Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1994, Side 2
2
ÞRIÐJUDAGUR 22. NÓVEMBER 1994
Fréttir
Skvettu málningu og
brenndu þjóðfánann
mynd af skátahöfðingjanum rifin 1 sundur
Aðkoman var ljót þegar skátar í
Skátafélaginu eina í neðra Breiðholti
komu í skátaheimilið sitt á sunnu-
dag. Brotist hafði verið inn í heimilið
með því að brjóta rúðu.
Unnið hefur verið að endurbótum
á heimilinu undanfarið en ekki er
nema ár síöan skátarnir fengu hús-
næðið til afnota. Innbrotsþjófamir
stálu engu en reyndu að brenna ís-
lenska fánann, sem hékk á stöng inni
í heimilinu, þannig að hann er ónýt-
ur. Þá rifu þeir myndir frá skáta-
starfinu niður af veggjum, þar á
meöal var mynd af Gunnari Eyjóifs-
syni skátahöfðingja rifin í sundur.
Málningu hafði verið skvett á úti-
dyrahurð og hún síðan borist með
skósólum á gólfíjalir inni í heimihnu
sem höfðu nýlega verið gerðar upp.
Helga Hauksdóttir, skáti og móðir
skáta í Skátafélaginu eina, segir að
þetta sé ekki í fyrsta skiptið sem
skemmdir séu unnar á húsnæðinu.
Iðulega komi það fyrir að rúður séu
brotnar og rimlar hafi verið settir
fyrir glugga öðrum megin. Meðal
annars hafi ein rúða veriö brotin
aðfaranótt laugardags, nóttina áður
en ofangreint atvik kom fyrir. Nauð-
synlegt sé að setja rimla fyrir glugg-
ana hinum megin til að koma í veg
fyrir að menn komist inn í skáta-
heimilið annars staðar en inn um
dyrnar.
Mikið er um að unglingar í hverf-
inu hangi fyrir utan verslunarmið-
stöðina en engin félagsmiðstöð er í
neðra Breiðholti. Hún segist hafa
grun um hverjir hafi verið þama að
verki. Lögreglan sé með málið í
höndunum og vinni aö skýrslugerð.
Helga hvetur gamla skáta í hverf-
inu til að koma og hjálpa til við að
koma heimilinu í samt horf og jafn-
framt til að starfa með félaginu eða,
eins og hún segir: „Eitt sinn skáti,
ávallt skáti.“
Níræður Reykvlkingur:
Kemst ekki í bað
vegna verkfallsins
„Eg hef ekki treyst mer til þess að
fara í sturtu í Hafnarbúðum - það
gerir sjónin - en auðvitað geta þeir
farið í bað sem eru nógu duglegir og
treysta sér til þess án þess að fá að-
stoð. Konan sem sér um baðið er
sjúkraliði og þess vegna hefur enginn
getað farið í bað. Ég hef ekki getað
farið í bað nema hjá skyldfólki. Syst-
urdóttur minni finnst ekki mikið að
hjálpa mér með baðiö en það er
ómögulegt fyrir því,“ segir Helga
Finnbogadóttir, tæplega níræður
Reykvíkingur.
Helga býr í vesturbænum og sækir
dagdeildina í Hafnarbúðum þrjá
morgna í viku, frá 10 til 12. Hún hef-
ur farið í bað, fengið heita bakstra
og handsnyrtingu hjá sjúkraliöunum
þar en þessi þjónusta hefur falhð
niður undanfarna viku vegna verk-
falls þeirra. Helga sækir áfram Hafn-
arbúðir en segist vonast til að stjórn-
völd semji við sjúkraliðana sem fyrst
því að ástandið sé „ómögulegt".
„Mér finnst algjör hneisa að stjóm-
völd semji ekki við sjúkraliðana og
borgi þeim almennilegt kaup. Ég hef
verið rúmt ár í Hafnarbúðum og það
er yndislegt að vera þar en þetta
verkfall hlýtur að koma sér míög illa
fyrir fólkið sem er rúmliggjandi þar
og þarf á hjálp sjúkraliðanna að
halda,“ segir hún.
St. Jósefsspítali:
Rúmunum fækk-
að um helming
„Við höfum þurft að skera starf-
semi spítalans geysilega mikið niður
og getum bara sinnt bráðaþjón-
ustunni. Viö þurftum að fækka rúm-
um um 60 prósent á lyflækningadeild
og 30 prósent á handlækningadeild í
byijun verkfalls og erum nú með
helminginn af öllum rúmum á spíta-
lanum í notkun," segir Gunnhildur
Sigurðardóttir, hjúkrunarforstjóri á
St. Jósefsspítala í Hafnarfirði.
Yfir 500 manns eru nú þegar á biö-
lista á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði
og lengjast listarnir stöðugt þar sem
spítalinn er hálflamaður vegna verk-
falls sjúkraliða sem staðið hefur á
aöra viku. Aðeins átta rúm eru notuð
á handlækningadeild í stað 24 þegar
ekkert verkfall er og 18 rúm á lyf-
lækningadeild í stað 29.
