að borði og sæng. Morton sagði að Díana hefði áður fyrr verið með Camillu Parker- Bowles á heilanum og m.a. merkt heimili hennar inn á stórt kort og leiðirnar sem hún ók heim. Ónafn- greind vinkona Díönu sagði hins veg- ar að prinsessan væri ekki lengur með Camillu á sinninu. „Ég held að henni þyki ekki mikið til Camiliu Parker-Bowles koma. Hún kallar hana rottweilerhund- inn,“ sagði vinkonan en það var leik- kona sem mælti orð hennar í mynd- inni. „Hún var dálítið ringluð vegna þess að manneskja með flösu og sem reykir var tekin fram yfir en það er kannski skiljanlegt af því að hún varð fyrri til að komast inn fyrir dyrnar." Reuter Indverska stúlkan Aishwarya Rai, sem hér er fyrir miðri mynd, var kjörin ungfrú alheimur í keppninni sem fór fram í Sun City í Suður-Afriku um helgina. Með henni á myndinni eru ungfrú Suður-Afríka, Basetsane Julia Makgale- mele, og ungfrú Venesúela, Irene Izquierdo. Fulltrúi íslands, Birna Bragadóttir, var meðal keppenda en komst ekki í hóp tíu efstu. Simamynd Reuter Færeyjar: Ef nahagshrunið eins og í löndum Austur-Evrópu Hruni efnahagslífsins í Færeyjum má líkja við það sem gerðist í löndum Austur-Evrópu eftir hrun komún- ismans, til dæmis í Eystrasaltslönd- unum, segir Jörn Astrup Hansen, bankastjóri í Færeyjabanka. Almannarómur í Færeyjum segir að hann sé síðasti bankastjórinn á eyjunum sem lögreglan hafi ekki kært. Það er að minnsta kosti stað- reynd að lögreglan gerði ekki hús- rannsókn í bankanum hjá honum í síðustu viku þegar gerð var húsleit á tæplega tvö hundruð stöðum vegna fjármálasvindlsins mikla við togara- smíði á síðasta áratug. Hansen hefur í tæp tvö ár fylgst Mikil jarðgangagerð í Færeyjum átti sinn þátt i efnahagsörðugleikunum. náið með efnahagsógöngunum í Fær- eyjum, fyrst sem bankastjóri í Sjó- vinnubankanum og úr sæti sínu í Færeyjabanka frá þvi í vor. „í Færeyjum líta menn 6. október 1992 sömu augum og Danir 9. apríl 1940,“ sagði Hansen. Þjóöveijar hernámu Danmörku 9. apríl 1940 en 6. október 1992 var upphafsdagur bankakreppunnar í Færeyjum og þar með kreppunnar sem hefur tröllriðið samfélaginu að undanförnu. Hansen sækir samlíkinguna með löndum Austur-Evrópu ';í þá stað- reynd að í Færeyjum eins og þar hafi ríkisvaldið, bæjarfélögin og verkalýðsfélögin stjómað athafnalíf- inu á eyjunum að miklu leyti. Allt kapp var lagt á að halda uppi atvinnu en ekki einblínt á hvort fyrirtækin skiluðuhagnaði. Ritzau stjórn S-Afríku hafareyntað Nelson Mand- ela segir stjórnvöld vSuður-Afríku hafi næstum þvi verið búin að drepa sig, þegar hann sat í fangelsi árið 1969, með samsæri sem var dul- búið sem flóttatilraun. Þetta kemur fram í væntanlegri sjálfsævisögu Mandeia sem nú er orðinn forseti Suður-Afríku og tímaritið Time birtir úrdrátt úr. „Þetta var heldur ekki í síðasta sinn sem þeir reyndu að drepa mig,“ segir í útdrættinum í Time. Þjóðverjarmót- mælaflutningi geislaúrgangs Rúmlega tvö þúsund Þjóðveijar tóku þátt í mótmælaaðgerðum um helgina þar sem verið var að andæfa fyrsta farminum af geislavirkum úrgangi í geymslu í bænum Gorleben í norðurhluta landsins. Geislavirkur úrgangur frá kjamorkuveri í suðurhiuta Þýskalands verður fluttur norður á bóginn í vikunni undir vemd þúsunda lögregluþjóna. Verður gæslan mesta lögregluaðgerð í iandinu frá stríðslokum. í Neðra- Saxlandi einu munu 4500 lög- regluþjónar gæta farmsins. Geymslustaöurínn í Gorleben hefur staðíð tómur í mörg ár vegna deilna um notkun hans. Ekki er til annar geymslustaður fyrir geislavirkan úrgang í Þýskalandi. Hollenskirþing- menn hallirað flöskunni Níu prósent þingmanna í Hol- landi drekka stíft og rúmlega fjóröungur þeirra hefur prófað að reykja marijúana, aö því er visindamenn við háskólann í Rotterdam segja. Samkvæmt könnun sem vís- indamennirnir gerðu drekka 93 prósent þingmanna alkóhól og flestir þeirra eru hrifnastir af léttu víni. Spurningablöð vora send til allra þíngmannanna 150 en 86 þeirra svöraðu. Vísindamennirn- ir sögðu að neysla þingmanna á áfengi og marijúana væri mjög svipuö og meðal annarra borgara landsins. GereogCraw- forderuáskiln- aðarbuxunum Kvikmynda- leikarinn Ric- hard Gere og eiginkona hans, ofurfyrirsætan Cindy ford, ætla skilja aö skipt- um, að sögn blaðsins News of the World sem kom út í gær. Blaðíð segir skilnaðarorsökina vera framhjáhald Geres með 22 ára gamalli fyrirsætu, Lauru Bai- ley. Gere og Crawford keyptu heilsíðuauglýsingu í Lundúna- blaðinu Times í maí til að hrekja fregnir um að þau væru að skiþa og til að kveða í kútinn allan orö- róm um að þau væru bæöi sam- kynhneigð. Rcutcr að Delors verði aðfarafram Leiðtogi franskra sósíal- ista segir að Jacques Delors, fráfarandi for- seti fram- kvæmdastjóm- arESB, verði að bjóða sig fram í forsetakosningunum í Frakk- landi á næsta ári. Delors hefur enn ekki gert upp hug sinn en hann hefur lofað ilokksbræðrum sínum i sósíal- istaflokknum aö gefa þeim svar fyrir jól. Skoðanakannanir benda til að Delors mundi sigra frambjóð- anda hægrimanna. Norðmennog Rússarsam- mála umkvóta Norðmenn og Rússar hafa kom- ið sér saman um heildarkvóta á norskum þorski í Norðurhöfum og ætla þeir að leyfa veiðar á 700 þúsund tonnum. Þá verður einn- ig heimilt að veiða 40 þúsund tonnaf þorski við strendurlands- ins. Heildarýsukvótinn verður 130 þúsund tonn sem er tíu þúsund tonna aukning frá því í fyrra. Að sögn norska sjávarútvegsráðu- neytisins verður hins vegar eng- inn loðnukvóti á næsta ári. Norðmenn fá 338 þúsund tonn af þorskkvótanum, Rússar 314 þúsund tonn og 88 þúsund tonn verða veitt til þriöja lands, þar af 28 þúsund tonn vegna veiöa við Svalbaröa. ESB gefst upp á vítamínbættum barnamatnum Þrýstingur af hálfu Norður- landanna hefur orðið til þess aö Evrópusambandið er hætt við áform um að leyfa vítamínbættan barnamat. Þá hefur ESB einnig hætt við að markaðssetja stað- gengil móðurmjólkur sem er sér- staklega gerður fyrir böra með ofnæmi, sagði í Aftenposten i gaer. í gervimóðurmjólkinni eru nið- urbrotin prótín sem sagt er að valdi ekki eins miklu ofnæmi og vörur sem gerðar eru úr kúa- miólkur- og sojaprótínum. Norð- urlöndin töldu að ekki hefði verið sannað á fullnægjandi hátt að varan hefði slik áhrif. Ifitt deilumálið sneríst um víta- min sem bætt var út i bamamat. Norðmenn leyfa ekki slíkt. „Við fengum okkar framgengt. Það verður ekkert úr tfllögun- um,“ sagði Atle Örbeck Sörheim, framkvæmdastjóri norska mat- vælaeftirlitsins. Bardotleiðir mótmælafund gegnioðfeldum Franska leik- konan og kynbomban fyrrverandi, Brigitte Bardot, fór fyrir um flögur hundruð dýravinum í París um heig- ina þar sem þeir mótmæltu loðfeldum með því að leggja eld að stafla af gervipelsum, Bardot sagði að fólk sem væri í loðfeldum væri „með kirkjugarða á bakinu“. Mótmælendurnir sprautuðu rauðri málningu á gervifeldina áður en þeir lögðu eld aö þeim. Reuter.NTB

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.