Reykjalundur:
Jaðrar við
Helga Finnbogadóttir er tæplega niræður Reykvíkingur sem sækir dagdeild-
ina i Hafnarbúðum þrisvar i viku. Helga sér llla og treystir sér ekki hjálpar-
laust i sturtu í Hafnarbúðum enda hefur hún alltaf fengið hjálp sjúkraliða
i baðinu. DV-mynd BG
„Framkvæmdir á Laugavegi
verða ekki á framkvæmdaáætlun
borgarinnar á næsta ári. í sum-
um tilvikum geta eigendurnir
sjálfir hafið breytingar á götunni
en í flestum tilvikum þarf
ákveðnar aðgerðir af hálfu borg-
ai'innar til að framkvæmdimar
getí. hafist. Það verður ekki farið
í þær framkvæmdir á næsta ári,“
segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
borgarstjóri.
í DV á mánudag var greint frá
tillögu sem liggur fyrir skipulags-
nefhd borgarinnar um yfirbygg-
ingu gangstétta við Laugaveg og
yfirbyggt torg við Kjörgarð en
forráðamenn Laugavegssamtak-
anna hafa rætt við borgarfulltrúa
um aö taka framkvæmdimar á
fjái-hags- og framkvæmdaáætlun
næsta árs.
Rétt er að taka fram að hönnuð-
urinn að breytíngunum á LaUga-
vegi heitir Örn Sigurðsson, ekki
Örn Ólafsson eins og sagt var í
DV á mánudag. -
Stuttar fréttir
Of margiríbóknám
Tæplega fiórfalt fieiri vefia
bóknám en iðnnám hér á landi
og er það mun hærra hlutfall en
í nágrannalöndunum. I gær var
iðnfræðsluátaki hleypt af stokk-
unum sem ætlað er að breyta við-
horfi fólks til iönnáms.
Meira fæst fyrir f iskinn
Verð sjávarafurða hefur hækk-
að um 17% frá því í október. Skv.
Mbl. jafhgildir hækkunin 2 milfi-
örðum krónum á ári.
Dregnir á asnaeyrum
Ólafur Ragnar Grímsson, for-
maður Alþýðubandalagsins, seg-
ir Jóhönnu Siguröardóttur hafa
dregiö þá á asnaeyrunum sem
vildu sameina félagshyggjuöflin.
Sjónvarpið hafði þetta eftír Ólafi.
Óvissaumkostnað
Evrópska atvinnumiðlunin Eu-
rek hefur enn ekki tekið til starfa
hér á landi þrátt fyrir aö Isiend-
ingar hafi tekið fullan þátt í und-
irbúningnum. Sjónvarpið segir
ástæðuna þá að upplýsingar um
kostnað liggi ekki fyrir.
DavíðtiiKína
Davíö Oddsson hefur þegið boð
forsætisráðherra Kína um að
koma í opinbera heimsókn þang-
að sunnudaginn 27. nóvember til
laugardagsins 3. desember. I
fylgd með Davið verður 7 manna
sendisveit.
ísland úr NATO
Baráttan gegn aðild íslands að
NATO og veru hersins á Miðnes-
heiði er enn brýnt verkefni, segir
í ályktun herstöðvaandstæðinga
sem héldu landsráðsstefhu um
helgina.
aðvera
neyðarástand
„Það jaðrar við neyðarástand hér
á Reykjalundi því að sjúkrahðamir
eru ákaflega mikilvæg stétt fyrir
okkur. Samstarfið milh okkar og
Sjúkrahðafélagsins hefur verið mjög
gott. Við höfum sótt um undanþágur
fyrir það sem við teljum brýnustu
nauðsyn og þær hafa komið til móts
við okkur. Meira geta þær ekki gert,“
segir Gréta Aðalsteinsdóttir, hjúkr-
unarforstjóri á Reykjalundi.
Áhrifin af verkfalh sjúkrahða
skiptast nokkuð jafnt á dehdirnar á
Reykjalundi en sambýh fyrir ofur-
fatlaða er undanþegið verkfahinu.
Starfsmenn á Reykjalundi hafa dreg-
ið verulega úr starfseminni og segjr
Gréta að aöeins það brýnasta sé gert.
Ekki hafi komiö til umræðu að kaha
hjúkrunarfræðinga á aukavaktir í
stað sjúkrahða.
Alþýðubandalagið:
Andstaða við f orval á Reykjanesi
„Ég held að það sé frekar mikh
andstaöa viö forval í kjördæminu
því að fólk virðist almennt vera
þeirrar skoðunar að reynslan af
forvali sé ekki góð. Niðurstöður í
forvali gefa í raun ekki alltaf lýð-
ræðislegustu niðurstöðuna heldur
eru það frekar þeir sem hafa sterk-
ustu aðstöðuna th aö smala sem
ná bestri úrkomu og ungt fólk og
konur verða undir,“ segir Sigríöur
Jóhannesdóttir, varaþingmaöur
Alþýðubandalagsins á Reykjanesi.
Miklar umræður eru innan al-
þýðubandalagsfélaganna á Reykja-
nesi um hvort halda skuh forval
um skipan efstu manna á hsta
flokksins fyrir alþingiskosningam-
ar.
Tahð er að andstaðan gegn forv-
ali sé mest í nýja sveitarfélaginu á
Suðurnesjum en flokksmenn í
sveitarfélögunum kringum
Reykjavík séu frekar hlynntir því.
Kjördæmisráð Alþýðubandalags-
ins tekur ákvörðun um forval eða
uppröðun á lista um mánaðamótin.
„Ég er ekki búin að taka endan-
lega ákvörðun um hvort ég gef kost
á mér í annað sæti á hstanum enda
er ekki búiö að ákveða hvort haldið
verður forval. Ég reikna þó frekar
með því þar sem ég var í þessu
sæti í síðustu kosningum," segir
Sigríður.